Íslendingur


Íslendingur - 12.11.1947, Blaðsíða 6

Íslendingur - 12.11.1947, Blaðsíða 6
ÍSLENDINCUR Miðvikudaginn 12. nóv. 1947 « UTANÚRHEIMI | Fiskideildírnar austanlands vilja fá sérstaka síldarútvegsnefnd fyrir Austfirði Kvarta yíir skilningsleysi Síidarútvegsneíndar ríkisins Þann 27. og 28. scpi. liéldu fiskideildir Ausfirðingafjórðimgs f'jórð- ungsjúng sitt á Eskifirði. Var jiar ríkjand mikill áhugi um að hagnýta bietúr Austíjarðasíldina cn gerl hcfir verið, og vegna tómlætis, sem jiingið taldi síldarútvegsnefnd ríkisins liafa sýnt jiessu rnikla liagsmunamáli útvcgsmanna og sjómanna á Austur- landi, áleit jiingið nauðsynlegt að setja á stofn sérstaka síldar- útvegsnefnd fyrir fjórðunginn. Virðist margt mæla með jiví, að jiessi krafa fiskideildanna verði tekin til greina, jiví að Austfirð- ingum er sjálfuan bezt trúandi tl jiess að liagnýta til hlýtar síld- veiðirnöguleika fyrir Austurlandi. Eússland: Rússar hafa að undanförnu lagt mikið kapp á að lokka jrá 800 þús. Armeníumenn, sem nú búa erlendis, til þess að setjast að i rússnesku Armeníu. Erind- rekar rússnesku stjórnarinnar hafa lofað þeim stórlánum (allt að 30 þús. rúblum), húsi og at- vinnu ef þeir snúi lieim. Síðast- liðið ár sinntu um 60 þús. þessu boði og rússneska stjórnin vænt ir þess, að um næstu áramót muni um 100 þús. Armeníu- menn hafa hoi'fið heim til Rúss- lands. En Arméníumönnum þessum hefir reynzt auðveldara að kom- ast til Rússlands en hverfa það- an aftur. Tyrkir, — sem hvorki elska Rússa né Armeníumenn — skýra svo frá, að þeir fáu Armeníumenn, sem sloppið hafa aftur frá Rússlandi, hafi ailir haft svipaða sögu að segja um svikin loforð rússnesku stjórnar innar. Þeir fundu engin hús, þegar þeir komu, og snjórinn kom síðastliðið haust áður en hægt væri að Ijúka nokkrum húsasmíðum. Þe'.r urðu jivi að búa í tjöldum yfir veturinn. — Rússneska lögreglan tók af þeim allan aukaklæðnað þeirra og aðrar eignir. Einn innflytj- andanna ákvað við vini sína, áður en hann hvarf heim til íyrirheitna landsins, að hann skyldi senda þeim mynd af sér, og gætu þeir ráðið af henni, hvernig honum liði. ,,Ef ég stend, iíður mér vel, ef ég sit, líður mér illa.“ Fyrsta myndin, sem barst, sýndi sendandann liggjandi endi langan á jörðinni. ★ Frakldand: Fyrir mánuði síðan tilkynnti ríkisbankinn franski, að seðla- veltan í Frakklandi hefði aUkizt stórkostlega, og var hún þá 852 miljarðir franka. ★ Þýzkaland: Fyrir skömmu fannst 21 árs gömul þýzk stúlka, aðeins kkvdd í pils, sokka og með brjósthaldara, i kassa á fiugveli inum við Frankfurt. Kassi þessi var merktur sem flugpóstur til Bandaríkjanna, og hafði banda- rískur hermaður komið með hann á flugstöðina. Ástæðan tii þess, að kassinn var opnaður, var aðeins sú, að ekki hafði ver- ið greitt farmgjald fyrir hann. Þá hafði stúlkan verið 16 klukkustundir í kassanum. Hún á þó sennilega líf sitt því að þakka, að kassinn var opnaður. jiví að hefði hún verið sett i kassanum í farmrúm flugvélar, hefðl hún án efa frosið til bana á leiðinni yfir Atlandshafið, því að í farmrúmum þessum er oft. 15 stiga frost, þegar flugvél'.n flýgur hátt. Stúlka þessi var stúdína frá Darmstadt. ★ Bandaríkin: Komið hefir til tals, að benzín skömrhtun verði einnig tekin upp í Bandaríkjunum. Slíic skömmtun myndi án efa. auka verulega sölu á hinum spar- neytnu ensku bifreiðum í Banda ríkjunum. Um þetta efni samþykkti liingið svohljóðandi tillögu: „Fjórðungsþingið samþykkir, að stofnuð verði sérstök síldar- útvegsnefnd fyrir Austfirði sem sé sjálfstæð stofnun og njóti sömu hlunninda og hin starf- andi síldarútvegsnefnd ríkisins á Siglufirði. Sé hlutverk henn- ar að útvega tunnur og salt og markað fyrir Austfjarðasíld. Á meðan þessi nefnd hefir ekki fengið staðfestingu, ákveður íjórðungsþingið að kjósa þriggja manna nefnd til þess að vinna að framgangi málsins. — Ennfremur skorar fjórðungs- þingið á fiskiþingið og þing- menn Austfirðinga að ve'.ta fyllstu aðstoð í jiessu máli.“ I nefnd þessa voru kosnir: Eiríkur Bjarnason, Eskifirði, Þórður Einarsson, Seyðisf'rði Nícls Ingvarsson, Norðfirði. Greinargerð: Um mörg ár hefir síld veiðst í fjörðunum hér eystra. Veiði hefir þó lítið verið stunduð, nema til beituöflunar. Veldur því aðallega að ekki hafa verið tök á að selja síldina, svo að neinu verulegu magni næmi, vegna þeirra erfiðleika, sem bæði hafa verið á því að fá tunnur og salt og eins hinu að fá nauðsynlega samvinnu við Síldarútvegsnefnd um söltun síldar hér eystra. Á síðastliðnu sumri, þegar rnjög mikll síld var í fjörðum hér, var haldið uppi þrotlausum tilraunum við Sildarútvegsnefnd í því slcyni, að fá söltunarheimild fyr'r Austf jarðasíld, svo og tunnur cg salt þaðan afhent Austfirð- ingum með sönru kjörum og þessar umbúðir voru látnar af' hendi við j)á aðila, sem 'söltm höfðu með höndum á Norður- landi. Söltunarleyfi var aldrei veitt, en tunnur og salt látið lalt, eftir að ríkisstjórnin hafði skorist í leikinn, en þó svo seint, að síldin var horfin. Sama máli gegnir um tilraunir J)ær, sem á þessu ári hafa verið gerðar i sama skyni. Enda þótt Aust- fjarðasíldin sé oft smærri en Noröurlandssíld, þá er vitað, að samskonar síld var söltuð í nokkui' þúsund tunnur hér eystra fyrir styrjöldina og seld- ist fyrir gott verð. Austfir.ðing- ar vilja því sjálfir ganga úr skugga um það, fyrir hvaða verð Austfjarðasíldin er seljan- leg, því að þeir geta ekki treyst jiví að Síldarútvegsnefnd geri neinar tilraunir til sölu á þess- ari síldartegund. Austfirðingar vilja ekki lengur horfa á síldina vaða um flóa og firði, án þess að ve'.ða hana með öllum þeim tækjum, sem þeir hafa yfir að ráða sér og öðrum til hagsbóta Austfirzkir sjómenn og útvegs- menn, fá ekki heldur skilið þá hugsun, sem llggja kann á bak við neitun eða torveldun að öfl- un verðmætra fæðutegunda, þegar miljónir manna út um heim svelta á sama tíma, sem forráðamenn þjóðarinnar lýsa j)ví fyrir alþjóð, að tugþúsundir tunna af saltsíld vanti til þess að geta staðið við gerða milli- ríkjasamninga. Austfirðingai' vei’ða þyí af marggefnum tilefnum að taka þessi mál í sínar eigin hendur. MÁLVERKASÝNSNG ÖRLYGS SIGURÐSSONAR Ilinn ungi norðlenzki listmnlari, Orlygur Sigurðsson, hefir að undan- íörnu haft sýningu á málverkum og krítarmyndum i Listamannaskálan- um í Reykjavík. Hefir sýning jiessi vakið mikla athygli og hlotið góða dóma. Nálægt 50 myndir seldust á sýningunni. Mun það fágætt, að jafn urigur listmálari og Orlygur er, liafi vakið slika athygli hérlendis. HRINGUR DROTTNINGARINNAR AF SABA ar. Já, við vitum, hversu meðaumkun og ást eru ná- skyldar. Og í hennar augum hlaut þessi myndarlegi ungi Engléndingur að vera sem ævintýramaður í saman- burði við þá menn, sem hún var vön að umgangast. tlann kom líka til hennar sjúkur og ruglaöur eftir að hafa framið hetjudáð. Og hún hafði aðstoðað við ao hjúkra honum, hann hafði sýnt henni þakklæti sitt fyrir það, og svo — hitt kom af sjálfu sér eins og dagur fylgir nóttu. En hvernig myndi þetta enda? Fyrr eða seirjna myndi leyndarmálið opinberast, því áð aðálsmennirn- ir, og þó einkum Joshua, voru mjög afhrýðissamii við þennan útlending, vegna þeirrar hylli, sem hú i sýndi honum. Og þeir veittu þeim nána eftirtekt. Og svo, hvað yrði svo? Samkvæmt lögum þe'.rra varðaði það hvern mann dauðarefsingu, sem reyndi að lcorn ast í nokkurt ástasamband við afkomanda konung- anna, án þess að vera í lögboðnum skyldleikatengsl- um við hana. Það var heldur ekki svo undarlegt, þeg- ar íhugað var hið göfuga ætterni hennar, allt frá Salomon konungi og hinni fyrstu Maquedu, drottn- ingu af Saba. Þar að auki hafði svo Orme svarið ltenni hollustu- eið og var þannig neyddur til að hlýða lögum lands- ins. Þegar ég íhugað' skapgerð þeirra beggja, gat ég heldur ekki trúað því, að þetta væri aðeins dálítið daður. Ö, nei. Þau tvö höfðu án efa innsiglað sinn e'ginn dauðadóm þarna inni í dauðahellinum. Og þar með einnig okkar. Þetta hlaut því að verða endirinn á æv- 171 intýri okkar og hinni löngu leit minni að syni mín- um. 9. kafli MISHEPPNUÐ BJÖRGUNAKTILKAUN Það ríkti engin sérstök gleði við árdegisverðar- borðið morguninn eftir. Það var þegjandi samkomu- lag um það að minnast ekki á viðburði dagsins áður eða samtal okkar um kvöldið. Það var reyndar lítið talað, því að mér fannst skynsamlegast að setja upp alvörusvip og sitja hátíðlegur og þögull. Kvik virt'st niðursokkinn í heimspekilegar hugleiðlngar, og Orme var æstur á svip og fjarhuga. Er við vorum í miðri máltíð okkar, kom boðberi með þá orðsendingu, að Walda Nagasta vildi gjarnan fá að tala við okkur eftir hálfa klukkustund. Þar sem ég var hræddur um, að Orme kynni að segja eitthvað bjánalegt, svaraði ég stuttlega, að v'.ð myndum veita henni þjónustu okkar. Okkur var á tilteknum tíma fylgt inn í litla á- heyrnarsalinn, og um leið og v.ið gengum inn, hætti ég á að hvísla að Orme: „Bæði þín vegna, hennar vegna og okkar vegna, grátbæni ég þig um að vera varkár. Það verður eigi síður fylgzt með svipbrigð- um þínum en orðum.“ „Vertu bara rólegur, kæri vinur,“ svaraði hann og roðnaði lítið eitt, „þú getur örugglega treyst mér.“ 172 „Já, bara að ég gæti það,“ tautaði ég. Síðan var okkur með mikilli viðhöfn fylgt inn til Maquedu, sem við heilsuðum með lotningu. Hún var umkringd af heilum hópi dómara og herforingja. —• meðal þeirra var Joshua prins — og ræddi við tvo menn, hálf villimannlega, sem voru klæddir í venju- lega brúna frakka. Eftir að hafa tekið kveðju okkar, sagði hún: „Vinir mínir, ég hefi beðið ykkur að koma hingað, af því að ég þarf að segja ykkur dálítið. Þegar þessir tveir menn fóru í morgun með svikarann Shadrach til aftökustaðarins, bað hann um örstuttan frest. Við spurðum um ástæðuna, þar eð fyrri umsókn hans um frest á aftökunni hafði verið synjað. Hann svar- aði, að ef lífi hans yrði þyrmt, gæti hann gefið ráð til þess að frelsa félaga ykkar, þann sem kallaður er „maðurinn með svörtu gluggarúðurnar.“ „Hvernig?" spurðum við Orme báðir samtímis. „Eg veit það ekki,“ svaraði hún, „en tii allrar hamingju hlífðu þeir manninum. Leiðið hann hingað inn.“ Dyr opnuðust og Shadrach kom inn með hendur bundnar fyrir aftan bak og hlekki um fætur. Hann var átakanlega hræddur og auiningjalegur, því að augun hringsnerust í höfði hans og tennurnar skröltu í munninum. Er hann hafði varpað sér fyrir fætur Wöldu Nagöstu, skreið hann til hiiðar og reyndi að kyssa stígvél Ormes. Vörðurinn kippti honum aftur á fætur og Maqueda tók til máls: „Hvað hefir þú að segja okkur, svikari, áður en þú deyrð?“

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.