Íslendingur


Íslendingur - 19.11.1947, Blaðsíða 5

Íslendingur - 19.11.1947, Blaðsíða 5
M Svikudagur 19. nóvember 1947 S Fíundi hluti innflutn- inésins ætti að fara til Akurevrar Þællir nr grsmargerð Svavars Gnðmnndssonar Eiiis og ge iS var uin í síðasta blaði, bar Svavar Guðmundsson fr:m á síðasla bœjarstjórnarfundi tillögu um að skora á Alþingi að koma ] lirri shipan á innflulningsmálin, að jafnrétli slcapaðist mi li allra landshluta. Tillögu þessari var vísað lil bœjarráðs lil at- hi gunar, og liefir Svavar samkv. beiðni þess samið greinargerð í.icð tillögunni. Þar sem hér er um að rœða mál. s.em mjög varðar all'n a’menning, birtir blaðið hér nokkur atriði úr þessari greinar- geið. „Verz'.rn og viðskipti hafa um áratugi, og raunar frá því fyrsta, verið ei ihver þýðingarmesta atvinnu grein þe.sa bæjarfélags og sá at- vinni:. egirinn, sem dropasamastur hefir V3. ið í bæjarsjóðinn. Ilér verz'a el' i einasta allir bæjarbúar, heldur mestöil Eyjafjarðarsýsla, nokkur hn li Þingeyjarsýslu og jafn- vrl nokkrit íbúar Skagafjarðarsýslu, cða samta's um tíundi hver íbúi allr ar þjóðari.mar. Engu ð síður höfum við mátt horfa á það á tindanförnum styrj- aldaráritm, a.ð siglingar til bæjarins frá útlc.ndui t og ntillitand'aviðski)ili legðust að neslu niður, og tekjur hafnaijjóðs og bæjarins af þessari atvim ugrein gengu saman að sama skapi. Scgj a ro.i, að til þessa hafi legið ýmear o.sakir, sumar eðlilegar, aðtar ef til vill að nokkru að kcnna rni tökem stjórnarvalda þeirra, sem ré )u viðskiptamálum þjóðarinnar. Skipakoslur vor til aðdrálta var ofullnægjandi, og þjóðin því neydd t'l að leila á náðir styrjalddrþjóða t.m skipakost. Munu þessar stríðandi þjóðir hafa þótzt vel gera að ljá oss skip sín til flutninga yfir úthöfin, ])ó ekki væru þau notuð lil siglinga með ströndum fram. Þó munu viðskiptalölurnar hafa meiru ráðið um þessa þróun, því að jafnan þurfti að sækja innflutnings- og gjaldeyrisleyfi til nefnda í höfuð- staðnum. Var því jafnan óhægt um vik, og virtisl reynslan staðfesta ]iá almennu skoðun, að Reykvtkingar væru látnir sitja fyrir leyfutn. Þó kom þessi tilhögun ekki eins illa við bæjarbúa og verzlanir í bænum, meðan nóg var af allskyns Varningi að fá í Reykjavík, enda voru vörur sóttar þangað á þeim farkosli, setn ;il féll. Nú horfa þessi mál hins vegar öðrum landshlulum hafa fengið ráð- rúm til að tryggja sér einhvern hluta innflutningsins .... Svo mun til ætlazt af stjórnar- völdi^num, að allir eigi rétt til skömmtunarvöru, án tillits til bú- setu. Til að tryggja það, eftir því, sem auðið er, hlýtur það að verða ófrávíkj anleg krafa þessa bæjarfé- lags, að úthlutað verði fratnvegis að minnsta kosti 1/10 hluta allra inn- flutningsleyfa fyrir skömmtunarvöfu til aðilja búsettra í bœnum og nú- grenni. hans. Sama regla ælti auð- \ itað að gilda um aðrar vörur með nokkrum undanlekningum ....“ Ráðsmennskan að kæfa framtak manna. „Þá verður ekki hjá því komist, að minnast á það yfirmat í gjald- eyrismálum, sem nýlega er komið til framkvæmda. Fari svo, að einhver bæjarbúa fái innflutnings- og gjaldéyrisleyfi til kaupa á nauðsynjum sínum, sem mjög mun fátítt í seinni tíð, fær hann að reyna, að ekki er sopið kálið, þótt í ausutia sé komið. Uti- bú hankanna hér hafa nýlega verið svipt sjájfræði nm gjaldeyrissölu til viðskiptámanna sitina. í stað þeirr- ;tr fyrirgreiðslu,, sem menn áður fengit tafarlaúst, hjá bankaúlibúun- um á staðnum, verða þeir að leggja í nýja píslargöngu lil höfuðstaðar- itis með erindi sín. Þar situr nú á rökstólum enn ein nefndin, sem framkvæmir yfirmat á gjaldeyris- leyfinu, og fáist svar frá þessum aðila, er það alloft neikvætt. í SiBÉiÉtail inni búa, til sjálfsbjargar, og er þá illa farið. Nýlega lét einn af atvinnu- rekendttm bæjarins orð falla við mig í þessa átt: „Eg gel ekki slaðið í þessu stríði lengur, það er sama ltvað reynt er, allt er ómögulegt og ég hef ekki skaplyndi til að hlatt]ja frá einni nefnd til annarrar, út af hvaða lítilræði sem með þarf lil atvinnu- rekstrar mins.“ Maður þessi hefir nú ráðstafað eignum sínum og er á för- um lil útlanda. Kaupmaður héðan úr bænum fór til Reykjavíkur lil að reka erindi sitt við eina af nefndum þeim, sem þar starfa. Var hann snemma á fótum og kom fyrstur tnanna í biðstofuna, sem brátt tók að fyllast af fólki. Er komið var að þeitn tíma, sem viðtöl skyldu hefjast, er hengt fram í bið- stofuna spjald, sem á er letrað „Ekki tekið á móti þessa viku“. Þessi mað- ur hvarf heim með ólokið erindi. 1 síðasta tölublaði sjómannahlaðs- ins „Víkingur“, er allhörð ádeila á verzlanir hér norðanlands út af því að skortur ltafi orðið á nauðsvnj- um til síldveiðiskipa, einkum smjör- líki og öðru feitmeti. Við þennan skort hafa íbúar ]tessa landshluta mátt búa, öðru hverju, alll síðastlið- ið sumar, svo sunnlenzkir sjómetttt þurfá ekki að býsnast ýfjr því, þótt hér drjúpi ekki smjör af hverju strái. Norðlendingar hafa einnig heyrt útvarpsauglýsingar verzlana í höfuðstaðnum, sem bjóða hverskon- ar góðgæti, öll styrjaldarárin, þó lítið af vörutn þessunt sæjust hér í verzlunum og ekkert, og hefir ettg- inn æðrast aí þeim sökúm. Hinsveg- ar verður ekki við það unað, að mis- rétti það, sem skapast hefir í verzl- uharmálunum á stríðsárunum, verði gcrt að grundvelli þeim, sem fram- tíðarviðskipti þjóðarinnar skuli byggð á, eins og sutnum ráðamönn- um höfuðstaðarins virðist hafa dott- ið í hug. Eg ]tekki engan tnantt í þessum hæ, hvar i flokki sem menn standa, sem ekki er þeirrar skoðunar, að núverandi ástand i viðskiptamálum sé með Öllú óþolandi. Því tel ég rétt, að bæjarstjórn beiti áhrifum sínum til að ráða hér á nokkra bót og vænli að allir bæjarfulltrúar geti samþykkt Þetla skipulag er að draga kjark og dug úr þeim, sem á landsbyggð- tillögu þá. sent hér liggur. fyrir.1. Vegna þess, aS oss vantar sendisveina, sjáum vér c ðruvísi við. Vöruskortur er orðinn oss til neydda, að hætta heimsendingum. t lfinnanlegur, og flest skammtáð, s; m inn er flutt. Ilefir nú komið í Ijós, að innflytjendur í Reykjavík selja varning sinn fyrst og fremst kaúpmönnum á staðnum og í ná- gr. nni hans. Þessir aðilar geta jafn- an fylgzl með, ef vörnr koma til inn- flyíjendanna, og hafa því aðstöðu lil tð þurrka þær litlu vörur, sem lil landsins koma, áður en kaupmenn í Hinsvegar viljum vér vekja athygli viðskiptavina vorra á því, að útibú KEA i Strandgötu 25 Brekku- götu 47, Hamarstíg 5 og Hafnarstræti 20, munu framvegis selja allar algengustu kjötvörur. KJÖTBÚÐ KEA. Síðasta galeiðan o. 11. sögttr. Jónas Rafnar, læknir, þýddi. Akureyri 1947. Sir Arthur Conan-Doyle, hinn hlezki læknir, rithöfundur og sálar- rannsóknarmaður, er löngu alþekkt- ur og góðvinur íslenzkra lesenda, enda einn mest lesni höfundur síð- ustu áratugina, ekki aðeins um hinn enska heim, heldur alls staðar þar sem hugkvænmi, fróðleikur og rit- siiilld er nokkurs metin. Fram um miðbik ævi sinnar var Cottan-Doyle starfandi læknir, en fór þá að gefa sig við ritstörfum, fyrst sem blaða- maðúr en síðan sem frægasti höf- undur leynilögreglusagna og varð á skömmum tíma heimsþekktur fyrir þær. Þegar frá leið fór Jtann að rita stærri og smærri skáldsögur og mik ið af þeim sögttlegs efnis. Sótti hann ]cá oftlega efnið aftur í fornöld. Á efri árum gerðisl hann ákveðinn og áhugasamur sálarrannsóknarmaður, og mun enginn brezkur maður hafa skrifað meira um þau efni, sérstak- lega eftir heimsstyrjöldina fyrri, en hann, ef til vill að Sir Oliver Lodge undanleknum. Fyrir ritstörf sín hlaut Conan-Doyle margvíslegan heiðúr, var meðal annars aðlaður. Nokkrar af bókum lians ltafa kom ið út á íslenzku, aðallega þó leyni- lögreglusögur, og af stærri sogum lians Baskervillehundurinn í þýðingu Þorsteins sál. Gíslasonar. Hér er nú kominn í íslenzkri þýðingu nokkur liluti smásagnasafns hans „Sögur frá liðnum öldum“, og er þar fyrst Síð- asla Galeiðan, saga frá púnversku st'ríðunum. Aðrar sögur í hefti þessu eru: Heimkoman, Húnar koma, Fyrsti farmurinn, Rauða stjarnan og Maximus jötunn. Allar eru sögur þessar frá fornöldinni, eða upphafi miðalda, fróðlegar og skemmtilegar aflestrar. Jónas Rafnar, læknir, hefir þýtt sögusafn þetla, sem er prentað hjá Prentsmiðju Björns Jónssonar h.f. Er frágangur allur í bezta lagi. Mætli gjarnan koma heildarútgáfa af þessu smásögusafni á íslenzku, því þar er ekki aðeins um skemmtilestur að ræða, heldur ýmsan fróðleik sem færður er í stílinn af einum af þekkt- ustu ritsnillingum síðari tíma, þó stikaður sé á heimsmælikvarða. F. J. R. Eva Hjálmarsdóttir: Það er gaman að lifa. Bókaútgáfan Norðri., Þetta eru 30 smásögur fyrir börn, flestar minningar úr æsku höfund- arins, sem segir í formála, að þær séu sannar í öllum aðalatriðum og sums staðar orði til orðs. Það er hressandi andvari yfir þessum sög- um, og þær eru sagðar á svo ein- faldan hátt, að þær eru aðgengileg- ar fyrir börn. Eva Hjálmarsdóltir hefir áður fengizt við ritstörf. I fyrra gaf Norðri úl bókina Hvítir vœngir, sögur, ævintýri og ljóð eftir liana. Eva hefir átt við langa vanheilsu að stríða, en sögur hennar bera þess ekki merki. Það gæti verið lærdóms- ríkt fyrir marga, sem hún segir í Framhald á 8. síðu. Jarðarför mannsins míns, f Einars Árnasonar, Eyrarlandi, fer fram laugardaginn 22. þessa mánaðar og hefst með húskveðju frá heimili okkar klukkan 12 á hádegi. Jarðsett vcrður að Kaupangi. Margrét Eiríksdóttir. Hjartans þakklæti fyrir auðsýnda vináttu og hluttekningu við andlát og jarðarför Rósu Gísladóttur. V andamenn. mmmmmmmmmmsaammmBmmmmmmmmmmmmmmmmmammm TILK YNNING f . Viðskiptanefnd hefir ákveðið að ítreka tilkynningu frá 4. apríl 1944 um að öll iðjufyrirtæki eru skyld að senda verðlagseftirlitinu verðútreikning (kalkulation) yfir sérhverja þá vörutegund, sem þau framTeiða til söht. Nær skylda þessi til allra þeirla aðila, sem selja vörur í öðru á- standi en hún eða efni í hatta var keypt, þar á meðal til þess, ef hún er seld í öðrum umbúðum eða sala hennar bundin sölu atmarrar vöru. Slíkar vörur skulu ávallt einkenndar með nafni eða vörumerki iðjufyrirtækisins þannig að unnt sé að sjá hvar varan er fram- leidd. Varðar það framleiðslufyrirtæki sektum að hafa slíka vöru á boðstólum hafi verðlagseftirlitið ekki samþykkt verð hennar, og skal ólöglegur ágóði af sölu slíkrar vöru gerður upptækur. Ennfremur varðar það sektum að hafa slíkar vörur á boðstólum ef þær eru ekki merktar sem að framan segir. Reykjavík, 14. nóvember 1947. V erðlagsst j órinn.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.