Íslendingur


Íslendingur - 26.11.1947, Blaðsíða 7

Íslendingur - 26.11.1947, Blaðsíða 7
MiSvikudagur 26. nóvember 1947 íSLENDINGUR | UTAN ÚR HEIMI | ÞANKABROT - Frambald af 4. síðu. ÞjóSin hefii' nú séð vínnautn aukast ár frá ári, og er á þessu ári gerl ráð fyrir sölu áfengis fyrir 50—60 milj. kr. Það er því ekki að undra, þótt margir séu tortryggnir gegn þeim röksemdum, að ný tegund áfengis muni draga úr áfengisnotkun þjóðar itinar. Lækning á þessari þjóðfélags- meinsemd er þó einkum erfið vegna þess, að almenningsálitið er spillt, og þaö þykir ekki hneykslanlegt, þótt virÖulegir borgarar drekki frá sér ráð og rænu, og menti í ábyrgöar- stöðum komi jafnvel ölvaðir til skyldustarfa sinna. Fyrsta sporið til að útrýma drykkjuskaparómenning- unni er að fólk almennt fordæmi slíkt hátterni. ömurlegí ástand. ÞAÐ HEFIR verið bágborið á- stand hér á Akureyri undanfarið. Illvirði á hverjutn degi, ekkert raf- magn, ekkert útvarp, engar póstsam- göngur og lítið símasamband. Bænd ur hafa reynt að brjótast til batjar- ins með mjólk á sleðum. Það er nú dálítið kaldhæðnislegt, að litla Glerárvirkjunin skuli alltaf geta gengið, þótt hin volduga Laxárvirkj- un bili í hverju hreti. Fólk hefir rafmagnsleysinu reynt að bjargast við kerti og olíuvélar, en auðvitað seldust að lokum upp öll kerti og olía. Sumir eru að vísu svo þolin- jnóðir, að þeir segja fólki sé golt að kynnast dálítið illviðrum og erfiðleikum, en það er þó engan vegimi hægt að telja þetla ástand ánægjuiegt, en við skulum vera svo bjartsýn að vona, að þetla fari að lagast. Of fóir staurar. ÞAÐ ER eðlilegt, að fólki verði tíðrætt um rafmagnið, og hvort ekki sé hægt að fá einhverja lagfæringU á rafveitunni. Oft er okkur sagt, að vírar hafi slegizt saman eða slitnað í stormum. Bendir þetta ekki til þess, að of langt sé á milli stanrauna, sem bera leiðslurnar? Eg veit þetta ekki, en mér finnst ekki fráleitt að Varpa fram þessari spurningu til rafveitustjórnarinnar. Vantar póstkassa. BÆJARPÓSTAR og blaðberar hér í bænum kvarta mjög yfir því, að þeir geti ekkert gert við bréf eða blöð, ef að fólk sé ekki heima í húsum til að veita pósti viðtöku. Það veldur auðvitað mönnum þess- um miklum erfiðleikum og óþægind- um, ef þeir þurfa að fara margar ferðir að sama húsinu. Húseigendur ættu að athuga, hvort þeir gætu ekki komið upp smápóstkössum við dyr sínar eða sett gat á útidyrahurðina, sem stinga mætti pósti inn um. Er- lendis mun slíkur útbúnaður vera á flestum eða öllum liúsum, og er þetla einnig lil mikilla þæginda fyrir íbúa húsanna. Óhcppilegar skömmfunarreglur. SÍÐAN skömmtunin liófst hafa margar lagfæringar verið gerðar á ýmsum atriðum hennar, sem reynd- ust illa í framkvæmd. Þó er enn ýmsu ábótavanl 'og sum fyrirmæli Fjárhagsráðs næsta hæpin. Er ráðið nú farið að taka upp þá aðferð að setja byggingavöruverzlunum reglur um það, hvei jum þær eigi að úthlula því byggingarefni, sem þær fá leyfi fyrir. Veldur þessi óheppilega af- Svíþjóð: Gjaldeyrisvandræði Svía fara vaxandi, og hefir ríkisbankinn lagt til við ríkisstjórnina, að öll vörulán til útlanda verði stöðvuð, en heildar- lán Svía í vörum til annarra þjóða nema nú um 2.7 miljörðum kr. — Jafnframt leggur bankastjórnin til, að vörulán, sem sarnið hefir verið um, en ekki verið afgreidd, verði afturkölluð, og kemur þar fyrst og fremst til greina 1 miljarð króna vörulán til Ráðstjórnarríkjanná. Tel- ur bankinn nauðsynlegt, að Svíar beini viðskiptum sínum fyrst og fremst til landa, sem geta þegar í stað greitl fyrir vörurnar. Þá hefir ríkisbankinn gert ráðstafanir til þess að fá í sínar vörslur gjaldeyri, sem einstaklingar eiga erlendis. í árs- byrjun 1947 áttu Svíar 1.5 miljarð skiptarsemi því, að verzlanir verða að svíkja viðskiptavini sína, sem treyst hafa á að fá byggingarefni hjá þeim, en þær eru hins vegar skyldaðar til þess að selja þessar vörur aðilum, sem ef til vill hafa aldrei skipt við hlutaðeigandi verlz- anir. Getur að sjálfsögðu engin verzlun unað slíkum verzlunarhátt- um, enda er verzlunin þá raunveru- Jega aðeins orðin umboðsmaður Fjárhagsráðs. Þá veldur það oft miklum erfið- leikum að þurfa að fá leyíi skömmt- unaryfirvalda til þess að kaupa þótt ekki sé nema nokkrar fjalir til við- gerða. Er jiæsta vafasamt, hvort á- stæða er til að eltast við slíkt smá- ræði. í erlendum gjaldeyri, en um miðjan október aðeins 360 milj. kr. Japnn: Rússum gengur illa að koma upp sterkum kommúnistaflokki í Japan, og verja þó miklu fé í þessu skyni. Talið er, að styrkur Rússa til jap- anskra kommúnista sé sem svarar 12—15 milj. kr. á ári. Tékkóslóvakía: Fyrir nokkru gerðu Rússar og Tékkar samning um það, að Rússar létu Tékka hafa bómull, en fengju í staðinn fatnað. Rússneska bómullin reyndist ekki nothæf til fatagerðar, svo að Tékkar sendu Rússum föt úr amerískri bómull. Rússar voru svo hrifnir af þessum fatnaði, að þeir ákváðu að flytja hann úr landi til þess að afla sér erlends gjaldeyris. Niðurstaðan varð því sú, að tékk- neski bómullarfatnaðurinn handa Rússum Iiafnaði í Sviss. Rússland: Rússneska blaðið „Pravda“ flutti fyrir nokkru þá nýstárlegu frétt, að rússneskir vísindamenn hefðu fund- ið upp rafmagnsglóðarlampann og rafmagnsbogalampann, sem Edison hefði komizt á snoðir um þessar upp finningar, endurbætt þær lítið eitt og síðan eignað sér þær. Þá segir annað blað, að Rússar hafi fyrstir fundið upp þráðlausar útsendingar (útvarp), en Marconi hafi síðan hagnýtt þessa uppgötvun og eignað sér hana. Bandaríkin: Fylgi Demókrata virtist hafa auk- izt aftur í Bandaríkjunum, eftir því sem ráða má af Gallup-skoðanakönn- un, sem þar fór frarn í október. Gal- lup heldur því fram, að Demokratar myndu fá 56% atkvæða, ef forseta- kosning færi nú fram. Fylgi Truman forseta var 60% í vor, hrapaði nið- ur í 54% í júlí, en er nú 55%. •Þýzkáland: Formaður þýzka jafnaðarmanna- flokksins, Schumacher, skýrði svo frá fyrir skömmu, að enn væru 2.4 rnilj. þýzkra stríðsfanga í Rússlandi, og verulegur hluti þeirra fengi nýja þjálfun í rússneskum herskólum. Þegar stríðsfangarnir væru búnir að fá hið „rétta“ hugarfar, væru þeir sendir til rússneskra hernámssvæð- isins í Þýzkalandi, þar sem þeim væru veittar mikilvægar stöður í lög- reglunni og útbreiðslumálaþjónust- unni. MERKJASALA TIL ÁGÓÐA FYRIR ELLIHEIMILI Kvenfélagið „Framtíðin“ mun þann 1. des. n. k. selja inerki til ágóða fyrir væntanlegt elliheim- ili hér í bænuni. Hefir félagið tekið það merka mál upp á arma sína eftir að sjúkrahúsmálið er nú komið í örugga höfn, en það er ekki hvað sízt akureyrskum konum að þakka, að sú veglega bygging er nú að verða langl kom in. Það er naumast að efa, að bæj- arbúar muni bregðast vel við og kaupa merki kvenfélagsins á niánu daginn. Með því styrkja þeir mik- ið menningarmál, sem nauðsyn- legt er, að komist sem fyrst í framkvæmd. 182 hua hafði á meðan sent þeim allt annað en blítt augnatillit. „Hefir Higgs komið í ljós?“ „Nei,“ svaraði ég, ,,en Guði sé lof, að sonur minn lifir ennþá. Það er rödd hans, sem við heyrum. Ó, ef að einnig væri nú hægt að bjarga honum!“ Nú varð mikið uppnám. Einhver fékk mér veiði- sjónauka, en annað hvort var hann ekki rétt stilltur eða ég var svo taugaóstyrkur, að ég ekki gat notað hann, því að ég sá ekki neitt. Kvik fékk hann síðan og tilkynnti „Há, grannvaxin vera í hvítri skykkju. Andlitið sá ég ekki í þessari fjarlægð. Það væri ef til vill hægt að kalla til hans, en það myndi koma uþp um okkur. Ó, nú er sálmurinn á enda, og hann er farinn. Það lítur út fyrir, að hann hafi hoppað gegn- um gat á klettinum, og það sýnir, að hann er í fullu fjöri. Verið því hugrakkur, læknir.“ Eftir að söngnum var lokið og sonur minn horfinn, komu í ljós á ljónshryggnum þrír Funga-stríðsmenn, myndarlegir piltar, klæddir síðum kápum og vopnað- ir spjótum. Á eftir þeim kom lúðurþeytari með lúður eða hola fílstönn. Þessir fjórir menn gengu fram og aftur á baki skurðgoðsins, allt frá hnakka' og aftur á halaenda, sýnilega til eftirlits. Auðvitað sáu þeir okk- ur ekki, því að við vorum hulin bak við runnana á litla klettapallinum okkar. Þegar þeir ekki sáu neitt athugavert, blés lúðurþeytarinn hvellt í horn sitt, og hann var horfinn með félögum sínum, áður en berg- málið dó út. „Sólseturs-eftirlitsferð. Eg hefi séð dálítið líkt þessu í Gib,“ sagði liðþjálfinn. „En það veit Guð, Kött urinn hefir reyndar ekki logiö —• þarna er hann!“ 183 Hann benti á veru, sem aílt í eínu kom upp úr svört- um steininum, sem mvndaði bak skurðgoðsins, ein- mitt þar, sem verðirnir höfðu horfið. Það var Higgs. Higgs ljóslifandi með slitna hvita stráhattinn og svörtu gleraugun, reykjandi sæfrauðs- pípu sína, jafn rólegur og hann væri heima í London. Eg gapti af undrun, því að ég hafði í rauninni aldrei búizt við að við fengjum að sjá hann. Eti Orme stóð rólegur á fætur og sagði: „Já, það er hann. Það er áreiðanlegt. Gott og vel, þá verðum við að leggja af stað. Þú, Shadrach, leggur stigann þinn og ferð fyrstur yfir, svo að ég geti verið viss um, að þú ekki sért að lokka mig í gildru.“ „Nei, þessi hundur skal ekki fara yfir,“ greip Maqueda fram í með ákafa. Hann kemur aldrei aftur frá vinum sínum, Fungunum. En þú, maður,“ sagði hún og ávarpaði Jafet, sem hún hafði lofað áður- nefndu landsvæði, „þú ferð á undan og heldur í hinr enda stigans, meðan þessi herra fer yfir. Og komi hann heill á húfi aftur, tvöfalda ég laun þín.“ Jafet gaf kveðjumerki, lagði stigann yfir og skorð- aði annan endann í rákunum á hala meyljónsins. — Fjallamaðurinn staðnæmdist síðan um stund og lyfti höndum og andliti til himins, sýnilega í bæn. Síðan bað hann félaga sína að halda í annan endann á stig- anum, og eftir að hafa fyrst reynt styrkleika hans með fætinum og sannfært sig um, að hann væri fast- skorðaður, gekk hann rólegur yfir. Nú var komið að Oliver. Hann kinkaði kolli til Maquedu, sem var föl sem lín og hvíslaði til hennar 184 nokkrum orðum, sem mér var ekki ætlað að heyra. Síðan sneri hann sér við og þrýsti hönd mína. „Þú frelsar einnig son minn, ef þú getur,“ hvíslaði ég- „Eg lofa að gera hvað ég get,“ svaraði hann. „Lið- þjólfi, ef eitthvað kemur fyrir mig, þá gerið þér skyldu yðar.“ „Eg mun reyna að fylgja fordæmi yðar, höfuðs- maður, hvað sem fyrir kann að koma. En erfitt mun það verða,“ svaraði Kvik, með grátklökkri röddu. Oliver gekk út á stigann. Mér taldist svo til, að með tólf eða þrettán skrefum myndi hann komast yfir, og fyrri helming leiðarinnar gekk hann upprétt- ur og öruggur. En þegar hann var nákvæmlega kom- inn á miðjan stigann, rann stiginn örlítið til öðru megin, svo að hann hallaðist lítið eitt, þótt Jafet reyndi af öllum mætti að halda honum beinum. En þetta var nóg til þess, að Oliver missti næstum jafn- vægið og steyptist niður í hyldýpið. Hann riðaði fram og aftur eins og sef í vindi, reyndi að stíga eitt skref áfram, hikaði, stanzaði og hneig svo niður á hné og hélt sér fast með báðum höndum. ,,Ó,“ stundi Maqueda. „Heiðinginn er orðinn ringlaður,“ byrjaði Joshua með sigurhrósi, sem hann ekki gat leynt. „Hann mun —“ Lengra komst hann ekki, því að Kvik snéri sér að honum, steytti hnefann framan í hann og sagði á ensku: „Haltu kjafti, ef þig langar ekki til að fara sömu leið, svínið þitt!“ Og þótt Joshua ekki skildi orðin,

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.