Íslendingur


Íslendingur - 03.12.1947, Blaðsíða 6

Íslendingur - 03.12.1947, Blaðsíða 6
- ÍSLENDINGUR Miðvikuflaginn 3. desember 1947 * ~ ÞANKABROT - Framhald aí 4. síðu. írumþörfum mannanna til þess að gela lifað sómasamlegu lífi. Þenn- an dugnað hefir því oþinbera þó ekki þótt ástæða íil að verðlauna. Skattyfirvöldin krefjast þess, að menn reikni sér alla þessa aukavinnu sem tekjur, og eru þær síðan skatt- lagðar. Afleiðingin verður sú, að menn þessir verða oft að greiða há úlsvör og skatta, þótt þeir hafi í rauninni ekkert fé aflögu í slíkar greiðslur. Hér er á mjög alvarlegan hátt verið að draga úr framtaki manna og sjálfsbjargarviðleitni. Það niá vera, að erfitt sé að breyta þess- um skattlagningarreglum, en það getur naumast nokkrum dulizt, hversu skaðlegar þær eru. Þungar kvaðir eru hér lagðar á atorkumann- inn, sem stritar sjálfur við að koma upp húsi sínu, en menn, sem annað- hvort ekki nenna eða ekki þurfa að leggja sjálfir á sig slíkl erfiði, þurfa ekki að bera hliðstæðar kvaðir. En hér er ekki öll sagan sögð. Maður, sem hefir komið sér upp dýru húsi af litlum efnum, verður að telja sér hærri tekjur af því sem húsaleigu fyrir sjálfan sig en maður, sem/býr í gömlu og ódýru húsi. Það verður því ekki sagt skattyfirvöldum til hróss, að þau greiði fyrir þeirri við- leitni manna að eignast hús. Það er sjálfsagt, að þeir menn, sem mesta gjaldgetu hafa, beri stærstar byrðar hinna opinberu gjalda, en það er næsta hæpið, hversu langt á að ganga í því að skattleggja þá menn, sem eru að reyna að brjót- ast í ýmsum framkvæmdum til að tryggja framtíð sína. Kemur mér í því efni í hug grein, sein ég fyrir nokkru las eftir merkan bandarísk- an verklýðsleiðtoga. Taldi hann frá- leitt að skattleggja fyrirtæki. fyrr en þau hefðu vel komið undir sig fót- unum, því að það væri til hagsbóta fyrir verkalýðinn og alla þjóðina, að atorkusamir einstaklingar stofn- settu sem flest atvinnufyrirtæki. Eignakönnun. OG SVO er það eignakönnunin. Þar fá vafalaust margir menn at- vinnu og nýtt flóð af skýrslum og eyðublöðum streymir yfir iandið, en fæstir munu hafa mikla trú á árangr- inum. Þeir menn, sem ástæðu hafa haft til að óttast eignakönnun, munu sennilega flestir hafa búið svo um hnútana, að miklar skattsviknar fjár- upphæðir komi ekki fram í dagsljós- ið nú. Hitt er aftur á móti rétt, að óttinn við eignakönnun mun þegar hafa koinið því til leiðar, að fram- töl hafa verið réttari í ár en oft áð- ur. Er sá árangur góðra gjalda verð- ur, en það er vafasamt, hversu mikið á að leggja í kostnað vegna eigna- könnunar riú, þegar óvíst cr, að hún beri nokkurn árangur. ,Stuðningsfélög sameinuð11 þjóðanna. VÍÐA TJM heirn hafa að undan- förnu verið stofnuð félög, sem hafa það markmið að styrkja samtök sam- einuðu þjóðanna og skýra hlutverk þeirra í þágu alþjóðasamvinnu. Þessi félög hafa svo stofnað heims- samband, sem hefir náið samstarf við miðstöð sameinuðu þjóðanna í Nev\ York. Sarntök almennings í hin- um ýrnsu löndum sameinuðu ])jóð- anna eru mjög líkleg til þess að geta orðið til mikils stuðnings við þá við- leitni að skapa frið og öryggi í heiminum. Islendingum hefir' þegar verið ýms sómi sýndur á ráðstefn- um sameinuðu þjóðanna, þótt þeir séu þar allra þjóða smæstir. Það hlýtur að vera mikils virði fyrir litla og vanmáttuga þjóð, ef sameinuðu þjóðunum tekst að leysa hlutverk sitL af hendi. Það færi því vel á því, að einnig hér á landi yrði stofnað félag, er hefði það hlutverk að glæða skilning þjóðarinnar á því merki- lega starfi, sem sameinuðu þjóðirnar reyna að vinna, eftir því sem hið stirða samkomulag þar leyfir. Grasœtur fá kjötuppbót. JOB sendir hlaðinu svohljóðandi ( fyrirspurn: „Viljið þér gjöra svo vel að útvega mér og öðrum svar frá við- komandi aðilum við spurnirigunni: Fá ineðlimir Nátlúrulækningafélags Islands fullar kjötuppbætur úr ríkis- sjóði?“ — Já, það er ef til vill ekki ástæðulaust þótt þannig sé spurt, því að það virðist harla einkennilegt að veita þeim mönnum styrk til kjöt- kaupa. sem aldrei neyta þeirrar á- gætu fæðu. Hins vegar mun sann- leikurinn sá, að þetta fólk fær sömu kjötuppbót og aðrir. Stafar það af því, að nú er ekki lengur krafizt neinna gagna um það, hvort maður liafi neitt tiltekins kjötmagns eða ekki, heldur er hverjum og einum greidd ákveðin upphæð, sem á að vera miðuð við meðalkjötneyziu manna eins og hún er reiknuð í vísi- tölu. I tilefni af þessu skal það tekið fram, að blaðinu er íjúft að veita móttöku fyrirspurnum frá lesend- um sínum og svara þeim, eftir því sem kostur er á. ÚR ANNÁLUM Framh. af 4. síðu. er hét Árni Berzason. Tíu menn aðr- ir fengu áverka af grjóti og vopn- um. Grímur lögmaður vildi stilla, og var hann sleginn. Greip hann þá stálboga, er hann hafði, og lét ör á streng og skaut í handlegginn á Teili, og með það varð hlé á slag- inu. Kom og þá ábóti Helgi heiman frá Þingeyrunr með marga menn og gekk á milli, og skildu þeir síðan. Kjöru Norðlendingar Jón Arason til biskups, en biskup Ogmundur lét þá Jón Einarsson sigla um sumarið, en skip lá þann vetur í Kolbeinsárósi, og voru 20 menn af því heima á Hól- um um veturinn. Það sigldi út um vorið að páskum og þar á Jón bisk- upsefni Arason. Féll þann vetur mikill grúi fátækra manna. Lancihelgin Framhald aí 5. síðu. ari, þegar erlendum veiðiskip- um fjölgar við Jandið, eins og nú er útlit fyrir. Þess vegna verður ekki hjá því komizt að gefa þessum málum frekari gaum, hagsmunir og sómi þjóð- arinnar krefst þess“. Orð í tíiria töluð, ekki sízt, þegar annað víðlesið blað birtir um sama leyti fregn um það, að nýsköpunar- togurum Þjóðverja, sem alls munu verða um 300, eigi, með samþykki hernámsstjórnar Breta og Banda- ríkianna/ að vísa til veiða í hafið kringum ísland, og að þetta sé sam- kvæmt tilmæluin Norðmanna, sem síður vilji, að hafið meðfram Nor- egsströndum verði fyrir ágangi þessa nýja og vaxandi veiðiflota. Þótt fregn þessi sé enn óstaðfest, eins og sagt er á máli sendiráða, er bezt að vera við öllu búinn, taka saman ráð sitt í tíma og inuna orð- tak hins reynda herforingja, að „þar er mér úlfsins von, er ég eyrun sá“. Flæmum vargana í véum íslenzkr- ar landhelgi. Júl. Ilavsleen. Áfengisiiiálin i ar kvittun. Þessi ráðstöfun ætti aci geta komið í veg fyrir leynisölu sumra bifreiðarstjóra og annarra, sem nú veldur mikilli spillingu í þjób félaginu. 5. Fundurinn skorar á Alþingi ab' verja tekjunum af áfengissölunni tii sjúkrahúsbygginga og byggingn skólahúsa, en láta þær ekki verði, eyðslueyri ríkissjóðs. 6. Fundurinn skorar á Alþingi ab láta áfengismálaráðunaut fá fös; laun, svo að hann geti ferðast un landið og fýlgzt með störfum áfeng isvarnanefnda, jafnframt að aukn svo framlag til bindindisstarfsemi, að 4 til 5 rrienn geti starfað stöðugt að bindindisboðun í landinu árib um kring. 7. Fundurinn skorar á bæjarstjóru ir í öllum kaupstöðum landsins acf láta ekki undir höfuð leggjast ac> kjósa áfengisvarnanefndir eins og lög mæla fyrir, svo að þær geti fylgzt með því, að áfengisútsölur brj óti ekki áfengislöggjöfina m. a. með því að selja unglingum innan 21 árs ald' urs áfengi. * 8. Fundurinn skorar á bæjarstjórn Akureyrar, að veila ekki áfengi i veizlum þeim, er hún gengst fyrir. 9. Fundurinn átelur þá veitinga- húsatízku, að afgreiða vínneytendui á undan biiidindismönnum, og fyrii að hafa ekki óáfenga drykki á boð- stólum, þar sem vínveitingar eru. ALLIR EITT Dansleikur í Samkomuhúsinu laugardaginn 6. des. Hefst kl. 22.30. — ATH. Það er ekki hægt að taka fleiri meðlimi í klúbbinn fyrir áramót. Stjórnin. Sveinbjörn Sveinsson, sem andaðist 26. nóvember, verður jarðsunginn frá Akureyrar- kirkju fimmtudaginn 4. desembcr klukkan 1 eftir hádegi. Guðlaug Jónsdótlir. Ollum þeim mörgu, nær og fjær, sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og jarðarför konu minnar, móður okkar og tengda- móður, Jennýjor Eyland, og heiðruðu minningu hennar, þökkum við hjartanlega. Gísli Eyland, synir og tengdadœtur. Happdrætti Háskóla Islands Dregið verður í 12. flokki 9. desember. í 12. flokki eru 3009 vinningar samtals kr. 746,000,00. Endurnýið strax í dag. Þorst. Thorlocius. HÖFUM OPNAÐ Málningarvinnustoíu VIÐ GEISLAGÖI U (áður Söluskálinn). Málum húsgögn, skilti og hverskonar muni. Opið fyrst um sinn milli kl. 5-6 e. h. Jón A. Jónsson. Þórir Jónsson. Söluskálinn er fluttur í Hressingarskálann á horninu á Glerár- • götu og Strandgötu. Höfum mikið af fatnaði, hús- gögnum o. fl. Söluskólinn, sími 427. Nýja Símaskráin verður afhent símanotendum í skrifstofu Lands- símans kl. 10-12 og 1-4 daglega. Símastjórinn. Vindratstövar 6 og 12 volt fyrirliggjandi. ELECTRO CO.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.