Íslendingur


Íslendingur - 10.12.1947, Blaðsíða 1

Íslendingur - 10.12.1947, Blaðsíða 1
tenam XXXIII. árg. MiSvikudagur 10. desember 1947. 48. tbl. JdlablaB Islendings kemuf út í næstu viku. Sér- stök athygli skal vakin á því, að blaðið verður aðeins sent skuldlausum kaupendum blaðsins. Þeir, sem enn hafa ekki greirt árgjqldið, krónur 15,00, ætfu því að senda greiðslu sem allra fyrst. ÞÓRARINN BJORNSSON SKIPAÐUR SKÓLAMEISTARI Þórarinn Björnsson, mennlaskóla- kennari, hefir veriS skipaSur skóla- meistari Menntaskólans á Akureyri frá 1. jan. n. k. Þórarinn hefir veriS kennari viS Menntaskólann á Akureyri siSan 1933, og ofl gegnt skólameistara- störfuin í fjarveru skólameistara. Hann er fæddur 19. des. 1905 aS Víkingavatni í Kelduhverfi og varS stúdent 1927. Hann lauk prófi í frönsku, latínu og uppeldisfræSi viS Sorbonne-háskólann í París 1932. Kona Þórarins er frú Margrét Eiríks- dótlir, n ú skólastjóri Tónlistarskól- ans á Akureyri. EPLIN SKÖMMTUÐ Epli eru vænlanleg til landsins á . næstunni, en óvíst, að þau verSi komin út um land fyrir jól. Finnst mörgum, aS „skipiS okkar", Hvassa- fell mætti gjarnan koma meS farm sinn beint hingaS í staSþess aS fara fyrst til Reykjavíkur. Eplin verSa skömmtuS, og er stofnauki nr. 16 innkaupaheimild fyrir 3 kg. af epl- um. „Hermanns"-reglunni verSur beitt viS úthlutun eplanna, því aS fólk á að afhenda stofnauka sína einhverri verzlun fyrir 15. þ. m. og fá verzlanirnar síSan epli í samræmi viS skilaða stofnauka. „EG HEF ÆTÍÐ ELSKAÐ ÞIG" Skjaldborgarbíó er nú aS hefja sýningar á mjög fagurri og stór- brotinni tónmynd meS þessu nafni. Fjallar myndin um ævi tveggja mik- illa listamanna, karls og konu, sem bæSi hafa öSlazt mikla hæfileika á sviSi tónlistarinnar. Hinn heims- kunni píanósnillingur, Arthur Ru- benstein, leikur lög samtals í 50 mín- útur eftir ýms- heimskunn íónskáld. Mynd þessi var frumsýningarmynd í hinu nýja kvikmyndahúsi, Austur- bæjarbíó í Reykjavík, og munu um 20 þús. manns hafa séS myndina þar, og má nokkuS af því ráSa, hversu fólki hefir geSjazt aS henni. NauDsvnleyt að reisa vararalstöð lyrir Akureyri FISKSALA TIL ÞÝZKALANDS BlaSinu hefir borizt svohljóSandi fréttatilkyitning frá utanríkisráSu- neytinu: „Vegna blaSaummæla um fisk- sölu til Þy'zkalands, vill ríkisstjórnin taka þaS fram, aS íslenzk stjórnar- völd hafa lengi unniS aS því aS afla markaSa fyrir íslenzkan fisk á her- námssvæSi Breta og Bandaríkja- manna í Þýzkalandi. Samningar um þetta standa enn yfir, og verSur þess vegna aS svo komnu ekki sagt, hver árangur þeirra verSur." ÞaS mun vera samhljóSa álit allra útvegsmanna, aS leggja beri ríka á- herzlu á aS reyna aS tryggja Þýzka- landsmarkaS fyrir íslenzkar sjávar- afurSir. Fyrir stríS voru ÞjóSverjar ein af okkar beztu viðskiplaþjóðum, og þótt hagur þeirra sé bágborinn aS sinni, má gera ráb' íyrir aS þab' lag- ist. NorSmenn og ýmsar aSrar þjóS- ir hafa lagt mikiS kapp á aS vinna sér markaði í Þýzkalandi, en við Is- lendingar megum ekki láta bola okk- ur þar burtu. Isfiskmarkaðurinn i Englandi er óviss og naumast til fram búSar. Er því mikilvægt aS vinna nýja markaSi, og Þýzkaland er þar tvímælalaust ofarlega á blaSi. KALDBAKUR HEFIR AFHENT LANDSBANKANUM 43 5 ÞÚS. STERLINGSPUND Nýlegai var í sunnanblöðuir,, btrl jregn urn það, að nýskópunar- togari Rcykjavíkurba'.jar, Ingólft ur Arnarson, hejði afhenl Lands banka Islands 46.275 stéfUngs- pund siðan hann hóf veiðar fyrii níu mánuðurn. Samkvœrnt upp lýsingum frá framkvœmdastjóra Utgerðarfélags Akureyringa hefii NÝSKÖPUNARTOGARINN KALDBAKUR AFHENT LANDS BANKANUM SAMT. 43.508-3-li STERLINGSPUND EFTIR í, SÖLUFERDIR frá 21. maí til 1. des. I íslenzkri mynt er þella all: 1.135.123.72 kr. Þessi rnikla gjaldeyrisöflun ný- sköpunartogaranna œlti að veru jullkoinin sönnun þess, hversu ó- melanleg ráðslöjun það var, þeg- ar fest voru kaup á togurunum. Þjóðin má gjarnan minnast þesu um leið, hverjir.töldu kaup þess, hið mesta glaprœði, og hefii „Timinn" nýlega á óheppilegar, hátt vakið athygli á.fyrri afstöðu. sinni til togarakaupaiiiia með þv/, að reyna að gera lítið úr gjald eyrisöflun togaianna. >• Bæjarráð samþykkir atvlnnu- f ramkvæmdir Fyrir alllöngu síSan fól bæjar- stjórn stjórn VinnumiSlunarskrif- stofunnar aS framkvæma athugun á atvinnuhorfum í bænum í vetur. VinnumiSlunarskrifstofan sendi öll- um atvinnurekendum í bænum fyrir- spurn um vinnuþörf þeirra í vetur. Því miSur svaraSi ekki nema hluti þeirra, en stjórnin taldi augljóst, af þeim upplýsingum, að gera mætti ráS fyrir töluverSu atvinnuleysi eftir nýár — aS minnsta kosti ef tíS yrSi slæm. Benti stjórn VinnumiSlunar- skrifstofunnar á ýmsar framkvæmd- ir, sem vinna mætti að. Þegar á bæjarstjórnarfund kom, tóku bæjarfulltrúar kommúnista upp tillögur vinnumiðlunarskrifstofu- stjórnarinnar og þóttust 'sýna þar mikið hugvit. Telur síSasti „Verka- maSur" það hneykslanlega afgreiSslu á atvinnumálunum aS fela bæjar- ráSi aS íhuga þessar tillög-*r. Var þó ekkert eSIilegra, því aS ekki þýS- ir aS samþykkja hinar. og aSrar framkvæmdir, án athugunar á því, hverjar séu heppilegastar. Kom hér fram hvatvísi kommúnista sem oft áSur. A síðasta bæjarráðsfundi var svo samþykkt aS byrja nú þegar aS rífa húsiS Caroline Rest. Einnig aS treysta og hækka Glerárgarðinn, grjútpúkka framhald Glerárgötu og leggja holræsi í götur norður á Eyr- inni. ÞaS verSur aS sjálfsögSu aS tryggja þaS eftir megni, að verka- menn hafi stöSuga atvinnu, því aS þeir mega sannarlega ekki viS því aS ganga atvinnulausir, en verkamenn eru engu bættari með skrumi komm- únista, þótt þaS kunni aS láta fagur- lega í eyrum. Framkvæmdirnar þurfa í senn aS vera gagnlegar fyrir bæjar- félagið og veita atvinnu. Raf?eitustjóri telur IiaS einu örugtju leiiina til að trygoia bæinn gegn rafmagnsskorti Rafmagnsmálin hafa verið ofarlega á dagsskrá hér • bænum aS undanförnu, og er þaS að vonum, þar sem bærinn hefir hvað efrir annað verið rafmagnslaus á skömmum tíma. Ymsor sagnirhafa myndazr um orsakir þessa ástands og sumar harla fjarri veruleikanum. Hefir því blaðið snúið sér til rafveitusrjóra, Knut Orierstedr, og lagt fyrir hann nokkrar spurningar varðandi raf- magnsmál bæjarins og hugsanlegar leiðir til úrbóta á því vandræðaástandi, sem ríkjandi hefir verið að undan- förnu í þeim málum. Orsakir rafmagnsieysisins. Rafveitustjóri kvað þrjár orsakir hafa verið til hinna miklu rafmagns- truflana að undanförnu. Þegar stór hríðin skall fyrst á í vetur myndað- ist krapstífla viS Mývatn á rifi, sem liggur rétt viS ósinn, þar sem Laxá rennur úr vatninu. Þá ollu krapa- stíflur því einnig, aS Kraká breytti alveg um farveg og minnkaSi því stórkostlega vatnsrennsliS til Laxár- stöSvarinnar. Menn á þessum slóS- um -telja hríð þessa hafa verið ó- venju mikla og frostið með henni, enda hefir ekki áður myndazt þarna krapastífla. - Fyrir tveimur árum var gerð stífla við syðstu Laxárkvíslina. HefSi hún ekki verið, myndi senni- lega allt rennsli til virkjunarinnar hafa slöðvazt. Rafveitustjóri kvaðst þegar hafa haft samráð viS bæjar- stjóra um ráSstafanir til þess aS koma í veg fyrir slíka stíflumyndun í framtíðinni og myndi sennilega næsta sumar verða unnið að því að dýpka frárennslið úr vatninu á þess- um stað. Vatnsmagnið væri nóg fyr- ir hendi, ef aðeins væri hægt að tryggja rennsli þessi. NauSsynlegt væri aS hækka yfirborS Mývatns, en hingaS til hefSi ekki veriS auSið aS fá leyfi til þess. Rétt eftir aS þetta var komið í lag, vildi þaS óhapp til, aS lega bil- aSi í slærri vélasamstæðunni viS Laxá. Ný lega var til, en . nokkur tími leiS, þar til hún var orðin svo slípuð, að hægt væri aS leggja fullt álag á vélina. OrsakaSi þetta svo mikiS spennufall, aS ýms hverfi bæj- arins urSu Ijóslaus. Þriðja bilunin varð í síðustu stór- hríðinni. SafnaSist þá svo mikil ís- ing á vírana, aS benzli þau, sem festa þá viS staurana, slitnuSu á ýmsum stöSum, og slógust þá víramir sam- an. Þá féll snjóflóS á línuna í skarS- inu, en það skekkti þó aðeins nokkra staura. Viðgerðarmenn alltaf til taks. — Hvað er aS segja um viSgerS- ir, þegar bilar? — ViSgerSarmenn eru alltaf til taks, og ,viS þessa síSustu bilun voru samstundis sendir menn bæði frá Akureyri og Laxárvirkjuninni, en erfitt var um vik sökum veðurofsa og ísingarinnar. Þess ber einnig aS gæta, aS vegalengdin milli þessara tveggja staSa er rúmir 60 km. — Hvernig er meS eftirlit á sumrin? — Á sumrin er línan alltaf yfir- farin og benzlin athuguS, sérstak- lega á þeim hluta leiSarinnar, þar sem veSrasamast er. Þótt öll benzli séu í lagi, er samt ógerlegt að tryggja þaS, aS þau slilni ekki, þeg- ar ísing er mikil og stormur, því aS þunginn á vírunum er þá feikilegur. — HvaS er að ^egja um þær til- lögur sósíalista, að efni verði geymt meðfram línunni og eftirlitsmenn fengnir? — Þar er ekki um neina nýung aS ræða. ÞaS hefir veriS venja að geyma efni á þremur stöðum meS- fram háspennulínUnni: Á VaSla- heiSi, í SkarSinu og á FljótsheiSi. Þá hefir einnig fyrir löngu veriS samiS viS menn ö mörgum bæjum meðfram línmini að annast eftirlit og fara öSru hverju með línunni, einkum eftir stórviSri. — Er ekki hugsanlegt, a.S staurar séu of fáir? — Nei. Á heiSunum eru aSeins 50 mtr. milli staura og 60 mtr. á lálendi, og er þaS mun þéttara en taliS var nauSsynlegt í upphafi. — Væri ekki hugsanlegt að leggja háspennuleiðsluna í jörð? — Það kom fyrst til athugunar að leggja nokkurn hluta hennar í jörS, en var talið ókleift vegna kostnaðar. Meterinn af slíkri lögn Framh«ld á 8. «íðu.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.