Íslendingur


Íslendingur - 23.12.1947, Blaðsíða 1

Íslendingur - 23.12.1947, Blaðsíða 1
.XXIII. árg. Þriðjudagur 23. desember 1947 Sð 52. tbl. NYR ÞATTUR- í BLAÐINU. Sagrcir ef nokkrurn íslenækum gaðdramönnum Strax eflir áramótin mun hefj- ast í „Islendingi" nýr þáitur, sem ekki er að efa að muni öðíast miklar vinsœldir. Er hér um að rœða sagnir af íslenzkum galdra- mönnum, sem hinn landskunni jrœðimaður Jónas Rafnar, yfir- lceknir í Kristnesi, hefir safnað og slcráð fyrir biaðið. Er oss milc- il ánœgja að því að geta flutt les- endum blaðsins þetta skemmti- lega og fróðlega lesefni, því að nafn Jónasar Rafnar er nœg trygg ing þess, að þwttirnir muni verða skemmtilegir og vel ur garði gerðir. Þér, sem enn hajið ekki gerzt áskrifendur að „Islendingi": Dragíð ekki að lilkynna ajgreiðsl- unni, ef þér óskið að fá blaðið framvegis, svo að þér getið feng- ið þœtti þessa frá byrjun. SÉLDVEIÐIN YFIR 500 ÞÚS. MÁL Síldveiðin í Hvalfirði mun nú vera orðin yfir hálf miljón mála, og enn er þar mikil veiði. Veiðar munu falla niður yfir jólin. „KALDBAKUR" SELUR í NÍUNDA SINN Nýsköpunartogarinn „Kaldbakur" seldi sl. föstudag níunda fiskfarm sinn í Bretlandi, 4176 kit fyrir 11.015 sterlingspund. VERZLANIR OPNAR TIL KL. 11 l kvöld verða verzlanir opnar til kl. 11 vegna jólainnkaupa, en á morgun verður lokað kl. 4 síðdegis eins og venjulega á aðfangadag. Dýrtíðarfrumvarpið sambykkt SKRIÐUR AÐ KOMAST Á UHDÍRBÚNING> LAXÁRVIRKJUNA& Raforkumálastjóri hefir tjáð raf- veitunefnd Akureyrarbæjar, að. síð- ustu áætlanir um fullnaðarvirkjun Laxár séu að verða iilbúnar, og undirbúningi öllum það langt kom- ið, að bjóða megi ut vélar snemma á næsía ári. Rafveitustjórn hefir beint þeim eindregnu íilmælum til raforkumálastjóra, að undirbúningi verði hraðað svo, að verkið geti haf- izt á næsta ári og orðið lokið sem fyrst. Þá befir rafveitustjórnin beðið raf orkumálastjóra að leita upplýsinga um það, hvað 6000 kw. dieselmótor- stöð eða eimtúrbínustöð muni kosta uppsétt sem varastöð fyrir bæinn. SAGAN UM BANANANA Fyrir skömmu síðan komu fjórar smálestir af banönum með flugvél- inni „Heklu" frá Argentínu. Það er alger nýung, að slík vara flytjist til landsins, og hefir því mörgum get- um að þvi verið leitt. hver muni hrcppa þetía hn:ss. Reyndin mun vera sú, að ílugfélagið „Loftleiðir" fékk leyfi til að kaupa banana og flytja heim með flugvél sinni. Mun : starfsmönnum félagsins leyfilegt að taka fyrst af sendiiigu þessari handa sjálfum sér, en afgangurinn á að fara til Grænmetisverzlunar ríkisins, sem á að úthluta því til sjúkrahúsa. Það verður fróðlegt að vita, hve stór þeirra hlutur verður. Æfingar skíðamanna undir Olyrnpíuleikana b/rjaðar. Akjoeðið er nú, að þrír íslenzkir skíðamenn keppi á velrar-Olympíu- leikunum í Sviss í vetur. Undirbúningsœfingar jara fram hér við Akur- eyri, og annast Hermann Stefánsson umsjón þeirra á vegum Olympíu- nefndarinnar íslenzku. Tólj skíðamenn æja, og verða síðan þrír valdir úr þeim hópi. Æfingar hófust í gœr og munu standa yfir fram undir áramót. VARAÐ VIÐ KOMMÚNISTUM Stjórn sambands brezku verklýðs- félaganna heíir varað verkamenn al- varlega við að láta glepjast af á- róðri kommúnista, því að þeir muni leggja allt kapp á að vinna skemmd- arverk í iðnaði landsins og reyna að skapa öngþveiti þar eins og i Frakklandi. Skíðaráð Akureyrar bauð blaða- mönnum og fulltrúum íþróttafélag- anna í bænum til kaffidrykkju með skíðamönnunum að Hótel Kea á laug ardaginn. Kynnti Hermann Stefáns- son skíðamenniua og skýrði frá til- högun æfinga. Til æfinganna hafa verið valdir tólf skíðamenn: sex frá Skíðaráði Akureyrar, þrír frá Skíðaráði Siglu- fjarðar og þrír frá Skíðaráði Reykja- víkur. Var svo ákveðið, að þrír frá hvorum þessara staða skyldu æfa svig og brun og síðan keppa um tvö sæti til utanfarar, en þrír stökkmenn frá Akureyri og þrír frá Síglufirði skyldu æfa til keppni um eitt sæti í þeirri grein. Frá Siglufirði keppa að- eins þrír í öllum þessum greinum, og eru því keppendur samtals tólf. NÖFN KEPPENDA. Frá Skíðaráði Reykjavíkur mæta til æfinga í bruni og svigi: Asgeir Eyjólfsson, Guðni Sigfússon og Haf- steinn Þorgeirsson. Frá Skíðaráði Siglufjarðar mæta þeir Jónas Ásgeirsson, Haraldur \ Pálsson og Ásgrímur Stefánsson. — ' Þeir æfa allir stökk og brun, og Har- , aldur auk þess svig. Frá Skíðaráði Akureyrar mæta til æfinga í svigi og bruni: Magnús Brynjólfsson, Guðmundur Guð- mundsson og Jón Kr. Vilhjálmsson, en í stökki: Finnur Björnsson, Sig- urður Þórðarson og Hákon Odd- geirsson. Björgvin Júníusson er svo bundinn við störf sín, að hann getur því miður ekki tekið þátt í undir- búningskeppni þessari. ÆFT AF KAPPI. Undirbúningsnámskeið þetta er haldið á vegum Olympíunefndarinn- ar, og annasl Hermann Stefánsson, form. Skíðaráðs Akureyrar, sljórn þess. Keppendur búa í Utgarði, en munu æfa stökk í hinni nýju stökk- i braut við Ásgarð, sem er 44 metr. á lengd. Brun og svig verður einnig æft daglega. Þessi undirbúningskeppni sker ekki endanlega úr um það, hverjir valdir'verða til utanfarar, en líklegt er, að Olympíunefndin byggi val sitt á henni. Formenn skíðaráða Reykja-- vikur og Siglufjarðar eru væntan- legir hingað til að vera viðstaddir lokakeppnina. . :? ' á alþingi Þióiiin veriar aí vera á varðberiji pp skemmdaráformnm kommúnista. Dýrtíðarfrumvarp ríkisstjórnarinhar hefir nú verið samþykkt sem lög frá Alþingi, og mun gert ráð fyrir, að þau gangi í gildi um næstu áramót. I útvarpsumræðun- um um málið, lýsti ríkisstjórnin því yfir, að hún myndi leggja sig alla fram um að lækka verðlag í landinu, svo að launaskerðingin yrði sem allra minnst. Það kom hins vegar gíöggt í Ijós af upplýsingum ráðherranna, hvílík vá er fyrir dyrum þjóðarinnar, ef hún lætur sundrungar- öfl kommúnista koma fram þeim áformum sínum að rjúfa þann varnarvegg, sem lögum þessum er ætlað að mynda gegn dýrtíðarflóðinu. Allir munu vera á einu máli um nauðsyn þess að lækka dýrtíðina, svo að hægt væri að selja afurðir þjóðarinnar fyrir framleiðslukostn- 'aði. Jafnvel kommúnistar hafa ekki þorað annað en viðurkenna það, þótt þeir leggðu fyrir þingið „dýrtíðar- frumvarp", sem beinlínis hlaut að stuðla að algeru fjármálaöngþveiti. Fæstir munu að vísu fyllilega ánægð- ir með hin nýju dýitíðarlög, en ráð- herrarnir bentu á orsakir þess, að þær leiðir voru valdar, sem um get- ur í hinum nýju lögum og frá var skýrt í síðasta blaði. Meiri lækkun vísitölunnar hefði leitt af sér launa- skerðingu, sem rikisstjórnin taldi ekki sanngjarnar byrðar á launastétt irnar. Var þá heldur valin sá leið að taka ríkisábyrgð á verði útflutnings- varanna, en til þess varð að leggja á nýjar kvaðir, og því var það ráð tekið að leggja á sérstakt viðskipta- gjald. KOMMÚNISTAR ÆSA TIL ANDSTÖÐU. Framkoma Brynjólfs Bjarnasonar í útvarpsumræðum er glöggt dæmi um virðingarleysi kommúnista fyrir lögum og rétti í landinu. Hann skor- aði beinlínis á verkalýðssamtökin að hefja uppreisn gegn lögum frá Al- þingi og gaf ótvírætt í skyn, að Al- þingi og ríkisstjórn væru ekki æðstu valdhafar í landinu. Það var andinn frá Frakklandi, sem þar gægðist fram. Ríkisstjórnin lysli þvi yfir, að verkalýðnum væri auðvitað frjálst að gera verkföll, en stjórnin treysli á skilning verkamanna sem annarra stétta á þeirri þjóðarnauðsyn, sem löggjöf þessi byggðist á. Á síðast- liðnu sumri snerist meiri hluti verka- lýðsins gegn skemmdaráformum kommúnista, og þjóðin öll væntir þess, að svo verði einnig nú. Islenzka þjóðin verður sem aðrar vestrænar þjóðir að snúast einhuga gegn upp- lausnartilraunum kommúnista, ella er efnahagslegu og stjórnmálalegu sjálfstæði þjóðarinnar stefnt í voða. Sú ^sk ríkisstjórnarinnar, að menn biðu að minnsta kosti með virka andsLÖðu gegn dýrtíðarráðstöfunum hennar, þar til séð væri um árangur- inn af þeim, var svo sanngjörn og réttmæt, að allir góðir Islendingar, seni virða hag ættjarðar sinnar, hljóta að verða við henni. Ýmsar fréttfr úr Skagafirdi. Virkjun Gönguskarðsár miðar all- vel áfram, og var fyrir nokkru lokið við síífluna í ánni. Mikill hluti vatns- leiðslunnar frá. stíflunni var lagður í haust. Fengizt hefir fjárfestingar- leyfi fyrir virkjunina, svo að telja má víst, að hún verði fullgerð n. k. haust, eða seint á árinu 1948. Nú stendur yfir skoðun sauðfjár vestan Héraðsvatna vegna ótta við að garnaveiki hafi borizt þangað. Ennþá er ekki hægt að fullyrða um niðurstöður þeirrar rannsóknar, en skýrslur um hana verða að sjálf- sögðu fljótlega birtar. 1. desember sl. efndi Lúðrasveit Sauðárkróks til samkomu í Bifröst. Þar flutti séra Helgi Konráðsson fullveldisræðu, Árni Þorbjörnsson, lögfr., las upp, og sýndur var gam- anleikur í einum þætti. Lúðrasveitin lék á milli skemmtiatriða. Að lokum var stiginn dans. jón.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.