Íslendingur


Íslendingur - 23.12.1947, Blaðsíða 8

Íslendingur - 23.12.1947, Blaðsíða 8
Félag ungra Sjálfstæðismanna VÖRÐUR sendir öllum félögum sínum beztu jóla- og nýársóskir. Þriðjudagur 23. desember 1947 Sjálfstæðisfélag Akureyrar sendir öllum félögurn sínum beztu jóla- og nýársóskir. Ný skipulagning á miðbænum :i Skipulagsstjóri vill ge.a miklar breytingar. Jólasamkomur í kristniboðshúsinu Zíon: Báða jóladagana kl. 8.30, Björgvin Jörgens son talar. Nýjársdag kl. 8.30.. Aramóta- samkoman á gamlárskvöld kl. 10.30 verður í félagi við Hjálpræðisherinn í samkomu- sal Hersins. Strandarkirkja, áheit frá G. Þ. kr. 50.00 móttekið á afgr. Islendings og sent áleiðis. Aheit á Elliheimilis í Skjaldarvík frá S. S. kr. 50.00, frá P. F. kr. 50.00, frá N. N. kr. 1000.00. Hjartans þakkir. Stefán Jónsson. Jóla- og nýárssamkomur Hjálpræðis- hersins á Akureyri 1947—48. 1. jóladag kl. 8.30 hátíðasamkoma, jólafórn. 2. jóladag kl. 2 jólafagnaður sunnudagaskólans. Kl. 8.30 jóiatré fyrir almenning, aðgangur kr. 2.00. Sunnudag 28. des. kl. 2 sunnudaga- skóli. Kl. 8.30 hjálpræðissamkoma. Mánu- dag 29. 'des. kl. 3 jólafagnaður gamal- ntenna, séra Pétur Sigurgeirsson talar. Þriðjudag 30. des. kl. 8 jólafagnaður Heim ilasambandsins. Miðvikudag 31. des. kl. 4 jólatréshátíð fyrir börn, aðgangur kr. 1.00. Kl. 10.30 Vökuguðsþjónusta — sameiginleg með Kristniboðsfélaginu. — Nýársdag kl. 8.30 Nýárssamkoma. Föstudag 2. jan. kl. 8.30 jólatréshátíð fyrir almenning, aðgang- ur kr. 2.00. Þriðjudag 6. jan. kl. 8.30 jóla- tréshátíð fyrir almenning. Verið hjartanlega velkomin á jóia- og áramótasamkomurnar! / „Jólaklukkunni", sem nú er nýkomin út birtist grein eftir mig, sem ég kaila „Heyrt og séð frá Akureyri", en svo ó- \ skemmtilega hefir atvikazl, að leiðinlegar viiiur konia fyrir í greininni, má vera að orsökin stafi að nokkru leyti af því, að handritið hefir verið ólæsilegt, en ég fékk ekki að lesa próförk, þar sem blaðið var prenlað í Reykjavík. Leiðinlegasta mis- sögnin er sú, að Iðnskólinn er sagður hafa aðsetur í Menntaskólanum, en átti auðvitað að vera í Gagnfræðaskólanum, og einnig er Lárus Thorarensen sagður hafa verið bæjarstjóri, en átti að vera í bæjarstjórn. Þetta vil ég leyfa mér að leiðrétta jafn- framt því, sem ég bið afsökunar á þessum misfellum. — Hugrún. Athugasemd. Þau mistök hafa orðið í síðasta blaði, að í skýringum við mynd- ina af handknatileiksflokknum hefir fallið niður nafn Sigurðar Steindórssonar, sem er yzt til hægri í aftari röð. AttrœSur verður þann 27. des. einn hinn kunnasti borgari hér á Akureyri, Stein- grímur. Jónsson, fyrrv. bæjarfógeti. I næsta blaði mun nánar verða getið um hin fjölþættu störf þessa merkismanns. Jólakrossgátan. Sú misprentun hefir orð- ið í skýringunt við jólakrossgátuna, að nr. 39 lárétt á að vera „slétt“, en ekki „stétt“. Er fólk vinsamlegast beðið að athuga þetta. \ Jóla- og nýárs-messur: Aðfangadag jóla, Akttreyri kl. 6 e. h. - Jóladag, Akureyri kl. 11 f. h. -— Jóladag. Lögmannshlíð kl. 2 e. h. — 2. jóladag, Akureyri kl. 11 f. h., Skipulagsstjóri ríkisins sendi bæjarstjórn fyrir nokkru tillögur um veigamiklar breytingar á skipulagi miðbæjarins og nágrenni hans. Hef- ir bæjarráð haft tillögur þessar til rrteðferðar, en endanleg ákvörðun mun enn ekki hafa verið tekin. Tal- ið er, að breytingar þessar yrðu rnjög kostnaðarsamar fyrir bæinn, þótt hægt kynni að vera að fallast á þær að öðru'leyti. Er nú aftur komið á dagskrá að velja stað fyrir væntan- legt ráðhús. Tillaga mun hafa kom- ið fram um það að reisa ráðhúsið norður undan Hótel Norðurland, en flestum mun þykja viðkunnanlegast að reisa það við Ráðhústorg. Fer að j verða hálf leiðinlegt að eyða meiri j tíma í deilur um stað handa ráðhús- í inu — eða þá að minnsta kosti að hætta að tala um Ráðhústorg. TILLÖGUR SKIPU LAGSST JÓRA. Tillögur skipulagsstj óra eru marg- brotnari en svo, að þeim verði lýst lil hlýlar í stuttu máli. Ællunin er að stækka mjög Kaup- vangstorg, því að húsin við Hafnar- stræti að neðan eiga að hverfa, allt að Gudmannsgarðinum. Einnig er gert ráð fyrir mikilli breikkun Kaup- vangsstrætis í giiinu og stæði fyrir bifreiðar, þar sem nú eru geymslu- hús og verksmiðjur, milli aðalverzl- unarhúss KEA og Mjólkursamlags- ins nýja. Þá er gert ráð fyrir mikilli breikkun Skipagötu, og eiga skúr- arnir á Hafnarbakkanum að hverfa. Þá er iagl til, að uppfylling verði gerð á slóru svæði sunnan Strand- götu, og eiga vöruskemmur að vera á því svæði. I tillögum skipulagsstjóra er ráð- húsinu ætlaður staður við Ráðhús- torg, ofarlega við Strandgötu. Torg- barnaguðsþjónusta. •— 2. jóladag, Glerár- þorpi kl. 2 e. h., barnaguðsþjónusta. •— Sunnudaginn milli jóla og nýárs: Akur- éyrarkirkju kl. 11 f. h., sunnudagaskóli. •— Akureyrarkirkju kl. 8.30 e. h., jólafundur æskulýðsfélagsins. — Gamlársdag, Akur- eyri kl. 6 e. h. •— Nýársdag, Glerárþorpi kl. 2 e. h. — Nýársdag, Akureyri kl. 5 e. b. //júskapur. Þann 13. des. voru gefin sam an í hjónaband af séra Friðrik J. Raínar, vígslubiskupi, ungfrú Heiðbjört Kristins- dóttir frá Strjúgsá, og Olafur Kjarlans- son, bóndi, Litla-Garði, Saurbæjarhreppi. Hjúskapur. I dag verða gefin saman í hjónaband af séra Friðrik J. Rafnar, vígslubiskupi, ungfrú Sesselja Valdemars- dóltir og Gunnar Eyfjörð Aðálsteinsson, bifreiðarstjóri. Verðlaunaskákin. Þau mistök hafa orð- ið í verðlaunaskákinni, að 29. leikur svarts er h:g5, en ekki ll:g5. ið sjálft á að stækka mjög mikið. Verði skipulagsuppdráttur þessi samþykktur að einhverju leyti, mun nánar verða skýrt frá fyrirkomulagi þeirra breytinga hér í blaðinu. UNGSR SJÁLFSTÆÐISMENN RÆÐA UM RÉKSSAFS&SPTI / A fundi, sem haldinn var í „Verði“ félagi ungra Sjálfstæðismanna á Ak- ureyri 16. þ. m. var eflirfarandi til- laga samþykkt: „Almennur fundur i „Verði“ fé- lagi ungra Sjálfstæðismanna á Akur- eyri, haldinn 16. des. 1947, tekur undir þá ályktun síðasta sambands- þings ungra Sjálfstæðismanna, að staðsetning alls hins opinbera valds í Reykjavík sé hættuleg og því æski- legt að auka verulega vald héraðs og fjórðungsstjórna í sérmálum ein- stakra landshluta. Vegna núverandi skipunar á al- vinnumálum þjóðarinnar viil fund- urinn sérstaklega beina þeirri áskor- un til stjórnarvaldanna, að þegar í stað verði gerðar ráðstafanir til þess að auðvelda mönnum búsettum utan Reykjavíkur að koma málum sínum á framfæri við Fjárhagsráð og Við- skiptanefnd. Kæmi sérstaklega til at- hugunar, hvort ekki væri æskilegl, að báðar þessar stofnanir, sem nú eru alls ráðandi í atvinnu- og við- skiptamálum, héfðu sérstaka umboðs- menn í hverjum landsfjórðungi með allvíðtæku valdi.“ ÍSLENDINGAR GERA LANDA&RÖFUR Fyrir nokkru lagði Pétur Ottesen fram á Alþingi Lillögu um það, að íslenzka ríkisstjórnin gerði kröfu iil að fá ýmiskonar hlunnindi á Græn- landi með hliðsjón af því, að Græn- land væri raunverulega islenzkt land. Þessi tiilaga hefir þegar vakið all- ! mikið umtal í Danmörku og þegar sjáanlegt, að Danir muni rísa önd- verðir gegn því, að íslendingar fái nokkur réttindi í Grænlandi. Hér skal ekki út í það farið að ræða þjóðarréttarlega lilið þessa máls, en að sjálfsögðu væri það Is- lendingum mikils virði, ef þeir fengju t. d. réttindi til fiskveiða við Grænland. Þeim, sem kynnu að hafa hug á að kynna sér rök Isleqdinga fyrir þessari kröfu. skal á það bent, að kominn er út handhægur bækling- ur um þetta efni. Nefnist hann Grœn- land á krossgötum, og er þar safnað saman ýmsum greinum og útdrætti úr greinum um rétt Islendinga til Grænlands. BREZKI SENDSHERRANN ÞAKKAR HINA FRÆKI- LEGU BJÖRGUN SKSP- BROTSMANNA AF TOGAR ANUM BHOON Hin vaska framganga manna þeirra, sem lögðu líf sitt i hættu við björg- un skipshafnarinnar af brezka togar- anum Dhonn, sem strandaði við Látrabjarg fyrir rúmri viku síðan, hefir vakið almenna aðdáun. ekki aðeins hérlendis heldur einnig í Bretlandi. Brezki sendiherrann i Reykjavík, C. W. Baxler, hefir sent utanríkis- ráðherra svohljóðandi jjakkarbréf í þessu iilefni: „Eg hef fylgzt vel með þeim frétt- umj sem til Reykjavíkur liafa borizt um strand brezka togarans Dhoon á eyðilegum siað á ströndum íslands, og finn mig knúinn til að votla yður, herra ráðherra, aðdáun mína og landa minna á hinum óbilandi kjárki, sem íslenzku björgunarsveitirnar sýndu, er þeim tókst að forða iífi 12 skipverja. IJað er aðalsmark allra sjómennsku þjóða að gera allt, sem hægt er, til að bjarga nauðstöddum sjómönnum. Þetla er ekki í fyrsta sinn, sem.brezkt skip strandar við Island, enda hafa islendingar aldrei hikað við að leggja líf og limi í hættu við björg- unartilraunir, en kjarkur sá, mann- dómur. þrek og íþrótt, sem í ljós kom að þessu sinni, hefir sjaldan átt sinn lika. Eg þykist vita að þetta mikla afrek muni iengi í minnum haft með þakk- látum huga í Bretlandi, og að það inuni eiga sinn þátt í að Lengja þjóð- irnar enn iraustari vináttuböndum. Eg mun að sjálfsögðu senda ríkis- stjórn minni ítarlega skýrslu um mál- ið, en hitt þykist ég vita að stjórnin muni nú þegar vilja að ég, án þess að biða formlegra fyrirmæla, láti í Ijós inniiegustu þakkir hennar til allra, sem þátt tóku í björguninni, einkum til manna i slysavarnasveit- unum og allra þeirra, sem lögðu líf sitl í hætlu til að bjarga hinum brezku sjómönnum og einnig hinna, sem aðstoðað hafa þá og hjúkrað þejm, eftir að þeim hafði verið bjarg að. Þætti mér vænt um að skipstjóra og skipverjum á varðskipinu ,.Finn- birni“ væru einnig færðar slíkar þakkir. Þeir héldu vörð nótt og dag í þeirri von að hægt myndi að koma við björgun frá sjó. Loks vil ég þalcka Slysavarnafélagi Islands, sem átti upplökin að björgunarlilraunun- U um. Gleðileg jól! Farsælf komandi ár! Þökkum vi'ðskiptin á árinu. Kaupfélag Eyfirðinga. Rjfklingur á jólaborðið. Verzl. BRYNJA. GET TEKIÐ nokkrar bifreiðar til geymslu í góðu húsi í vetur. Guðmundur Jörundsson. AÐALFUNDUR ÍÞRÓTTAFÉLAGSINS ÞÓR Aðalfundur Iþró.ttafél. Þér var haldinn í félagsheimilinu, 26. nóv. sl. Form. félagsins, Jónas Jónsson, setti fundinn, bauð félaga velkomna og fól varaformanni, Þorsteini Svan- laugssyni, að stjórna fundi. Skýrslur um margs konar starf- semi fél. fluttu: formaður félagsins, gjaldkeri og ritari, og auk þess ýmisl ritarar eða formenn hinna ýmissu íþróttadeilda. Af þeim virtist mega ráða, að Þór hefði sótt nokkuð fram á liðnu ári og sýnt góðan árangur l. d. á skíða- mótum og í knattleikum. Rædd voru félagsmál og íþrótta- mál, og samþykkti fundurinn ein- róma tillögu til Alþingis, þar sem heitið var á þá stofnun að láta ekki öifrumvarpið ná fram að ganga — og í öðru lagi lýst ánægju yfir fram- kominni viðbót við iryggingarlögin um slysatryggingar íþróttamanna. Skorað var á bæjarstjórn Akureyr- ar að ráða fram úr íþróttasvæðis- málinu svo skjótt, að hægt verði að hefja þar framkvæmdir á komandi vori. I stjórn til næsta árs: Form. Jónas Jónsson Gjaldkeri Sigmundur Björnsson Ritari Baldur Jónsson Varaform. Þorst. Svanlaugsson ÍSLENDINGUR óskar öllum lesendum sínum gleðilegra jóla og farsœls komandi árs. OLLUM ÞEIM, sem með frábœrri vinsemd og fórnfýsi aðstoð- uðu við björgun á eignum okkar og enditrbótum á húsi okkar, sem eldur kom upp í þann 13. ágúst sl., voltum við innilegasta þakklœti okkar og óskum þeim gleðilegra jóla og góðs og gœfuríks komandi árs. Akureyri, 20. des. 1947. HÓLMFRÍÐUR GUNNARSDÓTTIR. KRISTJÁN ÁRNASON.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.