Íslendingur


Íslendingur - 24.12.1947, Blaðsíða 4

Íslendingur - 24.12.1947, Blaðsíða 4
JÓLABLAÐ ÍSLENDINGS 1947 :i!III!llllll!ll!llllll[lin!<ii!nillllllllllllllllllllllllllll!llllllinilllH!llllllllll{lli;!llll!l!lllllllllillll!llll>lllll!illllH!lllll!lllll Þannig var það, og þannig er þao. — — Orðin, sem bárust til eyrna fjárhirðanna á hinum fyrstu jólum, berast nú yður til eyrna. Hin miklu gleðitíðindi eru þessi: „Yður er í dag frelsari fœddur.“ Ef þetta hefði ekki verið staðreynd hin fyrstu jól, þá liefðu aldrei orðið nein jól, því síður önnur jól, og allra sízt jólin 1947. — En ná koma þessi jól, af því að fjárhirðarnir sáu raunveruleikann, sem orðin himnesku vitnuðu til. Barn var fœtt. Hin fyrstu jól voru hahlin hátíðleg við jötuna í einum af fjárhús- kofunum í þorpinu. En hvernig víkur þessu við?--------Frelsari heimsins fæddist fyrir 1947 árum, segjum vér, eigi að síður er heimurinn þjáður, fjötraður, syndugur, og vér háð hinum sömu sköpum og liann.------Hvar er frelsari heimsins, og hvar eru áhri.f hans?---------Þetta skulum vér at- huga, áður en vér höldum heilög jól. Því að þetta hlýtur að vera höfuðatriði einmitt í sam- bandi. við sjálfa jólahátíðina, — fæðingar- hátíð hans, sem á jólunum fæddist. Til livers höldum vér jól?------Er það til þess að gera það, sem fjárhirðarnir gerðu, er þeir krupu við jötuna, komu fram í lotningu og tilbeiðslu til hans, sem fæddur var? Er það fyrsta og æðsta tilhlökkun vor að sameinast í bæn og þakka fyrir komu hans, sem á jólun- um fæddist lil þess að frelsa heiminn í krafti þess boðskapar, sem. hann flutti? Er gleðin á jólunum bundin við þá dýrð, sem frelsarinn opinberaði, eða þá dýrð, sern maðurinn er að reyna að skapa til þess að géra jólin hátíðleg? ---------Eg veit ekki, hve margir geta svarað því játandi, en hitt er augljóst mál, að oss hættir til að tigna „tilbúna guði“, í mat og drykk, dýrkeyptum hlutum og stundargleði á sjálfum jólunum. — Eri þá um leið er sú hœtt- an mest, að frelsaranum sé úthýst. Og hvað er þá að segja um aðra daga, þegar þetta getur komið fyrir á sjálfri fæðingarhátíð hans, þeg- ar maðurinn jafnaðarlega kemst nœst því að komast í samræmi við boðskap hans. Kristi er svo víða úthýst, þess vegna er heim- urinn þjáður, og heimurinn verður ekki sæll iil!lllll!il!llllllllllllll!iUlllliilill!i:!il!!ll!il1IIIRIin;!ll!!!l!!lllll!llll!!llllll!lll!l!!!l!ll!llllllllllllll! Illll{||||llllllllll!llllllllllllllllllllllllllllllllllllilll!lll!llllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllll!llllllllllllllllll|||||^ fyrr en hann hefir tekið á móti frelsara sínum, rétt eins og þreyttur maður hvílist ekki, fyrr \ en hann tekur sér hvíldarstund og þyrstur mað- | ur svalar ekki þorstanum, fyrr en hann fær | sér að drekka. Á meðan mynd Krists er aðeins | stofuprýði, verður heimurinn engu bættari, en | þegar boðskapur hans verður prýði sálarinn- | ar, þá verður fjötur syndarinnar leystur, þá er | Kristur frelsarinn, það, sem hann á að vera. Þessa eigum vér að minnast á jólunum fyrst | og fremst, því að í þessu er fólginn hinn mikli | fögnuður, sem fjárhirðunum var boðaður. | # * £ § „Yður er í dag frelsari fæddur.“ Þessi orð | hljóma til yðar, jregar skammdegið er svart- ast. En er þau hafa verið sögð á jólanóttinni, | fer sólin strax að hœkka á lofti og myrkrið að \ flýja undan geislum liennar. — Þái liggur leið l vor jram til bjartari daga unz vér lifum þá | tíð, er hin „nóttlausa voraldar veröld“ kemur f í almætti sínu, fegurð og helgiró. — Látum § svo einnig verða liið innra með oss. —- Þótt þér \ finnist myrkravöldin sterk í sál þinni, þá | muntu komast að raun um að frelsarinn er þar f sterkari. Láttu því frelsarann fæðast inn í þína sál nú á þessum jólum, þannig að þú getir | svarað: Hann er liér. Hann er mitt líf. Þá \ muntu reyna, hvernig myrkur sálarinnar fer á flótta fyrir þeim frelsandi mætti, sem boð- \ skapur Krists gefur lífi. þínu. — Þú eignast nýtt líf, sem af andanum er fætt. Við þér blas- | ir hin nóttlausa veröld, er geymir þá dýrð, sem þér er bæði ofvaxið að skilja og skynja. — Vertu því ekki hræddur, sjáðu, þetta er hinn mikli fögnuðurr sem þér er boðaður: í dag er \ þér frelsari fæddur. | l,nilllllllllllÍÍIIIIIIIIII!lllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllipiill!HIII!lllli!llllllllllllllllllllll,"[imiUIIIIIIIIIIIIIIII!lllll^

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.