Íslendingur


Íslendingur - 24.12.1947, Blaðsíða 5

Íslendingur - 24.12.1947, Blaðsíða 5
]947 JÓLABLAÐ ÍSLENDINGS 3 ------Nú voru aðeins eftir þrír kílómetrar til Betlehem, en gatan lá alltaf upp í móti, og Maríu fannst hún ekki geta aíborið þetta lengur. í hvert skipti, sem asninn úrap fæti við einhverjum hnjótnum — og þeir voru margir þarna —, var sem sverði væri stungið gegn- um hjarta hennar. Svo var líka um- íerðin þarna óvenjulega mikil, því að fleiri en við heíði mátt búast voru fæddir í litla þorpinu og voru nú á leið til skrásetningarstaðar síns, samkvæmt hinu óhagsýna um- burðarbréfi keisarans. Jósef varð alltaf að þræða götujaðarinn, og við og við fékk bann ónotaorð í eyra af umferðamönnum, sem voru á hraðri ferð, ætluðu að ná til bæj- c'iins áður eri dimmt væri orðið, en reyndist örðugt að komast fram hjá hinu ferðafólkinu á mjórri göt- unni. „Hvað er langt eftir, Jósef?“ eða: „Gætum við ekki farið beina leið yfir hæðina?“ — hafði Maria snurt nokkrum sinnum í kvörtunar- rómi. Jósef svaraði engu; liann Jiafði svarað henni svo mörgum hug- hreystingar- og hvatningar-orðum, að hann var orðinn uppgefinn á því. Hann þráði eins heitt og hún að komast í húsaskjól, en það var ekki til neins að hotta á asnann, því að þá hefði hann orðið ennþá hast- M'i. Og ekki gat hann sett á hann vængi, þótt feginn hefði hann vilj- að það. Kaj Á 1 ei Danski presturinn Kaj Munk slcipar önd- vegissess meðal norrœnna kennimanna jyr- ir trúáreldmóS sinn og orðsnilld. Mestan orSsti gat hann sér á hernámsárunum, en j>á prédikaði hann átrauður gegn einrœðis- kenningum nazista og kostaði j>að hug- rekki hann lifið, ]>ví að hann var sem kunnugt er myrtur aj dönskum föðurlands- svikurum. Allmikið liefir birzt cftir hann á íslenzku. „Eg held ég verði að reyna að ganga svolítið,“ andvarpaði María; hann nam staðar og hjálpaði henni af baki með meslu varkárni og nær- gætni; það stóð ögn á þessu, og loftið fylltist ryki frá tveimur úlf- alda-riddurum að baki þeim. En svo sáu þessir tveir menn, hvernig á stóð, og annar þeirra varð vand- læðalegur og glápti flónskulega út í bláinn, en hinn flissaði við. Jósef M un V; ðinni. íoðnaði og var rétt að því kominn að hreyta úr sér ónotum, en þá kveinkaði María sér og sagði, að hún gæti ekkert gengið. Jósef ætl- í ði þá að hjálpa henni á bak aftur, en þá vildi hún heldur reyna að leggjast snöggvast á jörðina og livíla sig; þau færðu sig því nokkr- ar álnir út frá götunni, og Jósef tók þófann af asnanum og breiddi hann á harða klöppina og hjálpaði Maríu til að setjast á hann. — Sólin gekk til viðar, og um leið kom nístings- köld gola. Unga konan fór að skjálfa. „Jósef, Jósef, ég afber það aldrei,“ sagði hún grátandi, og hon- um fór elcki að lítast á blikuna. „Eg verð þá að hlaupa inn í bæinn og ná í menn og börur,“ mælti hann; en hún hristi höfuðið og sagði: „Við höfum ekki efni á því.“ Hún fékk allt í einu ákafan hiksta, en svo tók hún rögg á sig og stóð upp. „Komdu, við skulum fara,“ sagði hún ákveðið. Þeim skilaði vel áleiðis ofurlít- inn snertuspöl, en þá fékk unga konan svo ákafa verki, að hún hljóð- aði hátt og varpaði sér á jörðina, eg asninn varð svo hræddur, að bann fór líka að hrína. Jósef komst í standandi vandræði, og frá ótta- slegnu hjarta hans brutust fram þessi einföldu bænarorð: „Drott- inn, hjálpa þú okkur, hjálparvana manneskjum!“ (Framhald á 37. stiJu).

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.