Íslendingur


Íslendingur - 24.12.1947, Blaðsíða 6

Íslendingur - 24.12.1947, Blaðsíða 6
4 JÓLABLAÐ ÍSLENDINGS 1947 zNoííílrŒ sagmr af „Sá atburður varð enn á einum bæ, að kýr lá í læk þeim, er önnur kýr hafði litlu áður í legið og dáið, en sú fannst lifandi og var upp dregin og þótti nær ekki að vera, og þöktu menn fötum. Síðan fóru þeir heim og átu dagverð og hétu síðan á hinn sæla Þorlák biskup, að kýrin skyldi við hjarna. Eftir það tóku þeir hest og lögðu vögur á og ætluðu að aka heim kúnni. En er þeir viku á leið, þá gekk kýr- in á móti þeim heil og heljandi og liafði þá klæði þau á baki sér, er hún hafði þakin verið með; fór hún síðan til nauta, en þeir gerðu þakk- ir guði, er kúna áttu, og hinum sæla Þorláki hiskupi.“ „Gizurr, góður höfðingi og göf- ugur, fór langa leið og mikinn heiðarveg með sitt föruneyti. En er þeir voru staddir á heiðum fjarri byggðum, þá kom sótt á hest þann, er hann reið,,svo áköf, að hann tók ekki í jörð og reikaði á fótum. Var síðan að gert slíkt er í hug kom, og skipaðist ekki við. Þá hét hann síðan á hinn dýrlega Þorlák biskup skynsamlega og lítillátlega, að hann skyldi taka sótt af hestinum; ætlaði hann það í hug sér að taka það fyrir mark, hverja tilsjá hann ætti of áheit við hinn sæla Þorlák bisk- up. En hann hét því, að hann mundi á öllum dögum lífs síns syngja memoriam1 Þorláks biskups, Memoriam tuam quaso, domine2), ÞORLÁtCUR ÞÓRHALLSSON hinn helgi, biskup í Skálholti, dó daginn fyrir aðfangadag árið 1193; er sá dagur enn nefndur Þorláksdagur hér á landi í minn- ingu um þann ágæta mann. Hann þótti með afbrigðum máttugui í bæntim sínum í lifanda lífi, og fám árum eftir dauða hans var helgi hans orðin svo þjóðkunn, að alþingi staðfesti hana. — Gefsl les- endum hér færí á að sjá stöku frásagnir úr jarteinabók þeirri, er Páll biskup lét ( lesa upp á alþingi 1199. ef hesturinn yrði heill. En þegar er hann hafði heitið, þá var sem hendi tæki fyrir, og veltist hestur- inn, en beit síðan þegar, er grasi náði, og var síðan riðið hestinum hinn sama dag langa leið, og var þá alheill hesturinn; og dixit3) Gizurr ipse4) þessa jartein Páli biskupi.“ „Á bæ þeim, er á Reykjum heit- ir, var mungát heitt á móti Páli biskupi þetta sumar sem víða ann- ars staðar, og kveikjur (þ. e. ölger) voru lagðar undir mungáts efni, og allt vandlega um búið. Þá gerði ekki við taka, og voru kveikjurnar ónýtar raunar. Varð þá hversvetna í leitað síðan, þess er í hug kom, og kom þó ekki gerð í mungát, og skipli það dægrum mjög mörgum, er svo búið stóð, og þótti þá flest- um nær sýnt, að allt mundi ónýt- ast. Þá hét húsfreyjan, sem allt á- byrgðist í, á hinn sæla Þorlák bisk- up, að hann skyldi á nokkurn veg leiðrétta þeirra mál. En er hún hafði heitið, þá kom þegar gerð í kerinu, góð og nóg, og varð það hið hezta mungát, og þótti sú hin feg- J) minningu. 2) Eg heiti á minningu þína, herra. *) sagði. 4) sjálfur. ursta jartein vera þeim mönnum, er kunnleikur var á.“ „Maður tók sótL mikla, og hlés liann allan og gerði svo digran sem naut og hafði fárverki (þ. e. feikna- ’terki). En húsfreyja hans var næf- ur-kona (þ. e. dugnaðar-kona) og kunni vel fyrir sér. Hún hét fyrir l onum á hinn sæla Þorlák hislcup, að honum skyldi hatna brátt, því að hann var húskarl, en þetta var um annir. Hún lagði um hann kynd- ilmál (þ. e. mál til að ákveða kert- islengd) og hét lcerti að gera til glorie (þ. e. dýi'ðar) hinum sæla Þorláki hiskupi. En honum batnaði þegar, er heitið var fyrir honum, og lofaði hann guð og hinn sæla Þorlák hiskup.“ „Prestur einn, sá er farið hafði fyrir ástar sakir að sækja helgan dóm hins sæla Þorláks hiskups, féll enn fall mikið, er hann fór heim á leið, og varð honum svo illt við, að hann þóttist nálega ekki mega stíga í fótinn, þann er niður hafði komið. Varð honum nauðu- lega til húss komið, og mátti nær ekki á mat taka og ekki sofa hinn fyrra hlut nætur fyrir ofverkjum þeim, er í fætinum voru. Þá hét presturinn af öllum hug á hinn sæla Þorlák hiskup, að hann léti honum hatna síns meins. Eftir það sofnaði hann mjög brátt og vaknaði síðan um morguninn snemma alheill með (Framhald á 33. síðu).

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.