Íslendingur


Íslendingur - 24.12.1947, Blaðsíða 9

Íslendingur - 24.12.1947, Blaðsíða 9
1947 JÓLABLAÐ ÍSLENDINGS 7 þann veg er þessu farið; en ég segi nú samt, að ef ekki fylgir þeim verndarengill — •— — —. Þau eru svo óttaslegin, að þau kenna enn hvorki sársauka né þreytu; en þorst- ann sé ég speglast í augum þeirra. Eg lield ég ætti að vera farinn að kannast við þorstamerkin á ásjón- um ferðamannanna.“ Og þegar pálmanum flaug þorst- inn í liug, fóru krampadrætlir um stofn hans, og blöðin engdust sam- í,n eins og þeim væri haldið yfir eldi. „Væri ég maður,“ mælti hann, „mundi ég aldrei hætta mér út í eyðimörkina, enda er það fífl- dirfska öðrum en þeim, er rætur eiga niðri í hinum ótæmandi vatns- lindum. Hér getur jafnvel pálman- um verið hætta búin — já, jafnvel j^álma eins og mér. — Gæti ég gefið þeim ráð, mundi ég ráða þeim til að hverfa héðan hið fyrsta heim aft- ur, því að óvinir þeirra geta aldrei orðið þeim jafnskæðir og eyðimörk- in. Ef til vill halda þau, að gott sé að hafast hér við. En sá veit gjör, sem reynir, og oft hef ég átt fullt í fangi með að halda í mér lífinu. Er mér einkum minnisstætt eitt sinn í æsku, þegar hvirfilvindurinn feykti yfir mig heilu fjalli af sandi. Mér lá við köfnun, •— og gæti ég dáið, þá hefði þetta orðið bana- stund mín.“ Pálminn hélt áfram að hugsa upphátt, eins og gömlum einstæð- ingum er títt: „Eg heyri kynlegan þyt fara um laufkrónu mína,“ mælti hann; „hvert einasta blað titrar. Eg veit ekki, hvað veldur þeim kynjum, er um mig fara við að sjá þessa vesa- lings flóttamenn. En konan hrygga ei svo undurfögur. Hún minnir mig á hina dásamlegustu minningu lið- ins tíma.“ Og meðan þyturinn hrein í blöð- unum, rifjaði pálminn upp fyrir sér viðburð löngu liðinna alda. Tvö stórmenni fóru þar um eyðimörk- ina. Það var drottningin frá Saba og Salómon konungur binn vitri. Hann var að fylgja henni heim á leið, og þar ætluðu þau að skilja. „Til minja um þessa stund,“ mælti drottningin, „sái ég döðlu- kjaxna hér í jörðina; og ég mæli svo um, að upp af honum spretti pálmi, sem vaxi og þróist, unz Gyð- ingar eignast þann konung, er meiri sé en Salómon.“ Og sem hún hafði þetta mælt, sáði hún kjarnanum og vökvaði hann tárum sínum. „En'hvernig víkur því við, að mér kemur þetta í hug einmitt í dag?“ spurði pálminn sjálfan sig. „Getur það hugsazt, að þessi flótta- kona sé svo fríð, að hún minni mig á hana, sem fríðust var allra drottn- inga, — þá konu, sem með ummæl- um sínum réð tilveru minni, lífi og þroska til þessa dags? — Þyturinn fer vaxandi í blöðum mínum og hann er angurblíður eins og útfar- arlag, — engu líkara en hann sé að spá feigð einhvers. En golt er lil þess að vita, að ekki getur slík spá átt við mig, sem er ódauðleg- ur.“ Þyturinn Idaut að spá flóttamönn- unum feigð, hugsaði pálminn; enda liugðu þau sjálf, maðurinn og kon- an, að síðasta stund þeirra væri að nálgast. Það var auðséð á yfir- bragði þeirra, þegar þau fóru fram hjá úlfaldabeinagrindum, sem lágu ]>ar við veginn, ög á augnaráðinu, sem þau gutu til tveggja hræfugla á flugi þar fram bjá. Við öðru var ckki að búast — þau hlutu að far- ast. Þá tóku þau eftir pálmanum og grastónni í kringum hann og flýttu sér þangað í von um að finna þar vatn. En þegar þau loksins komu þangað, lmigu þau niður af þreytu og örvænlingu, því að lindin var þornuð. Konan lagði barnið frá sér og settíst grátandi við lindar- holuna; en maðurinn fleygði sér niður við Idið hennar og lamdi með krepptum hnefum skrælnaða jörð- ina. Og pálminn Jieyrði þau íala um það sín í milli, að þarna hlytu þau að bera beinin. Hann skildi einnig af samtali þeirra, að Heródes kon- ungur hefði látið myrða öll börn tveggja og þriggja ára, af ótta við það, að binn mikli væntanlegi kon- ungur Gyðinga væri fæddur. „Þyturinn fer vaxandi,“ mælti ])á]minn. „Þeir eiga víst ekki langt eftir, vesalings flóttamennirnir.“ Hann heyrði það líka á þeim, að þeim stóð ógn af eyðimörkinni. Maðurinn sagði, að betra hefði þeim verið að vera kyrr og veita hermönnunum viðnám en að flýja hingað, — það liefði orðið þeim léttbærari dauði. „Guð hjálpar okkur,“ svaraði konan. „Hvernig má það verða?“ mælti maðurinn, „þar sem við erum hér varnarlaus innan um óargadýr og höpc rrma.“ — Og hann reif klæði sí i örvænlingu og grúfði andlitið niður í jörðii’::. Hann var með öllu vonlaus eins og rá, : em hlotið hefur banasár. En konan sat upprétt, spennti greipar um kné sér og horfði út yfir eyðimörkina. Svipur hennar lýsti takmarkalausri sorg. Pálminn tók eftir því, að enn óx þyturinn i laufi hans. Konan hafði auðsjáanlega einnig orðið hans vör, því að hún leit upp í laufkrónuna og hóf ósjálfrátt upp hendurnar um leið. „Döðlur, döðlur!“ hrópaði hún. Svo innileg bæn fólst í röddinni, að pálminn óskaði að hann væri clcki hærri en svo, að jafnauðvelt væri að ná í döðlur hans og að tína

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.