Íslendingur


Íslendingur - 24.12.1947, Blaðsíða 11

Íslendingur - 24.12.1947, Blaðsíða 11
1947 JÓLABLAÐ ÍSLENDINGS 9 íauð berin af þyrnirunnanum. Hann vissi sem sé að krónan var alsett döðluklösum, — en hvernig áttu flóttamennirnir að ná til þeirra,. slíka ógnarhæð! Maðurinn hafði þegar veitt því eftirtekt, að döðlurnar héngu svo liátt, að engin leið væri að ná þeim. Honum varð því ekki svo mikið sem að líta við, en hafði hins vegar orð á því við konuna, að lítið gagnaði að óska þess, sem ófáanlegt væri. En barnið, sem var að hlaupa þar í kring og leika sér að stráum, heyrði andvörp móður sinnar. Og drengurinn litli gat ekki unað því, að mamma hans fengi ekki það, sem hún hað um. Þégar hann heyrði döðlur nefndar, leit hann upp í tréð, og hann braut heilann um það, hvernig hann ætti jiú að fara að því að ná í döðlurnar; það lá við, að hrukkur kæmu á ennið undir ljós- um lokkunum. Loksins brá fyrir brosi á andliti sveinsins. Hann hljóp að pálmanum, klappaði honum með lítilli hendinni og sagði með blíðri barnSrödd: „Beygðu þig, pálmi! Beygðu þig, pálmi!“ — En hvað er nú á seyði — hvað er um að vera? Það þaut í pálmablöðunum eins og um þau færi fellibylur, og IjoI- urinn kipptist við hvað eftir annað. Pálminn fann, að hér var við ofur- efli að etja. Hann varð að hlýða litla drengnum. Og hann lél háan bolinn lúta barninu eins og menn lúta höfðingj- um. Hann laut svo lágt, að krónan mikla með blaktandi blöðunum nam við sand eyðimerkurinnar, og bol- urinn varð í laginu eins og afar mikill bogi. Drengnum virtist alls ekkert bregða við þetta, heldur hljóp hann að laufkrónunni með fagnaðarópi og tíndi hvern döðluklasann á fæt- ur öðrum af gamla pálmanum. Þeg- ar hann þóttist hafa fengið nóg og pálminn lá enn hreyfingarlaus, gekk hann til lians aftur og mælli íneð blíðustu rödd innileikans: „Rístu upp, pálmi! Rístu upp!“ Hið mikla tré rétti úr sér hægt cg með lotningn, og í blöðnnum heyrðist þytur — eins og hörpu- hljómur. „Nú veit ég, yfir hverjum þið syngið útfararlagið,“ mælti gamli pálminn, þegar hann hafði aftur rétt úr sér; „það er ekki yfir nein- um þessara flóttamanna.“ En maðurinn og konan krupu á kné og lofnðu guð. ■— „Þú hefur séð örvæntingu okkar og frelsað okkur. Þú ert hinn voldugi, sem beygir stofn pálmanna eins og reyrstrá. Llver er sá óvinur, sein við þurfum að óttast, þegar þú vernd- ar okkur?“ Næsta -sinn, þegar lest kaup manna fór um eyðimörkina, sáu þeir að laufkróna pálmans mikla var visnuð. „Hvernig víkur þessu við?“ sagði einn þeirra. „Þessi pálmi átti ckki að visna fyrr en hann liti þann konnng, er meiri væri en Salómon.“ „Má vera, að hann hafi séð hann,“ svaraði annar. Nckkrir merkidagar í desemder. 1 almanaki Þjóðvinafélagsins 1881— 1886 er fróðleg grein eftir Guðmund Þorláksson, er hann nefnir „Almanak, árstíðir og merkisdagar44. Skýrir liann þar merkingu allra mánaða ársins og ýnrtssa kirkjulegra helgidaga. Hér á eftir er aðeins skýrt frá fáum merki- d()gum í desember. DESEMBER. Þenna mánuð kall- ar Guðbrandur biskup skammdegis- mánuð í almanaki sínu, en það nafn er eflaust búið til af honum sjálfum og hefir aldrei tíðkazt á Is- landi. Karlamagnús nefnir desem- ber mánuðinn belga, sökum fæð- ingar Krists. Hjá Rómverjum var þetta tíundi mánuðurinn eins og nafnið bendir til (decem þýðir tíu), og helguðu þeir hann sáðguðinum Satúrni og eldgyðjunni Vestu .... 4. des. er Barbörumessa, en hún var dóttir höfðiirgja eins í Niko- mediu, sem var svo gagntekinn af fegurð hennar, að hann tímdi ekki að gefa hana nokkrum manni og læsti liana inni í sterkum turni til þess að lnin skyldi ekki glepjast af karlmönnum. Origenes kirkjufaðir komst þó inn til hennar og kenndi henni rétta trú, en faðir hennar reiddist svo mjög, að hann seldi hana í hendur heiðingjum, sem kvöldu liana á marga vegu og tóku síðan af henni höfuðið. Það var árið 240. og þá var hún tvítug að aldri. 8. des. er Maríumessa hm fjórða, sem stofnuð var í minningu um fæðingu Maríu meyjar. Svo sögðu munkar á miðöldum, að eins og (Framhald á 13. síðu).

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.