Íslendingur


Íslendingur - 24.12.1947, Blaðsíða 15

Íslendingur - 24.12.1947, Blaðsíða 15
1947 JÓLABLAÐ ÍSLENDINGS 13 fer-húsvitjun var lokið, var fengn- um skipt jafnt á milli allra í hópn- vm. Víða var jjó æskan miklu kurt- eisari. Þá gengu drengir og stúlk- ur liæversklega saman í hóp, stað- næmdust við hús manna og sungu nýárserindi, sem var orðað líkt og óskin, sem sagt var frá hér á und- an. í Brúnsvík var, eins og víðar í Þýzkalandi, blý-spáin mjög tíðkuð um jólaleytið. Hún var í því fólg- in að bræddu blýi var hellt á vatn og tekið mark á myndum þeim, er blýið tók á sig, þegar það storkn- aði. — Sömuleiðis var algengt að ungar stúlkur flysjuðu eplishýði í samhangandi lengju og vörpuðu henni aftur fyrir öxl sér; bugður og lykkjur lengjunnar áttu þá að segja til um upphafsstaf í nafni r mannsefnis þeirra. — I einni sveit höfðu stúlkurnar á nýársnótt þann sið að snyrta hár sitt í dimmunni, en í bítið morguninn eftir litu þær ofan í vatnsfötu og skoðuðu spegil- mynd sína. Ef þeim sýndist þær vera með húfu eða sveig um höfuð- ið, áttu þær að giftast innan árs. Sömuleiðis drápu þær á dyr hænsnastíurnar snemma morguns á nýársdag; ef þær heyrðu fyrst hanann klaka, áttu þær að trúlof- ast á árinu, en ef hænurnar urðu fyrri til að láta heyra í sér, var svarið neikvætt. Onnur spá, sem mjög var tíðkuð á gamalárskvöld af vinnufólki í sveitunum, var skóspáin. Hún var í því fólgin, að spyrjandinn settist á gólfið, sneri baki að hurðu og varp- aði skónum sínum aftur fyrir höf- uð sér. Ef skórinn kom þannig nið- ur, að táin sneri til dyra, átti spyrj- andinn að hafa vistaskipti á árinu, en ef svo var ekki, átti hann að vera kyrr. Bændur voru vanir að vefja ald- intré sín hálmi á nýársnótt. Til- gangurinn var talinn sá, að með hálminum yrðu trén bezt varin á- gangi illvætta og mundu þá bera góðan ávöxt á komanda ári. Sá siður hélzt lengi í sveitunum, að á nýársdag gekk skólakennarinn og nemendur hans bæ frá bæ, sungu sálma og þágu beina. Fjármenn, fjósamenn og smalar slógust með í íörina. Fjársmalar voru fremstir og blésu í lúkur sér, j.iví að ekkert liöfðu jjeir hljóðfærið; næstir þeim gengu kúasmalarnir og blésu í stór, gljáandi liorn; svínasmalarnir höfðu langar liljóðpípur, — en aftastir gengu hesta- og gæsasmal- arnir og smelltu með svipum sín- um. — En á síðari árum heyrist jjar enginn horna- eða pípublástur á nýársdag. NOKKRIR MERKÍDAGAR í DESEMBER (Framhald af 9. síðu). Jesús væri getinn án syndar, svo yrði María líka að vera það, og þetta var samþykkt á kirkjufundi í Basel árið 1439. Skoðun þessi hefir þó aldrei náð verulegri fót- festu í kaþólskum löndum, nema ef vera skyldi síðan 1854, því að þá gerði Píus páfi níundi hana að óbrigðulli kenningu. 21. des. er Tómásarmessa, sem var helguð Tómási postula. Hann var borinn og barnfæddur í Galí- leu .... Um Tómás postula er saga til á íslenzku í Postulasögum og brot af annarri. 23. des. er Þorláksmessa hin síð- ari. Hún var í lög leidd á íslandi af Páli biskupi Jónssyni árið 1199, í minningu þess, að þann dag and- aðist Þorlákur biskup hinn helgi Þórhallsson 1193. Tvö dægur skyldi fasta fyrir Þorláksmessu, og mikið héldu íslendingar upp á þá hátíð fyrrum. Svo er sagt í Þorlákssögu, að gefizt hafi fé frá Englandi til áheita við hinn helga Þorlák bisk- up, og það með, að Auðun nokkur bafi látið gera líkne^ski af Þorláki í borginni Lynn (eða Kynn) í Eng- landi. Þorlákur biskup var tekinn upp í alnranak Dana 1705 að und- irlagi Árna Magnússonar. Honum voru helgaðar um 28 kirkjur á ís- landi. 26. des. var lielgaður Stefájii frumvott, sem grýttur var til dauða af Gyðingum árið 36 e. Kr. og fyrstur allra leið píslarvættisdauða. Kaþólskir prestar byrjuðu vana- lega messuna á annan í jóólum þannig: „í gær fæddist Kristur á jörðu til þess að Stefán gæti fæðst á hinmum í dag.“ — Unr Stefán er til sögukorn á íslenzku í heilagra manna sögum, og 4 kirkjur voru helgaðar honum, jjar á meðal Reyni staðarkirkja. 27. er helgaður Jóni (Jóhann- esi) guðspjallamamii og postula. Hann andaðist í Efesos, eitthvað tíræður að aldri, og var sá eini postulanna, sem ellidauður varð .... Um 19 kirkjur á íslandi voru helgaðar Jóni postula. 28. des. er nefndur barnadagur eftir börnunum í Betlehem, sem Herdóes lét drepa. Þau kölluðu ka- jjólskir menn „blóm allra píslar- votta“. Seinna varð dagur jjessi að nokkurs konar ærslahátíð ungra manna, sem fóru í prestabúning og létu alls konar skrípalátum, bæði í kirkjum og annars staðar þenna dag. Þó var þetta nánast skoðað sem barnaleikur, og dagurinn því kall- aður manna á meðal „fíflahátíð“. 31. des er helgaður Silvester páfa. Hanu skýrði Konstantín mikla, sem íyrstur varð kristinn allra keisara, og andaðist á páfa- stóli 334 eða 335.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.