Íslendingur


Íslendingur - 24.12.1947, Blaðsíða 16

Íslendingur - 24.12.1947, Blaðsíða 16
14 JOLABLAÐ ÍSLENDINGS 1947 I : " ~1 Jólabœkurnar eru komnar: Ævintýrabrúðurin „Bezta bók ársins“, skrifaði liið heimsfræga tímarit Reuders Digest, [tegar þessi glæsilega og einstaka bók kom út í fyrsta sinn. Höfundur hennar, Osa Johnson, var gift könnuðinum og kvikmyndatökiimanninum heimsfræga, Martin John- \ son og fylgdi manni sínurn á hinum fjölmörgu og hættu- legu ferðum hans sem eiginkona og félagi og sýndi engu minni kjark og dirfsku en þessi annálaði ftillhugi. Þessi fráhæra hók er í senn ljúf og stórfengleg. Lál- , laus og hugljúf lýsing frúarinnar á ungri ást þeirra Mar- tins, tilhugalifi og hveitibrauð'sdögum. Ævintýralegar og spennandi eru lýsingar hennar á ferðum þeirra hjóna um ókunna og afskekkta staði, þar sem engir hvílir menn höfðu áður stigið fæti, og lífsháskinn beið þeirra við hvert fótmál. Ævintýrabrúðurin er engri annarri bók lík. Hún er jajnt að skapi karla og kvenna og er ein þeirra ! bóka, sem menn festa við óroja tryggð. Hún er prýdd fjölda mynda og mjög vel út gefin. ■ Sœúlfurinn — k Úlfur Larsen ' Þetta er stórbrotnasta og hrikalegasta skáldsaga snill- ingsins Jock I.ondon. Hér er meistaralega lýst ævintýrum og svaðilförunt á höfum úti, hugsunarhætti sjómanna, sálarlífi og vinnubrögðum. En yfir það allt gnæfir hin ógleymanlega lýsing höfundar á hálfberserknum, hetjunni og ævintýramanninum Ulfi Larsen, sem gengur undir nafninu Sœúlfurinn og er á takmörkum þess að vera mennskur maður, þegar ofsi hans er í algleymingi. En á persónuleika lians er önnur hlið: Hann er einnig há- mennlaður og fágaður heimsborgari, sem brýtur heilann um ráðgátur lífsins. lnn í þetta er svo ofin hugljúf ástar- saga, sem lesandanum verður lengi minnisstæð. Sagan um Ulf Larsen liefir verið kvikmynduð og hefir eins og sagan, ált gífurlegum vinsæklum að fagna um allan heim. Úlfur Larsen er bók að skapi öllum þeim, sem unna stórbrotnu lífi, œvintýrum, mannraunum og svaðilförum — ekki sízt sjómartna. Bókaútgáfa Pálma H. Jónssonar Rikisútvarpið Takmark Ríkisútvarpsins og ætlunarverk er að nú til allra þegna landsins með hvers konar frœðslu og skemmtun, sem því er unnt að veita. AÐALSKRIFSTOFA ÚTVARPSJNS annast afgreiðslu, fjár- hald, útborganir, samningagerðir o. s. frv. Utvarpsstjóri er venjulega til viðtals kl. 3—5 síðdegis. Sími skrifstof- unnar 4993. Sími útvarpsstjóra 4990. ÍNNHEIMTU AFNOTAGJALDA annast sérstök skrifstofa. Sími 4998. ÚTVARPSRÁÐIÐ (dagskrárstjórnin) hefir yfirumsjón hinnar menningarlegu starfsemi og velur útvarpsefni. Skrifstofan er opin til viðtals og afgreiðslu frá kl. 2—4 síðdegis. Sími 499!. FRÉTTAST01rAN annast um fréttasöfnun innanlands og frá útlöndum. Fréttaritarar eru í liverju héraði og kaupstað landsins. Frásagnir um nýjustu héimsviðburði berast með útvarpinu um alll land tveim lil þrem klukkustundum eftir að þeim er útvarpað frá erlendum útvarpsstöðvum. Sími fréttastofunnar 4994-. Sími fréttastjóra 4845. AUGLÝSINGAR. Útvarpið flytur auglýsingar og tilkynningar til laiidsnianna með skjótum og áhriíamiklum hætti. Þeir, sem reynt hafa, telja útvarpsauglýsingar áhrifamestar allra auglýsinga. Auglýsingasími 1095. ' VERKFRÆÐINGUR ÚTVARPSINS hefir daglega umsjón með útvarpsstöðinni, magnarasal og viðgerðarstofu. Sími verk- fræðings 4992. VIÐVERÐARSTOFAN annast um hvers konar viðgerðir og breytingar viðlækja, veitir leiðbeiningar dg fræðslu um not og viðgerðir útvarpstækja. Sími viðgerðarstofunnar 4995. Viðgerðarstofan hefir útibú á Akureyri, sími 377. ViÐTÆKJAVERZLUN ríkisins hefir með höndum innkaup og dreifingu útvarpsviðtækja og varahluti þeirra. Umboðs- menn Viðtækjaver/.lunar el'u í ölluni kaupstöðum og kauptúnum landsins. Sími Viðtækjaverzlunar 3823. TAKMARKIÐ ER: Útvarp inn á bvert heimili! Allir lands- menn þurfa að eiga kost á því, að hlusta á æðaslög þjóð- lífsins, hjartaslög heimsins. Ríkisútvarpið

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.