Íslendingur


Íslendingur - 24.12.1947, Blaðsíða 19

Íslendingur - 24.12.1947, Blaðsíða 19
1947 JÓLABLAÐ ÍSLENDINGS 17 stæður leyfðu. Veturinn 1828—29 var svo góður, að aldrei „kom öðru hærra til Góu loka“. Lét Bjarni þá gera við og stækka hákarlaskip sitt og gaf því n.ýtt nafn, „Reyni“. Að viðgerðinni lokinni hélt Bjarni því til veiða frá Sauðárkróki. Var Jón sonur hans formaður fyrir því. Hélt hann skipinu fyrst til hákarla- veiði norður í Ketubrúnir með Skaga og svo í Svörtubrúnir í hafi norður af Drangey. Var Jón bæði ötull og fengsæll aflamaður. Þá er Drangeyjarvertíð hófst um vorið, var skipinu haldið til fugl- og fisk- veiða við eyjuna, en að þeirri ver- líð lokinni var farið í hákarlsleg- ur. í öllum þessum ferðum og öðr- um slíkum var oft mikill afli dreg- inn á land og jukust við það efni þeirra feðga. — r Arið 1830 kom upp ágreiningur milli Bjarna Þorleifssonar og Gríms amtmanns Jónssonar, er olli því, að Bjarni fór frá Reynistað vorið 1831. Næstu 2 ár hafði hann bú á ýmsum stöðum, en taldi sér heimili í Utanverðunesi hjá Jóni syni sínum, er þá hafði reist þar ]jú. Vorið 1833 flutti hann að Reykjum á Reykjaströnd er þá var talin með beztu jörðum til sjósókn- ar vestan megin Skagafjarðar. Á Reykjum bjó Bjarni í 6 ár, flutti þaðan vorið 1839 að Geirmundar- siöðum í Sæinundarhlíð,- en Pétur sonur Bjarna bjó áfram á Reykj- um. Eftir að Bjarni fluttist að Geir- mundarstöðum veiktist hann og lá löngum sjúkur í rekkju sinni. Hann andaðist á Geirmundarstöðum 30. apríl 1840 og þótti öllum hann hafa verið hinn merkilegasti maður. Skömmu áður en Bjarni andað- ist, seldi hann Hraun í Fljótum syni Einars umboðsmanns á Hraunum fyrir 1500 ríkisbankadali. Sigríður, ekkja Bjarna, bjó á- fram rausnarbúi á Geirmundar- stöðum til vorsins 1849. Börn henn- ar og Bjarna voru: 1. Þorleifur (f. 3. júlí 1800) hann kvongaðist Guðbjörgu Þor- bergsdóttur (f. 1795), alsystur Páls læknis Melantrix. Þau bjuggu lengi stórbúi í Vík út frá Reynistað, og áttu þá jörð. 2. Guðrún (f. 1802), hún gift- ist Birni Hafliðasyni frá Hofdölum. Þau bjuggu góðu búi í Glæsibæ í Víkurtoríu og áttu jörðina. 3. Jón (f. 4. janúar 1807), sem hér vei'ður gerr frá sagt. 4. Pétur (f. 28. ágúst 1808). Hann átti Guðrúnu Pétursdóttur Arngrímssonar á Geirmundarstöð- um, alsystur Jóhanns hreppstjóra á Brúnastöðum. Pétur bjó fyrst á Reykjum á Reykjaströnd, en síðar keypti hann Reyki í Tungusveft og flutti þangað vorið 1852. Hann var góður bóndi, aflamaður og ágætis formaður. Oll voru börn þessi mannvænleg og mikilhæf, en Jón talinn þeirra fremstur um áhuga og atgjörfi. Er margt af góðu fólki og merku frá þessum systkinum komið, þótt það verði ekki hér rakið. FRÁ JÓNI BJARNASYNI. Eins og fyrr er getið, fluttist Jón Bjarnason með föður sínum að Reynistað og varð brátt formaður fyrir bákarlaskipi hans. Þann 27. maí 1829 gekk Jón að eiga Önnu dóttur séra Magnúsar Magnússon- ar prests í Glaumbæ og síðari konu hans, Sigríðar, dóttur Halldórs Vídalín á Reynistað og Ragnheiðar Einarsdóttur. Var Sigríður alsystir Reynistaðarbræðra, sem úti urðu á Kili 1780. Sama vor reistu þau Jón og Anna bú að Utanverðunesi í Hegranesi, og var bústofninn þá 8 hundr. lausa- fjár. Jörð þessi liggur nyrzt á Ilegranesi og er þar gott til veiði- fanga, sem Jón hafði yndi af. Var þaðan útræði í svonefndri Nausta- vík. Voru þar lengi 7 sjóbúðir, er skipshafnir héldu til í yfir vertíðir, vor og haust. Stundaði Jón bóndi sjósóknina af kappi og dugnaði, silungsveiði í Vesturós Héraðs- vatna og selveiði í nætur. Fengust þá stundum allt að 100 selir á ári. IJagur Jóns blómgaðist ár frá ári. Var kallað, að hann rynni upp sem fífill í túni. Eftir átta ára búskap í Utanverðunesi var lausafjártíund Jóns 26V2 hundrað, og hann þá orð- inn annar tíundarhæsti bóndi sveit- arinnar. Jafnframt hafði Jón aflað sér trausts og vinsælda almennings. Hann var skipaður hreppstjóri Ríp- urluepps 1836 og gegndi auk þess fleiri opinberum störfum, þótti hann til þessa mjög sjálfkjörinn, en lireppstjórn hafði áður Sigurður óðalsbóndi í Ási Pétursson, og höfðu Ásverjar löngum haft þai alla sveitarstjórn. Vorið 1837 flutti Jón frá Utan- verðunesi að Eyhildarholti í sömu sveit. Var jörð þessi eign Ara fjórð- ungslæknis Arasonar á Flugumýri í Blönduhlíð, og byggði hann Jóni jörðina. í Eyhildarholti færði Jón enn úl kvíarnar. Jók hann búið ár frá ári 1841 tíundar hann 35 hundr. lausa’ fjár og er þá orðinn hæsti gjald andi sveitarinnar. Þetta ár var út heyskapur Jóns talinn. 800 hestar og þótti geysi mikið í þá daga. Ár- ið 1848 var búfjáreign Jóns orðin 45 hundr. og búið í Eyhildarholti þá orðið næst stærsta búið í Skaga- fjarðarsýslu. Jafnhliða bætti liann jörðina mikið, þótt hann væri leigu- liði. Þegar búið stækkaði, mun Jóni hafa leikið hugur á að fá sér rýmra jarðnæði til eignar og ábúðar, en slíkar jarðir lágu þá ekki lausar. Vorið 1837 fluttu á Reynistað, sem þá var konungseign, Einar

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.