Íslendingur


Íslendingur - 24.12.1947, Blaðsíða 21

Íslendingur - 24.12.1947, Blaðsíða 21
1947 JÓLABLAÐ ÍSLENDINGS 19 stúdent sonur Stefáns prests é. Sauðanesi Einarssonar og konr hans Onnu Halldórsdóttur Vídalír. frá Reynistað, en kona Einars stúd. var Ragnheiður, dóttir Benediktu siúdents á Víðimýri Halldórssonar Vídalín. Voru þau systkinabörn. Nokkrum árum síðar en þettr. gjörðist, tók Einar stúd. við umboð Reynistaðarklaustursjarða. Vai það ætlan manna, að Einar hefð komið því til leiðar, að konungui bauð að Reynistaður með hjáleig ■ um skyldi boðinn upp. Áskildi Ein ar bóndi sér að ganga í hæsta boð- ið. Á söluþinginu bauð Guðmund- ur Einarsson á Hraunum 2000 rbd. Jón Bjarnason í Eyhildarholti bauð þá 2500 dali. Var þá lengi þagað, þar til Einar bóndi sagðist það gefa rnundi. Bauð þá Jón Bjarnason 4000 dali, þótti þá hátt boðið. Stóð Jón upp að því kveðnu og gekk út með sama. En Einar sagðist enn kaupa mundi Reynistað, og var honum slegin jörðin. Nokkru síðar keypti Jón Reyki í Tungusveit, en þótti hún sér óhentug, og flutti þangað ekki, seldi hana síðar Pétri bróður sínum. Þann 6. des. 1840 andaðist Ari læknir á Flugumýri. Tók þá Ari sonur hans við eignarumráðum yf- ir Eyhildarholti. Ekki leið á löngu, þar til Ari fór að ýfast við Jóni og vildi koma honum frá Eyhildar- holti. Eignuðu menn það almennt öfundarmönnum Jóns, er sáu of- sjónum yfir uppgangi hans, og töldu Ara trú um, að honum væri betra að búa í Eyhildarholti en Flugu- mýri. Fór svo, að Ari byggði Jóni út af Eyhildarholti haustið 1841, en Jón sat sem fastast. Varð af þessu langt og þvælið málastapp er stóð í mörg ár og vann Ari ekki á. Loks kom Benidikt prófastur Vig- fússon á Hólum á sættum á sumar- da ginn fyrsta 1845, en hann var móðurbróðir Ara. Skyldi Jón víkja af Eyhildarholti vorið 1849, ef Ari óskaði þess þá, og hét Jón því. Þó að Jón flytti frarrt að Ey- hildarholti, lét hann stunda sjó sem •aður, svo sem ástæður framast leyfðu, frá Naustavík, Sauðár- króki, og Reyjum á Reykjaströnd, og átti sem vitað er nú með vissu sjóbúð á Sauðárkróki og fiskhjall á Reykjum. Eftir 1840 sigldi á Skagafjörð lausakaupmaður sá er Römmer hét, þótti hann góður viðskiptis, og urðu þeir Jón Bjarnason brátt góðir vin- ir. — Ritgjörðir Baldvins Einarssonar, Fjölnismanna og Jóns Sigurðssonar höfðu þá vakið frelsishreifingu, og áhuga fyrir verklegum framförum um land allt. Gætti þessarar vakn- ingar mjög í Skagafirði um þessar mundir, og eins og vænta mátti var Jón Bjarnason framarlega í flokki, þeirra manna, er töldu, að nú væri tími til kominn að íslenzka þjóðin hristi af sér svefnmók liðinna alda og að nú yrði að hefjast handa. Hjá Jóni var jafnan skammt milli orða og athafna. Hann sneri sér að því, er honum var mest í blóð Itorið, útgerðinni. Þar vildi hann reyna nýjar leiðir. Samdi hann við Römmer kaup- mann að hann keypti fyrir hann skútu í Danmörku. Var kaupverðið 1500 ríkisbankadalir. Fékk Jón nokkra góðvini sína sér til aðstoð- ar í þessu, sjálfur lagði hann fram meiri hluta andvirðisins, en Pétur bróðir hans, bóndi á Reykjum, átti J/3 skipsins. JaJnframt þessu sendi Jón Bjarnason Jón son sinn utan með Römmer kaupmanni til náms í sjómannafræði. Kom Römmer hon- um á skóla í Rönne á Börgundar- hólmi. Sumarið eftir, 1845, kom hann með skútunni, en fyrir henni var danskur stýrimaður, Jens að nafni. Var hún sett upp á Siglufirði um haustið, en stýrimaður dvaldi með Jóni um veturinn, sem greiddi honum kaup. Vorið 1846 var skipið búið til hákarlaveiða. Var Jens hinn danski fyrir því, en ekki var það fengsælt. Jón yngri í Eyhildarholti hafði íarið aftur utan haustið áður og lokið minna og meira prófi í far- manna og siglingafræði um vetur- inn með góðum vitnisburði. Kom hann út á Akureyri um sumarið. Frétti hann þar, að skip föður síns væri statt á Siglufirði og fór fyrst þangað. Var hann á skipinu um sumarið. Afli var tregur þetta sum- ar og fiskaðist lítið. Um haustið var skipinu siglt upp í Gönguskarðsárós og sett þar upp og búið um það. Jens hinn danski fór utan þetta haust, en Jón var með föður sínum í Eyhildarholti um veturinn. Hafði Jón bóndi mikirin kostnað af út- gerð þessari. Síðari hluta vetrar 1847 vaf skipið búið til bákarlaveiða, hafði sjórinn hlaðið um veturinn allháan malarkamb fyrir framan skipið svo það tók langan tíma að koma því á flot. Varð skipið fyrir þá sök síð- búnara til veiðanna. 1 lok marzmánaðar kom Jens stýrimaður með skútu frá Dan- mörku til Hólaneskaupstaðar á Skagaströnd og var bróðir hans með honum. Héldu þeir þegar til Eyhildarholts. Var skipið nú búið eftir föngum og ekkert til sparað. Skipverjar voru 7: Jón frá Eyhildarholti, Jens stýrimaður og bróðir hans, Jón son- ur Jóns Rögnvaldsgonar, hreppstj. á Kimbastöðum —— vistaðist hann að Eyhildarholti með því skilyrði, að liann fengi að vera á skipinu — Jóhann Schram, bóndi á Höfða á Höfðaströnd — orðlagður bjarg-

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.