Íslendingur


Íslendingur - 24.12.1947, Blaðsíða 23

Íslendingur - 24.12.1947, Blaðsíða 23
1947 JÓLABLAÐ ÍSLENDINGS 21 Hólar í Hjaltadal Hólar í Hjaltadal eru sögujrœgastir allra staSa norðanlands, enda voru þeir um langt skeið andlegt höfuðsetur á Norðurlandi. A d'águm hinna káþólsku biskupa var staðurinn einnig raun- verulega aðsetur hins œðsta valds í Norðlendingafjórðungi. — Saurbæjarkirkja Saurbæjarkirkja í Eyjafirði er staður, sem margir skoða, enda fullkomlega þess virði. Kirkjan er torfkirkja, og er aðeins ein önnur torfkirkja til á Islandi, Víðimýrarkirkja í Skagafirði. maður og sjósóknari, — Skúli Skúlason frá Ogmundarstöðum og Gísli, sonur Hallgríms Jónssonar, sem kallaður var læknir. Var þetta valið lið, allt ungir menn og ó- giftir nema Jóliann. Skipið lagði rit frá Sauðárkrók upp úr páskum, er þá voru 4. apríl, og hélt vestur á Húnaflóa. Var þá gott veður og þíðviðri, en 16. apríl brá til norðanáttar með miklum stormi, snjókomu og frosti. Héldu þeir þá skipinu til hafnar á Skaga- strönd og lágu þar til veður lægði og höfðu lítið aflað. Þann 19. apríl lögðu þeir út aftur í nýja veiðiför. Þann 27. apríl brast á norðaustan stórhríð með fannkomu, er stóð í tvo daga. Haft var eftir skipsmönn- um á skipi, er var á siglingu á Húnaflóa eftir að veðrið brast á og náði nauðulega Skagastrandar- höfn, að þeir hefðu séð Eyhildar- holtsdugguna viku sjávar undan Strandahorni, með brotið bugspjót og rifin segl, og að suma mennina tók út. Það sáu þeir síðast, að 2 menn stóðu við að höggva siglu- tréð, síðan hefir ekkert til skipsins í purzt. Týndist skipið þar með öllu cg rak ekkert úr því til lands. I þessu sama veðri fórst annað þilskip á Húnaflóa, eign Ásgeirs Einarssonar alþm. í Kollafjarðar- nesi. Þannig lauk þessari fyrstu til- raun Skagfirðinga til þilskipa út- gerðar. Sagt var, að Jón Bjarnason hefði grunað sama dag og þetta skeði, hvernig komið var. Lét hann lítið á því bera og bar harm sinn í hljóði. Nokkru síðar höfðu all margir Skagfirðingar samtök um að bæta að nokkru tjón þeirra bræðra, og þá sérstaklega Jóns. Fór þetta með mikilli leynd. Ekki vildi Pétur á Reykjum taka móti neinu af því fé. Slys þetta, samfara því að hann varð að fara frá Eyhildarholti sam- kvæmt áður gerðum samningi, varð þess valdandi, að hann flutti alfar- inn úr Skagafirði vorið 1849. Þótti mörgum Skagfirðingi skarð fyrir skildi, er hann var farinn. — Frá Eyhildarholti flutti Jón vestur að Reykhólum og bjó þar til 1854. í Ólafsdal frá 1854—71, Óspakseyri í Bitru 1871—78. Hann var um hríð varaþingmaður Dalamanna og sat á Alþingi 1865 og 1867. Hann andaðist í Skrið- nesenni 1. marz 1892. í sögu Skagafjai’ðar mun Jóns Bjarnasonar í Eyhildarholti ávallt verða getið sem eins mesta og merk- asta athafnamanns héraðsins á fyrri hluta 19. aldar. Heimildir: Fljótverja þáttur G. Konráðsson- ar, Dánarbúskiptabækur, Sagnaþættir G. Kon- ráðssonar, Skagfirðinga saga J. Espólins og G. Konráðssonar, Skagstrendinga saga G. Kon- ráðssonar, Hreppsbók Rípurhr. 1790—1854, llreppsbók Staðarhr. 1802—36, Þinggjaldabók Skagafjarðarsýslu 1848 o. fl. * Skóarasendill gat aldrei gert húsbónda sín- ura til hæfis og fékk jafnan löðrung fyrir hvað eina, sem hann gerði. Einn dag kom ltann æðandi ipn á verkstæðið og grætur. Skósmíðasveinninn: — Ilvað gengur að þér, drengur? Drengurinn: — Kona lmsbóndans er ný- búin að eignast tvíbura. Sveinninn: — Hvað kemur þér það við? Drengurinn: — Jú, mér verður auðvitað kennt um það, og ég verð barinn fyrir það eins og allt annað.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.