Íslendingur


Íslendingur - 24.12.1947, Blaðsíða 25

Íslendingur - 24.12.1947, Blaðsíða 25
1947 JÓLABLAÐ ÍSLENDINGS 23 Sæluríki Todanna Það er afsakanlegt, þótt vér á þessum tímum, þegar allir þurfa a.ð vinna meir en nokkru sinni áður og þegar alls konar hömlur, skömmtun og skortur gerir hið svo- kallaða siðmenningarfrelsi að hreinni skrípamynd, lítum öfund- arauga til þjóðar, sem ekki þarf að fást við nein þessai'a vandamála — þjóðar, sem myndi verða gagn- tekin af skelfingu við tilhugsunina um erfiðisvinnu og sem hefir lifað í sælúríki, eins og hún hugsar sér það, óáreitt og alhamingjusöm öld- um saman. Þessi þjóðflokkur eru Todarnir, hirðingja- og akuryrkju-þjóðflokk- ur, sem hefir lifað í fullkomnu á- hyggjuleysi í hinu fagra umhverfi Nilgris-hæðanna í Suður-Indlandi. Sumir kalla þá „lötustu þjóð heims- ins“, en í rauninni eru þeir hinir vitrustu, því að þeir hafa lært, hvernig á að vera önnum kafinn við að gera ekki neitt, hvernig á að lifa og hvernig á að öðlast fullkom- ið þjóðfélagslegt og andlegt frelsi. Þeir gera enga tilraun til að yrkja jörðina, en eru þó 'nefndir „herrar moldarinnar“, ekki aðeins vegna hinna sjálfstæðu lifnaðar- hátta sinna og sjálfsöryggis heldur vegna hins, að þeir leggja skatta á Bodighar-þjóðflokkinn, sem dýrk- ar þá með hjátrúarfullri tilbeiðslu. Að öðru leyti treysta þeir alger- lega á vísundahjarðir sínar sér til viðurværis. Þeir eru mjög aðlað- andi, hæði í framkomu og útliti. Þeir eru vingjarnlegir, kátir og Todaru'r rru mjög sérkennilegur þjóð- flokkur í einu af suðurhéruðum Indlands og aðeins um sex hundruð að tölu. Mörg- um Vesturlandabúum mun þykja hjú-- skaparsiðir þeirra bera vott um litinn ntenningarþroska, en þrátt fyrir það lif- ir þessi þjóðflokkur hamingjuríku lífi. Þeir gera iitlar kröfur til lífsins, enda eru þeir mjög latir til allrar vinnu. en una sér bezi við söng og skáldskap. Hjá Todunum eru hveitibrauðsdagarnir í undan gijtingunni. Hér sjást stúlkur leika í hljóðjœri sín við gijtingarathöfn. óttalausir, háir og vel og liðlega vaxnir. Þeir klæðast einstöku, gróf- gerðu klæði, sem að utan er hvít* með nokkrum lituðum bekkjum í sitt hvorum enda. Karlmennirnir klæðast þessu eins og nokkurs kon- at skikkju, en fæturnir verða nakt- ii. Sveipa þeir þessu um sig á svip- aðan hátt og Háskotáskikkju. Ekki er vitað, hvaðan Todarnir eru upprunnir, en þeir hafa búið svo Jengi nálægt Ootacamund í Nil- gris, að sagnaritarar Iiirða ekki um að grafast lengra aftur í tímann. Skömmu eftir að Vilhjálmur hinn sigursæli gerði innrás í England, brauzt einn hinna miklu indversku hershöfðingja inn í Nilgris, og voru Todarnir þá orðnir rótgrónir þar. Gegnum aldirnar hafa þeir varð- veitt siði sína, frumstæðar trúar- skoðanir og þjóðerni. Þeir eru Iiam- ingjusamir í sínu ágæta andrúms- lofti og hafa skapað söng og skáld- skap. Hvert atvik er þeim tilefni til að setjast niður og syugja um það undirbúningslaust, og skálda þeir samtímis bæði lagið og textann. Jafnvel börnin eru tónskáld. Og þótt þeir syngi af mikilli mælsku um hina dauðu og um guði sína og setji af mikilli vandvirkni saman vögguljóð og ljóð um dagrenning- una og fegurð fjallanna, syngja þeir einnig um sérhvert smávægilegt at- vik og um hina óskáldlegustu .hluti (að því er okkur myndi virðast), svo sem um farartæki, veikindi sín og um hvern heimsækjanda, sem rekst til þeirra. Mikill hluti af söng þeirra er lof- Frásögn af einkenni- legum þjóðflokki í Indlandi. gjörð um ástina og einstaka elsk- endur og ástasamhönd. Stafar það

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.