Íslendingur


Íslendingur - 24.12.1947, Blaðsíða 27

Íslendingur - 24.12.1947, Blaðsíða 27
1947 JÓLABLAÐ ÍSLENDINGS 25 af mjög eðlilegri ástæðu. Hjá Tod- unum ríkir 'meira kynfrelsi en nokkrum öðrum þjóðflokki í heimi, og hjá þeim virðist ekki íinnast nein tilfinning, sem sam- svari hatri eða afbrýði á nokkurn hátt. Þeir hafa hjúskap eins og flestar aðrar þjóðir. Þegar piltur erkominn á fullorðins ár, vefurhann sér konu, en þegar hann kvænist, verður kona hans einnig eiginkona allra hræðra lians, og kqnan hefir fullkomin hjúskaparréttindi * og hiúskaparsamband við þá alla — liversu margir sem þeir eru — þar til þeir ákveða að kvænast sjálfir, velja sér eiginkonu og ganga sína eigin götu. En ef .maður verður ekkjumaður, hefir hann fullan rétt til þess að biðla til annars manns konu, flytja hana heim til sín og hefja síðan samninga við eigin- mann liennar og föður og bjóðast til að kaupa hana (venjulega fyrir kýr). Hinum fyrri eiginmanni hennar er í sjálfsvald sett að mót- mæla, en það er mjög sjaldgæft, J ví að það er viðurkennd regla, ef eiginkonan leyfir að nema sig á brott, þá fái eiginmaðurinn skaða- bætur fyrir tjón sitt og taki síðan að svipast um, hvort hann geti ekki náð í konu einhvers annars handa sjálfum sér. SKÁLD OG FRJÁLSAR ÁSTIR. Auk þess hefir svo að segja hver niaður, kvæntur eða ókvæntur, hjá- konu, og sérhver kona á sér elsk- huga. Það eru alls ekki neinar hömlur á ástasambandi fólks, því að maður getur numið á brott konu annars manns, kvænzt henni og sam- tímis heimsótt eiginkonu enn annars rnanns sem ástmey sína, jafnvel þótt þessi ástmey hans sé gift- fjórum eða fimm bræðrum. Þetta verður enn flóknara við það, að þessar stundarástir eru sífellt að skapast, og almenningsálitið telur elckert at- liugavert við þessi ástasambönd — nema eiginmaðurinn'komist að því. Brúðgumi og brúður biríast í kojadyr- unujn að morgni brúðkaupsnœturinnar. — Það er ])á á valdi brúðarinnar Jwort hún heldur hjúskapnum áfram eða eklci, og gejur hún það til kynna með kvenlegri höfuðhreyjingu. Annaðhvort kinkar hún kolJi eða hristir höfuðið. En ef svo fer, fær hann skaðabæt- ur. Fái hann góða kú að gjöf, er allt gott og blessað. Þannig lifir þessi þjóð skálda og frjálselskenda, án þess að þekkja nokkuð til afbrýði eða haturs og hefir aldrei látið sig dreyma um það, að ástarævintýri með eigin- konú annars manns verðskuldaði a.ndúð eiginmanns hennar, auk kostnaðarsamra málafeila. Maður kynni að efast um, hvort Todarnir hefðu tíma til nokkurs annars en ástarævintýra. Svo er þó vissúlega, því að allij' helgisiðir þeirra eru hvorki tengdir við ást né skáldskap, lieldur vísunda og kýr. Allt, sem tengt er uppeldi þessara dýra, er hátíðlegt og heilagt. Mjólkurbúið er musteri Todanna, og þeir hafa ekkert annað musteri. Staðrevndin er sú, að kýrin liefir verið hafin á svo liátt stig á þessari litlu suðrænu hásléttu, að hún skyggir alveg á mannfólkið, sem Iiefir orðið dýrk endur hennar og þjónar. Einu bæn - ir þeirra eru: „Megi allt ganga aði cskum“ og „Megi vísundarnir njóta, góðrar heilsu“. LATIR EN HAMINGJUSAMIR. Þeir hafa samt fimm tignarstig presta, og er Palalinn æðstui þeirra, en hann er bæði prestur og; hjarðmaður og hefir feikimikil á- hrif innan þjóðflokksins. Todarnii trúa því, að Guð búi í Palalnum og birti þeim vilja sinn, sem konia tii Hans og leita ráða. Palalinn tekur 'il sín mjólk hinnar heilögu hjarð- ar, sem talin eru helgispjöll að selja, og auk þessara hlunninda íær hann margar friðþægingargjaf- ir frá hinum huglausu Bodighör- um, sem bera fyrir honum ótta- þrungna lotningu, ekki aðeins \egna helgi hans heldur ímyndaðra sambanda lians við hið „vonda“. Þegar einhver deyr hjá Todun- um, fylgja því margar einkennileg- ar athafnir. Þegar hann er talinn vera að dauða kominn, er hann prýddur öllum skartmunum heim- ilis síns og síðasta þjónusta vina lians við hann er að gefa honum mjólk að drekka. Síðan er hanu. sveipaður í nýjan möttul og í vasa hans er vendilega fyrir komið birgðum af korni, sykri og salti til neyzlu á leiðinni til „Amnur“ -— lmdsins hinum megin. Nægilegum: fjölda vísunda er slátrað við hverja úlför „til þess að birgja hinn dána c>ð mjólk í hinu landinu“, og því ei trúað, að andar manna og vísunda fylgist að frá Múkarté-fjallstindin- um til himins. Þegar barn fæðist. er komið með ungan vísundakáll að hvílu þess. Faðirinn tekur tvc bambusmæliker og hellir vatni úi því þriðja í þessi tvö. Heldur hanri þeim síðan fast að liægri lend kálfs- ins. Ef til vill er þessi athöfn fram- kværnd til að tryggja barninu mjólk

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.