Íslendingur


Íslendingur - 24.12.1947, Blaðsíða 33

Íslendingur - 24.12.1947, Blaðsíða 33
1947_______________________________ í leiðinni (Framliald af 3. síðu). Þegar hann leit upp aftur, var María staðin á fætur, studdist við asnann og horfði til himins. Það var engu líkara en að hún hefði gleymt sjálfri sér og þjáningum sínum. Stjörnurnar voru komnar í ljós; Jósef sýndist hún horfa á þær og hann leit í sömu átt. „Það er komin ný stjarna, Jósef. — Sérðu ekki, að það er komin ' Oii ny r En Jósef sá hana ekki; himin- inn var alveg eins og þegar heið- skírt var á kvöldin; engu munaði um eina stjörnu í þeim aragrúa, og ekki var meðalmanns meðfæri að vita skil á tölunni. „Já — en, maður,“ sagði hún með einkennilegum ákafa, „þessi þarna hefur aldrei verið þar áður.“ Og í skyndingu var hún hjálpar- laust komin á bak asnanum, og nú gekk ferðin sæmilega. Hún leit ekki af nýju stjörnunni; hugurinn reik- aði víða, og að stundarkorni liðnu spurði hún: „Hvað heldur þú, að stjörnurnar séu?“ „Það er ekki gott að vita,“ svar- aði Jósef, „enginn nær upp til þeirra, og það, sem menn bei'a ekki skyn á, er réttast að tala ekki um.“ María hefur líklega ekki tekið eftir orðum lians, því að rétt á eftir sagði hún: „Það er samt eitthvað undarlegt um stjörnurnar.“ Jósef truflaði ekki hugai'draunxa hennar, en liætti á að hvetja asnann ofurlítið. María leit af stjörnunni og renndi augum yfir alla himinhvelfinguna. „En hvað þær eru skærar,“ hvísl- aði hún, „— og háar og hreinar; og alltaf veizt þú, hvar þeirra er að leita, alltaf ganga þær þá leið, sem guð hefur hoðið þeim. Já, og svo deyja þær aldrei -— þær hafa skin- JÓLABLAÐ ÍSLENDINGS ið við Móse litla suður í Egipta- landi eins og þær skína við mér nú. Hvað geta stjörnurnar verið, Jós- ef?“ Og allt í eiixu lirópaði hún upp frá sér íxumin af fögnuði: „Nei — líttu á þessa nýju! Hún hefur stækk- að og hún er skæi'ari en nokkur hinna!“ Jósef sá það líka. — Svo koixiu þau inn í hæinn, en úr mjóu götun- um þar gátu þau ekki séð stjörn- una. Þá Lyrjuðu sáru verkiniir aft- ur og kvíðvænlegur flökurleiki — eins og blóðbragð í munninum. — Æ, veslings María, bax'nung mærin, varð enn að þola mai'gt og mikið þessa fögru, ei'fiðu nótt. Þau urðu í ð leita frá einum náttstað til ann- ars — alls staðar fullt fyrir. í þess- um vafningum voru þau komin að ski'áningarskrifstofunni, og róm- verskur liðsmaður rak Jósef upp að grindunum, — „því að því meira sem AÖð komumst yfir í dag, því meiri tómstundir gefast okkxir á •morgun,“ sagði hann. Jósef, sem var alþýðumaðui', þorði ekki að mögla; liann varð að gefa margar og langar úrlausnir, áður en ritað var inn, að þau væru tvö. Og María, sem hafði verið að hælast um, að þegar að því lcæmi, yrðu þau rituð inn þrjú saman! „Vertu svo sæll,“ sagði Rómverjinn-og glotti við, „og íeyndu heldur að j>raða þér héðan, svo að við þui'fum ekki að hafa meira fyrir ykkur og rita meira.“ Svona fór, að þegar keisarinn lét gera manntal um heimsbyggðina, þá var drottinn Jesús ekki talinn með. Vér vitum af heilagri ritningu, að þessar tvær umkonxulitlu mann- eskjur gátu hvergi fengið gistingu í bænum, og voru þó bæði af nafn- kenndri konungsætt. Liggjandi á hálmfleti í gi'ipahúsi vai'ð unga mærin að þola allar þjáningar bamsburðarins. Ómegini nær eftir 31 þjáningarnar laut hún yfir frum- burðinn, og þá kom nokkuð fyrir: í gegnum ljóra í þakinu skaut tindr- andi og svölum geisla niður á sveitt enni bemiar og svíðandi brár, og um lcið leitaði lítill, einbeittur og lífsfíkinn munnur eftir brjósti henn- ar í fyrsta sinn. En sú sæla, sem lukti um hana! Hún þreifaði fiá sér og náði í góðan, tryggan og vinnuhrjúfan hnefa Jósefs. Hann þrýsti fixxgur heixnar og strauk um vott hárið. Tár glitraði í bjarma stjörnunnar, sem var skærust þeii'ra allra. „Nú veit ég, hvað stjörnumar eru, Jósef. Eg held þær séu börn guðs.“ Jónas Rafnar, lœknir, þýddi. Kennarinn: — Hafið þið, drengir mínir, æft ykknr svo í kristilegum dyggðum, að þið get- ið fyrirgefið hver öðrum, ef einhver ykkar er sfeginn? Jóhann litli: — Já, ef sá, sem slær mig, er slerkari en ég. * 1. slúdent: — Af hverju svona lengi að prútta við skraddaratetrið um frakkaverðið? Þú borgar honum hvort sem er aldrei neinn eyri. 2. stúdent: — Já, það segir þú satt, en hann er svo sérstaklega vandaður maður, að ég vildi svíkja hann um sem minnsta upphæð. ii Hún: — Af hverju komið þér aldrei á dans- leiki ? Hann: ■— Af því, að mig langar hvorki til að fá mér kvef né konu. # Hún: — Þegar við erum gift, kæri Oskar, þá verður þú alltaf heima hjá mér, og svo skal ég syngja og leika á hljóðfæri fyrir þig. Viltu ekki lofa mér þessu? Iíann: — Jú, það get ég gert. Eg hefi aldrei verið gefinn fyrir að skemmta mér. * A. var bjargað frá drukknun og ætlaði að gefa björgunarmanni sínum eina krónu í bj örgunarlaun. B: — Eg tek ekki á móti svona miklu. Helmingurinn er fullkomin björgunarlaun fyr- ir slíkan mann sem yður.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.