Íslendingur


Íslendingur - 24.12.1947, Blaðsíða 35

Íslendingur - 24.12.1947, Blaðsíða 35
1947 JOLABLAÐ ISLENDINGS 33 KRAFTAVERKASÖGU R (Framhald af 4. síðu). öllu, og fór Iiann þegar hinn sania dag leiðar sinnar fagnandi og lof andi guð og hinn sæla Þorlák bisk- up.“ „Á þeini hinum sama bæ hafði enn órðið sá atburður, að verk miklum laust í hönd manni, og fylgdi síðan þroti svo mikill, að menn höfðu ekki séð jafnmjög hlása á jafnlangri stundu hönd neins manns eður fót. Var hann hættur (þ. c. dauðveikur) af með öllu. Síðan \ar heitið fyrir honúm á hinn sæla Þorlák ])iskup til heilsubótar, en svo skipaðist við það áheit, að á einni nóttu tók bæði úr hendinni allan verk og þrota, og var hann heill u pp frá þeirri stundu, sem hann hafði áður verið eður betur.“ „Sá atburður varð í Viðeyju, að örn lagðist í eyna um vorið eftir velur þann, er áður er frá sagt í þann mund, er von var, að eggver væri sem mest, ef ekki bæri annað til. En örninn gerði svo mikið hú- rán og fjárskaða, að fuglinn varp nær engi; en sá, er varp, þá bar örninn undan jafnskjótt. En er örninn fló enn of dag í eyna nær nóni dags, þá fór Bjarni prestur búandi til kirkju og hét á liinn sæla Þorlák biskup til fulltingis, að af mætti ráðast þetta vandræði. En verkmenn voru að arningu og vissu ekki til, að hann hefði heitið, prest- urinn. En er örninn kom í eyna, þá settist hann skammt frá þeim. Þá liljóp einn verkmaður til og vildi elta á braut örninn; en hann beið hans í sama stað; og laust hann örninn með verkfærinu, er hann hafði í hendi. Drifu þeir þá til fleiri verkmenn og gátu hlaðið erninum. En síðán safnaðist fugl í eyna, og varð eggver ]\æði gotl og Skákþraut Hvítt á leik. Hvernig fer hvítt að' því að vinna drotlningn svarls og þar. nieð skákina? Skákdæmið er eftir A. Trotitzki og birtist fyrst í „Schaclnnatny Jonrnal'1 1898. mikið. Og lofuðu allir guð og hinn sæla Þorlák hiskup.“ „í Flóa varð sá atburður, að kona sú, er Þórný heitir, lióf ketil af eldi, en þá varð tré fyrir hælum henni, og féll hún á hak aftur, en ketillinn vellandi slagnaði á Iiana, og brann hún mjög, svo að mönn- um þótti trautt lífs von; gerði síðan í sviða mikinn, svo að hún mátti ekki óæpandi hera. En síðan hét hún með alhuga miklum á hinn sæla Þorlák hiskup, að hann skyldi svo linast láta sviða, að hún mætti liera, svo að öðrum þætti ekki illt l.jávistar, þeim er henni þurftu þá að þjóna. En nálega þá er hún hafði heitið, þá tók úr allati sviða og féll á hana svefnhöfgi. En er hún vakn- aði, þá þóttist hún heil vera orðin til loks, og var þá síðan til leitað, þar er hún hafði ákaflegast brunn- in verið, og var þá skinn á ungt og þunnt; og reis hún upp þegar ann- an dag eftir alheil lofandi guð og hinn sæla Þorlák hiskup.“ Gamlar kreddur í íslenzkri þjóðtrú hafa á liðnum öld- um skapazt margs konar kreddur og hindurvitni, sem mörg ertt harla kyn- leg. Jón Árnason birtir í þjóðsögum sínum mikið safn af þessum kreddtim, senr Itann svo kallar. Eru nokkrar tekn- ar hér af handaltófi. EF BORIN er út sæng ltjóna á sunnudagsmorgni, til að viðra hana, þá verður hjónaskilnaður. EF REIÐHESTUR er járnaður á sunnudegi, þá heltist hann. EF BÓNDINN ferðast eitthvað, má konan ekki búa um rúm lians hið fyrsta kvöld, sem hann fer að lieiman, því þá koma þau aldrei framar í eina sæng. EF MAÐUR kveður í rúmi síttu, þá tekur maður fram hjá. EF ÓLÉTT kona horðar rjúpu- egg, verður barnið freknótt. EF ÞUNGUÐ kona drekkur vatnsleifar jórturdýra, þá jórtrar barnið. EKKl MÁ éta eyrnamark af kindarhöfðum, þá verður maður sauðaþjófur. EKKl MÁ éta smjör með hangi- kjöti, því þá verða menn aldrei jarðeigendur. EF BÖRN klippa mat sinn með skærum, í stað þess að skera hanti með hnífi, þá vaxa þau ekki meira. EF MAÐUR lætur skera hár sitt með þverrandi tungli, þá þverrar liárið eða rotnar af, en vex, ef það er skorið með vaxandi tungli. EF MANNI er lieitt á öðrum fæti, en kalt á hinum, öfundar mann einhver. EF SOKKABANDIÐ dettur af írúlofaðri mey, eða manni, verður það þeirra svikið í tryggðum, sem bandið losnaði af. EF MAÐUR þolir vel þiöngan skó, jjolir lianti síðar vel konuríki, og eins gagnstætt.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.