Íslendingur


Íslendingur - 24.12.1947, Blaðsíða 39

Íslendingur - 24.12.1947, Blaðsíða 39
JÓLABLAÐ ÍSLENDINGS 1947 _______ tími, þar til hann heyrði lykli stung- ið í skráargatið. „Jæja þá, Djimmi Stefáns. Farðu niður stigann ofan á miðganginn, þar sem fötin þín eru geymd.“ Aldrei hafði sá herjans fanga- vörður hrosað svo liýrt til hans. Djimmi leit í kringum sig í klefan- um í síðasta sinni og fór svo út ganginn framhjá. föngunum, sem stóðu í dyrunum og liorfðu á eftir lionum öfundaraugum um leið og þeir klöppuðu á herðar honum og óskuðu honum allra heilla. Niðri skipti hann síðan fötum og fór í sín eigin föt eins og nokkrir aðrir fang- ar, sem var sleppt út ásamt honum. Um leið var þeim gefinn heitur te- sopi tii hressirígar. Loksins var öllu þessu lokið, og honum var fylgt til útidyranna og út -— þar sem stöðugt rigndi. Hann skimaði í allar áttir, en kom hvergi auga á Rósu. Það voru honum von- hrigði, en vakti þó ekki furðu hans, [iví að Rósa var venjulega væru- kær og rúmlöt á morgnana. Þar að auki hlaut þessi hellirigning að draga úr löngun hennar til að fara út að sækja hann. Frelsismeðvitundin og gleðin yf- ir að vera sloppinn út, hýrgaði sinnið og sansana. Hann rétti úr sér og gekk rösklega til næsta stöðv- unarstaðar strætisvagnsins. í Vindagötu steig hann út úr vagninum. Allt var þar með kyrr- um kjörum. Sömu snotru einbýlis- húsin með blómgörðum og runnum framan við. Þegar hann kom að nr. 27, stakk hann með gætni lyklinum í skrána og læddist á tánum inn í fordyrið. Hún var ekki í borðstofunni, og í eldhúsinu var hún heldur ekki •— og í dagstofunni enn síður. Hún hlaut að vera ennþá í rúminu. Hann fór örhægt og hljóðlaust upp tröppurnar og opnaði svefn- herbergið. Það var mannlaust og engin Rósa. Rúmið var uppbúið og óbælt! Umslag með utanáskrift til iians var fest með títuprjóni í ábreiðuna. Hann tók það upp og virti það fyr- ir sér með vandræðasvip. Hann reif það upp og dró fram ljósrauða bréfsörk. Þar stóð: „Kæri Djimmi! Tvö ár eru langur tími. Eg elskaði þig þá. Já, ég brann af ást til þín, en nú get ég ekki lengyr leynt þig því, að ég er orðin þér af- liuga. Það er einungis einn karlmaður, sem er mér mikils virði. Það er Lúðvík. Rósa.“ Djinnni kuðlaði saman bréfinu og fleygði því. Lúðvík! Hvers virði var hann henni? Og hvers vegna hafði hún þá stöðugt verið að heim- sækja hann, ef svo var hagað ást- inni? Nú sá hann, hvernig í.öllu lá. Hún hafði beðið, þar til hann upp- ljóstraði fyrir henni felustaðnum. Hann flýtti sér niður stigann og inn í eldhúsið, þar sem hann hafði fal- ið sjóð sinn undir gólfhorðunum. Hann leitaði vandlega í svartri moldargrófinni, en fann enga pen- inga. Þeir voru allir horfnir. Þrátl fyrir tryggðarrofið fann hann til þess, hve sárt hann sakn- aði hennar. Hann elskaði hana enn og þráði samvist hennar. Hann truflaðist snögglega í sorgarþönk- um sínum. Það var barið að dyr- um. Hann reis hægt úr sæti og langlaði út að litidyrunum. Hon- i:m hvarflaði snöggvast í hug, að það væri hún, sem kæmi aftur heim. En hann hratt skjótt þeirri hugsun frá sér. Hann varð skelkaður, er hann sá hávaxinn, hjálmaðan lög- íegluþjón, sem spurði: „Eruð þér Djimmi Stefáns?“ ,,Já.“ Skyldi nú eiga aftur að taka hann fastan? Hann vissi þó __37 Gamfar veðurspár I þjóðsögum Jóns Arnasonar er að finna mikinn þjóðlegan fróðieik og merkilegan. Þar er ítarlega sagt frá gömlum vtðurspám. Fer hér á eftir frásögn Jóns um það, hvað menn þótt- ust geta ráð'ið af veðráttu í desember og janúar um veðurfar þar á eftir. í JANÚAR. Ur jólaskrá Beda prests: — Ef fyrsti dagur Januarii fellur á sunnu dag, þá verður vetur staðvindasam- ur, þurt sumar, heyskapur ríkuleg- ur, vöxtur í nautum, kerlingadauði, nægð og friður. Falli hann upp á mánudag, verður blandinn vetur og livoikynlegur, gott vor, þurt sumar, veðrátta vindsöm, heyskapur tor- sóktur, heilsa manna ýmisleg, bý- flugur deyja, tilburðir ske og sjást víða. Á þriðjudag, þá verður vetur hríðviðrasamur, vorið regnsamt og stórviðrasamt, sumar þurt, gras- vöxtur meiri en í fyrstu sýndist á- horfast, krank (samt), höfðingja- dauði, skipskaðar. Á miðvikudag verður vetur harður og óhollur, vor- ið þurt og vindasamt, sujnar hag- kvæmt, heyskapur mikill og erfið- ur, ávöxtur jarðar góður, ungra manna dauði, erfiðar sjóferðir. Á finnntudag verður vetur hreytileg- ur, vorið gott, sumar þurt, heyskap- ur í góðri vægð, höfðingjar og ekki til, að hann hefði brotið neitt af sér að nýju. „Er það svo?“ — Lögreglu- þjónninn leit á hann meðaumkunar- íiugum eins og hann vorkenndi hon- um. „Mér þykir leitt að þurfa að segja yður, að við höfum í kvöld handtekið konu yðar, ásamt Lúð- vík nokkrum Gorms. Þau voru að reyna að koma af sér fölsuðum bankaseðlum!“ Stgr. Matth. þýddi.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.