Íslendingur


Íslendingur - 24.12.1947, Blaðsíða 45

Íslendingur - 24.12.1947, Blaðsíða 45
1947 JÓLABLAÐ ÍSLENDINGS 43 og svo Iiart, að þau voru nærri búin að renna Bjarna um koll, þegar hann mætti þeim; hann dró sleðann á eftir sér, og var að klifrast upp hólinn. „Hann fer nú ætíð svo hvatlega, hara að þolgæðin séu eftir því,“ sagði Bjarni.------ Árin liðu og börnin urðu full- tíða. Guðrún var orðin gjafvaxta mey, hrein eins og norðanvindur- inn, og björt eins og; — en slepp- um samlíkingum. Það er nóg að segja, að hún var fegurst mey í sýsl unni og þótt víðar væri leitað. Magnús og Bjarni voru háðir efni- legustu menn; háðir voru þeir for- menn fyrir bátum sínum heima á vetrum, en á sumrum voru þeir í kaupavinnu og höfðu hezta kaup. Skrafskjóðurnar í kaupstaðnum voru að hvísla því að vinkonum sín- um, að þeim litist háðum vel á Guðrúnu. Að svo væri um Magmis, það vissi Guðrún vel; hann liafði mörg- um sinnum sagt henni, hvað hún væri falleg, og henni þótti ekkert að því að heyra það; hann var æði- mun skemmtilegri heldur en þver- Iiöfðinn hann Bjarni, sem aldrei lalaði orð af munni. Bjarni hafði aldrei sagt henni á leiðinni frá kirkjunni, hvað vel henni færi ís- lenzka skrauttreyjan með silfur- haldýringunum; hann hafði aldrei hjálpað henni yfir mýrarnar á leið- inni og aldrei látið hana á hestbak. En það stóð henni líka alveg á sama — hvað kærði hún sig ura hann Bjarna? — það fengi hann að sjá. Hann fékk líka að sjá það, þegar hún einn góðan veðurdag um vorið lofaðist Magnúsi. „Þá er nú séð fyrir hepni; nú kemur að okkur hinum,“ sögðu stúlkurnar, og þær hrostu ennþá vinalegar en fyrr til Bjarna, þegar þær mættu honum á leið sinni. En hann tók ekki eftir því; hann leit út fyrir að hafa enn meira að hugsa en fyrr. Hún móðir hans gamla hristi höfuðið, þegar hann sat svo heima hjá sér í haðstofunni, og var alltaf hugsandi; það var eins og steini væri af henni létt, þegar hann fór norður til kaupavinnu um sumarið eins og Magnús. Hún hélt kannske, að hann fengi annað að luigsa um þar. En hvað leið nú Guðrúnu? Það fer margt undarlega í heiminum. Aður hafði hún verið skemmtin og glaðlynd, en nú var hún þögul og fálát, og væri hún stöku sinnum kát, þótti vinstúlkum hennar sem gleði sú væri henni ekki eiginleg, enda var hægt að sjá, að hún kom ekki frá hjartanu. Var það af því að Magnús var farinn hurt? Engan veginn; því að hún var orðin þann- ig áður en hann fór. Engimí skildi neitt í þessu. Hún tók ekkert eftir því, þegar márinn flaug rétt yfir höfði herinar, eða stakk sér niður í sjóinn, svo ná- lægt henni, að skvetturnar vættu liana, þegar hún var að ganga fram með sjónum. Hún tók ekki eftir neinu. Tryggi hundurinn hennar, hann Snati lagði trýnið sitt í kjöltu hennar, þegar hún sat á túninu, og einblíndi svo á hana; hún klappaði honum, en hugurinn fylgdi ekki hendinni; hún gjörði allt eins og í draumi, en sál Iiennar vai- langt í hurtu. Grösin og blómin greru að vorinu og visnuðu aftur að haust- inu — en hún hafði naumast vitað af sumrinu. Haustið kom, og ungu mennirnir komu allir'heim úr kaupavinnunni. Þeir höfðu nóg að tala um, og nóg að gjöra að gamni sínu að, Magnús sparaði hvorugt. Hann þurfti að gorta af svo mörgu, að hann hafði ekki líma til, að taka eftir, að Guð- rún hló ekki með að sögum haris og kinnar hennar voru orðnar fölar. Hún hló ekki, hún ldýddi heldur ekki á sögur hans, þó að svo kynni að sýnast. Hvað var lnin að hugsa um? Hún hugsaði um augun, djúpu og dreymandi, sem höfðu horft á hana, um höndina, sem hafði titrað í hennar, og um röddina hljóm- fögru, sem einungis hafði sagt: „Þar sjáumst við aflur, Guðrún!“ Yfir allar Magnúsar löngu ræður hljómuðu þau orð, eins og sálma- lag heyrðist í kirkjunni yfir óp barnanna, sem leika sér fyrir utan haria. Yfir fjallinu stóðu skýflókar nokkrir. „Hann ætlar að gjöra storm,“ sögðu sjómennirnir. „Bara að hann skelli ekki á, fyrr en hrigg- ið, seinasta verzlunarskipið, sem einmitt nú er að létta akkerum, er komið fyrir skerin í útnorðri frá kaupstaðnum. Fáninn danski hékk á hvítum stöngum verzlunarhús- anna, og frá gaffalrá hriggskipsins; skipverjar sungu, meðan þeir voru að létta akkerum. Kveðjuskotum var skotið frá fjórum gömlu fall- byssunum, sem voru hálfsokknar niður í jörðina á „fallhyssugarð- inum“ sem kallaður var, Briggið sigldi fyrir öllum seglum út úr höfninni; vindur stóð á hlið, og bylgjurnar léku að skipinu svo dælt, að það lagði sig meir og meir, og seglunum var óðum fækkað, því að golan hafði þegar vaxið og var nú orðin hálviðri. Skipstjóra þótti éngu hætt og hlýddi því eigi ráði stýrimanns síns; að leita aftur til hafnar. „Við náum fyrir skerin,“ sagði hann, „og þá stendur hann prýðisvel.“ En vindurinn tók á almætti sínu, eins og til að sýna honum, hver þeirra væri sterkari. Það kvein í köðlunum, rærnar svignuðu og sundruðust í mél, seglin rifnuðu, og pjötlurnar þutu og flugu út yfir sæinn, er reis í ofurreiði. Stormur- inn lék að skipinu eins og knetti, það hoppaði á hárurium, og einum skaflinum eftir annan velti vfir það og sveiflaði öllu frá, er fyrir varð. Eyin, er lá fyrir hafnarmynninu, skyggði á, svo að nú sást skijjið eigi lengur af ströndinni; þar stóðu hundruð manna á öndinni af ótta, í hlé við klappirnar og bátana, sem stóðu uppi. Sumir tóku aldrei sjón- pípurnar frá augunum og horfðu

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.