Íslendingur


Íslendingur - 06.04.1949, Blaðsíða 1

Íslendingur - 06.04.1949, Blaðsíða 1
XXXV. árg. Atlantshafssáttmálinn undirritaður Ef sáttmá/inn hefÖi verið ti! 1914 og 1939 heiði tveim heimsstyrjöldum venð atstýrt Trylitnr múpr ræðst á Alþinyi Lögrsgian varð að beita táragasi Atlantshafssáttmálinn var undir- i ritaður í fyrrakvöld af Truman Bandaríkjaforseta og utanríkisráð- herrurn hinna tólf þátttökuríkja. At- höfnin stóð yfir í rúma tvo tíma og var henni útvarpað og endurvarpað víðs vegar um heim. Fyrstur undir- ritaði sáttmálann Spaak, forsætis- og utanríkisráðherra Belgíu, en síðan í eftirtalinni röð utanríkisráðherrar Kanada, Danmerkur, Frakklands, ís- lands, Ítalíu, Lúxemburg, Hollands, Noregs, Portúgal, Bretlands og loks forseti og utanrikisráðherra Banda- ríkjanna. Þessir tólf ráðherrar eru fulltrúar ríkja er alls telja um 332 millj. manna. Athöfnin fór fram i samkomusal utanríkisráðuneytisins í Washington og voru þar viðstaddir um 1400 manns, stjórnmálamenn, sendiherr- ar og blaðamenn. Utanríkisráðherr- arnir fluttu hver um sig stutta ræðu og síðan talaði Truman forseti, en að því búnu fóru undirskriftirnar fram. Truman sagði meðal annars í ræðu sinni, að ef slíkur sáttmáli hefði verið til fyrir heimsstyrjald- imar, sein hófust 1914 og 1939, þá hefði að líkindum alls ekki komið til þeirra. Hann sagði það alger ósann- indi, að samningur þessi væri á nokkurn hátt árásarsáttmáli, eða að honum væri stefnt gegn nokkurri þjóð. Hann væri aðeins varnarsam- tök nágrannaríkja, og til þess fall- inn að efla samvinnu þeirra á milli. Hann kvað þjóðirnar ekki hafa ráð á því að búa með óttann við árás yfir höfðum sér. Nú stæðu lýðræðis- þjóðirnar í fyrsta skipti sameinaðar, en ekki sundraðar, og það mætti vera hugsanlegum árásarríkjum nægileg aðvörun. Utanríkisráðherrarnir tóku mjög í sama streng í ræðum sínum og lögðu áherzlu á það, að ekki kæmi til mála, að lýðræðisþjóðirnar hæfu' árásarstríð. Hér fer á eftir ræða Bjarna Benediktssonar, utanríkisráð- herra. RÆÐA BJARNA BENEDIKTSSONAR. Þjóðir þær, sem nú eru að ganga í þetta nýja bræðralag, eru að mörgu leyti ólíkar hver annarri. Sumar þeirra eru hinar mestu og voldug- ustu í heimi, aðrar eru smáar og lít- ils megandi. Engin er þó minni né má sín minna en þjóð mín — ís- lenzka þjóðin. íslendingar eru vopn- lausir og hafa verið vopnlausir síð- an á dögum vikinganna, forfeðra okkar. Við höfum engan her og get- um ekki haft. ísland hefir aldrei far- ið með hernaði gegn nokkru landi, og sem vopnlaust land hvorki getum við né munum segja nokkurri þjóð stríð á hendur, svo sem við lýsum yfir, er við gerðumst ein af samein- uðu þjóðunum. Staðreynd er, að við getum alls ekki varið okkur gegn neinni erlendri, vopnaðri árás. Við vorum þess vegna í vafa um, hvort við gætum gerzt aðilar þessa varnar- bandalags. En svo getur staðið á, að ísland hafi úrslitaþýðingu um ör- yggi landanna við Norður-Atlants- haf. í síðasta stríði tók Bretland að sér varnir íslands, og síðan gerðum við samning við stjórn Bandaríkjanna um hervarnir íslands meðan á stríð- inu stóð. Aðild okkar að Norður- Atlantshafssamningnum sýnir, að bæði sjálfra okkar vegna og ann- arra viljum við svipaða skipan og þá á vörnum landsins, ef ný styrjöld brýzt út, sem við vonuin og biðjum að ekki verði. En það er ekki aðeins þessi ástæða, sem ráðið hefir afstöðu okkar. Við viljum einnig láta það koma alveg ótvírætt fram, að við tilheyrum og viljum tilheyra því frjálsa samfélagi frjálsra þjóða, sem nú er formlega verið að stofna. Að vísu er það rétt, sem ég áðan sagði, að aðilar þessa sanmings eru ólíkir um margt. En það er einnig margt sem sameinar okkur traustum böndum. Saina hættan ógnar okkur öllum í þeim heimi, sem við lifuin í. Þar sem fjarlægðirnar eru horfnar, er það áreiðanlegt að annað hvort njóta allir friðar — eða enginn. Sömu upplausnaröflin eru hvarvetna að sinni ömurlegu iðju. Alls staðar ásaka þau okkur, sem erum að vinna fyrir friðinn, um að við viljum spilla honuin. Þegar samningur þessi var ræddur á alþingi íslendinga, reyndu þessi öfl með valdi að hindra hina fornhelgu stofnun í starfi sínu. Slíkt ofbeldi hefir aldrei fyrr verið reynt gegn hinu þúsund ára gamla alþingi íslendinga. Sá afvegaleiddi hópur, sein þetta reyndi, þóttist með köllum sínum vera að heimta frið. Þetta framferði, að kasta grjóti með hönd- unum en hrópa á frið með vörunum, er hvorki í samræmi við arfleifð ís- lendinga né vestræna menningu. All- ir vitum við, hvar slikir hættir eiga upptök sín. Heiminum stafar sannar- lega ekki meiri hætta nú af öðru en þessu hugarfari. En það er ekki aðeins þessi ógnun við heimsfriðinn og velferð mann- kynsins, sem sameinar okkur. Það er heldur ekki einungis það, að lönd okkar eru öll í sama heimshluta. Sterkari bönd tengja okkur saman. Allir tilheyrum við sömu menning- unni, allir mundum við fremur kjósa að missa lífið en frelsið, hvort held- ur frelsi sjálfra okkar eða þjóða okkar. Allir trúmn við á vinsamlega samvinnu þjóða í milli — allir ósk- um við heiminum friðar og mann- kyninu velferðar. Þess vegna hittumst við hér í dag með góðar vonir í brjósti til að tengjast tryggðaböndum með undir- skrift þessa samnings. Bandalagið sampflkl á Alpingi Síðari umræða um þingsályktun- artillögu ríkisstjórnarinnar um stofnaðild íslands að Atlantsliafs- bandalaginu fór fram á Alþingi á miðvikudaginn var. Við þá umræðu var framkoma Sósíalistaþingmann- anna með endemum og höfðu þeir enga stjórn á skapi sínu. Létu þeir eins og ósiðaðir götustrákar og orð- bragð þeirra var fyrir neðan allar hellur. Sá þingmaður, sem lengst hefir setið á Alþingi, eða nær þriðj- ung aldar, Pétur Ottesen, lét svo um- mælt, að liann hefði aldrei séð aðra eins framkomu í þingsölum, og þá, sem Sósíalistar leyfðu sér við þetta tækifæri. Nokkrar breytingartillögur komu fram við þingsályktunartillögu ríkis- stj órnarinnar, bæði frá Sósíalistum og eins frá Gylfa og Hannibal og Skúla og Hermanni Jónassyni. Voru þær allar felldar. Þingsályktunartil- laga ríkisstjórnarinnar var síðan samþykkt óbreytt með 37 atkvæðum gegn 13, en tveir greiddu ekki at- Er lokaafgreiðsla Alþingis á þingsályktunartillögu ríkis- stjórnarinnar um stofnaðild ís- lands að Atlantshafsbandalag- inu fór fram hinn 30. marz s. I., varð brátt sýnt, að til alvar- legra tíðinda kynni að draga. Sósíalistar og „Þjóðvarnar“- menn höfðu i blöðum sinum og ræðum hvatt menn mjög og æst þá upp til þess að beita sér gegn samþykkt tillögunnar og skor- uðu jafnvel á menn að koma saman til þess að liindra þing- menn í að samþykkja Atlants- hafssamninginn. Var það bein hótun um ofbeldi. I Þjóðviljanum, sem kom út í.efndan dag var birt fundarboð un frá fulltrúaráði verkalýðsfé- laganna í Reykjavík og stjórn Dagsbrúnar, þar sem menn voru boðaðir á útifund í Lækjargötu kl. 1 e. h. og voru menn hvattir til þess að taka sér frí fréi störf- um til þess að mæta á fundi þess um. Fundarboði þessu svöruðu iormenn stjórnarflokkanna með því að birta áskomn til frið- samra borgara í Reykjavík um að koma á Austurvöll upp úr hádeginu og sýna með því, að þeir vildu.að Alþingi hefði starfs frið. 1 samræmi við þessa áskor- un hópuðust friðsamir borgarar þúsundum saman á Austurvöll t tilsettum tíma og skipuðu sér um Alþingishúsið. Fund Sósíalista i Læjargöt- unni sóttu nokkur hundruð manna og voru þar í skyndi samþykkt mótmæli gegn banda- laginyi og áskorun til Alþingis um að láta fara fram þjóðarat- kvæðagreiðslu um málið, en síð- kvæði. Þeir, sem á móti voru, auk allra Sósíalistaþingmannanna, voru Hannibal, Gylfi og Páll Zóphónías- son. Hermann Jónasson og Skúli greiddu ekki atkvæði, en allir aðrir þingmenn greiddu atkvæði með til- lögunni. an skunduðu fundarmenn til Al- þingishússins með samþykkt sína, létu Sigurð Guðnason Lorna henni á framfæri við þing io og krafðist hann svars við henni. Fékk hann þau svör af hálfu stjórnarflokkanna, að kröfunni um þjóðaratkvæði. hefði þegar verið svarað og myndi verða gert enn greinileg- ar við atkvæðagreiðsluna. Kom hann þessum svörum til Björns Bjarnasonar og Stefáns ögmundssonar, sem fluttu skila boðin út til liðsmanna sinna. Tók þá talkór Æskulýðsfylking- erinnar að æpa kröfu um þjóð- aratkvæðagreiðslu, en mann- íjöldinn brosti við og lét sér fátt um finnast. Gekk svo fram um hríð, en brátt tók hinn æsti skrill að kasta eggjum, mold og grjóti að þinghúsinú. Brotnuðu þá fjölmargar rúður í framhlið hússins og gekk grjót- og gler- brotahríðin inn yfir þingmenn, þar sem þeir sátu að störfum sínúm. Hlutu þó aðeins tveir þeirra lítilsháttar skrámur. Hins vegar varð grjótið skeinuhætt ara lögregluþjónunum, sem stóðu vörð um Alþingishúsið. Meiddust mai’gir þeirra af grjót kastinu, sumir allverulega og einn liggur nú höfuðkúpubrot- inn á Landsspítalanum. Þegar sýnt þótti, að ef ekki yrði komið í veg fyrir grjótkast: ið, myndi koma til blóðsúthell- inga, þá gaf lögreglustjóri fyrir- skipun um að dreifa mannfjöld- anum. Var það tilkynnt í hátal- ara lögreglunnar, en mun hafa heyrzt illa vegna skrílslátanna. Reyndu nú lögregluþjónarnir að dreifa mannfjöldanum með kylf um og kom þá einnig varalið þeirra á vettvang, en það hafði verið inni í þinghúsinu. Dreifð- ist þá fólkið nokkuð^ en ýmsir reyndu að veita viðnám. Neydd ist lögreglan að lokum til þess að nota táragas til þess að Frnmh. é 8. BÍðo.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.