Íslendingur


Íslendingur - 06.04.1949, Blaðsíða 2

Íslendingur - 06.04.1949, Blaðsíða 2
ISLENDING UK Miðvikudaginn 6. apríl 1949 Auglúsing nr. 6 1949 fik skömmtunarst/óra Samkvæmt heimild í 3. gr. reglugerðar frá 23. sept. 1947 um vöruskömmtun, takmörkun á sölu, dreifingu og afhendingu vara, hefir verið ákveðið að úthluta skuli nýjum skömmtunarseðli, er gildi frá 1. apríl 1949. Nefnist hann „Annar skömmtunarseðill 1949", prentaður á hvítan, pappír í rauðum og grænum lit, og gildir samkvæmt því, er segir hér á eftir: Reitirnir: Kornvara 16-30 (báðir meðtaldir) gildi fyr- ir 1 kg. af kornvörum hver heill reitur, en honum er skipt með þverstrikum í 10 minni reiti, er hver gildi 100 gr. Reitir þessir gilda aðeins til 1. júlí n. k. Við kaup á skömmtuðum rúgbrauðum og hveiti- brauðum frá brauðgerðarhúsum ber að skila 1000 gr. vegna rúgbrauðsins, sem vegur 1500 gr., en 200 gr. vegna hveitibrauðsins, sem vegur 250 gr. Reitirnir: Sykur 11—20 (báðir meðtaldir) gildi fyrir 500 gr. af sykri hver reitur. Reitir þessir gilda aðeins til 1. júlí n. k. Reitirnir: Hreinlætisvara 5-8 (báðir meðtaldir) gildi fyrir þessum hreinlætisvörum: % kg. blaut- sápu eða 2 pk. þvottaefni, eða 1 stk. hand- sápa, eða 1 stk. stangasápa, hver reitur. Reitir þessir gilda aðeins til 1. júlí n. k. Reitirnir: Kaffi 5-8 (báðir meðtaldir) gildi fyrir 250 gr. af brenndu kaffi eða 300 gr. af óbrenndu kaffi, hver reitur. Reitir þessir gilda aðeins til 1. júlí n. k. Reitirnir: 1-6 (báðir meðtaldir) gildi fyrir 500 gr. af smjörlíki hver reitur. Reitir þessir gilda aðeins til 1. júlí n. k. Reitirnir: Vefnaðarvara 401-1000 gilda 20 aura hver við kaup á hvers konar skömmtuðum vefn- aðarvörum og fatnaði, öðrum en sokkum og vinnufatnaði, sem hvort tveggja er skammt- að með sérstökum skömmtunarreitum. — Einnig er hægt að nota reiti þessa við kaup á innlendum fatnaði, samkvæmt einingakerfi því, er um ræðir í auglýsingu skömmtunar- stjóra nr. 52/1948, og öllu efni til ytri fatn- aðar, er skammtað hefir verið með stofn- auka nr. 13. Reitir þessir gilda einnig til kaupa á hvers konar búsáhöldum úr gleri, leir og postulíni. Miðað er í öllum tilfellum við smásöluverð þessara vara. Vefnaðarvörureitirnir 401-1000 eru vöruskammtar fyrir tímabilið apríl-júní 1949, en halda allir inn- kaupagildi sínu til loka þessa árs. Sokkamiðar: nr. 1 og 2 gilda hvor um sig fyrir einu pari af sokkum, hvort heldur er kvenna, karla eða barna. Uthlutunarstjórum alls staðar er heimilt að skipta nefndum sokkamiðum fyrir hina venjulegu vefn- aðarvörureiti, þannig, að fimmtán krón- ur komi fyrir hvorn miða. Þessi heimild til skipta er þó bundin við einstaklinga, enda framvísi þeir við úthlutunarstjóra stofninum af þessum „Öðrum skömmt- unarseðli 1949", og að sokkamiðarnir, sem skipta er óskað á, hafi eigi áður ver- ið losaðir frá skömmtunarseðlinum. Um sokkamiða nr. 1 og 2 gildir hið sama og vefn- aðarvörureitina, að þeir eru ætlaðir fyrir tímabilið apríl-júní, en gilda þó sem lögleg innkaupaheimild til ársloka 1949. „Annar skömmtunarseðill 1949" afhendist aðeins gegn því, að úthlutunarstjóra sé samtímis skilað stofni af „Fyrsta skömmtunarseðli 1949", með árituðu nafni og heimilisfangi, svo og fæðingardegi og ári, eins og form hans segir til um. Þeir reitir af „Fyrsta skömmtunarseðli 1949", sem halda gildi sínu, eru vefnaðarvörureitirnir 1-400, skó- miðarnir 1-15 og skammtarnir nr. 2 og nr. 3 (sokka- ¦ miðar), en þeir gilda allir til loka þessa árs. Einnig heldur „Ytrifataseðillinn" (í stað stofnauka nr. 13) gildi sínu til 1. júlí n. k. Skömmtunarbók Nr. 1 verður ekki notuð lengur og má því eyðileggjast. Fólki skal bent á að geyma vandlega skammta nr. eitt, nr. sex og nr. sjö af „Fyrsta skömmtunarseðli 1949", ef til kæmi, að þeim yrði gefið gildi síðar. / Reykjavík, 31. marz 1949. Skjaldborgarbíó Sýning í kvöld: í konuleit (Follow That Woman) Gamansöm lögreglusaga ASalhlutverk: WILLIAM GARGAN NANCY KELLY. Bönnuð yngri en 12 ára. Skömmtunarstjóri Daglegar flugferðir milli Akureyírar og Reykjavíkur Önnumsf alls konar flurninga. Ferðist lofrleiðis yfir landið meS Afgr: Aknreyrl Hafnarstræíi 81 Simi 644 WFTLEIÐIfíi THt ICtlANDIC AIHLlNtS > AUGLÝSING nr. 9/1949 frá skömmtunarstjóra. Skömmtunarreitirnir skammtar nr. 6 og 7 á FYRSTA SKÖMMTUNARSEÐLI 1949 gilda hvor um sig fyrir Y2 kg. af skömmtuðu smjöri til 1. júlí 1949, þó þannig að skammtur nr. 7 gengur ekki í gildi fyrr en 15. maí næstkomandi. Reykjavík, 31. marz 1949. Skömmtunarstjóri. Ein til tvœr stúlkur geta fengið atvinnu nú þegar eða síðar í Baðdnullarverksmíðjunni á Glaráreyrum. ,— Upplýsingar í verksmiðjunni. lslenzka kvikmyndin Milli fjalls oq fjöru verður sýnd í Nýja Bíó miðvikudaginn 6. þ. m. kl. 5, 7 og 9. Sala aðgöngumiða hefst kl. 4. Ritvélapapplr og FJÖLBITUNABPAPPlB í pökkum. Bókaverzl. Edda h.f. Ritvél óskast til kaups. Upplýs- ingar á skrifstofu Islend- ings. Tiiboð úskast i efri hæð hússins Sniðg. 1. íbúðin er þrjú herbergi, eldhús, bað, geymsla og þvottahús. Til sýnis næstu tvo daga frá kl. 6—7. Til- boðum sé skilað fyrir há- degi á mánudag 11. þ. m. Kéttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Júlíus Davíðsson Sniðgötu 1, Ak. TIL SÖLU nokkrar fjaðradýnur og stoppdýnur í Brekkugötu 14, uppi. Sími 102. Anglýslð f Islendingi

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.