Íslendingur


Íslendingur - 06.04.1949, Blaðsíða 3

Íslendingur - 06.04.1949, Blaðsíða 3
Miðvikudaginn 6. apríl 1949 ÍSLENDIIS' GUIl 3 Stjórn bæjarmálanna. Það er einkum tvennt sem einkennir stjórn bæjarmálanna, þ. e. sócíaliskt fálm, ógætið og ábyrgðarláust, og þegar leggja þarf fram það fé, sem þetta kostar bæjáfijó5inn( aö i sjá þá aðez'ns eina le:ð — ný cg bærri útsvör á mjóu bökin. i Sósíalistárnir í bæjarstjórn | sóttu það með kappi að bærinn ! legði fram áðurnefnd 215 þ n > til hlutabi éfakaupanna, þráít j fýrir, eða kannske vegna þess, I að framkvstj. féJagsina upplýsd á bæjarstjórnarfunili, að þc s Væri engin þörf, þVí ýmsir bæj- j arbúar væru reiðubúnir að kaupa bréíin. bænum útgjaida- og áhættulaust. En svo þegaa þessir bæjarfulltrúar eiga aö j koma með aurana, reynast þeir ' e.ngir vera til, og eina úrræðiö, sem þeir koma auga á, og fellur inn í stefnuna er að hæKka úi- j svörin. Þessi reynsla er að verðu okkur Akureyringum hslzt til kunn og dýr því í hvert sin sem þessir atvinnumálapostuJ , sem aldrei hafa lagt í að reu:, íyrir eiginn reikning svo mikio sem eina hænu, hvað þá rollu eða kú fá komist með bæjar- sjóðínn út í eitthvert fyrirtæki, otan við bæjarmálin, er útkorn- an ætíð ein og söm, meiri gjulcia álögur á bæjarmenn. Virois í þessu sambandi, engu skipta hversu arðvænt, í raun og eðli, fyrirtækið er sbr. hlut bæjar- sjóðs í Útgerðarfélagi Akureyr- inga. Vegna þessarar úigerðar- þátttöku hafa bæjarbúar fengið endurtekna útsvarshækkun í hudruðum þúsunda, hvert sinn, en eru hins vegar enn ekki fárn- ii að sjá eyris tekjur áf lienni i íiárhagsáætlun bæjarins. Á sama tíma, sem bærinn stofn i.r lil útgerðar með þessum h'ætt kaupir ungur rnaður, og enginu ouðjarþ hér í bænum nýjan tog ara fyrir rúmar 3 rpilljónir og ætlar að reka fyrir eigin reikn- ing, hvort tveggja án þess að leggja útsvar á nokkurn mann. Sama er um alla aðra ein \al:l- inga, er hefja einhvern at\innu- rekstur. Hvernig stendur á þessu? Að á meðan einstalding- ar fá miljónir og tugi miljóna a u láni til að stofna og reka sín j fyrirtæki, getur annar stærsí i | bær landsins ekki lagt fram 215 þús. í reynt fyrsta íiokks fyrix ■ tæki, án þess að iögtaka féð hjá almenningi í bænum með út- svörum? Á það kannske svo að vera í nútíð og framtíð; að með iæðingu hvers fyrirtækis bæjar- ins, og hverju æfiári, f; ' :i nýr töluhækkaður útsvarsseðill? — Vilja sósíalistarnir í bæjars jói i ekki gsfa einhverja skýri::gu á | þessu, áður eh þeir efna til næsta bæjarfyrirtækis cg út- svarsniðurjöfnunar handa þvi? Hlutverk útsvaranna. Eðli og hlutverk útsvaranna ; er að bera kostnað við ákveðna : flokka bæjarmálanna, svo sem j stjórn bæjarins, framfærslumál 1 Sveinn Bjarnason; Sfdari grein. hugíeiðingar um bæjarmálin. rnenntamál, heilbrigðis- og i ryggingamál og önnur óarðbær mannúðar- og menningarmál. Utan við svið þessara mála ætti hver sveitar- og bæjarstjórn áð telja sér óheimilt að nota út- svarsálagningu til fjáröflunar. Telji bæjarstjórn arðvænlegt að leggja út í eða gerast hluthafi í atvinnufyrirtæki, á hún auðvit- að að gsra það á safna fjárhags grundvelli og aðrir atvinnurek- e lur almennt, og þar með að <;ýna trú sína á fyrirtækið og traustleika 'þess. En ekki að skipa strax, eins cg bæj- arstjórn Akureyrar hinu nýja á: atafyrirtæki á bekk með þurf- í li gum bæjarins. I-Ivert bæjar- 1, ag hsfir fyllilega nógan fram i dukostnað af óhjákvæmileg- uin og lögskyldum þurfalingum þó það búi sér ekki aðra til með allskonar tvísýnum og óþörfum tiltektum. HrestT bæjarfulltrú- : .na trúmenasku til þess( að leggja ekki með bæjarsjóðinn út i pólitískar tilraunir eða fyrir- tæki, ss-m um öflun stofn- og rekstrarfjár þola ekki hliðstööu við önnur samskonar fyrirtæki aimennt, verða umbjóðendur íulltrúanna að gera sínar ráö- stafanir. Að sjálfsögu eru hér undanskilin óhjákvæmileg at- v innuleysisúrræði. Hvert horfír? Það getur varla verið, að bæj- stjórnar meirihlutinn geri sér ljóst hvert hann stefnir með 1 'irri fjármálastjórn, að hækka útsvarsupphæðina ár eftir ár og án alls tillits til fjárhags gjald- endanna. Árið 1939 var útsvars- upphæðin áætluð kr. 446 800,00, eða- kr. 257,00 á hvern gjald- ánda i bænum, en þetta ár verð- ur hún með 10% reglunni, kr. 5.546,376,00, eða kr. 2370,00 á hvern gjaldenda, miðað við tölu þeirra s. 1. ár. 1 stað eitt hundr- að króna 1939 koma nú tíu hundruð á hvern gjaldanda í út- svar. Sé þess nú gætt, að gjalda- stoðirnar, bæði hjá útgerð og verzlun, sem ekki eru þegar fallnar, sökum aflabrests, gjald- eyrisskorts og verðbólgu, síveikj ast virðist sem allir hljóti að sjá að hverju dregur, í þaö minnsta með hina tekjuminni og eignalausu gjaldendur, svo sem verkamenn og sjómenn og marga aðra launamenn. Þessi háskalega þróun bæjarmálanna er og síður en svo í nokkurri stöðvun, því enn er útsvarsupp- hæðin hækkuð um 400 þús. — Þannig svöruðu þeir sem telja sig fulltrúa hinna fátækustu, til- xaun Sjálfstæðismanna til að hyggja að nokkru hófi í skatt- heimtu bæjarins. Það virðist engin áhrif hafa á þá fjárplokk- [ ara,.þó nú blasi við atvinnuveg- unum og almenningi hið geig- vænlegasta fjárhagsútlit. Það er vissulega íhugunarverð stað- reynd, að þeir bæjarfulltrúar, sem fengið hafa umboð sitt frá hinum gjaldveikari hluta bæjar- búa skuli jafnan leggja til ör- uggustu atkvæðin með auknum álögum, og hrökkva við ef lækk unartillaga gengur fram. Og jafnt þó almennir erfiðleikar um alla afkomu vaxi með hverjum degi, eins og nú. 10%. Eftir að niðurjöfnunarnefnd hefir skipt áætlunarupphæð út- svaranna niður á gjaldendurna, má hún( samkv. lögum, leggja 5—10% ofan á fyrir vanhöld- um. Stefnu sinni trú, hefir bæj- arstjórn jafnan notað hámarkið — 10%. Þó ekki til þess, að mæta vanhöldum á útsvörum, heldur til að plokka pneira fé af gjaldendum. Með þessu hefir bæjarstjórn náð inn mjög mikl- um fjárhæðum umfram áætlun. T. d. 1946 og 1947 voru útsvörin áætluð samtals kr. 7,598.470.00 en inn komu kr. 8,201,110,00, eða kr. 602,640,00 fram yfir á- ætlun. Með slikri útkomu 1948, sem enn er ókominn reikningur l'yrir, og 1947; hefir bæjarstjórn skattreitt gjaldendur s. 1. 3 ár, með þessum hætti, um eina miljón fram yfir áætlun. öllum þessum umframtekjum, sem eng in útgjöld voru áætluð á móti, og enn þeim til viðbótar, á sama tíma; kvart miljón áætlaðri til óvæntra útgjalda, hefir verið ráðstafað. En til hvers? Og þstta er svo sem ekki nóg. Enn þarf sú botnlausa fjárhít, út- gjöld bæjarins, meira fé, hækk- aða útsvarsupphæð um hundruð þúsunda. Manni getur, af þessu, dottið í hug, að augnalok vöku- manna verkalýðsins,, í bæjar- stjórn, sígi annað slagið niður fyrir sjáöldrin, þvi enginn skyldi ætla, að það sé þeirra fag, eða vökuverk, að eyða sem fyrst skattpeningi verkamannsins og heimta síðan tvo fyrir einn. Reynsla margra undanfarinna ára sýnir; að aldrei hefir þurft 5%, auk heldur meira, til þess að mæta vanhöldum á áætlaðri útsvarsupphæð. — Árin 1941 til 1947 eru áætluð útsvör samtals kr. 15,237,750,00, en inn kómu kr. 16,572,05500 eða 8,7% fram yfir áætlun. 1947 komu út- svörin inn með 8,6% fram yfir áætlun. Aðeins 1,4% hefði því þurft það ár 1 fyrir útsvarsvan- höldum í stað 10%. Jafnframt sem þetta er glögg- ur vitnisburður gjaldkerans, sýnir það, að ekki aðeins er hægt, heldur sjálfsagt, að lækka þennan prócentuábætir í það minnsta niður í 5%, en sú lækk- un ein lækkaði útsvarsupphæð- ina um kvartmiljón. Það þarf ekki að benda neinum á það, hvaða áhrif það getur haft til léttúðar og eyðslu, að hafa á hverju ári hundruð þúsunda íekjur umfram áætlun og sem engin gjöld eru áætluð á móti, auk þess sem það er illt verk og illverjandi, að leggja 10% of- an á, þegar ekki þarf 5. Fsluleikur með bæjarmálin. Ég hefi áður tilfært miklar íjárhæðir í sambandi við: óvænt útgjöld, verkfærakaup, bygg- ingasjóð og prósentuofanálag, er bæjarstjórn hefir fengið ár- lega í hendur án þess að gera nokkra nánari grein fyrir til hvers hún notar þær. Hvort sem þessi felu-fjáreyðsla er með ráði gerð eða gamall vani, er hún ó- viðunandi. Minnsti réttur og krafa þeirra, er féð leggja fram, er, að þeir geti glöggt og greið- lega séð til hvers því er varið. Samkv. lögum ber að tilkynna bæjarbúum hvenær bæjarstjórn- arfmidir eru. Þetta mun ekki vera gert, og myndu -þó bæjar- blöðin sjálfsagt geta þess í bæj- arfréttum, væri þess óskað. Með tilkynningarskyldunni er auðvit- að ætlast til að fundirnir séu á- kveðnir með nægum fyrirvara. Undanfarin ár hefir kostnaður við húseignir bæjarins orðið helmingi meiri en tekjur af þeim. Hvernig þetta er svona er e-kki látið sjást. Tryggvi og Jón Ingimars fluttu breytingartil- lögu um að dregið yrði úr við- haldi íbúðanna en leigan hækk- uð. Þannig er líka hægt að gæta hagsmuna þeirra, sem minni eru fyrir sér. Bærinn hefir undanfarin ár rekið sjúkrahús með talsverðum rekstrarhalla. Reikningar þess eru aldrei birtir með bæjarreikn ingnum, svo sem þó er lög- skylda, sé þetta stofnun bæjar- ins, sem hann ber fjárhagslega ábyrgð á. Sama er um rekstur bæjarins í Krossanesi. Þar er eitt fyrirtækið, utan við bæjar- málin, en þó stofnað og taprek- ið með útsvörum bæjarmanna og ber því að birta reikninga þess með bæjarreikningnum, en það er ekki gert. Þá sá ég fyrir nokkru í fundargerð hafnar- nefndar, að framkvæmdastjóri neðanjarðardráttarbrautarinn- ar hafði lagt fram reikning fyrir innanbæjarakstur í einkabíl sín- um. Nokkru síðar varð ég fyrir óvæntri yfirheyrslu um hvort ég hefði sagt nokkrum frá þessu, því þessu hefði átt að halda eitt- hvað leyndu fyrst um sinn. Kvað ég mig hafa getið þessa í sambandi við fundarumræður um fjármál bæjarins. Ég hafði ekki varað mig á því, að fram komnar fjárkröfur á bæinn, eða gjaldendur hans, b. á. m. mig væru einka- eða leyndarmál bæjarstjórnarinnar, né heldur fundagerðir hennar um bæjar- mál. Vera má að tilefni gefist til að minnast nánar á þennan bíl- reikning síðar. Stefnubreyting eða sírand. Það ætla að verða þungir skuggar yfir þeim sögukapítula, sem ísl. þjóðin er nú, á ýmsum sviðum þjóðlífsins að efna til. Mætti þar margt til nefna, þó það verði ekki gert hér. Innlend þjónustusveit erlends ríkis, ríkis mannrána, þrælavinnu og böð- ulstjórnar. Liðssveit,er meira og minna stjórnast af óskiljanlegri einfeldni og góðri trú, undir forustu hinna lágsigldustu úr- þvætta, er ógna þjóð sinni með böðulsvaldi og aftökum, þegar blekkingar og hræsni duga ekki. Manna, sem engin fullvakandi lýðræðisþjóð léti nokkurs staðar koma nálægt stjórn opinberra mála á nokkru sviði fremur en f hættulega pest heilbrigðum mönnum. Lýðræðisþjóðunum er ekki nóg að taka upp varnir út á við gegn hinni rauðu pestar- hættu, þó það sé mikilvægt. Vörnin inn á við er ekki síður aðkallandi og mikilvæg. Á þeim verði hafa þjóðirnar sofið og þó engin norðurlandaþjóðanna sem Islendingar. Fer þar saman varðmenning og háskólamenn- ing þjóðarinnar. Fundahöldin í háskóla landsins, þar sem kenn- arar og nemendui' komast að þeirri niðurstöðu, að dragi til úr slita milli sjálfræðjs og sjálf- stæðis þjóða og einstaklinga annars vegar og einræðis og undirokunar hinsvegar, þá sé ísl. þjóðinni mest traust og virðu Iegast( að sitja hjá sem áhorf- andi og mæla þaðan til lýðræðis þjóðanna og nánustu frænd- þjóða, undir varnarbaráttu þeirra, svo sem Hallgerður mælti til bónda síns: „ok hirði ek aldri hvárt þú verr þik lengr eðr skemr“. 1 fjármálunum rís hver ráðleysis- og ógæfualdan af annarri og ógnar með að reka allt upp í kletta. Fjárþörf ríkis- ins er komin svo langt fram úr öllu hófi; að Alþingi er að gefast upp við að koma saman fjárlög- um. Og þó það takist, í þetta sinn„ eftir fleiri mánaða rann- sókn á öllum möguleikum, er eftir að pína inn skattana. Virð- ist nú sem Alþingi og ríkisstjórn sé að verða Ijóst, að þar sé kom- ið að því spennuhámarki sem boginn þolir. Hins vygar verður ekki séð, að bæjarráð og bæjar- stjórn Akureyrar hafi þungar áhyggjur í því sambandi því of- an á 550 þús. kr. rskstrartap og rúm 400 þús. kr. yfirkostnað í Krossanesi sl. sumar, samþykk- ir bæjarráðið heimild lianda stjórn Krossaness til að lána síldarútgerðum framvegis ótil- teknaa fjárhæðir úr bæjarsjóði. eða á hans ábyrgð, upp á von Framh. á 6. síðu.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.