Íslendingur


Íslendingur - 04.01.1950, Blaðsíða 1

Íslendingur - 04.01.1950, Blaðsíða 1
t XXXVI. árg. Miðvikudagur 4. janúar 1950 1. tbl. Leikhúsið: Piltur og stíílka. Leikfélag Akureyrar sýnir um þessar mundir sjónleikinn „Pilt og stúlku", eftir Jón Thoroddsen, er Emil heit. Thoroddsen frændi skálds- ins hefir búið út til aýninga eftir sögu Jóns, sem var ein hinna fyrstu skáldsagna, er rituð hefir verið á íslenzka tungu. Leikstjóri er Jón Norðfjörð, en frumsýning leiksins fór fram 28. desember s. 1. Leikurinn er í 4 þáttum en 7 sýn- ingum. Fyrst er forleikur með tenór- einsöng, og nefnist hann „í lijáset- unni“. Birtast þá smalarnir Indriði á Hóli og Sigríður í Tungu á svið- inu, en ekkert talast þau við í for- leiknum. 3 næ6tu sýningar fara fram að prestsetrinu í Tunguhreppi, en 3 hinar síöustu í Reykjavík. Persónur leiksins eru alls 22 auk persónanna í forleiknum, en mörg hlutverkin eru lítil. Aðalpersónurn- ar, Sigríði og Indriða, leika Bergrós Jóhannesdóttir og Sveinn Kristjáns- son. Bæði eru nýliðar á leiksviði, og er í mikið ráðist að fá óvönum leik- endum þessi hlutverk í hendur. Þó verður að játa, að Bergrós fer eink- ar trúlega með hlutverk sitt. Hún hefir mjög geðþekka persónu og læt- ur vel að sýna vel upp alda sveita- stúlku. Aftur á móti er Indriði mis- heppnaður. Hann er alltof daufur og trénaður í hlutverkinu, svo að ekki verður þess vart, hvort honum þykir betur eða ver, er hann nær fundi ástvinu sinnar, þá sjaldan það heppnast. Og áhorfandinn midrast það meira að segja, að Sigríður skuli vera hrifin af þessum unga manni. Þó gæti þetta vel verið að meira eða minna leyti sök leikstjór- ans, þ.e., að hann hafi ekki lagt nægi- lega alúð við að móta persónuna. Sagan gefur ekki tilefni til að ætla, að Indriði á Hóli væri niðurdregin rola, sem ekki gæti svo mikjð sem stokkið bros í návist unnustu sinnar. Gróu á Leiti leikur frú Sigurjóna Jakohsdóttir óaðfinnanlega og oft skenuntilega. — þenna merkisbcra bæjaslúðursins. Ingveldi í Tungu leikur frk. Freyja Antpnsdóttir. Mælti vera myndugri x leiknum og hefir oft gert bctur. Bárð á Búrfelli leikur Björn Sigmundsson. Hann er of fyrirmannlegur í leiknum, því að fáir munu hugsa sér Bárð háleitan og allt að því höfðinglegan, heldur miklu fremur búralegan, lotinn og nærsýnan af áratuga snuðri í skemmu sinni við að telja tólgar- skildi og kæfubelgi. Guðmund son hans leikur Benedikt Hermannsson. Er leikur hans yfirdrifinn og oft klúr, svo að ekki liafa nærri allir leikhúsgestir gaman af. Séra Tómas er lítið hlutverk, sem Halldór Jóns- son fer með. Gefur hlutverkið ekki tilefni til mikilla tilþrifa, enda skilur það lítið eftir. Þorsteinn matgoggur verður skemmtilegur í meðförum Elíasar Kristjánssonar, mátulega hressilegur í bragði, og Stína er einnig snoturlega sýnd af Sigríði Hermannsdóttur. Af Reykjavíkurbú- mn er Möller kaupmaður einhver bezta persónan í meöförum Sigurð- 1. Fjárlög séu afgreidd með tekju- afgangi á sjóðreikningi, en tekj- ur og gjöld áætlað af raunsæi og varúð, svo stöðva megi skulda- söfnun ríkisins. 2. Fjárfestingu ríkisins sé á þessu ári haldið innan þröngra tak- marka og gjöld ríkisins séu mið- uð við brýnustu nauðsyn. 3. Lagaselning, sem felur í sér út- gjöld fyrir ríkissjóð, taki ekki gildi fyrr en gjöldin eru tekin í fjárlög. 4; Nýjar heimildir um ríkisábyrgð- ir eða gjöld úr ríkissjóði, séu ekki gefnar svo neinu nemi þangað til efnahagsástandið lagast. 5. Ríkissjóður sé leystur frá fram- kvæmdum, sem ekki snerta sjálf- an ríkisreksturinn, eftir því sem frekast er kostur og svo fljótt, sem verða má. ar Kristjánssonar. Sýnir hann vel flærð og smeðjuleika liins danska flagara. Hjónin Maddama Ludvig- sen og Jón maður hennar eru bæði skennntileg. Leikur frú Sigríður Pálína Jónsdóttir maddömuna af miklum skörungsskap en Jón Ingi- marsson nafna sinn, drykkfelldan mann en fróma sál. Eru þá helztu hlutverk leiksins upp talin. Allmikill söngur er í leiknum, þ.á. m. hin gamalkunnu ljóð „Sortnar þú ský“ og „Ó fögur er vor fósturjörð“, en bæði eru sungin undir lögum eft- ir Emil Thoroddsen, en ekki hinum gamalkunnu lögum, sem öll þjóðin þekkir, og mundi það þó gefa leikn- um skennntilegri svip. Haukur Stefánsson hefir málað leiktjöldin, en þau eru yfirleitt mjög vel gerð og setja sinn svip á leikinn í heild. En ekki verður með góðri samvizku sagt, að leikurinn veki þá hrifni áhorfandans, að hann langi til að sjá hann kvöld eftir kvöld. AS frumsýningu lokinni voru leik- endur klappaðir fram, og leikstjór- anum og aöalpersónunni, Sigríði í Tungu, færðir blómvendir. 6. Leitast sé við að greiða lausa- skuldir ríkissjóðs hið allra fyrsta með sérstökum ráðstöfunum, en jafnframt sé gerð gangskör að því að koma lausaskuldum ríkis og ríkisstofnana í föst lán, eftir því, sem með þarf. MAÐUR FERST í SNJÓ FLÓÐI í FLJÓTUM Það slys varð norður í Fljótum milli jóla og nýárs, að ungur mað- ur, Þórhallur Frímannsson að nafni, fórst í snjóflóði. Var hann á rjúpna- veiðum, er slysið vildi til, og var leit hafin að honum, er hann kom ekki heim á venjulegum tíma. Fannst hann að lokum undir allmikilli snjó- hrönn, og er talið, að hann muni hafa látist strax, er snjóflóðið tók hann. Stetna rikisstjdrnarinnar. í niðurlagi framsöguræðu sinnar við 1. umræðu fjár- laga fyrir árið 1950 dró fjármálaráðherra, Björn Ólafs- son, saman í 6 punkta stefnu ríkisstjórnarinnar í af- greiðslu fjárlaga og meðferð fjármála á þessa leið: FlnaoaDetið. Fyrir nokkrum árum var maður að nafni Brynjólfur í menntamála- ráöherrastól. Þá var gerð löggjöf um skólakerfi landsins, sem síðan hefir valdið þjóðinni miklum áhyggjum, bæði fjárhagslega og siðferðilega. Samkvæmt þeim lagastaf er ríkis- sjóður skyldur að greiða 70—80% af öllum kostnaði við skólabygging- ar í landinu. Ýms önnur ákvæði eru þess og valdandi, að skólakerfið er nú eins og þéttriðið flugnanet af Moskvagerð. Allt fram að þessu hefir fram- kvæmd þessarar löggjafar verið mest áberandi dæmi um fjárbruðl það, óhófseyðslu og ábyrgðarleysi, sem á öllum sviðum hefir einkennt ríkis- búskapar-ráðsmennsku kommúnista og framsóknar-menntamálaráðherr- anna. Því að vitaskuld tók Eysteinn fegins hugar við ráðherradóminum af Brynj ólfi og lét sér vel líka, að haldið væri áfram á sömu braut. Risu nú upp öll sveitarfélög í einu, sem skóla þóttust þurfa að fá, undir eins og heimtuðu fjárframlögin og teikningar af skólahúsum, hvert sem ákafast. Áhuga þeirra varð sarnkv. löggjöfinni ekki vísað á bug, en þeg- ar annríkið varð of mikið á teikn- ingastofu húsameistara, gripu hreppsnefndir og hvers konar aðrir sjálfboðaáhúgamenn til sinna ráða og fengu lánaðar teikningar af öðr- um skólahúsum, sem þegar höfðu verið byggð, og reistu eftir þeim ný skólahús hver hjá sér, án nokkurs tillits til þess, hvort teikningarnar væru hentugar þeim byggðarlögum, sem nú áttu hlut að máli. Gerðist sú saga austur í Vopna- firði, að í hreppi einum með 12 — tólf, — skólaskyld börn, reis upp væn skólabygging eftir teikningu, sem fengin var að láni af skóla við Ljósafoss, þar sem var byggðarlag með margfalt fleiri skólaskyld börn. Tvær skólastofur og skólastj óraíbúð kostaði % úr milljón króna. Nú hafði hinn smái hreppur ekki efni á að reka skólann, enda fátt nemenda í svo stóra sali, svo að kennslan fór öll fram í íbúð skólastjórans, meðan hinar stóru skólastofur stóðu óupp- hitaðar og ónotaöar, öllum til ergis og háðungar. En ríkissjóður varð að greiða sitt framlag til kastalans svo sem skyldan bauð. Næst betlaði skólinn á Digranes- hálsi við Reykjavík um teikningu norðan af Sauöárkróki og byggði eftir henni þrátt fyrir mjög ólík skil- yrði og aðstæður. Flugnanetsráð- herrann hafði komið því svo fyrir í löggjöfinni, að hið opinbera getur engin áhrif haft á staðsetningu og fyrirkomulag skólabygginganna, en verður að punga út með það fram- lag, sem hverri hreppsnefnd þóknast að krefjast á sínum stað. Flugnanetsráðherrann, sem líka skipaði „félaga“ sína í formanns- sæti hverrar einustu skólanefndar á landinu, hrökklaðist um síðir úr valdastólnum. Og þá tók Framsókn við. Var þá breytt um stefnu? Var tekið í taumana með að láta skóla fyrir 12 börn kosta 750 þúsund kr.? Nei. — Flugnanetið var enn í rekstri. í smíðum mimu nú vera skólar fyrir 85 milljónir króna. Og enn er rétt óbyrjaÖ á um 100 skólabyggingum. Er ekki þörf á eftirliti? Kristinn. FRAMBOÐ FLOKKANNA Alþýðuflokkurinn hefir lagt fram lista sinn til bæjarstjórnarkosning- anna á Akureyri 29. þ.m. Eru 4 efstu menn þessir: Steindór Stein- dórsson, menntaskólakennari, Bragi Sigurjónsson, ritstjóri, Þorsteinn Svanlaugsson, bifreiðarstjóri, og Friðjón Skarphéðinsson, bæjarfó- geti. í Hafnarfirði og Siglufirði hafa Sjálfstæðismenn lagt fram lista sína. Efstur á lista í Hafnarfirði er Þor- leifur Jónsson, en á Siglufiröi Bjarni Bjarnason, bæjarfógeti. Efstu menn á lista Alþýðuflokks- ins í Reykjavík eru: Jón Axel Pét- ursson, Magnús Ástmarsson, Bene- dikt Gröndal, blaðamaður, og Jó- hanna Egilsdóttir, frú. MARTEINI SPARKAÐ Framsóknarflokkurinn á Akureyri mun nú hafa gengið frá lista sínum til bæjarstjórnarkosninganna. Efstu menn eru: Jakob Frímannsson, Þorsteinn M. Jónsson, dr. Kristinn Guðmundsson og Guðmundur Guölaugsson. Við síðustu bæjarstjórnarkosning- ar var Marteinn Sigurðsson í 3. sæti, en nú hefir honum verið spyrnt það- an.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.