Íslendingur


Íslendingur - 11.01.1950, Blaðsíða 1

Íslendingur - 11.01.1950, Blaðsíða 1
XXXVI. árg. Miðvikudagur 11. janúar 1950 2. tbl. SSBJRÍil JÖN GEIRSSON læknir lézt í Sjúkrahúsi Akureyrar 4. þ. m. Hafði hann veikzt skyndilega síðla nætur og var fluttur í sjúkrahúsið með morgninum, en þar lézt hann stundu eftir hádegi. Hann var að- eins 44 ára gamall. Jón Geirsson var mjög vinsæll í bæ og héraði, bæði sem læknir og maður. Er hans því sárt saknað. Hans mun siðar verða minnst nánar hér í blaðinu. Framboðslisti Sjálfstæðis- flokksins við bæjarstjórnarkosningar á Akur- eyri 29. janúar n. k. 1. Helgi Pálsson, forstjpri 2. Jón G. Sólnes, fulltrúi 3. Guðmundur Jörundsson, útg.m. 4. Sverrir Ragnars, kaupm. 5. Eiríkur Einarsson, verkam. 6. Karl Friðriksson, verkstjóri 7. Jón Hallur Sigurbjörnsson, bólstrari. 8. Gunnar H. Kristjánsson, kaupm. 9. Einar Kristjánsson, framkv.stj. 10. Eggert Jónsson, lögfr. ll'. Magnús Bjarnason, skipaeftir- litsmaður. 12. Páll Sigurgeisson, kaupm. 13. Haraldur Guðmundsson, iðnvm. 14. Sigurður Guðlaugsson, rafv. 15. Snorri Kristjánsson, bakari 16. Jón Þorvaldsson, trésmíðam. 17. Guðmundur Jónasson, bílstjóri 18. Snorri Sigfússon, útgerðarm. 19. Vigfús Þ. Jónsson, framkv.stj. 20. Friðrik J. Rafnar, vígslubiskup 21. Jónas G. Rafnar, alþingism. 22. Indriði Helgason, rafvirkjam. Vegna fráfalls Jóns Geirssonar læknis, sem valinn hafði verið í 8. sæti listans, varð sú breyting gerð, að 9.—19. maður listans færast upp um 1 sæti, en í 19. sæti bætist Vig- fús Þ. Jónsson, sem ekki var á list- anum, eins og frá honum var gengið í fyrstu. MálefnayfirlýsingSjálfstæðisflokksins við næiarstjdrnarkosningaroar 2 Sjálfstæðisflokkurinn leggur á það megináherzlu, að fjárhagsafkoma bæjarins sé sem traustust, þar sem traust- ur fjárhagur er grundvallarskilyrði þess, að bæjarfélagið geti innt skyldur sínar af hendi. í samræmi við þetta höfuðsjónarmið mun flokkur- inn því ekki fallast á neinar þær ákvarðanir eða fram- kvæmdir, er stefnt geta gjaldgetu bæjarins i hættu. Flokkurinn telur, að framkvæmdir allar beri fyrst og fremst að miða við þarfirnar og greiðslugetu bæjarins, eins og hún er hverju sinni. Jafnframt telur flokkurinn skylt, að verklegum framkvæmdum sé þannig hagað, að komið sé í veg fyrir atvinnuleysi, eftir því sem frekast er unnt og aðstæður leyfa. Sjálfstæðisflokkurinn leggur á það áherzlu, að sköp- uð séu skilyrði fyrir sem fjölbreyttastan atvinnurekstur i bænum, og að gætt sé hófs og sanngirni i útsvarsálög- um á einstaklinga og fyrirtæki. Flokkurinn er andvígur, að bærinn reki sjálfur at- vinnu, sem einstaklingar og félög fá ráðið við, nema sér- stakar ástæður séu fyrir hendi. Viðhorf Sjdlfstæðisflokksins til einstakra mála: 1. Raforkumál. Flokkurinn leggur á það sérstaka áherzlu, að hraðað verði, sem frekast er unnt, framkvæmdum viðbótar- virkjunar Laxár. Ennfremur verði bæjarkerfi rafveit- unnar aukið og endurbætt, svo að það geti fullnægt þörf- um iðnaðarins og bæjarbúa að öðru leyti. 2. Hafnarmál. Flokkurinn mun beita sér fyrir þvi, að sem allra fyrst verði hafnar framkvæmdir við hin fyrirhuguðu nýju hafnarmannvirki, úr þvi efni, sem þegar er komið d staðinn og að bygging minni dráttarbrautarinnar, norðan á Oddeyri, verði fullgerð á næsta sumri. Ennfremur að sótt verði um fjárfestingarleyfi fyrir byggingu hafnarhúss og undirbúningur að byggingu hafinn, að því fengnu. 3. tltgerðarrnál. ~ Sjdlfstæðisflokkurinn vill vinna að því, að einstök- um bæjarmönnum eða félögum þeirra gefist kostur á kaupum, i það minnsta eins af þeim 10 togurum, sem rikisstjórnin hefir nú i smíðum. Þá vill flokkurinn stuðla að þvi, að einstaklingum og félögum verði veitt aðstaða til að reisa fiskþurrkunar- hús, sem mundi auka mjög d atvinnu i bœnum. Möguleikar verði athugaðir á að hagnýta Krossanes- verksmiðjuna á breiðara grundvelli en nú er gert. 4. Iðnaðarmál. Flokkurinn vill beita sér fyrir þvi, og leggja d það mikla dherzlu, að dburðarverksmiðju ríkisins verði val- inn staður d Akureyri, eða i næsta nágrenni, og að undir- búningsaðgerðum verði hraðað, svo sem unnt er. Skorað verði d ríkisstjórnina að hefja sem allra fyrst framkvæmdir d ný við tunnuverksmiðju þá, sem ríkið á hér d Akureyri og veita innflutningsleyfi fyrir tunnu- efni, til þess að verksmiðjan geti hafið framkvæmdir, sem allra fyrst. Skorað verði d ríkisstjórnina, að hefja nú þegar fram- kvæmdir að stofnun iðnaðarbanka, með útibúi hér i bæ, til styrktar og aukningar iðnaði d Akureyri. Flokkurinn vill ennfremur beita sér fyrivþví, að öll- um sem verksmiðjuiðnað reka í bænum, verði veitt að- staða til eðlilegrar stækkunar, með því að takmarka ekki um ofþau lóðarafnot, sem nauðsynleg eru, eða kunna að verða fyrir reksturinn. 5. Hitaveita. Að herða, eftir mætti, á framhaldandi rannsókn, af hálfu ríkisins d skilyrðum til hitaveitu fyrir bæinn. 6. íþróttamál. íþróttasvæði bæjarins neðan Brekkugötu verði full- gert svo fljótt sem auðið er og hlynnt verði eftir föngum, að öðru leyti, að iþróttastarfsemi i bænum. Framkvæmdum við sundlaug bæjarins verði haldið áfram og fullgengið frd henni. 7. Heilbrigðismál. Flokkurinn mun beita sér fyrir, að byggingu fjórð-- ungssjúkrahússins verði lokið svo fljótt sem kostur er d og á það lögð rík áherzla, að útveguð verði öll nauðsyn- leg tæki til sjúkrahússins, svo að það geti tekið til starfa, eigi siðar en d drinu 1951. Komið verði upp hér i bænum gamalmennahæli, með stuðningi og i samráði við Kvenfélagið Framtiðin, sem hefir þetta mdl d stefnuskrd sinni og hefir sýnt þvi sérstakan dhuga. Kvenfélagið Hlif verði styrkt til að fullgera barna- heimili sitt og reka það. Framh. á 6. síðu.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.