Íslendingur


Íslendingur - 11.01.1950, Blaðsíða 6

Íslendingur - 11.01.1950, Blaðsíða 6
Auglýsingar borga sig bezt í íslendingi. wMiiiiijií.iiiiiiiiiiiiiiiiiíiiiiiii. i i wiiiiiiiimiiwi ^lendtnatir ___S . ji *9k ^^y Miðvikudagur 11. janúar 1950 EINBÝLISHÚS A?flureyrar * * ur 1 1. Æskulýðsfélag Ak- ureyrarkirkju. Fund- deild (elztn deild) n. k. sunnudagskvöld kl. 8,30. — Áríðandi að allir mæti, munið eftir félags- gjöldunum. I. O. O. F. = 1311138% = HULD, St. Angr. 59501116,-IV/V, 2. Leikjélag Akureyrar sýnir „Pilt og stúlku" í kvöld og n.k. laugardags- og sunnudagskvöld. — Aðgöngumiða að sýn- ingum má panta hjá frú Helgu Jónsdóttur Oddeyrargötu 6. Lá við slysi. í fyrradag um hádegisbilið fuku nokkrar þakplötur af húsinu nr. 106 við Hafnarstræti út á götuna í storm- hviðu, er gekk þar yfir. Allmargt fólk var á ferð þar um þetta leyti, og lá því nærri, að slys hlytist af. Áttrœður verður Friðrik Þorgrímsson úrsmiður 16. þ.m. Akureyringar'. Velkomnir á Sjónarhæð næsta sunnudag kl. 5. Stuttar ræður eða vitnisburðir. Söngur, hljóðfærasláttur. Ungt fólk annast samkomuna. — Engin sam- koma n. k. laugardagskvöld. Börn og unglingar! Munið sunnudaga- skólann á Sjónarhæð kl. 1 á sunnudðg- um. Barnastúkan „Sakleysið" heldur fund í Skjaldborg næstkomandi sunnudag kl. 1 e. h. Fundarefni: Inntaka nýrra félaga. Kosning embættismanna. Upplestur, leik- rit, o. fl. — Komið öll á fund. Guðspekistúkan „Systkinabandið" held- ur fund þriðjudaginn 17. janúar kl. 8,30 e. h. á venjulegum stað. Barnastúkan „Samúð" nr. 102 heldur fund í Skjaldborg sunnudaginn 15. janúar kl. 10 f. h. Kosning embættismanna. — Upþlestur. Sjónleikur. Kvikmynd. Mætið vel á fyrsta fundi ársins! Áheit á Strandarkirkju frá N. N. kr. 50.00. Mótt. á afgr. íslendings. Sent á- leiðis. Messað í Akureyri kl. 2 n. k. »unnu- dag. (F. R.) Kvennadeild Slysavarnafélagsins óskar öllum árs og friðar, um leið og hún þakkar góðar gjafir og alla aðra hjálp og vin- semd er starfi hennar hefir verið veitt. Nú síðustu mánuðina hafa borizt óvenju margar gjafir og áheit, sem nú er þakkað fyrir, svo sem gjöf frá Guðrúnu Guð- mundsdóttur, Gránufélagsgötu 6, kr. 100 og Guðrúnu Jóhannsdóttir, Sólheimum Glerárþorpi kr. 100. Dánargjöf Hildar Jóhannesdóttur kr. 100. Áheit frá ónefnd- um kr. 1000,00. Slysavarnakonur, sem eiga ógreidd ár- gjöld, eru vinsamlega beðnar að líta inn í verzlun B. Laxdal. Stúkan Isafold-ijallkonan nr. 1 heldur fund í Skjaldborg mánudaginn 16. janúar kl. 8,30 e. h. — Dagskrá: 1. Venjuleg fundarstörf. 2. Inntaka nýrra félaga. 3. Minni Reglunnar. 4. Söngur með gítar- leik. 5. Upplestur. 6. Kvartettsó'ngur. 7. Dana, — Templararl Sækið fundinn vel og færið stúkunni nýja félaga. Æðstilemplar. Áheit á ElLiheimiliS í Skjaldarvik: Fri óneíndum kr. 100,00, frá S. J. kr. 50,00, frá F. P. kr. 40,00, frá N. N. kr. 30,00, frá N. N. kr. 50,00, frá konu kr. 30,00. — Með hjartans þökk fyrir gjafir og alla hjálp á liðnu ári. — Beztu óskir og gott og gleðilegt ár. Stefán )ónsson. Hjúskapur. Hinn 7. þ.m. gaf sr. Sigurð- ur Stefánsson á Möðruvöllum saman í hjónaband ungfrú Valnýju Eyjólfsdóttur frá Loðmundarfirði og Þórarin Loftsson bókbindara. Heimili ungu hjónanna er Norðurgata 31, Akureyri. Dánardœgur. Nýlega er látinn hér í sjúkrahúsinu Kristján Þorsteinsson (Jóns- sonar) Hafnarstræti 88, ungur efnismaður, eftir langvarandi veikindi. Sextugur varð 3. þ.ni. Steinþór Jóhanns- son, kennari við Barnaskóla Akureyrar. Hðfnin. Skipakomur: 3. janúar Hekla, 4. Skjaldbreið, 6. Arnarfell, 8. Tautra (kolackip til Sv. Ragnars), 9. Skeljungur. Von var á Dettifossi í nótt eða dag. Sjálfstœðismenn á Akureyri hafa nýlega fært Sigurði. E. Hlíðar fyrrv. alþingis- manni málverk að gjöf í viðurkenningar- skyni fyrir margháttuð störf í þágu félags- starfsemi þeirra og bæjarfélagsins. Er mál- verkið eftir Svein Þórarinsson listmálara, — útsýn yfir Akureyri og Eyjafjörð. Sjdlfstteðisfélag Akureyrar heldur sam- konu að Hótel Norðurlandi á sunnudaginn kl. 4 síðdegis. Nokkrir af frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins við bæjarstjórnar- kosningarnar flytja stutt évörp, kvikmynd verður sýnd og e.t.v. fleiri dagskráratriði. Nánar auglýst á óðrum stað í blaðinu. Fimm brunaköll Aðfaranótt 4. þ.m. var slökkvilið- ið kvatt að húsinu Hafnarstræti 98 (áður Hótel Akureyri). Hafði kvikn- að þar í kolakassa í miðstöðvarher- bergi á 2. hæð. Herbergið var lokað og svo þétt, að eldurinn brauzt ekki út úr því, en herbergið eyðilagðist. S.l. föstudag var slökkviliðið tvisv- ar kallað út. Fyrst fyrir hádegi, að kolahúsi KEA, þar sem í hafði kvikn- að, en skemmdir urðu þar litlar. Um kl. 4 síðdegis kom upp eldur í íbúð- arherbergi í Lækjargötu 22. (Aust- ara* hluta hússins.) Stórskemmdist íbúðin af eldi, reyk og vatni, en slökkvistarfið gekk örðuglega vegna vatnsskorts. Húsmunir voru bornir út úr báðum hlutum hússins og skemmdust nokkuð á því. Ennfrem- ur urðu nokkrar frekari skemradir á vestari íbúðinni af reyk. I gærmorgun á sjöunda tímanum var slökkviliðið kallað í Hamarstíg 6, þar sem kviknað hafði í á bak við mælabretti. Skemmdir urðu litlar. Ennfremur var það kallað upp. í Krabbastíg fyrir fám dögum, en þar hafði húsráðanda tekizt að slökkva, áður en komið var að. Framh. af 1. síðu. 8. Húsnæðisiriál. Sjálfstœðisflokkurinn vill vinna að þvi að leysa hús- næðisvandræði bœjarbúa, meðal annars með því, að bœr- inn stuðli að útvegun hagkvæmra lána til íbúðarhús- bygginga. Þá vill flokkurinn, að bæjarstjórn krefjist þess, og fylgi með fullri festu, að framfylgt sé 3. grein húsaleigu- laganna. % 9. Skipulagsmál. Fyllsta áherzla sé lögð á skiþulagsmdlin, eftir því sem fjárhagur bæjarins leyfir. Er þar fyrst að nefna gatnagerð, þar sem byggð og umferð er mest og vex ör- ast. Sé gatnagerðin unnin með þeim götugerðartækj- um, sem bezt er hægt að fá. Aðal- og mestu umferðar- götur gangi fyrir og gerð þeirra þannig, sem bezt er hægt að ætla, að henti framtíðinni. Að vel sé gætt, og ekki í ótíma, að ætla leikvöllum, bifreiðastæðum og öðrum opnum svæðum rúm og góða staði. Að gæta meiri varúðar um byggingu aðskildra, lítilla einbýlishúsa, er annars vegar rýra mjög svip bæjarins, en valda hins vegar miklum og óþörfum kostnaði við lengri leiðslur oggötur. Framvegis sé því stefnt að meira þéttbýli og stærri húsagerð, — sambýlishúsum. Að náð sé samvinnu við vegamálastjórn ríkisins um legufærslu þjóðvegarins norðan við bæinn, ásamt bygg- ingu nýrrar þjóðvegarbrúar á Glerá. Að vissum hlutum bæjarlandsins, svo sem tún-ný- ræktinni, engjahólmunum og brotnu garðlandi, sem áður gáfu mörgum bæjarmanni drjúgar aukatekjur, á meðan þrengra var í búi en nú um skeið, verði bjargað frá frekari hraðvaxandi vanhirðu og eyðileggingu. Lít- ur flokkurinn svo á, að mörgum bæjarmanni komi aft- ur vel nokkurt heimatækt aukabjargræði. Akureyringar eiga eitt fegursta og veðursælasta bæj- arstæði á þessu landi og ætti því og hlýtur, bæjarfull- trúum sem öðrum, að vera Ijúft, að vinna að því að hýta, fegra og hirða það, sem náttúran hefir af slíkri rausn gefið þeim. Skrifstofa Sjálfstæðisflokksins er opin daglega kl. 10-12, 1-7 og 8-10. Hverfis- stjórar og aðrir Sjálfstæðismenn eru hvattir til að koma á skrifstofuna og gefa upplýsingar um fjarverandi kjósendur og annað er varðar bæjarstjórnarkosningarnar 29. þ.m. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins, sem eru á förum úr bænum og ekki verða heima á kjör- defgi eru minntir á að kjósa hjá bæjarfógeta áður en þeir fara. LISTI FLOKKSINS ER D-listi. Skrifstofa Sjálfstæðisflokksins. Símar578og401. til sölu á Ytri-Brekkunni. A. v. á. Hörmulegt sjóslys við Vestmannaeyjar S.l. laugardag var ofsaveður á Suðurlandi, m.a. fárviðri í Vest- mannaeyjum. Þann dag voru 3 skip og bátar að koma til Eyja frá Reykja- vík. Meðal þeirra var vélskipið Helgi, sem stundar flutninga milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur. Er skipið freistaði að komast inn á höfnina bar það að svonefndu Faxa- skeri og rakst á það með þeim af- leiðingum, að það sökk svo að segja samstundis. Horfðu menn á þetta sviplega slys úr landi. Tveir skip- brotsmanna komust upp á skerið, og voru allar hugsanlegar björgunartil- raunir viðhafðar, en fárviðrið var svo mikið, að við ekkert réðst. Dag- inn eftir dró svo úr veðrinu, ' að komizt varð út í skerið, og fundust þar lík tveggja skipverja: Gísla stýri- manns og Öskars háseta. Á v.b. Helga voru 7 manna skips- höfn og í þessari ferð 3 farþegar, og fórust allir. Áhöfnin var: Hallgrímur Júlíusson, skipstjóri, kvæntur, átti 2 börn og 3 stjúpbörn, Gísli Jónasson, stýrimaður, ókv., Jón Valdimarsson, 1. vélstjóri, kvæntur, 1 barn, Gústaf Runólfsson, 2. vélstjóri, kvæntur, 4 börn, Oskar Magnússon, háseti, ókv., Sigurður Gíslason, háseti, ókv., Hálfdán Brynjólfsson, matsveinn, kvæntur. Allir skipverjar voru úr Eyjum, nema Gísli stýrimaður úr Reykja- vík. Farþegar voru: Arnþór Jóhannsson, Siglufirði, skipstjóri á m.s. Helga Helgasyni, landskunnur aflamaður, kvæntur, átti 3 börn. Halldór E. Johnson, prestur frá Lundar í Manitóba, kennari við Gagnfifteðaskólann í Eyjum í vetur. Þórður Bernharðsson frá Ólafs- firði, 16 ára. V.b. Helgi var 115 lestir að stærð, eign Helga Benediktssonar útgm. í Vestmannaeyj um. Sjóslys þetta er hið mesta, sem orðið hefir hér við land um langan tíma. ELDSVOÐI í SKAGAFIRÐI S.l. sunnudag brann fjós með 7 nautgripum og hlaða með öllum töðuforða bóndans, að Silfrastöðum í Skagafirði. Ibúðarhúsið stendur skammt frá húsum þeim, er brunnu, og tókst að verja það, þótt hvasst væri og neistaflugið legði yfir það. Eldsupptök eru ekki kunn.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.