Íslendingur


Íslendingur - 18.01.1950, Blaðsíða 2

Íslendingur - 18.01.1950, Blaðsíða 2
2 ÍSLENDINGUR Miðvikudagur 18. janúar 1950 Skollablinda VerkamannsiRs. Síðasta tölublað Verkamannsins flytur lesendum greinarkorn, er hann nefnir: „Gaman er að börnunum.“ Á sömu síðu er grein eftir Elísabetu um barnaheimili og vöggustofur. Hin fyrrnefnda barnagrein er til- einkuð mér, að efni til svo langt sem efnið nær, en það er aðeins hænufet, því að engin tilraun er gerð til að deila á mig — málefnalega — enda segist blaðið vilja hlífa mér við þeim ósköpum. Þó er sýnilegt, að blaðið vill fá mig til viðtals, og er mér því ráðgáta að þessi sóðalegi Verkamað- ur skuli vera að gera sér tæpitungu við mig. Pistillinn „Gaman er að börnun- um“ mun eiga að skiljast sem svar við grein, er ég á að hafa skrifað í síðasta íslending undir nafninu „verkamaður“. Svo mikið er sósíalistum í mun, að eigna mér þar orð, að þeir hrifsa málsgreinar úr ritstj óragrein síðasta íslendings og fullyrða að ég hafi skrifað þær líka. Þó að ég raunar skrifaði ekki eitt einasta orð í síðasta tbl. íslendings, ætla ég þó að beina nokkrum orðum til Verkamannsins, enda gefur hann mér tilefni til þess. Eg viðurkenni — þó að skömm sé frá að segja — að ég hefi lesið þetta blað að undanförnu og mun ég því í stuttu máli gera grein fyrir því, hvernig mér kemur það fyrir sjónir. Öll blöðin íslendingur, Dagur og Alþýðumaðurinn gáfu út jólahefti, sem byrjuðu með jólahugvekju eftir prestana okkar, þar sem þeir lýstu gildi jólahelgarinnar og áhrifum jólanna á þjóðina fyrr og nú. Öll þessi þrjú blöð sliðruðu því hin pólitísku vopn um jólin, því að lýðræðisflokkarnir — þjóðin öll, að undanteknum kommúnistum veit og skilur, að hvert okkar fótmál og hver okkar athöfn er háð mætti hins eilífa og enginn varanlegur sigur vinnst nokkru máli til hagsældar eða bless- unar, nema hin góðu öfl séu í verki með okkur. En hvað segir Verkamaðurinn í jólaboðskap sínum? Hann birtir afmælislanghund með mynd af Stalin. Aftar í heftinu er gömul grínsaga — skilnaðarræða eftir prest, er var að kveðja söfnuð sinn með háðulegum og heimskuleg- um orðum. Mun það eiga að tákna lítilsvirðingu fyrir trú vorri, og mál- efnum þeim, er prestarnir boða. Allt annað lesmál í heftinu er póli- sískur áróður, að undantekinni einni kvennafarssögu, sem líklega væri gjaldgeng á opinberum markaði. í barnapistli Verkamannsins seg- ir, að ég hafi ekkert gert fyrir mál- efni Verkamannafélagsins. Þetta er rétt. Þar hefi ég ekkert gert, því að þar er ekkert hægt að gera til gagns, á meðan kommúnist- ar hafa meiri hluta þar. Eg kýs verk- legar athafnir með árangri, en hefi lítinn áhuga fyrir árangurslausu mál- æði. Þá segir Verkamaðurinn, að Björn Jónsson hafi unnið gott og mikið starf með forustu sinni í félaginu. Þetta er ekki rétt. Björn Jónsson hefir barizt með áhuga fyrir málefnum kommúnista innan verkalýðssamtakanna og til- lögur hans hafa alloftast verið nei- kvæðar við hagsmuni þjóðarinnar í heild. Hann hefir með aðstoð sinna flokksmanna unnið að því að skrif- stofa verkalýðsfélaganna kostaði út- breiðslu og leiðbeiningarstarf fyrir sósíalistaflokkinn, enda hefir sama skrifstofan verið höfð fyrir verka- lýðsfélögin og sósíalistaflokkinn, nema þegar þeir blása sig svo út um kosningar, að þeir komast þar ekki fyrir. Þegar ég er að skrifa þetta, hef ég fyrir framan mig Verkam. með mynd, sem blaðið notar sem höfuð yfir dálkum, sem á að vera „rabb“ til lesenda. Myndin er ekki fögur. Hausinn er allur með hæðum og hnútum og líkastur því, að annað- hvort væri höfuðskelin að springa utan af lofti — í stað heila — eða að þessi náungi væri nýskroppinn úr piningarklefa Stalíns — þjálfað- ur til að spúa eitri yfir almenning. Verkam. hefir því sett myndina á skakkan stað. Hún hefði átt að standa yfir spurningalistanum, en sá listi er vægast sagt ógeðslegt plagg og mjög í samræmi við baráttuaðferð komm- únista. Annar liður spurningalistam er tileinkaður okkur Sverri Ragnars og hljóðar svo: „Er það rétt, eða ekki, að .... Sverri Ragnars hafi, gegn úrslitum prófkosninganna ver- ið troðið í baráttusæti listans, þótt hann fengi færri atkvæði en Eiríkur Einarsson ....?“ o.s.frv. Það er rétt, að ég fékk nokkrum atkvæðum fleira í prófkosningunni en Sverrir, og mun því hafa átt að vera í 4. sæti, en eftir'minni ein- dregnu ósk var ég færður neðar á listanum, með því að ég vildi ógjarna taka sæti í bæjarstjórn. Ef ég hefði verið í Rússlandi, má vera, að ég hefði verið dreginn fyrir lög og dóm. Dæmdur fyrir mótþróa og hengdur. En. vegna þess, að ég var meðal Sjálfstæðismanna á fs- landi, tóku þeir fullt tillit til óska minna og skipuðu mér neðar á list- ann. Að öðru leyti hirði ég ekki um að svara þessum spurningalista, og má Framhald á 7. síðu. ' Q3 — ... Ekki sér hann sína menn .... DAGUR skýrir frá því s. 1. laug- ardag í feitletruðum forsíðuleiðara, að Framsóknarmenn vilji gerbreyt- ingu á framkvæmdastjórn bæjarins, og mun það _ ekki koma mönnum undarlega fyrir sjónir, þar sem flokkurinn mun hafa tilbúin tvö bæj- arstj óraefni. Kveðst hann ekki að- eins vilja losna við bæjarstjórann, heldur og bæjarverkfræðing líka. Kennir blaðið fám dögum áður bæj- arstjóra og bæjarverkfræðingi um, að ekki hafi verið hreinsaður snjór af gangsféltuni og götum í aðal-um- ferðahverfum bæjarins meðan hann var krapakenndur og auðvelt að moka, heldur látið allt hlaupa í klaka, sem illmögulegt er að vinna á, eins og raun ber vitni. Blaðinu kemur ekki til hugar að minnast á, að við höfum bæjarverkstjóra, sem annast eigi umsjón með snjóhreins- un af götunum. Hann nefnir ekki einu orði, að bærinn þurfi að fá nýjan mann í hans stað, enda er hann á framboðslista Framsóknar. Kannske vill Framsókn gera hann að bæj arverkf ræðingi ? Það sannast hér á Framsókn, „að ekki sér hann sína menn, svo hann ber þá Iíka.“ Eitt rekur sig á annars horn. EINHVERJUM kann að finnast, að krafa Dags um endurskipun á stjórn bæjarmálanna s. 1. laugardag, stingi nokkuð í stúf við ummæli blaðsins þrem dögum áður. En þá segir það: „.... Þegar stjórn bæjar- málefna Akureyrar er borin saman við það, sem gerst hefir víða annars staðar, t. d. ísa- firði, Vestmannaeyjum og Siglufirði, sézt berlega, að betur hefir verið haldið á málum hér en þar. í sumum hinna bæjanna er allt sokkið í skuldir, og sumstaðar hin mesta óreiða á fjárhagnum, að sögn blaða í þessum bæj- um. Ekki verður annað sagt, en fjármál og fjárreiður kaup- staðarins hér séu í allgóðu lagi og mega borgararnir líka meta það að verðleikum, eink- um þar sem nú fara erfiðir tímar í hönd, og mun þá lík- legra til trausts að eiga golt orð fyrir skynsamlega fjár- málastjórn en langa sögu um ævintýralegar aðgerðir þeirra flokka, sem kalla sjálfa sig framsækna og haldna alveg sérstökum áhuga fyrir velferð almennings ....“ Hvar er samræmið, Dagur sæll? Spörkin. BÆÐI Dagur og Alþýðumaður- inn halda áfram að tala um spörk á Indriða Helgasyni og Svavari Guðmundssyni af lista Sjálfstæðis- flokksins, enda þótt ísl. hafi áður gert fulla grein fyrir þessu atriði. Dagur segir, að Marteinn hafi „ekki óskað“ að vera í kjöri, og því hafi honum ekki verið sparkað. Hins vegar er upplýst, að Indriði Helga- son óskaði eftir að vera EKKI í kjöri, og er á þessu reginmunur. En furðulegt er, að blöðin skuli vera hneyksluð yfir að maður, sem sagði sig úr Sj álfstæðisflokknum á s. 1. sumri, skyldi nú ekki vera settur í öruggt sæti á lista flokksins. Sá atburður ætti að minnsía kosti að vera ritstjóra Dags í minni ennþá. Ekki er svo langt síðan hann þeytt- ist á bíl sínum fram í Þverá með fregnmiða Sv. G., er hann hugði geta orðið Framsóknarmönnum að liði í Alþingiskosningunum. Hvar eru verkamenn kommúnista? VERKAMAÐURINN lætur í það skína, að kommúnistar stiíli verka- mönnum í örugg sæti á listum sínum til bæjarstjórnarkosninganna. Hér á Akureyri hafa þeir kennara og út- gerðarmann í öruggu sætunum, en verkamann má fyrst sjá í vonlitlu sæti. Sama er uppi á teningnum í Reykjavík. Þar eru Sigfús og Katrín í efstu sætunum, en enginn verka- maður í öruggu sæti. Klósett-óhugi Dags. DAGUR er ekki til fulls ánægður með bæjarmálastefnuskrár flokk- anna, sem nýskeð hafa verið birtar. Telur hann vanta í þær yfirlýsingar um fylgi við „eilífðarklósettin“, sem byrjað sé að grafa fyrir. Þetta salernamál er orðið æði gamalt og meira en heilt kjörtímabil liðið, s’ðan bærinn var þegar orðinn sér til skammar fyrir að eiga engin almenningssalerni. En nú, þegar fyrst er kominn skriður á málið, staður ákveðinn og útgröftur hafinn, ætlar Dagur að gera það að eina stefnuskrármáli sínu fyrir bæjar- stjórnarkosningarnar. Blaðið ætlar með öðrum orðum að reyna að vinna kosningar á almenningssalern- um. Verkamaðurinn ðróttar ósæmilegu athæti að nafn- greindum mönnum. Bírtir fórcnlegar dylgjur um prófkosningar Sjólfstæð- ismanna í fyrirspurnarformi. Hver er heimildar- maðurinn? Verkamaðurinn beinir 13. þ. m. nokkrum fyrirspurnum til ísl., varð- andi prófkosningu Sjálfstæðismanna til uppstillingar á 6 efstu mönnum á lista flokksins við bæjarstjórnar- kosningarnar. Sumum fyrirspurnun- um var svarað í síðasta blaði, svo 1 að óþarfi virðist að endurtaka þær, en aðrar eru þess eðlis, að Verka- maðurinn getur ekki látið undir höfuð leggjast að gefa upp heimild- armenn sína að þeim glæpsamlegu aðdróttunum, sem í þeim felst um menn, er hann þar tilgreinir. Spyr hann, hvort rétt sé, það sem „fullyrt sé af fjölmörgum Sjálfstæðismönn- um“, að tveir tilgreindir menn hafi „valsað ineð atkvæðaseðlana í próf- kosningunni, breytt þeim og eyðilagt að vild sinni“. Hér er sem sagt haft eftir „fjölmörgum Sjálfstæðismönn- um“, að ákveðnir menn hafi s'.aðið að stórkostlegúm atkvæðafölsunum, en slíkt athæfi er hvarVetna talið til glæpsamlegra verka, og er því að- dróttunin, er í spurningunni felst svo alvarleg, að skora verður hér með á Verkamanninn að gefa upp nöfn hinna „fjölmörgu Sjálfslæðis- manna“, er þetta hafa fullyrt, eða að öðrum kosti standa sem opi.nber slefberi eflir. Kosningarnar voru framkvæmdar sem hverjar aðrar leynilegar kosn- ; ingar undir umsjón þar til kjörinn- ar kjörstjórnar, og tala greiddra at- kvæða borin saman við kjörskrá, áður en kjörkassi vár opnaður og : talning hófst, og kom annar hinna nafngreindú manna í Verkam. ekki nálægt atkvæðagreiðslunni, né held- ur talningu. Viðvíkjandi annarri spurningu blaðsins er ísl. kunnugt, að Eiríkur Einarsson óskaði þess sjálfur á full- trúaráðsfundi, að vera í 5. sæti- Þriðja spurning er einnig byggð á. marklausu slúðri, auk þess, sem þar eru endurteknar sömu aðdróttanirn- ar og í þeirri fyrstu. Fyrsti maður listans hreyfði aldrei neinum „skil- yrðum eða úrslitakostum“ á fundum fulltrúaráðsins, þegar verið var að ganga frá efstu sætum listans. Fjórðu spurningunni hefir áður ver- ið svarað, og skal það því ekki end- urtekið hér, og fimmtu spurning- unni, sem furðulegust er af þeim öllum, getur blaðið áð sjálfsögðu ekki svarað, þar sem henni er beint til þingmannsins, og mun hann þá að sjálfsögðu gera það sjálfur, ef honum finnst hún þess virði. Loks skal ritstj. Verkam. ráðlagt að leita sér framvegis áreiðanlegri heimilda um félagsmál Sjálfstæðis- manna en hingað til, ef hann vill ekki verða að frekara athlægi.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.