Íslendingur


Íslendingur - 18.01.1950, Blaðsíða 4

Íslendingur - 18.01.1950, Blaðsíða 4
4 ÍSLENDINGUR Miðvikudagur 18. janúar 1950 Útgefandi: Útgáfufélag íslendings. Ritstjóri og ábyrg'ðarmaður: Jakob Ó. Pétursson. Auglýsingar og afgreiðsla: Svanberg Einarsson. Skrifstofa Gránufélagsgata 4. Sími 354. PrentsmiSja Björns Jónssonar h.f. Fyrir hverju er harizt? Bæj arstj órnarkosningarnar nálg- ast óðurn. Eítir 11 daga eiga kjós- endur enn að ganga að kjörborði eftir þriggja mánaða hvíld. Síðasta sunnudag í október kusu þeir ser mann eða menn til að fara með um- boð sitt á löggj afarþinginu. Síðasta sunnudaginn í þessum mánuði velja þeir sér menn til að skipa bæjar- málunum næstu 4 ár. Ekki verður með réttu sagt, að baráttan hafi verið tiltakanlega hörð fyrir bæjarstjórnarkosningunum fram að þessu. Þó hefir vel mátt merkja það af dagblöðunum í höf- uðstaðnum, að eitthvað stæði til. Tíminn hefir fyrir all-löngu síðan hafið skarpa atlögu að Sjálfstæðis- flokknum þar, sem farið hefir með stjórn Reykjavíkur síðan hún var lítill kaupstaður, fyrir að hafa ekki alltaf tiltækt nægilegt húsrými fyrir alla þá, sem hópast vilja þar saman víðsvegar að af landsbyggðinni. Og fleiri „sakir“ eru bornar á stjórn Rekjavíkurbæjar, svo sem sjúkra- hússkortur, of há útsvör o. s. frv. Framsóknarflokkurinn þar hefir nú verið „klassaður“ upp, og er boðinn fram í 1. sæti listans ungur maður, sem kveðst vilja „berjast fyrir rétti hins óbreytta borgara“, og í 2. sæti hjúkrunarkona, sem ,,nöppuð“ var frá Þjóðvarnarkommúnistum á síð- ustu stundu. Og öllum kemur þeim saman um það, vinstri flokkunum þremur, að losa þurfi Reykjavík við þá fjármálastjórn, er hún hefir orð- ið að lúta undanfarið kjörtímabil, enda þótt hagur þess bæjar sé betri en allra annarra á landinu. Hér á Akureyri hafa flokkarnir líka sín áhugamál. Framsóknar- flokkurinn hefir áhuga fyrir að treysta sem bezt aðstöðu KEA í bæjarstjórninni með því að eiga þar framkvæmdarstjóra félagsins og for- stjóra kaffibætisgerðar KEA og SÍS. Ennfremur að fullgera í hvelli al- menningssalernin undir kirkjutröpp- unum, sem byrjað var á að grafa fyrir í haust, en hætt við, meðan klaki var mestur í jörð. Kommúnistar hafa einkum barizt fyrir því að fá upplýst, hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn velur í 6 efstu sæti lista síns þá 6 menn, er flest at- kvæði fengu við almenna prófkosn- ingu innan flokksins, og Alþýðu- maðurinn fyrir því að koma ritstjóra sínum í bæjarstjóm. Auk þessara aðal-baráttumála JÓLAKROSSGÁTAN Frú Sigurlaug Vilhjálmsdóttir hlaut verðlaunin. Blaðinu bárust 13 ráðningar á krossgátunni í jólablaðinu, og reynd ust 9 þeirra að öllu réttar. Dregið var um verðlaunin, og kom upp nafn frú Sigurlaugar Vilhjálmsdóttur, Munkaþverárstr. 34. Verðlaunanna skal vitja í skrif- stofu blaðsins. Lausn gátunnar er þessi: LÁRÉTT: 1. Skotspónn, 8. ilskórnir, 16. Týs, 17. bára, 18. akur, 19. áði, 20. íss, 21. slíta, 23. kurla, 24. lim, 25. firr- una, 26. agg, 29. sölna, 30 nafar, 32. ósa, 34. blá, 35. gín, 36. fer, 37. ryskingar, 39. grandsögn, 41. askan, 42. dalli, 43. aftraði, 45. reitina, 48. sálmana, 52. skarfar, 57. ámóta, 59. æðina, 61. tálsnörum, 62. mundrið- ar, 63. in, 64. áll, 65. ugg, 66. Ara, 67. sakað, 69. akarn, 71. mal, 72. stuggur, 73. kóf, 76. mátar, 78. ank- er, 81. lýt, 83. iða, 84. ísuð, 85. nafa, 86. ófu, 87. lausnarar, 88. varasam- ar. LÓÐRÉTT: 1. stímabrak, 2. kýs, 3. oss, 4. S.B.S. 5. pál, 6. óríflegra, 7. natin, 9. launa, 10. skraflaði, 11. kul, 12. jra, 13. nál, 14. iði, 15. rimlarnir, 22. aragrúi, 23. kunnger, 27. glys, 28. gáska, 29. seint, 31. reddi, 32. óföla, 33. segl, 38. kafbáts, 40. sans- iði, 44. rim, 46. tær, 47. þáttaskil, 48. sólna, 49. lands, 50. afrakstur, 51. afmáður, 52. samlaga, 53. ann- markar, 54. færin, 55. riðum, 56. marglitur, 58. máir, 60. naga, 68. ataða, 70. kunna, 74. óða, 75. fau, 76. mín, 77. ása, 79. efa, 80. ras, 81. lóm, 82. ýfa. Engin úrlausn hefir borizt á vísna- þrautinni í jólablaðinu. tveggja síðasttöldu flokkanna hafa þeir vikið að ýmsum öðrum málum í svonefndum „stefnuskrám“, sínum, þótt annar verði að „horfa um öxl“ til sinnar. En þær eiga það sameig- inlegt, líkt og vant er, að gjaldgeta bæjarsjóðs og borgaranna er algert aukaatriði. Sjálfstæðisflokkurinn hefir einnig lýst yfir því, hverjum framkvæmdum hann telji fyrst bera að sinna og hverjar úrlausnir mála hann telji brýnastar, -— en allt er með því skil- yrði, að fjárhagur bæjarins og gjald- geta borgaranna geti borið það. Telur hann því, eins og segir i málefnayfirlýsingu hans, „að fram- kvæmdir allar beri fyrst og fremst að miða við þarfirnar og greiðslu- getu bæjarins, eins og hún er hverju sinni“ og að „verklegum fram- kvæmdum sé þannig hagað, að kom- ið sé í veg fyrir atvinnuleysi, eftir því sem frekast er unnt og aðstæður Ieyfa.“ Allir vilja framkvæmdir hvar í flokki sem þeir standa. En skyldi ekki fjárhag og framtíðarhorfum margra kaupstaða vera betur komið nú, ef það höfuðsjónarmið hefði ætíð verið ríkjandi að haga fram- kvæmdum fyrst og fremst eftir þörf- um bæjanna og greiðslugetu? Á villlum vegurn. — Missögn í Isl. jyndni. — Sparnaðarhugur í Degi. NÝLEGA var auglýst í RíkÍ6Útvarpinu eftir 3 unglingspiltum úr Reykjavík. Sátu þeir þá í góðu yfirlæti á Ilótel KEA, und- ir vafasömum nöfnum. Höfðu komið hing- að frá Siglufirði. Lögreglan hér hafði uppi á þeim, og voru þeir sendir heim með síð- ustu áætlunarferð til yfirheyrslu vegna einhverra yfirsjóna, sem teljast munu al- varlegs eðlis. í útvarpinu var fyrst lýst eítir þeim 10—11 dögum eftir að þeirra var saknað. Þetta er í annað sinn með skömrnu millihili, sem afbrotaunglingar úr Reykjavík hafa leitað hingað undan lögreglu höfuðstaðarins, og virðist því fyllsta ástæða til, að bæjarbúar taki með nokkurri varkárni á móti aðkomnum ungl- ingum, sem þeir þekkja ekki deili á. ÍSLENZK FYNDNI er eitt þeirra rita, sem mörgum þykir fengur í. Er nýlega komið út af því 13. heftið. 14. sagan í heftinu er auðsjáanlega (af kunnuguin), ekki rétt tilfærð. Þar er talað um tvo hey- poka í stað tveggja „taðhesta", og fátæk- an og ríkan bónda í stað húsmanns og lítt efnaðs bónda. Saga þessi er eyfirzk, og nöfn „söguhetjanna" þekkja allir kunn- ugir. En fyrst ég er að nefna „íslenzka fyndni“, er rétt að gefa eitl sýnishorn af þeirri nýjustu: „Merkjasala á götum bæjarins er óvin- sæl af mörgum .... Gömul kona, sem bjó á annarri hæð í húsi hér í bænum (Rvík) sá, að fólk þyrptist saman fyrir utan húsið. — Hvað er um að vera? spurði gamla konan. — Það er loftvarnarmerki, var henni svarað. — Já, ég kaupi ekkert merki, sagði gamla konan. SPARNAÐARHUGUR mikill er kom- inn í Framsóknarmenn hór í bænum. Vill Dagur leggja niður Úlhlutunarskrifstof- ttna, Vinnumiðlunarskrifstofuna og fram- færslufulltrúaembættið, en fela störf þess- ara skrifstofa væntanlegum bæjarstjóra (sem Framsókn hefir von um að geta lagt sínum heitt-elskaða bæ til). Segir Dagur, að Sjálfstæðis- og Alþýðuflokksmenn liafi ráðið því í bæjarstjórn til þessa, að fyrr- nefndum skrifstofum og embætti með 611- um þeim kostnaði, er því fylgi, hafi verið haldið við. En ég vil nú vera svo frekur að spyrja: Hvernig geta 5 Sjálfstæðis- og Al- þýðuflokksmenn í bæjarstjórn liafa ráðið þessu sukki, ef 6 Framsóknarmenn og kommar hafa verið á móti því? x D-Hstinn SamvinnutélOg sem flokksfyrirtæki. Eins og kunnugt er eru samvinnu- félögin upphaflega verzlunarsamtök bænda. Fyrst og fremst var ætlunar- verk þeirrja að greiða fyrir afurða- sölu þeirra, og jafnframt að útvega þeini erlendar nauðsynjavörur fyrir koslnaðarverð. Eftir að félögunum fór að vaxa fiskur um hrygg, og einkum eftir að þeiin var tneð sér- stakri löggjöf sköpuð aðstaða til betri afkomu, hafa þau smám saman fært út verksvið sitt, — ekki bundið sig við verzlun eina, eins og þau gerðu, er samvinnulöggjöfin var sett, heldur sett upp fjölda iðnfyrir- tækja, tekið upp gislihúsarekstur, gróðurhúsarekstur, lyfsölu o. m. fl. Oll þessi starfsemi er rekin við betri aðstöðu en einstaklingar eiga völ, jafn mikið og í áðumefndu tölu- blaði, gerir upphæðin árlega 94,500,00, ef miðað er við 25% af- slátt frá brúttóverði auglýsinga í blöðunum. Er það eigi svo lítill fjár- hagslegur styrkur, sem flokksblaði Framsóknarmanna er þannig veittur af sameiginlegu fé meðlima KEA. í Akureyrardeild KEA eru um siðustu áramót taldir 2072 meðlim- ir, en það er sem næst tvöföld at- kvæðatala Framsóknar við síðustu Alþingiskosningar. Er því auðsætt, að mjög mikill fjöldi félagsmanna í deildinni tilheyrir öðrum stjórn- málaflokkum. í jólablaði Tímans 1949 eru um 30 blaðsíður af auglýsingum frá kaupfélögum víðsvegar um land og MtAvQuaUftnn Ij, t»U DAr.ll tHntm.m itw ^ VAr blóðum yðun Uti6 í «ýninoargluggann hjá *©83 um nœstu helgl. og þér muniB Banntœrast um þaö. að MEST OG BEZT ER ORVALIÐ HJA OSS! Hringið í simaJ — HringiÖ l timal — Vé» Bondam yður hoiml — Kjötbúð KEA Hugsið í tima fyrir jólaborðinul LAMBAt Kótelottur Karbónado Stetk NAUTAi StoUc Buif Guilash SVlNAi Steik Kótelettm Karbónado Hangikjöt JarÖepli Gulrófur Smiörlíld Tólg Alls konar Alegg SíldarOók Sardinur SviÖ o. m. 0, þar sem hún hefir enn þann dag í dag notið þeirra fríðinda um skatt- greiðslur er verzlun þeirra voru búin með samvinnulöggjöfinni. Jafnframt þessu hefir einn hinna íslenzku stjórnmálaflokka notað samvinnu- félögin sér til pólitísks framdráltar, svo sem með því að styrkja blöð flokksins með auglýsingum frá félög unum. Þessi styrktarstarfsemi við viss stjórnmálablöð er einkar óvið- eigandi, þegar á það er litið, að inn- an allra samvinnufélaga eru menn af öllum stjórnxnálaflokkum, og Fram- sóknarblöðin halda því óspart á lofti, að eignir félaganna sé sameign allra meðlima þeirra. Það lætur að líkum, að margar auglýsingar kaup- félaganna eiga erindi fyrir sjónir al- mennings en ekki Framsóknarmanna einna, eins og t. d. auglýsing sú, er hér birtist mynd af, og var í Fram- sóknarblaðinu Degi 14. des. s. I. eða 10 dögum fyrir jól. Vissulega þurfa fleiri kjöt á jólaborðið en Fram- sóknarmenn, eða svo finnst a. m. k. þeim, sem ekki fylla þann flokk. Og ekki er annað sýnna, en einstaklings- verzlanir auglýsi í blöðum Fram- sóknarmanna, þegar þær telja sig hafa eitthvað að auglýsa fyrir al- menning. En það hlýtur að vekja eftirtekt, að nefndan dag birtast aug- lýsingar frá KEA og fyrirtækjum SÍS í Degi, alls 630 dálksentímetrar, en ekhi ein einasla í íslendingi. Og ef reiknað er með, að félagið og SÍS auglýsi 50 sinnum á ári i Degi fyrirtækjuin SÍS, en það mun vera um 15—18 þús. króna framlag til útgáfu þess eina blaðs. Gefur það nokkra hugmynd um þann fjár- straum, sem forráðamenn samvinnu- félaganna veita út í áróðurstæki Framsóknarflokksins, Tímann og Dag. Frá Í.S.Í. Stjórn íþróttasambands íslands hefir ákveðið þessi landsmót fyrri hluta ársins 1950: JJandknattleiksmeistaramót ls- ands (inni) fyrir meistaraflokk og 2. flokk kvenna, 1., 2. og 3. flokk karla, frá 16. marz til 30. marz 1950. Handknattleiksráði Reykjavíkur hefir verið falið að sjá um þessi handknattleiksmót. Skautamót íslands, þann 5. febr. 1950. — Skautafélagi Reykjavíkur, falið að sjá um mótið. Meistarakeppni íslands í flokka- glímu þann 10. marz 1950. Hœjnisglíma þann 14. apríl 1950. /slandsglíman þann 26. maí 1950. Glíihumótin fara fram í Reykja- vík. Glímuráði Reykjavíkur falið að sjá um glímumótin. Sundknattleiksmót íslands, frá 10. til 19. maí 1950. Sundráði Reykjavíkur falið að sjá um mótin. Sundmeistaramót íslands, 30. °g 31. rnarz og 3. apríl 1950.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.