Íslendingur


Íslendingur - 18.01.1950, Blaðsíða 5

Íslendingur - 18.01.1950, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 18. janúar 1950 ISLENDINGUR Jón Geirsson læknir M I l\ N 1 N Gr Síðdegis hinn 4. janúar s. 1. barst mér sú harmafregn, að vinur minn, bekkjarbróðir og starfsbróðir, Jón Geirsson læknir, hefði lálist um há- degi þann dag eftir mjög skamma sjúkdómslegu. Ég átti slðast tal við Jón 1. janúar s. 1., og var hann þá að því er virt- ist fullfrískur, glaður og reifur, eins og hans var venja. 2. janúar var hann að vísu eitthvað lasinn, en síst af öllu datt mér í hug þá, að hann yrði liðið lík innan tveggja daga, enda bráð ágerðist sjúkdómur hans svo mjög, að telja má að ekki liði nema %—1 sólarhringur frá því að sjúkdómurinn tók að versna verulega og þangað til að andlátinu kom. Mér brá því meira en lítið, er mér barst hin algerlega óvænta andláts- fregn vinar míns og staífsbróður, og jafnframt saknaðar- og hryggðar- tilfinningu minnti það mig áþreifan- lega á það, hversu mjótt er bilið milli lífs og dauða, eins og við lækri- arnir rekum okkur svo oft á. Jón Geirsson læknir var fæddur hér á Akureyri 8. desember 1905, sonur merkishjónanna Geirs Sæ- mundssonar prófasts og vígslu- biskups hér á Akureyri og konu hans Sigríðar Jónsdóttur (Péturssonar háyfirdómara), og var Jón því hið bezta ættaður í báðar ættir. Stúdent varð Jón frá Menntaskólanum í Reykjavík 1927 með 1. einkunn og kandidat í læknisfræði frá Háskóla íslands 1933, einnig með 1. einkunn. Framhaldsnám í læknisfræði að af- loknu prófi sttmdaði Jón um eins mánaðar skeið í Björgvin í Noregi og eitt ár í Kaupmannahöfn við Amt- sygehuset Nyelandsvej, þ.e. frá 1933 —1934, og kom svo heim til Akur- eyrar og hóf þar lífsstarf sitt 25. október 1934. Jafnframt því að vera hér starfandi læknir gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum, svo sem skólalæknisstörfum við Barnaskóla Akureyrar 1934—1936, formaður Læknafélags Akureyrar oftar en einu sinni, formaður Hestamannafélags ins „Léttir", Akureyri, oft settur hér- aðslæknir í Akureyrarlæknishéraði í forföllum héraðslæknisins og fleirum trúnaðarstörfum gegndi hann, sem ég hirði ekki um að nefna hér. Leiðir okkar Jóns heitins lágu fyrst saman í Gagnfræðaskólanum gamla á Akureyri, en þó ekki veru- lega fyrr en kom í Menntaskólann L Reykjav.'k og þó alveg sérstaklega eftir að í Háskólann kom, en þar vorum við báðir innritaðir í lækna- deild 1927 og lukum þaðan prófi báðir vorið 1933. Um 9 ára skeið voru kynni okkar í skóla því mjög náin og sömuleiðis eftir að ég kom sem læknir hingað til Akureyrar síðast á árinu 1937, og tel ég mér því óhætt að fullyrða, að ég hafi þekkt vin minn Jón Geirs- son mjög vel og rækilega. Jón var gleðimaður og gæflyndur og undi sér ávallt vel í vinahópi, enda gat hann þá verið hrókur alls fagnaðar. Hann unni mjög allri feg- urð, skáldskap og músík, enda var hann mjög söngelskur og raddmað- ur góður. Dýravinur var hann hinn mesti, enda stundaði hann um margra ára skeið nokkurn búskap með hinum umfangsmiklu lækninga- störfum sínum, én vænst mun honum þó hafa þótt um hesta sína allra þeirra skepna, er hann hafði á búi sínu, enda hélt hann einn eða fleiri reiðhesta öll þau ár, er hann starf- aði hér sem læknir. Það, sem mér fannst einkenna Jón heitinn sérstaklega, auk glaðlyndis hans og ljúfmennsku, var, hversu hjálpsamur, ósérhlífinn og viljugur hann var í starfj sínu, ætlð hæversk- ur og ljúfur jafnt við þá, sem minnst máttu sín eins og við þá, sem hærra voru settir og ávallt reiðubúinn að hjálpa þeim, sem bágt áttu, þótt það oft og mörgum sinnum kostaði hann bæði fjárútlát og fyrirhöfn. Með vissu veit ég að Jón heitinn var mjög ástsæll læknir, enda var hann öllum þeim kostum búinn, sem góðan lækni mega prýða, þ.e. fylgdist vel með í starfsgrein sinni, var vinur og ráð- gjafi sjúklinga sinna, Ijúfur og kurteis í framkomu og lipur og ósér- hlífinn með afbrigðum, enda hafði hann öll þau ár, er hann starfaði, mikinn sjúklinga fjölda, og mætti segja mér, að margur af sjúklingum hans muni merkja það nú eftir frá- fall hans, að það skarð, sem orðið hefir fyrir skildi, muni vandfyllt aftur. Jón heitinn var Akureyringur í húð og hár, enda var hann hér bor- inn og barnfæddur og þekkti að heita Á feigðarslóðum Samvinnulegt innræti! — að kenna ritstjórunum um það, sem við lesendurnir skrifum í blöðin. Jafn- vel þótt það standi skýrum stöfum prentað, hvaðan höfundarnir koma. Andi samábyrgðarinnar frægu, ein- hverra harðhnj ósklegustu handjárna í veraldarsögunni, hefir gegnsýrt Framsóknarmenn svo rækilega, að hvergi er þurr blettur. Eins og viss tegund húsdýra, sem kemur af sundi, hristir sig, þannig fara þessir menn nú að fyrir bæj arstj órnarkosning- arnar í öllum kaupstöðum landsins. Yrurnar ganga jafnt yfir alla. Það er t. d. ekki langt síðan, að til var eitt drykkjumannahæli á landinu. En svo illa tókst til með það, að Eysteinn nokkur heilbrigðis- málaráðherra og arftaki Moskva- stefnunnar í stjórn, afhenti drykkju- mannahæli þetta landbúnaðarráð- herranum Bjarna Ásgeirssyni, svo að hann gæti aftur, eins og hann líka gerði, afhent Framsóknarþingmann- inum, Jörundi Brynj ólfssyni, hælið sem „jarðarhús", um leið og þeim sama þingmanni var afhent höfuð- bólið Kaldaðarnes, með kjörum, mátti alla bæjarbúa og átti hér fjölda vina og leiksystkina. Þegar í Mennta- skólanum var Jón heitinn ákveðinn í því að verða starfandi læknir á Akureyri, og mun það víst sjald- gæft, að skólapiltar í Menntaskóla hafi þá þegar ákveðið starfssvið sitt og þann stað, sem þeir ætla að helga starfskrafta sína. Persónulega á ég að baki að sjá góðum vini og ágætum samstarfs- manni, sem öll þau ár, er ég hefi starfað sem héraðslæknir á Akur- eyri, ætíð hefir verið boðinn og bú- inn að aðstoða mig og hjálpa mér á allan hátt í starfi mínu, og hlífðist hann þá aldrei við að bæta á sig störfum mín vegna, þótt hann væri hlaðinn störfum fyrir og langt frá því að vera heilsuhraustur. Eg votta ekkju Jóns heitins Geirs- sonar og börnum innilegustu og dýpstu samhryggð mína og skil vel, hversu mikið reiðarslag það muni hafa verið fyrir þau að missa hann svo sviplega, og víst er missir þeirra svo mikill, að mjög þungur harmur er að þeim kveðinn, en vald dá'uðans virðist ekkert standast, þegar kallið er komið, og við það verða allir að sætta sig, þótt erfitt sé. Góði vinur og stéttarbróðir! Hafðu þökk fyrir allar þær gleði- stundir, sem við höfum átt saman og fyrir alla þína fórnfúsu aðstoð og hjálp, mér og öðrum til handa, og vissulega munt þú uppskera ríku- lega, eins og þú sáðir. Jóhann Þorkelsson. sem munu setja heimsmet í „sölu" ríkiseignar. Rétt á eftir reyndu Framsóknarráðherrarnir að klína sökinni að all-verulegu leyti yfir á ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Þar var andi samábyrgðarinnar, andi hlekkjanna, handjárnanna frá Kreml, — að verki. En það er eitt, sem allir Fram- sóknarmenn eru samábyrgir um, svo ósundurgreinanlega, að jafnvel þeim sjálfum er brugðið. Það er þjóðlygin. Hún hefir alltaf verið mjög ríkur þáttur í sögu þeirra. Hún er eins og eitur, sem menn geta, ef til vill, þolað að vissu marki, en þegar yfir það mark er komið, verða afleiðingarnar alvarlegar. Það hefir aldrei komið fram eins glöggt og á síðustu vikum,'hvað þjóðlygin er orðin mögnuð í lífi þessa mannhóps. Svö, að þess munu fá dæmi annars- staðar í heimi og næsta torfundin. Og þó hefir ekki þurft að sakna hennar þarna á liðnum tímum. Eitt lítið dæmi um „áreiðanleik" Framsóknarmanna og sem er eins- konar vasaútgáfa eða smækkuð mynd af framkomu þeirra í stærri vandamálum þjóðarinnar, birtist í blaðinu Tímanum 29. des. s. 1. Þar segir frá verkamannafjöl- skyldu, sem býr í bragga vestur á Melum í Reykjavík á þenna hátt: „Vestur á Melum býr kona í bragga með manni og þremur ung- börnum, sem hún á. Sáiarástand hennar er þann veg farið, að hún þarf ekki annað en að leggjast á kofagólfið til að komast í talsam- band við dr. Helga á Kleppi. Mað- urinn, sem hún býr með, er við vinnu á daginn, og þegar börnin eru ein heima hjá hinni geðbiluðu móð- ur, þora þau sj aldnast að skríða und- an borðinu, þar sem þau leita sér hælis." Daginn eftir birtingu þessarar frá- sagnar, sneri annað blað í Reykjavík sér til Barnaverndarnefndar og leit- aði upplýsinga um mál þetta. Fékk blaðið þau svör, að börnin séu að- eins tvö, 12 og 7 ára, og ástand kon- unnar þannig, að hún fær sinnuleys- isköst, talar þá gjarna við sjálfa sig og hirðir, þegar þannig stendur á, illa um heimilisstörfin. Hún er al- gerlega meinlaus, að því er Barna- verndarnefnd bezt veit, og á milli þessara kasta virðist hún algáð. Heimili þetta er undir stöðugu eftirliti nefndarinnar, og læknir hefir fylgst með því. Telur hann, að það gæti haft mjög slæm áhrif á heilsu hennar, ef börnin væru tekin í burtu, enda gerir hún þeim aldrei mein. Auk þess er maðurinn, sem með konunni býr, sjúklingur að ein- hverju leyti, hefir verið heima lengstaf og stundar enga vinnu. Eins og sjá má af samanburði, ber hér verulega á milli. Og furðulegur má vera sá hugsunargangur Frarrí sóknarmanna, sem birtist í því að taka jafn viðkvæmt einkamál og þetta til ýkjufærslu í þeim eina til- gangi, að því er séð verður að afla flokki sínum atkvæða 29". janúar, með því að núa andstæðingum sín- um illri borgarstjórn 'um nasir. ¦— Mikið má vera, ef slíkt ber ekki Höfðingleg dánargjöf Vestur- íslendings. í Lögbergi 22. des. s. 1. birtast minningarorð um Aðalstein Kristj- ánsson frá Flögu í Hörgárdal, er lézt í Hollywood 14. júlí f.á. 71 árs að aldri. Aðalsteinn var fæddur að Bessa- hlöðum í Oxnadal, en ólst upp að Flögu í Hörgárdal, þar til hann flyt- ur til Canada árið 1901. Rak hann lengi í Winnipeg byggingariðnað í félagi við bróður sinn og efnaðist vel. Kom í ljós, er erfðaskrá hans var opnuð, að hann hafði borið ein- stæðan ræktarhug til átthaga sinna og Islands í heild. Segir ritstjóri Lögbergs svo frá í minningarorðum sínum: Hin óviðj af nanlega ræktarsemi Aðalsteins við Island og íslenzkar menningarerfðir, kom gleggst og stórmannlegast í ljó,s, er erfðaskrá hans var nýlega gerð heyrinkunn og dánarbú hans kom til uppgjörs í skiptarétti Manitobaf ylkis; erfða- skráin var samin 1926, en samkv. henni 'ánafnar Aðalsteinn lslandi miklum meirihluta eigna sinna, sem vaxið hafa mjög frá þeim tíma, og nú ^ru reiknaðar á $108,000. Erfða- skráin mælir fyrir um 20 þúsund dollara gjöf til Manitoba-háskólans, ennfremur ríflega fjárhæð til stofn- unar kennslustóls í náttúrufræði og efnavísindum við Háskóla Islands, ásamt álitlegri upphæð til skógrækt- ar á íslandi; og síðast en ekki sízt ber að minnast fyrirmælanna, sem táknrænust eru fyrir innræti og hjartalag gefandans, en þau lúta að stofnun eldtrausts og glæsilegs heim- ilis í Eyjafirði fyrir munaðarlaus og hjálparþurfa börn, en til þess að koma slíkri stofnun á fót, leggur gef- andinn fram höfSinglega fjárhæS; þó hér sé aSeins stiklaS á steinum, verSur almenningi þaS ljósara en áSur, hve sannur vinur stofnþjóSar sinnar Aðalsteinn Kristjánsson var, hversu stórtækur hann var, og hversu mikið var í manninn spunn- ið." Aðalsteinn fékkst nokkuð við rit- störf á íslenzkri og enskri tungu. Meðal íslenzkra rita hans eru: Austur í blámóðu fjalla, A skot- spónum og Svipleiftur samtíðar- manna. fordæminguna í sjálfu sér. Flokkur- -inn, sem hugsar einungis um sinn hag, eða fyrirmanna sinna, en skammtar öðrum, líkt og þegar moði er fleygt ífenj ótittlinga, til að friða fimmta part eða minna af slæmri samvizku, gerist sekur um að bæta lygi við óhamingju fólksins. Hvert munu að lokum verða rakt- ar feigðarslóðir slíks stjórnmála- flokks. S.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.