Íslendingur


Íslendingur - 18.01.1950, Qupperneq 8

Íslendingur - 18.01.1950, Qupperneq 8
Auglýsingar borga sig bezt í íslendingi. ^tcwdlwawr . ..._.X ... Miðvikudagur 18. janúar 1950 Úfvarpstæki (Philco) til sölu. Upplýsing- ar á Húsgagnaverk8tæði Kr. Aðalsteinssonar & Co. Sími 430. Messað í Akureyrarkirkju kl. 5 e. h. n. k. sunnudag. — P. S. MessatS í Glerárþorpi kl. 2 e. h. n. k. sunnudag. Fermingarböm beðin að koma til viðtals. 5 unnudagaskóli Akureyrarkirkju er á sunnudaginn kl. 10.30 f. L — 7—13 ára börn í kirkjunni og 5—6 ára í kapellunni. Bekkjarstjórar masti kl. 10. Eskulýðsfélag Akur- ryrarkirkju. — 2. (yngri) deild. Fund- ír í kapellunni kl. 8,30 e. h. n. k. sunnudagskvöld og 3. (yngsta) deild: Fundur mánudagskvöld 23. janúar. — Munið eftir að greiða gjöld ykkar (árgjald 10 krónur). — Áríðandi að allir mæti. Akureyringur: Mundu eftir manninum, sem er hjálparvana og þarfnast þess að þú komir honum til hjálpar. (Mannvinur). Akureyringur: Mundu eftir fuglunum, sem aðeins eiga hlé hjá freðnum steini. (Dýravinur). Hjúslcapur: Gefin voru saman í hjóna- band, af vígslubiskupi, Friðrik J. Rafnar, 10. þ. m. Steingerður Hólmgeirsdóttir (Þorsteinssonar) og Guðlaugur Jakobs- son, vélstjóri. 14. þ. m. Sigríður M. Eirfksdóttir frá Hjaltcyri og Skúli Sigurgeirsson, Akur- eyri. 14. þ. m. Sigurlaug G. M. Halldúrsdótt- ir, verzlunarstúlka Akureyri og Kai Ras- mussen, bakari, Akureyri. Hjónaejni: Á nýársdag opinberuðu trú- lofun sína, Hrafnhildur Baldvinsdóttir, íþróttakennari og Þorsteinn Leifsson, bíl- stjóri. 70 ára varð 11. þ. m. frú Guðrún Ólafs- son, ekkja Ragnars Ólafssonar konsúls. Fermingarbörn: Prcstarnir biðja fernt- ingttrbörnin að koma til sín í Kapelluna eins og hér segir: Til séra Péturs, fimmtu- daginn kl. 5 e. h. — Til séra Friðriks, föstudaginn kl. 5 e. h. St.: Andr.: □ Huld: 59501186, IV/V, 2. Flokksjundur SjálfstœSismanna, sem af- lýst var s. 1. sunnudag vegna veðurs, verð- ur haldinn í kvöld kl. 8,30 á Ilótel Norð- urlandi. Minningarspjöld Nýja Sjúkrahússins og Elliheimilissjóðs Akureyrar fást í Bóka- búð Axels. SkíðaráS Akureyrar hefir ákveðið að stökkkeppni Stórhríðarmóts Akureyrar fari fram við Miðhúsaklappir kl. 2 n. k. sunnudag, ef veður leyfir. Hðfnin: Skipakomur síðustu viku: 11. janúar Esja, 12. Dettifos6, 13. Selfoss, 17. Hekla. Stúkan Brynja nr. 99 heldur fund í Skjaldborg n. k. raánudag 23. þ. m. kl. 8,30 e. h. — Fundarefni: Inntaka nýliða.| Innsetning embættismanna. Sýnd verður sænsk kvikmynd. Erindi. Eftir fundinn verður spiluð Framaóknar-whÍ6t. Reglufélagar raætið á fundinum raeð nýja félaga og sjáið þeesa ágætu mynd. SjónarhœS: Sunnudagaskóli kl. 1. — Almenn samkoraa kl. 5 á sunnudaginn. — KrÍBtur og vandamál æskunnar er efnið á laugardagskvöld kl. 8,30 á Sjónarhæð. — Allt ungt fólk velkomið! Smnundur G. Jóhannesson. Frá starjinu í kristniboSshúsinu Zion næstu viku. Sunnudag kl. 10,30 f.h. sunnu- dagaskólinn; kl 2 drengjafundur (eldri deild); kl. 8,30 almenn samkoma, séra Jóhann Hlíðar talar. Þrlðjudag kl. 5,30 fundur fyrir telpur 7—13 ára. Miðvikudag kl. 8,30 bibíulestur og bænastund. Fimmtu dag kl. 8,30 fundur fyrir ungar stúlkur. Laugardag kl. 5,30 drengjafundur (yngri deild). i; -I HjálprœSisherinn, Strandgötu 19 b.: — Fimmtudag 19. jan. kl. 8,30 Norsk forcn- ing. — Föetudag kl. 8,30 Söng og hljóm- leikasamkoma, guitarsamspil m. a. Sunnu- dag kl. 11 Bænasamkoma, kl. 2 Sunnu- dagaskóli, kl. 8,30 Alrnenn samkoma. Mánudag kl. 4 Heimilasambandið, kl. 8,30 Æskulýðssamkoma. — Verið hjartanlega velkomin. Enn kviknar í. Aðfaranótt 12. þ.m. var slökkviliðið kvatt að Hafnarstr. 98 (Hótel Akureyri). Haíði kviknað þar í glugga- tjöldum á gangi miðhæðar. Tókst fljótt að ráða niðurlögum eldsins, en allmiklar skemmdir urðu þó á ganginum. Rúmri viku áður hafði kviknað í á sömu hæð hússins eins og frá var sagt í síðasta blaði. ÍSLANDSGATA í FRÖNSKUM BÆ MeS bréfi dags. 23. des. 8. 1. til- kynnti borgarstjórinn í Avranches Pétri Þ. Gunnarssyni, stórkaupm., sem formanni nefndar þeirrar, er stóð fyrir Frakklandssöfnuninni á s.'num tíma — að borgarráðið hefði á fundi sínum 6. nóvember s. 1. á- kveðið einróma að skira eina götu bæjarins Rue d’ Islande (Islands- ! götu) í þakklætis- og viðurkenning- arskyni fyrir hjálp þá, er ísland veitti nauðstöddu fólki í Avranchæ á árunum 1945—1946. Eins og kunnugt er nam söfnunin 400 þús. krónum og var sainkv. til- lögum frönsku stj órnarinnar skipt á milli íbúa Avranches, en sú borg var ein af þeim, sem verst var leikin í stríðinu. Framboðslisti Sjólfstæðisflokksins ó Sauðórkrók (7 efstu menn) 1. Eysteinn Bjarnason, kaupm. 2. Guðjón Sigurðeson, bakari 3. Sigurður P. Jónsson 4. Jón Ragnar Pálsson 6. Árni Guðjónseon 7. Pétur Hannesson. Tveir menn slasast á Vopnafirði. í fyrradag varð það slys í Vopna- fjarðarkauptúni, að Ferguson-drátt- arvél valt á hálku fram af klifi við veginn, og slösuðust 2 menn, er á henni sátu: Páll Metúsalemsson bóndi á Refstað og Sæmundur Grímsson bóndi á Egilsstöðum. Þriðji bóndinn, sem með var, slapp ómeiddur. Vitaskipið Hermóður, sem statt var fyrir austan, lagði af stað með þá hingað til Akureyrar í gærmorgun. Var skipið væntanlegt snemma í raorgun. MENNTAMÁL, 3. h. XXII. árg. hefir borizt blað- inu. Flytur það minningargrein um Sigurð skólameistara eftir Ármann Halldórsson skólastjóra, grein um kristindómsfræðslu e. Steingrím Benediktsson, um rithátt íslenzkunn- ar e. Sig. Sigurðsson, um Barna- verndarfélag Reykjavíkur eftir dr. Matthías Jónasson o. m. fl. FRJÁLS VERZLUN, 7.-10. h. 1949 flytur m.a. jjetta efni: Milliliðir (Magni Guðmunds- sonl, Bækur og bókaútgáía (Birgir Kjaran), Heilbrigðir verzlunarhætt- ir (Bjarni Benediktsson), Umskipti í verzlunarmálum (Eggert Kristjáns- son) og í höll undirheima (Njáll Símonarson). TIL HVERS ERU LÖG? Dagur reynir að gera sér mat úr því, að í stefnuskrá Sj álfstæðisflokks- ins um bæjarmál Akureyrar, sé þess krafist, að framfylgt sé 3. gr. húsa- leigulaganna með fullri festu, en Sjálfstæðismenn í Reykjavík vilji láta afnema lögin. Islendingur hefir á undanförnum árum gagnrýnt húsaleigulögin og sýnt fram á, að þau séu ranglát gagnvart húseigendum, og viljað fá þau afnumin. Hin eina gagnsemi lag- anna, ef þeim væri beitt, er sú að draga úr innstreymi aðkomufólks og á þann hátt vernda íbúa bæjanna gegn húsnæðisskorti. Reynslan hér á Akureyri er sú, að aðkomufólk streyinir í bæinn eins og engin húsa- leigulög eða húsaleigunefndir væru til, og koma því lögin að engu gagni, þar sem þörfin er brýnust að þeim sé beitt. Framsóknarflokkurinn vill viðhalda lögunum en ekki beita þeim hér á Akureyri. Sjálfstæðismenn vilja hins vegar afnema lögin, en meðan það ekki fæst, þá sé reynt að framfylgja þeim. Til þess eru lög, að þau séu haldin, en ekki aðeins til þess að nefndirnar, sem þeirra eiga að gæta, geti hirt laun 6Ín. Dagur vill auðsjáanlega hafa húsa- leigulög og tilheyrandi nefnd, en nefndin má ekki beita lögunum, það gæti torveldað KEA og SÍS innflutn- ing á fólki! Sjálfstæðismenn! Munið fundinn í kvöld. x D-listinn DRYKKJUSKAPUR MINNKAR Eftir því sem blaðið „Vísir“ skýr- ir frá, hefir sala áfengis hjá ÁVR orðið um 2.5 inillj. kr. minni s.l. ár en árið 1948. Þegar vitað er, að verðhækkun varð nokkur á áfengi s.I. ár, er auðsætt, að verulega hefir dregið úr drykkjuskap á s.l. ári. Bæjarstjðrastaðan ð Akoreyri er laus til umsóknar. — Umsóknum sé skilað ó skrifstofu bæjarstjóra fyrir 1. febrúar næstkom- andi. Akureyri, 7. janúar 1950. Bæjarstjórinn. TEK AÐ MÉR fc viðgerðir á rafmagnstækjum. Einnig að smyrja þvottavélar. ÞORSTEINN SIGURÐSSON, Byggðaveg 109, sími 587, TIL SÖLU er svört kápa og síður kjóll. (Hvort tveggja á háa og granna konu.) Upplýsingar í síma 615. TIL SÖLU 2 Svendborgar-kolaofnar mjög góðir með tilheyr- andi rörum. Eiríkur Kristjánsson, Eyrarlandsveg 26. ÓSKA EFTIR lítið keyrðum, óyfirbyggðum eða vel yfirbyggðum Jeppabíl. Tilboð óskast send afgreiðslu íslendings fyrir 25. þ.m. — Merkt: Jeppabíll. EG KAUPI allar tegundir af not- uðum íslenzkum frímerkjum. Verð mitt útilokar alla samkeppni, þar sem ég greiði 50% yfir verð Reykja- víkur frímerkjakaupmanna. Sama verð er á óleystum merkjum og leyst- um af pappír. — Virðingarfyllst. — WILLIAM F. PÁLSSON. Halldórsstöðum, Laxárdal, S.-Þing. Ný íbúð til sölu. Neðri hæð í húsinu Bjarma- landi, Glerárþorpi, er til sölu og laus til íbúðar 14. maí n.k. Tilboðum sé skilað til JÓNS ÓLAFSSONAR, Bjarmalandi, fyrir 1. febr. n.k. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Glerárþorps og Hlíðarbúar! Kvöldskemmtun heldur L. F. G., Glerárþorpi, í Skálaborg n.k. laugar- dag, 21. þ.m., kl. 9 e.h. Tilhögun: 1. Trio leikur. 2. Eftirhermur (Z. Gissurarson). 3. ? 4. Dans. (Gömlu dansamir.) Trio leikur fyrir dansinum. — Aðgöngumiðar kosta: á eftirherm- urnar kr. 5.00; á dansinn kr. 10.00. NEFNDIN.

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.