Íslendingur


Íslendingur - 21.01.1950, Blaðsíða 1

Íslendingur - 21.01.1950, Blaðsíða 1
a XXXVI. árg. Laugardagur 21. janúar 1950 4. tbl. Vaxandi ítöK Sjálístæöis- manna í stjdrn bæjarins munu tryggja velgengni hans Ræða Sverris Ragnars á fundi Sjálfstæðismanna 18. janúar. Glæsilegur tundur. Sjáif- stæflisfélaganna á mifl- vikudagskvOIdið. Sjálfstæðisfélögin á Akureyri efndu til fundar að Hótel Norðurlandi s. I. miðvikudagskvöld. Var að- sókn góð, og stóð fundurinn fram yfir miðnætti. Þegar við stöndum nú enn and- 1 spænis bæjarstjórnarkosningum og ég kem hér fram fyrir ykkur í fyrsta skipti á þeim vettvangi, er ykkur ef til vill nokkur forvitni á að kynnast viðhorfi mínu til málefna bæjarins, og vil ég því gera lítilsháttar grein fyrir því. Ég mun ræða þessi mál nokkuð al- mennt, án þess að víkja verulega að einstökum viðfangsefnum, sem nú eru efst á baugi og bíða úrlausnar á næsta kjörtímabili. Það, sem fyrst verður fyrir manni, þegar farið er að íhuga ástæður og rekstur bæjar- ins, eru að sjálfsögðu fjármálin. Þau eru óhjákvæmilega sá grund- völlur, sem allt athafnalíf og þrifnað- ur bæjarfélags og ríkis hvílir á. Pen- ingarnir eru enn áfl þeirra hluta, sem gera skal, og sé fjármálunum sá sómi sýndur, sem þeim ber, á ekki að vera hætta á ferðum. Sem betur fer sjá þetta allflestir, sem um það vilja hugsa, og er gott til þess að vita, að fjármál bæjarins hafa farið forráðamönnum hans vonum betur úr hendi frá fyrstu tíð, þannig að segja má, að Akureyrarbær sé nú í tölu tiltölulega fárra bæjar- og sveit- arfélaga, sem búa við sæmilegan fjárhag. Nú er það svo, að bæjar- og sveit- arfélög eru engan veginn einráð um fjármál sín, frekar en um 6vo margt annað. Ríkisvaldið, •— þing og stjórn, — fjalla þar um óhjákvæmi- lega og í æ ríkara mæli, að því er virðist, en á því þingi hafa landsins börnum verið bundnir æ þyngri baggar, með ískyggilega vaxandi hraða á seinni árum. Enginn neitar hins vegar þeim fj árhagserfiðleikum, sem ríkið hefir ratað í, að nokkru leyti sjálfsagt af óviðráðanlegum or- sökum, en vafalaust vegna sjálfskap- arvíta að verulegu leyti. Þó að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi átt ítök í stjórn landsins lengstaf síðast liðin 10 ár, hefir sjónarmiða hans því miður ekki gætt þar sem skyldi, af eðlileg- um ástæðum, þar sem hann hefir neyðst til að viðhafa margskyns kaupskap við hina flokkana, til úr- lausnar vandamálunum. En hvað sem því líður, verður ekki um það deilt, að ríkið hefir haft forgöngu unv óhæfilega þungar álögur á borg- arana í ýrnsum myndum og skert þannig tekjustofna bæjanna fram yfir það, sem heilbrigt getur talizt. Af þessum orsökum meðal annars vilja og geta nú fáir, ótilneyddir, lengur hætt fé sínu í útflutnings- framleiðslu, eða aðrar fjárfrekar og áhættusamar framkvæmdir, sem þó eru að sjálfsögðu líftaug allra fram- fara og undirslaða að mannsæmandi lífi þjóðarinnar. Af þessum orsökum hefir slík starfsemi í vaxandi mæli færst yfir á herðar ríkisins og sveit- arfélaganna. Þetta er öfugþróun, að okkar viti. Það eru ákveðin takmörk fyrir, hve langt er hæ'gt að fara of- an í vasa borgaranna, án þess að athafnaþrá þeirra bíði skaða við, en þá er voðinn á næsta leiti, þegar svo er komið. Þó að ríkisvaldið eigi þannig mikla sök á vandræðum sveitarfélag- anna, verður hinu heldur ekki neit- að, að þau eru enn að verulegu leyti sinnar eigin gæfu smiðir. Það er dá- lítið fróðlegt í þessu sanibandi að skyggnast um og athuga hag hinna ýmsu bæja- og sveitarfélaga hér á landi, og skyldi það þá vera einber tilviljim, hvernig virðist skipta í tvö horn, eftir því hvaða flokkar marka stefnuna á hinum ýmsu stöðum. Ég held ekki. Við þekkjum þá sögu, — það er óþarft að rekja hana hér. Þó virðast mér Vestmannaeyjar vera einna átakanlegast dæmi. Því bæjar- félagi hefir öruggur Sjálfstæðis- meirihluti stjórnað til fjölmargra ára, við ágætan orðstír, fram að síð- asta kjörtímabili, en þá náðu and- stæðingarnir meirihluta aðstöðu, og á þeim 4 árum, sem liðin eru síðan, hefir svo hörmulega sigið á ógæfu- hlið, að nýlega voru stór og mikil mannvirki bæjarins auglýst til upp- boðs fyrir opinberum gjöldum. Þetta eru víti til vamaðar. Við eigum því miður engum meirihluta á að skipa í bæjarstjórn, en ég trúi því þó, að fari ítök Sjálfstæðismanna vaxandi í stjórn bæjarins, eins og efni standa til nú, megi vænta þess, að sæmilega takist um málefni hans, í saravinnu við aðra góða menn. Það er vafalaust, að sú bæjar- stjórn, sem nú verður kosin, fær nóga erfiðleika að stríða við. Mörg úrlausnarefni bíða framkvæmda, og sum þeirra risastór á okkar mæli- kvarða, svo sem hin nýja virkjun Laxár o. fl. Þið hafið sjálfsagt lesið stefnuyfirlýsmgu flokksins hér í bæjarmálum. Þar kennir margra grasa, en flest af því, sem þar er minnst á, eru harla nauðsynlegir hlutir, sem sumpart verður að kom- ast í framkvæmd strax, og annað, sem verður að vinnast í áföngum, eftir því sem geta leyfir. Almenn bjartsýni og framfaraþrá fátækrar þjóðar, sem flest átti ógert, sakir getuleysis, ýtti af stað af mikl- um dugnaði, en kannske. minni fyrirhyggju á stundum, stórgerðum framkvæmdum, jafnskjótt og færi gafst, og þó að farið væri af stað með auð fjár milli handa á okkar vísu, hafa erfið ár, sérstaklega til sjávarins, og líklega of ör fjárfest- I ing, með tilheyrandi verðbólgu, þurrausið sjóði okkar, svo að útlit er fyrir, að ríkið muni eiga fullerfitt með að standa við skuldbindingar sínar frá feitu árunum, til fjárfram- laga i mannvirki sveita- og bæjarfé- laga. Auðséð er því, að gæta verður varúðai' í meðferð fjár og ætla fót- Framh. á 3. síðu S.l. mánudag átti einn af elztu og mætustu innfæddu Akureyringum 80 ára afmæli, en það er Friðrik Þor- grímsson úrsmiður. Hann fæddist í svonefndu Þor- grímshúsi í Fjörunni, en það var jafnan kennt við föður hans. Ólst hann þar upp, ásamt 2 systkinum sínum, Magðalenu og Pétri, en Pét- ur er látinn fyrir nokkrum árurn. Þau systkinin hafa alla sína tíð búið á sama stað. Þeir bræður voru góðir söng- menn og miklir gleðimenn fram eft- ir árum. Minnast gamlir bæjarbúar þess, að oft, er leið þeirra lá fram hjá Þorgrímshúsi, ómaði það af org- elleik og söng. Voru þeir bræður helztu söngkraftar kirkjukórsins framan af aldri og ómissandi skenmitikraftar á dansleikum . og öðrmn mannfagnaði. Ungur nam Friðrik úrsmíði hjá Magnúsi heitnum Jónssyni úrsmið, og hefir síðan stundað þá iðn með mikilli prýði og stundar enn, þótt sjón sé farin að daprast. Ekki mmi Valgarður Stefánsson, varafor- maður Sjálfstæðisfélags Akureyrar, setti fundinn og stjórnaði honum. Af ræðumönnum tók Jón G. Sól- nes fyrstur til máls. Rakti hann starfsferil fráfarandi bæjarstjórnar síðasta kjörtímabil, lýsti málefna- samningi flokkanna og framkvæmd hans í ýmsum rnálurn, og þá sérstak- lega kaupum og rekstri Krossanes- verksmiðjunnar, og sneri síðan að málum þeim, er úrlausnar bíða á næsta kjörtímabili. Er kafli úr ræðu hans birtur annars staðar í þessu blaði. Næstur Sólnes talaði Guðmundur Jörundsson. Fjallaði fyrri hluti ræðu hans um stefnur stjórnmálaflokk- anna og áhrif þeirra á athafnalífið honum þó hafa lærzt, að hækka við- gerðir samkvæmt vísitölu eða öðr- um dýrtíðartöxtum. Þeir bræður ráku nokkurn búskap framan af árum, og átti Friðrik jafnan fallega og góða reiðhesta. Þá var hann og kunnur fyrir skotfimi sína og talinn ein bezta selaskytla hér um slóðir. Hann var allra manna greiðvikn- astur, geðprúður og hvers manus hugljúfi, enda kunningi og vinur flestra bæjarbúa. Gestrisni var mik- il á heimilinu og mátti oft sjá hóp ferðamannahesta við Þorgrímshús- ið, því að fjöldi utanbæj armanna kom þar við' á leið sinni í bæinn eða úr og naut góðgerða. Friðrik á langan og nýtan starfs- dag að baki, og óskar íslendingur honum góðs ævikvölds. x D -1 i s t ■ n n í landinu. Síðan sneri hann sér að bæjarmálunum og tók einkum til meðferðar útgerðarmál og hafnar- mál. Þriðji ræðumaður var Sverrir Ragnars. Er ræða hans birt í heild á öðrum stað hér í blaðinu. Þá tók til máls Helgi Pálsson. Kom hann víða við í ræðu sinni og skil- greindi ýtarlega stefnuyfirlýsingu flokksins. Auk þess sem hann tók iðnaðarmálin sérstaklega til með- ferðar, ræddi hann afstöðu fram- bjóðenda flokksins til ýmissa menn- ingarmála og lýsti eindregnum stuðningi við Elliheimilismálið, barnaheimilið og fyrirhugað æsku- lýðsheimili. Næstur talaði Eiríkur Einarsson, og tók til meðferðar atvinnu- og verklýðsmálin, auk þess sem hann ræddi nokkuð einstök atriði stefnu- yfirlýsingarinnar. Síðastur talaði Karl Friðriksson. Var aðalefni ræðu hans hvatning til fundarmanna um að fylgja fast eftir sigri D-listans við bæjarstjórnarkosn ingarnar og setja sér það takmark, að koma 5 mönnum af listanum í bæjarstjórn fyrir næsta kjörtíma- bil. Að þessum ræðmn loknum voru boðnar frjálsar umræður. Tóku þá til mgls Steingrímur G. Guðmunds- son og Sveinn Bjarnason. Flutti Sveinn langa og skörulega ræðu, þar sem hann rakti og gagnrýndi mál- efnasamning bæjarstjórnar s. 1. kjör- tímabil og hver áhrif hann hefði haft á afgreiðslu mála í bæjarstjórn- inni. Taldi hann margar hinna fjár- freku framkvæmda s. 1. kjörtímabil mjög hæpnar og áhættusamar fyrir bæjarfélagið. Að síðustu töluðu 5 fruminælenda nokkur orð hver, og var komið nokkuð fram yfir miðnætti, er fundi lauk. Voru fundarmenn liinir á- nægðustu, enda var þetta einn fjöl- sóttasti og ánægjulegasti fundur, er Sjálfstæðisfélögin hafa haldið hér í bæ. Friðrik Porgrímsson áftræður.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.