Íslendingur


Íslendingur - 21.01.1950, Page 2

Íslendingur - 21.01.1950, Page 2
2 íSLENDINGUR Laugardagur 21. jánúar 1950 Útgefandi: Útgáfufélag íslendings. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jakob Ó. Pétursson. Auglýsingar og afgreiðsla: Svanberg Einarsson. Skrifstofa Gránufélagsgata 4. Sími 354. PrentsmiSja Björns Jónssonar h.f. Húsaleigulögin og vöxtur Akureyrar Um mörg ár höfum vér búið við svonefnd húsaleigulög, sem gengu í gildi snemma á ófriðarárunum. Lög- gjöf þessi heggur mjög nærri eigna- og umráðarétti húseigenda, en til- gangur þeirra mun fyrst og fremst vera sá, að tryggja öryggi leigjenda fyrir því að þurfa ekki að hrekjast út á götuna. Lögum þessum hefir víða verið slælega fylgt og mjög far- ið í kringum þau. Þeim var ætlað að fyrírbyggja húsnæðiseklu í bæjun- um og draga úr aðstreymi fólks, en hafa engan veginn náð því takmarki. Þau hafa hins vegar komið því til leiðar, að gamalt fólk, sem ekki hafði annað til að lifa á en leigutekjur, af einhverj um hluta húseignar, er það hafði lagt samansparað fé í að eign- ast, hefir svo að segja komizt á von- arvöl, meðan leigjandi þess með sí- hækkandi árstekjum bjó í húsi þess með svo að segja óbreyttri húsa- leigu. En höfuðmarkmið laganna, að draga úr aðstreymi fólks til bæjanna, hefir ekki náðst. Stærstu bæir lands- ins, Reykjavík og Akureyri, vaxa jafnt og þétt, og húsnæðiseklan fer sívaxandi, þrátt fyrir miklar húsa- byggingar. Ástæðan er fyrst og fremst sú, að þrátt fyrir það, að 3. grein húsaleigulaganna gerir ráð fyrir verulegum hömlum á því, að aðkomufólk boli bæjarbúum úr hús- næði, þá streymir fólk úr öllum átt- um í bæi þessa, án þess að húsa- Ieigunefndirnar, sem gæta eiga lag- anna, hreyfi hönd eða fót. í stefnuyfirlýsingu Sjálfstæðis- flokksins við bæjarstjórnarkosning- arnar segir, að flokkurinn vilji láta bæjarstjórn krefjast þess, að 3. gr. húsaleigulaganna sé framfylgt með fullri festu, eða m.ö.o., að löggjöf þessi (sem ekki hefir fengist afnum- in vegna mótspyrnu vinstri flokk- anna) verði framkvæmd í þýðingar- mestu atriðum hennar. Blaðið Dagur hefir styggst við þessa yfirlýsingu. Framsóknarflokk- urinn á þingi hefir ekki viljað af- nema húsaleigulögin. Framsóknar- flokkurinn á Akureyri vill ekki láta framkvæma þau. Hvernig ber að skilja þessa af- stöðu Dags? Síðasta blað hans gef- ur nokkrar upplýsingar um það efni. Forustugrein blaðsins ber yfir- skriftina: Hvers vegna er Akureyri vaxandi bær? Fjallar greinin um SITT AF HVERJU Aukning Laxárv. hOtuð- verketni bæjarstjðrnar. Kofli úr ræðu Jóns G. Sólnes ó Sjólfsfæðisfundinum Engin moðsuða. Framsóknarflokkurinn einn hefir enga bæjarmálastefnuskrá lagt hér fram fyrir bæjarstjórnarkosningarn- ar. Hafa Framsóknarmenn hér síðan reynt að draga athygli manna frá málefnaskorti sínum með því að reyna að gera lítið úr stefnuskrám hinna flokkanna, telja þær „glamur- yrtar“, ekki líklegar til þess að leysa vandamál bæjarfélagsins og þar fram eftir götunum. Gállinn var sannarlega annar á Framsóknarmönnum við Alþingis- kosningarnar í haust. Þá byrjuðu þeir með því að rjúfa stjórnarsam- starfið, eftir að hafa sett fram úr- slitakosti sína, sem hinir flokkarnir höfnuðu, enda munu vart nokkurn tíma hafa verið bornir fram öllu fáránlegri úrslitakostir, tillögur sem sumar voru vart framkvæmanlegar, flestar þýðingarlausar, en þó sumar til bölvunar. Upp úr þessum úrslita- kostum suðu þeir síðan kosninga- stefnuskrá, sem almennt var kölluð „moðsuðan“. Síðan gerðu þeir harða hríð, einkum að Sjálfstæðismönnum, meðan þeirra kosningastefnuskrá var ekki komin fram, og reyndu að gefa í skyn, að þeir myndu ætla að hliðra sér hjá því, að birta nokkra slíka stefnuskrá. Framsóknarmönn- það, að á 70 manna fundi Framsókn- ar sem nýlega var haldinn, ekki á Hótel KEA heldur Norðurlandi, hélt formaður húsaleigunefndar, sem Framsókn hefir tyllt í baráttusæti framboðslista síns, því fram, að vöxtur Akureyrar sé mjög ör, og lætur í það skína, að útþensla fyrir- tækja SÍS, Gefjunar og Iðunnar, eigi drýgstan þátt í því. JVI.a. á hann að hafa sagt, að fólki fjölgi, „þar sem lífvænlegt er að búa“, og muni flytja gjarna þangað, sem „þeir álíta lífs- afkomu sína tryggari en annars staðar“. Er auðfundinn fagnaðar- keimur að boðskap doktorsins yfir vexti bæjarins, þess manns, sem frá gildistöku húsaleigulaganna hefir átt að vaka yfir því, að fólk flytti ekki ólöglega í bæinn og bolaði gömlum og grónum bæjarmönnum úr hús- næði. Það er að vísu mjög á orði, að KEA og SÍS geri nokkuð að því að flytja fólk í bæinn til 6tarfa í verksmiðjum þeirra, þótt verkafólki í bænum sé neitað inn vinnu þar, og að því leyti getur andúð Dags gegn framkvæmd 3. gr. húsaleigulaganna verið skiljanleg. En að formaður húsaleigunefndar verði sjálfur til að benda á hið öra innstreymi fólks í bæinn í hálfgerðum drýgindatón, — það er meira en menn fá skilið. Spurningu Dags, „Hvers vegna er Akureyri vaxandi bær?“ er fljót- svarað: Vegna þess að hásaleigu- nejndin á Alcureyri hefir ekki gegnt hlutverki sínu svo sem liún á að gera. — ------—^——— um varð þó ekki að því og urðu þeir þar sem oftar berir að því að fara með fleipur. Þeir þreyttust hins vegar ekki að guma af moðsuðunni sinni, sem þeir töldu að væri hið mesta hjálpræði. Nú virðast þeir aftur á móti hafa fengið sig fullsadda af henni, að minnsta kosti hefir hún þjakað Framsóknarmenn hér á Akureyri svo mjög, að þeir treystast nú ekki til þess að sjóða neitt saman fyrir þessar bæjarstjórnarkosningar. — Kannske hafa þeir vitkast nægilega mikið til þess að skynja nú fánýti þeirra tillagna, sem þeir túlkuðu af mestum fjálgleik í haust, en þó ekki tekið nægilega skjótum framförum til þess að bera nú fram eitthvað gagnlegt. Vel má líka vera, að stefnu- mál þeirra séu með þeim hætti, að þeir telji sér bezt henta að hafa sem fæst orð um þau, enda óvíst að þeir hafi nokkur önnur stefnumál, en þau að leggja hér allt undir KEA og SÍS. — Hver á þá að borga útsvörin? — Þeir hafa valið þann kostinn, sem þeim er beztur, en það er að þegja, og ættu kjósendur að muna það við þá með því að veita þeim lausn í náð frá setu í bæjarstjórn. Það sem koma skal. Verkamaðurinn er nú mjög áhyggjufullur yfir því, að lýðræðis-, flokkarnir þrír hafi sameinast um einn lista gegn Sósíalistum í Nes- kaupstað og spyr: „Er þetta það sem koma skal?“ Það er von að hann spyrji og spurningin er af því sprottin, að óþægilegur grunur er farinn að gera vart við sig í herbúðum Kommún- ista. Þeir eru farnir að finna þess glögg merki, að almenningur er í æ ríkara mæli að vakna til vitundar um hið rétta eðli og innræti Komm- únista. Það verður æ berara með hverjum deginum sem líður, að Kommúnistar eiga enga samleið með Islendingum, þeir eru í einu og öllu þjónar og boðberar hinnar rúss- nesku heimsveldisstefnu, andstæðir hagsmunum annarra þjóða. Þótt Verkamaðurinn velti því fyrir sér áhyggjufullur, hvernig Kommúnist- um muni reiða af í Neskaupstað, þá eru þó ekki áhyggjur Kommúnista hér bundnar við það eitt, þær eiga sér dýpri og víðtækari rætur. Verka- maðurinn veltir því fyrir sér í spurnarformi, hvað koma skuli, og vill því enn ekki opinberlega játa, að grunurinn sé orðinn að vissu, en honum er óþarft að velta öllu leng- ur vöngum yfir því, hann má vera þess fullviss, að brátt mun að því draga, að Kommúnisminn verði út- lægur gerr af landinu, ekki með lög- um eða valdboði, heldur af almenn- ingsálitinu, með vaxandi kynnum þjóðarinnar af hinu raunverulega eðli þessarar ofbeldisstefnu. Eftir að Jón G. Sólnes hafði rakið ýtarlega framkvæmdir og gjjjrðir fráfarandi bæjarstjórnar, fórust hon- um orð á þessa leið: Ég get nú farið að slá botninn í þessa greinargerð mína uin störf mín og annarra í bæjarstjórn Akur- eyrar á yfirstandandi kjörlímabili. Ég vil þó ekki skiljast við þetta mál — án þess að drepa á tvö atriði: 1. Sjálfstæðisflokkurinn hefir jafn- an lagt á það ríka áherzlú að fjárhagur bæjarins væri sem trauslastur, og jafnframt að framkvæmdum og gjöldum bæj- arsjóðs yrði sniðinn sá stakkur, að ekki væri gengið of nærri gjaldgetu bæjarbúa. Það er ánægjuefni að geta skýrt frá því hér, að fjárhagur Akureyrarbæjar stendur við lok þessa kjörtímabils traustum fótum. Bæjarsjóður Akureyrar og aðrar stofnanir hans, svo sem höfnin og rafveitan hafa aukið skuldlausar eignir sínar á tímabilinu frá árslokum 1945, þegar núverandi bæjarstjórn tók við og til ársloka 1948, en reikn- ingur þess árs er nýkominn út, um samtals nálægt 5% millj. kr. Ég hefi ekki átt þess kost að kynna mér niðurstöður ársins 1949, en engin ástæða er til að ætla annað en að eignir bæjar- ins og stofnana hans hafi auk- ist eitthvað s.l. ár. Hitt er svo annað mál, að þessi góði árangur í fjárhagslífi bæjarins hefir ekki fengist nema fyrir miklar álögur á borgara bæjarins. Og er það bæði mér Kapp án forsjár. Jafnaðarmenn hér eru mjög hreyknir af kosningastefnuskrá sinni. Þeir virðast heldur ekki hafa sézt um of fyrir er þeir sömdu hana. Þeir lýsa því meðal annars hátíðlega yfir, að þeir vilji láta verja öllu fá- anlegu byggingarefni til íbúðarhúsa- bygginga. Skömmu síðar í stefnu- skránni vilja þeir þó fara að drífa upp barnaskóla á Oddeyri, þótt barnaskólinn á brekkunni fullnægi enn þörfunum. Vissulega þyrfti efni í nokkrar íbúðir til þess að byggja nýjan barnaskóla. Þá segir í stefnu- skránni, að Jafnaðarmenn vilji stuðla að því, að ýms félög hér í bænum komi sér upp félagsheimili. Til þess þarf líka húsnæði. Jafnaðarmenn hafa þannig ekki verið sérlega samkvæmir sjálfum sér við samningu stefnuskrárinnar, og er engu líkara, en að í ákafanum við að lýsa yfir stuðningi sínum við hin og þessi mál, hafi þeir jafnóðum gleyint, hvað þeir voru búnir að skrifa niður áður. E. 1. og öðrum Sjálfstæðismönnum, sem um þetta mál fjalla, mikið áhyggjuefni, hvernig stefnt hef- ir í þá átt sífellt að ganga lengra og lengra niður í vasa borgar- anna um greiðslur til bæjarins. Ég vil þá einnig í þessu sam- bandi benda á, að við Sjálfstæð- ismenn í bæjarstjórn höfum ■ stöðugt bent á þann háska, sem þessari stefnu er fylgjandi. Við höfum við afgreiðslu hverrar fjárhagsáætlunar borið fram til- lögur til verulegrar lækkunar á gjöldum bæjarins og þá um leið á útsvarsbyrði bæjarbúa. Þessar tillögur okkar hafa því miður ekki fengið þann styrk, sem þeim var nauðsynlegt, til þess að þær næðu fram að ganga — en ég hygg þó að með réttu megi fullyrða, að þessi viðleitni Sjálfstæðisflokksins í bæjarsljórn hafi þó borið þann árangur — að margt hefði far- ið miklu ver — ef ekki hefði notið áhrifa Sjálfstæðisflokks- ins um þessi mál. 2. Við sem stóðum að D-listanum fyrir kosningarnar 1946 lögðum þá á það megináherzlu, að fram kvæmdir bæjarins yrðu miðað- ar við það, að tryggja atvinnu- líf bæjarbúa, auka það og efla, því að með því yrðu atvinnu- tekjur bæjarbúa bezt tryggðar. Ég hygg, að með sanni megi segja, að þetta hafi tekizt eftir atvikum vel. Ég fullyrði, að á engu einu kjörtímabili bæjar- stjórnar hafi hlutfallslega verið varið jafnmiklu fé til fram- kvæmda af bæjarins hálfu til styrktar atvinnulífi í bænum. Sumt af þessum framkvæmdum er þegar farið að bera veruleg- an og hagnýtan árangur, — sumum framkvæmdum hefir enn eigi verið lokið að fullu, en þeim verður lokið — og eru miklar vonir bundnar við, að þær framkvæmdir megi verða til verulegs stuðnings atvinnu- lífi bæjarbúa. Það sem ég hefi nú sagt, á við liðna tímann og það tímabil í sögu þessa bæjarfélags, sem nú er að kveðja. Enn Ieggjum við Sjálfstæð- ismenn til orrustu. Flokkurinn hefir lagt fram sundurliðaða stefnuyfir- lýsingu íyrir þessar kosningar. Ég mun ekki að neinu ráði gera hana að umtalsefni nú — það munu aðrir frambjóðendur flokksins, sem hér tala á eftir gera nánar. — Aðeins vil ég gefa þá yfirlýsíngu, — að komi ég til með að eiga setu í næstu bæjarstjórn, tel ég höfuðverkefni bæjarstjórnarinnar, og það sem er hafið langt upp fyrir allt annað af aðkallandi vandamálum, — það er auking Laxárvirkfunarinnar og full-

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.