Íslendingur


Íslendingur - 21.01.1950, Blaðsíða 4

Íslendingur - 21.01.1950, Blaðsíða 4
Auglýsingor borga sig bezt í fslendingi. Laugardagur 21. janúar 1950 x D-listin ;////'¦'/'"/"/'",'//"//¦'/''//////// '¦'/// •///,','//////»/////////> '¦'"¦////,'//////' wM/W//m}W/7MyM/tf/4 Er það eyðsla? Dagur hefir þaS eftir Þorst. M. Jónssyni á Framsóknarfundinum á dögunum, aS nýsköpunarstjórninni hafi á skömmum tíma tekizt aS „eyða öllum hinum miklu gjaldeyris- sjóSum þjóSarinnar." Þessi Framsóknarplata hefir aS vísu oft verið spiluð áður, en hún er líka alltaf jafn fölsk. Það þarf mikla dirfsku til að kalla það „eyðslufé", sem varið er til kaupa á atvinnutækj- um, sem á 1—2 árum endurgreiða allan þann gjaldeyri, sem til þeirra hefir farið, — eða til kaupa á stór- virkum vinnuvélum til endurbóta á samgöngukerfi landsins, og vélum til léttis og aukningar landbúnaSar- og iðnframleiðslu. Eyðslufé mætti frem- ur tala um í sambandi við skólakast- alana, sem byggðir eru á fám árum fyrir miljónatugi til að kúlda þar inni athafnaþrá ungmenna, þangað til þau verða frábitin framleiðslu- störfum og önuglynd af námsleiða. Til athugunar. í sambandi við tillögur Dags um að leggja niður Úthlutunarskrifstof- una, Vinnumiðlunarskrifstofuna og starf framfærslufulltrúa og fela það skrifstofu bæjarins, virðist vel geta komið til greina að fela sömu skrif- stofu starf húsaleigunefndar, þar sem flestum kunnugum mönnum mun virðast sú nefnd litlu gagnlegri fyrir bæinn en sumar þær stofnanir og embætti, sem Dagur vill nú óvæg- ur leggja niður. Og ef skrifstofu bæjarins væri um megn að inna þessi störf af höndum, væri hyggilegt af KEA að sækja um þau, a. m. k. vinnumiðlunina og úthlutunina, því að þau störf mundu vafalaust fara því vel úr hendi. Meiri fjárútíát — minni útsvör. Alþýðuflokkurinn hór í bæ hefir gefið út kosningapésa eigi óásjá- legan, með stefnuskrá fyrir næsta kjðrtímabil. Birtast þar myndir af 12 efstu mönnum listans og togar- anum Kaldbak. í stefnuskránni er krafist margra fjárfrekra fram- kvæmda af bænum, m. a. stórfelldra húsbygginga fyrir íbúana. Ennfrem- ur á bærinn að reka álagningarlausa byggingarvöruverzlun. Ög síðan kemur þessi gullvæga málsgrein inn- an um kröfurnar um 611 hin miklu fjárframlög bæjarins: „Léttum út- svarsbyrðina á baki launþegans". — Vér brosum. Allir vildu Lilju kveðið hafa. Neðan við myndina af Kaldbak í Stefnuskrá Alþýðuflokksins stendur skýrum stöfum: AlþýSuflokkurinn átti frumkvæðið að togarakaupun- um. Það er raunar ekki eitt, heldur allt, sem AlþýSuflokkurinn eignar sér. GrobbiS yfir eigin afrekum og sjálfsánægjan er svo megn, aS flest- um ofbýSur. HvaS togarakaupin til Akureyrar áhrærir, þá vilja bæSi Framsókn og kommúnistar eigna sér forgönguna í þvi máli líka. ÞaS er bara verst, aS enginn þeirra getur gert þaS meS réttu. Upphaf togarakaupanna má rekja til tillögu, sem samþykkt var á fundi í SjálfstæSisfélagi Akureyrar 5. marz 1945, og þáv. formaSur félags- ins, Helgi Pálsson, flutti. Samkv. ákvæSum tillögunnar var skipuS nefnd, er sneri sér til ýmissa félaga- samtaka í bænura meS ósk um þátt- töku í stofnun | útgerðarfélags til kaupa á nýsköpunartogara, eins eða fleiri. Fyrir bæjarstjórnarfundi í byrjun september sama ár lá erindi frá Helga Pálssyni, þar sem hann óskar eftir að bæjarstjórn „geri nauðsynlegar ráðstafanir til þess að tryggja, að til Akureyrar komi tveir af umræddum togurum." En það er engin nýlunda, þótt allir vildu Lilju kveSiS haía. Úr sorptunnu Tímans. Dagur 14. þ. m. lepur upp róg- burSargrein úr Tímanum eftir Hall- dór frá Kirkjubóli, þar sem ungum SjálfstæSismönnum í Reykjavík eru bornar „barnamútur" á brýn. Hall- dór þessi er landakunnur fyrir ó- vandaðan fréttaburð og blaða- mennsku, svo sem þegar hann ritar um ástalíf erlendra þjóðhöfSingja, en þessi grein tekur flestu öSru fram um sóSaskap í blaSamennsku. Félag ungra Sjálfstæðismanna hefir nú höfðað mál á hendur Halldóri fyrir grein þá, er Dagur tíndi upp úr sorptunnu Tímans. Uppgjöf Verkamannsins. - Ritstj. Verkam. víkur sér hjá því að gefa upp nöfn þeirra „fjölmörgu Sjálfstæðisraanna", sem hann telur hafa frætt sig á stórkostlegum at- kvæðafölsunum tveggja manna við prófkosningar Sjálfstæðismanna í vetur. Hann lætur sér nægja, að telja sig hafa „dágóð fréttasambönd" viS menn í SjálfstæSÍ6ÍIokknum, en hingaS til hefir hann ekki aukið hróður sinn á því að láta einhverja ónafngreinda menn hafa sig að fífli. Hin8 vegar getur enginn meinaS hon um að trúa þessum „fréttaraönnum" sínum betur en þeim, sem aðstöðu hafa til að vita hið rétta. ÞÖKKUM inuilega auðsýnda samúð og vináttu viS andlát og jarSarför Jóns Geirssonor, læknis. Ólöf Ólafsdóttir. Geir Jónsson. Sigríður Jónsdóttir. Heba og Alexander Jóhannesson. Skrifsíofa Sjalfstæðisflokksins er opin daglega kl 10-12, 1-7 og8-10. Hverfis- stjórar og aðrir Sjálfstæðismenn eru hvattir tií að koma á skrifstofuna og gefa upplýsingar um fjarverandi kjósendur og annað er varðar bæi- arstjórnarkosningarnar 29. þ.m. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins, sem eru á förum úr bænum og ekki verða heima á kjör- degi eru minntir á að kjósa hjá bæjarfógeta áður en þeir fara. LISTI FLOKKSINS ER D-listi. Skrifstofa Sjálfstœðisflokksins. ' Hafnarstræti 101 (Ryels-húsinu). Símar578og401. Nýkomið Þvottaduft Blámasápa Þvottablámi Matarkex, Frón Rasp Crem Crakers Mariekex Piparkex Iskex o. fl. Heildverzl. Valgarðs Sfefánssonar UtankjörstaBakosmiig Skrifstofa mín verSur framvegis opin til utankjörstaSarat- kvæSagreiSslu sem hér segir: Alla virka daga kl. 10—12 og 1—6 e. h.„ nema laugardaga kl. 10—12 og 5—6, og í vikunni fyrir kosn- ingarnar kl. 8,30—10 aS kvöldi. — Næstkomandi sunnudag verS- ur opiS kl. 1—3 e, h. Skrifstofu EyjafjarSarsýsIu og Akureyrar, 18. janúar 1950. Mtd/'r* vyy LæRningastofa OpnaSi lækningastofu 14. þessa mán. í Kaupfélags- húsinu (áSur lækningastofa Ólafs SigurSssonar). —• ViStalstími frá kl. 12,30 til 2,30. Bjarni Rofnar. 100 ÁRÁ DÁNARAFMÆLi OEHLENSCHLAGERS í gær voru liSin 100 ár frá dauSa danska skáldjöfursins Adam Gottleb Oehlenschlagers, sem einna hæst bar á skáldabekkjum Dana á fyrri hluta 19. aldar. Oehlenschlager var fyrst og fremst harmleikahöfundur, en einnig mik- iS ljóSskáld. ViSfangsefni sín sótti hann í norræn fornrit, svo sem Edd- urnar, Heimskringlu, Völsungasögu, íslendingasögurnar o.fl. MeSal merkustu leikrita hans er harmleik- urinn „Kjartan og Guðr'ún", saminn eftir Laxdælu. Myndastytta af skáldinu stendur frammi fyrir konunglega leikliúsinu í Kaupmannahöfn viS hliS styttu Holbergs, sem var frægastur gleSi- leikj ahöfundur Ðana. Þorrinn kominn. — Enn um Stef. í GÆR reið Þorri í garð. Þá var bónda- dagur og menn átu hangikjöt eða baunir og bolaspað. í dag hefst 14. vika vetrar, og er vetur því hálfnaður. Mörsugur kvaddi með hlýindum og Þorri heilsaði með Ijúfu brosi eins og hátt- vís frambjóðandi. Svo segir í „ísL þjóðháttum", að eftir fornum munnmælum hafi bóndinn á hverj- um bæ átt að fara snemma á fætur miðs- vetrarmorguninn og bjóða Þorra í garð. „Hann átti þá að fara út í eintómri akyrt- unni og annarri brókarskálminni, en draga hina á eftir sér, en vera allsber að öðru. Svo átti hann að hoppa á öðrum fæti þrjá hringa í kringum bæinn-----" Leiðinlegt er, hve gamllr og góðir siðir leggjast niður, en annars er þessi Þorra- heiltan líklega brot á lögreglusamþykkt Akureyrarkaupstaðar, ef viðhöfð væri, þ.e. kaflanum um hegðun á almaunafæri. f LANDVÖRN var nýlega ekýrt frá því, að Jón Stefs væri farinn að gera fjárkröf- ur á hendur ýmsum félögum í Reykjavík, svo sem Ferðafélaginu, Stangaveiðifélag- inu, o.s.frv. Má búast við, að brátt verði komið hingað í heimsókn tO Kaupfélags- in», Fegrunarfélagsins og yfirleitt alla þeirra félaga, 6em finna má nöfn á í Við-1 skiptaskránni. Þessi ágengni Stefs er öllum áhyggju- efnl, enda heyrir maður nú orðið aldrei „tekið. lagið", en það litla, sem menn raula fyrir munni sér nú orðið, eru mein- ingarlausar lagleysur, sem enginn „höf- undur" finnst að.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.