Íslendingur


Íslendingur - 25.01.1950, Blaðsíða 1

Íslendingur - 25.01.1950, Blaðsíða 1
XXXVI. árg. MiSvikudaginn 25. janúar 1950 5. tbl. Ræða Eiríks Einarssonar á kvöldvöku Sjálfstæðism. 21. þ.m. SjáljstœSismenn og konur! ViS erum samari komin hér í kvöld til gleðileiks, því aS „maSur er manns gaman". Við erum einnig komin hér saman til að treysta sam- tök okkar, samstilla afl okkar og hugi í kosningum þeim, er nú fara í hönd. „Sameinaðir stöndum vér, sundr- aðir munum vér falla". Þetta er sí- gildur sannleikur. Hver sú alhöfn, er hefir með sér samstillta hugi og sameinuð öfl, á sér ávallt meiri eða minni möguleika til árangurs, hvort heldur er um að ræða gleðileik eða alvörumál, þar sem skyldan kallar borgarana að verki á hverjum tíma. Vera má, að ýmsum ykkar þyki ég verða of pólitískur í kvöld. Eg er haldinn þeim ávana, að síðan ég var um 20 ára, hefi ég ekki getað látið mér standa á sama um það, hverjir eru kosnir til að fara með hin opin- beru málefni. Mér finnst það skipta svo miklu, að þar séu réUir menn á réttum stað. Eg hefi einnig þá skoð- un, að það velti á svo miklu fyrir hvern einstakling, hvernig málin skipast yfirleilt, og í hvaða. farvegi hinir ýmsu straumar málefnanna falla, það er: Þeir straumar, sem sterkastir eru með þjóðlífinu á hverj- um tíma, að nauðsynlegt sé og sjálf- sagt, að hver og einn þjóðfélagsþegn hafi Könd í bagga um val fulltrúa, með atkvæði sínu. Eg hefi einnig þá skoðun, að hverjum og einum þegni þjóðfélags- ins beri skylda til að haga sínum at- höfnum í samræmi við þjóðarhag, og að það sé einnig hans eigin hag- ur, að svo megi verða. Vegna þess fylgi ég Sjálfstæðis- flokknum að málum, og má segja, að þarna sé mín stj órnmálalífsskoðun og trú í Ijósi þessara staðreynda. Þeir sem voru á fundi Sjálfstæðis- manna s.l. miðvikudagskvöld og hlustuðu á ræður hinna fjögurra efstu manna D-listans munu hafa tek- ið eftir því, að þeir lofuðu ekki kjós- endum gulli og grænum skógum næsta kjörtímabil. Þeim er ljóst, að framundan bíða nú í þjóðmálum vorum — og þá eijmig bæjarmálum — erfiðir tímar, og að óumflýjan- lega verði þeir er kosningu hljóta að horfa djarft og með athygli þó — móti ýmsum óþægilegum viðfangs- efnum í fjármálum og atvinnumál- um bæjarins næstu ár. Undanfarin straumhvörf í þjóðmálum, >— straumhvörf, sem segja má með nokkrum rétti, að sé verk þegnanna sjálfra — hafa skapað oss þá óþægi- legu raun, að nú standa atvinnuvegir vorir á barmi gjaldþrots og þjóðin á um tvo kosti að velja: að stinga við fótum og slá af kröfum sínum, eða sigla fram af brúninni til gleði fyrir hina byltingasinnuðu, er byggja vilja sitt sósíaliska ríki upp af rústunum. Eg sagði áðan, að þegnarnir sjálf- ir hefðu skapað sér þetta skuggalega viðhorf. Þeir hafa á undanförnum árum barizt fyrir meiri fjárfestingu og innflutningi en gjaldeyrir og geta þjóðarinnar hefir leyft. 400 millj. kr. innflutningur á ári handa 140 þús. manns sýnist vera álitlegur skildingur, en skortur á ýmsum vör- um, s.s. vefnaðarvörum, hefir þó sýnt, að þetta var þjóðinni ekki nóg. Þjóðin hefir barizt fyrir meiri kjara- bótum, meiri uppbótarstyrkjum, hærra kaupi, stytting vinnutímans og fleiri frídögum. „Allt þetta skal ég gefa yður" hefir ríkisstjórnin svarað á hverjum tíma, og staðið við þau orð. Hún hefir ekki haft kjark né bohnagnlil að snúa við á þessari háskalegu leið, af því að þj óðin vildi það ekki sj álf. Það var gaman að feta upp brekk- una meðan nóg var flutt inn í land- ið — frjálst og ófrjálst. En nú hefir afleiðing og alvara barið að dyrum hjá þjóðinni og krafist reiknings- skila. Við þeim verður ekki baki snúið lengur. Með þetta viðhorf er nú gengið til bæjarstjórnarkosninganna um land allt, og þrátt fyrir þessar dökku hlið- ar göngum vér samt að kjörborðinu með von og trú á það, að þjóðin sjálf sé nú loks farin að skilja sinn viljunartíma. Sjálfstæðisflokkurinn er eini stjórnmálaflokkur landsins, sem er flokkur allra stétta. (Innan hans eru því menn, sem hafa gagnólík ejónar- mið til hinna ýmsu mála. En sú skoðun er sameiginleg með öllum Sjálfstæðismönnum, að jafnvægi milli stétta sé nauðsyn fyrir þegn- ana og skilyrði fyrir almennri vel- megun og styrkleika ríkisins í heild. Pólitískir stéttarflokkar geta verið þarflegir fyrir sína stétt, sé þeim stjórnað með hóflegum kröfum og víðsýni gagnvart heildinni, en geta einnig verið hættulegir fyrir þjóðina ef þeir fá beitt sterkri aðstöðu, og troðið fram hagsmunum flokksins á kostnað annarra stétta. Sjálfstæðis- flokkurinn er því einn hæfastur til — ef hann hefði meirihluta aðstöðu — að gera ísland traust út á við og leysa þegnana úr fjötrum hafta og ófrelsis. Sjálfstæðisflokkurinn mun ná þessari aðstöðu á næstu árum. Inn í raðir hans hópast nú unga fólkið, langsamlega fleira en til ann- arra flokka. Við tengjum okkar von- ir við framtíðina, og þér, ungu menn og konur, eruð framtíð Sjálfstæðis- flokksins. Framtíð þjóðarinnar, svo framt, að ykkur lánist f.ð sam- rýma stefnu hans viS breyting og þróun lífskjaranna á hverjum tíma, svo stefnan verSi ekki úrelt eSa stein- runnin, en grundvöllur sjálfstæSis- stefnunnar fyrnist aldrei. Hann er sigildur. I kvöld erum viS aS leik. FramtíSin bíSur meS starf. Eg vil óska ySur öllum, aS þér fáiS layt slíka bjartsýni og gleSi í starfiS fyr- ir góSum málefnum, aS þaS verði eins og gleSileikur, en þannig má gera sér starf aS gleSileik, aS láta þaS mótast af trúnni á einstakling- inn, trúnni á sigur hins góSa, trúnni á okkur sjálf, virSingunni fyrir sjálfstæSi og frelsi til skoSana og athafna. Annan sunnudag eiga kjósendur aS skera úr því meS atkvæSi sínu, hvort athafnafrelsi einstaklingsins verSi virt í þessum bæ næsta kjör- tímabil. Hvort iSnaSi og útgerS verSi sköpuS skilyrSi til þróunar aS því leyti, sem bæjarfélagiS fær viS ráSiS. Hvort atvinnulífi bæjarfélagsins verSi haldið uppi með gagnlegum og nauðsynlegum framkvæmdum eins og fjárhagur bæjarins og gjaldþol þegnanna leyfir. Hvort einkaframtakiS verði virt og skiliS, svo lyft sé undir væng þeirra einstaklinga, er meS kröftum sínum, fjármunum og áræSi þora aS leika fram á taflborSi lífsins. Eg óska öllum góSum málum sigurs, er jákvæS eru sjálfstæSi vors unga lýS- veldis. Eg biS ySur aS þér megiS hafa í huga, er þér gangiS aS kjör- borSinu annan sunnudag, aS sigur SjálfstæSisflokksins er sigur þjóSar- innar. Megi íslenzka þjóSin njóta hinn- ar hreinu, sönnu gleSi, bæSi í djörf- um og drengilegum leik, og í þjóS- hollu starfi. Ánægjoleg kvðidstund S. I. föstudagskvöld efndu menn úr Geysi til ný^tárlegrar skemmtun- ar í Nýja Bíó, meS aSstoS Árna Ingi- mundarsonar pianóleikara. Sungu þeir þar 6 tvísöngva og 14 einsöngva (1 einsöngslagiS á skránni féll niS- ur). ViSfangsefnin voru ýmist eftir íslenzka eSa erlenda höfunda. Söngv- arar voru: GuSm. Gunnarsson, Henning Kondrup, Hermann Stefáns- son, Jóhann GuSmundsson, Jóhann Ogmundsson, Kristinn Þorsteinsson og Sverrir Pálsson. Hófu þeir söng- skemmtunina með fjörugu lagi, er þeir sungu allir, og enduðu með öðru. Engin lög voru endurtekin, þótt áheyrendur reyndu mikið til þess. Þeir munu vart vera margir, karla kórarnir íslenzku, sem geta boðið upp á 7 einsöngvara á „einu bretti". En Geysir hefir jafnan átt úr mörg- um slíkum að velja. Að vísu eru þeir ekki allir jafnvígir, sem vart er við að búast. Hin þróttmikla tenórrödd Hermanns Stefánssonar vekur þó enn a:hygli áheyrandans, þrátt fyrir löng veikindi söngvarans, og hin blæþýða rödd Jóhanns Ogmunds- sonar er enn ófölskvuð. En e. t. v. var enska vögguvísan „Oh, ma baby", sem Sverrir Pálsson söng að síðustu, eftirminnilegast alls þess, sem með var farið. Og Jóhann Guð- mundsson söng „En liden íslandsk Vise" af skilningi og tilfinningu. Sjömenningarnir fengu fullt hús og endurtóku söngskemmtun sína á sunnudaginn við engu minni aðsókn. SJÁLFSTÆÐISMENN Á SÁUÐÁRKRÓKI í SÓKN Sjálfstæðismenn á Sauðárkrók vinna nú kappsamlega að því að bæta við sig einu sæti í bæjarstjórn þar, og standa til þess miklar von- ir, enda er listinn skipaður vel þekkt um og vinsælum mönnum. 7 efstu sætin skipa: Eysteinn Bjarnason, framkv.stj. Guðjón Sigurðsson, bókhaldari Sigurður P. Jónsson, kaupm. Ragnar Pálsson, bókari, Pétur Jónasson, fulltrúi Árni Guðjónsson, húsasm.m. Pétur Hannesson, póstafgr.m. Kjósendur af Sauðárkrók, sem staddir kunna að vera hér í bænum, ættu að kjósa hjá bæjarfógeta í dag, svo að atkvæði þeirra komist vestur í tæka tíð. (KYÖLDSKEMMTUN Sjálfstæðisfélaganna á Hótel Norð- urlandi s. 1. laugardagskvöld var fjöl sótt og skemmtileg. RæSur fluttu: Helgi Pálsson, Sverrir Ragnars og Eiríkur Einars- son, Edvard Sigurgeirsson sýndi kvikmynd, og að lokum var dans stiginn til kl. 2. SKORAÐ Á ALÞINGI AÐ STARFRÆKJA TUNNU- VERKSMIÐJUNA Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær eftirfarandi til- lögu, er bæjarráð hafði áður sam- þykkt: „Bæjarstjórn Akureyrar skorar á Alþingi, sem nú situr, að hlutast til um við ríkisstjórnina, að hún láti starfrækja tunnuverksmiðjuna hér í vetur og að hafin verði tunnusmíði þar í næsta mánuSi."

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.