Íslendingur - 25.01.1950, Blaðsíða 2
ÍSLENDINGUR
Miðvikudaginn 25. janúar 1950
kfwfci§w
Útgefandi: Útgáfufélag íslendings.
Ritstjóri og ábyrgðarmao'ur:
Jakob Ó'. Pétursson.
Auglýsingar og afgreiðsla:
Svanberg Einarsson.
Skrifstofa Gránufélagsgata 4.
Sími 354.
Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f.
Dylgjur DAGS um
Hin pólitísko
ofsóknartilhneig-
ing.
Flestir miðaldra menn og eldri
muna hinar pólitísku ofsóknir Fram-
sóknarmanna, er þeir réðu svo að
segja lögum og lofum í landi voru.
Öllum eru í minni hinar tilhæfulausu
árásir á Magnús heit. Guðmundsson
og marga fleiri Sjálfstæðismenn.
Þetta gerðist á þeim árum, þegar
Framsóknarflokkurinn gat, í skjpli
ranglátrar kjördæmaskipunar, setið
yfir hlut flestra landsins barna og
haft framkvæmdavaldið í hendi sér,
þótt flokknum fylgdu ekki að málum
nema 25—30 af hverjum 100 kjós-
endum landsins.
Síðan hefir kjördæmaskipunin
verið lagfærð nokkuð í lýðræðisátt,
en þó ekki svo, að Framsóknarflokk-
urinn hafi ekki ennþá miklu meiri
þingstyrk en samræmist fylgi hans
hjá þjóðinni. Þrátt fyrir það, hefir
hann öll þessi ár talið sig til þess
sjálfsagðan að stjórna öllu og ráða.
Ofsóknarandinn, sem ríkti í her-
búðum Framsóknarflokksins á vel-
gengnisárum hans, er enn ekki al-
dauða með öllu. Kemur þetta fram
jafnt á Alþingi og í bæjarmálum, nú
fyrir bæjarstjórnarkosningarnar.
Á Alþingi bera Framsóknarmenn
fram frumvarp til laga um stór-
íbúðaskatt. Þetta frumvarp á að
skoðast sem fljótvirk tekjuöflunar-
leið fyrir ríkissjóð, en þar sem
skatturinn er svo hár, skv. frv., að
flestir húseigendur myndu heldur
kjósa að selja hús sín og flytja burt
úr þeim en að reyna að greiða
hann, er hætt við, að ekki verði um
miklar tekjur fyrir ríkissjóð að
ræða. Er hér um að ræða mjög ó-
sanngjarna fjáröflunarleið, þar sem
hún bitnar einna helzt á gömlu fólki,
sem alið hefir upp marga nýta þjóð-
félagsþegna en á erfitt með; þegar
börnin eru horfin á braut úr for-
eldrahúsum, að opna hús sitt fyrir
ókimnum fjölskyldum. Slík löggjöf
sem þessi, mun hvergi þekkjast í
siðuðum löndum, og má fullvíst
telja, að aðrir flokkar Alþingis beri
vit til að fella frumvarpið. Enda er
það ekkert annað en ofsókn á hend-
ur því fólki, sem komið hefir sér
upp sæmilega rúmgóðu húsnæði fyr-
ir það fé, er það hefir unnið sér inn
hörðum höndum á löngum stritsöm-
um árum. Frumvarpið er mannúðar-
laus árás á friðhelgi heimilanna og
mjög veigalítið atriði til úrbóta á
útsvarsbyröar KEA
FRAMSÓKNARMÖNNUM er
orðið það mætavel ljóst, að eðlilegt
sé, að þraútpíndir útsvarsgreiðend-
ur þessa bæjar líti það illu auga, að
annað eins risafyrirtæki og KEA
með öllum þess hlutafélögum og öðr-
um fylgifyrirtækjum, skuli aðeins
greiða tiltölulega óverulegt framlag
til bæjarsjóðs. Þeir reyna því af öll-
um mætti að breiða yfir þessa stað-
reynd með margvíslegum blekking-
um, 8em þó reynast þeim oft harla
fánýtar.
Eitt framlagið til þessarar blekk-
ingastarfsemi þeirra á að vera grein,
sem birtist í Degi s. 1. laugardag.
Hefir þó höfundi hennar óneiíanlega
mistekizt hrapallega, og má mikið
vera, ef sumir samvinnuleiðtogarnir
hefðu ekki heldur kosið, að hún
hefði aldrei birzt.
Helzta haldreipi greinarhöfundar
á að vera samanburður, sem hann
húsnæðisvandamálunum eða til fjár-
öflunar fyrir ríkissjóð. Telja kunn-
ugir menn, að hér á Akureyri
mundu lögin ekki ná nema lil 5—7
fjölskyldna, enda munu „stóríbúð-
ir" óvíða sjaldséðari en á Islandi.
Hér á Akureyri býst Framsókn til
kosninga undir forystu KEA-valds-
ins. Aðaláhugamál sín telur hún
breytingu á framkvæmdastjórn bæj-
arins. Hún telur nauðsyn á að losna
við núverandi bæjarstjóra, bæjar-
verkfræðing, framfærslufulltrúa og
forstööumenn úthlutunar- og vinnu-
miðlunarskrifstofunnar. Enginn þess
ara manna er í Framsóknarflokkn-
um. Hins vegar eignar Framsókn
sér bæjarverkstjórann, byggingafull-
trúann og forstöðumann brunamála,
og hefir hún því enga tillögu gert
um „hreinsun" í þeim greinum!
En svo er ofsóknareðlið ríkt í
Framsóknardótinu og um leið
taugaóstyrkur yfir því, að samskon-
ar ótjálga fyrirfinnist innan annarra
flokka, að hún heldur, að sú stefnu-
yfirlýsing Sjálfstæðisflokksins, að
hann vilji láta framfylgja húsaleigu-
lögunum, eigi aðeins að ná til Fram-
sóknarmanna og verka 7 ár aftur í
tímann! Hvernig þessi fluga hefir
komizt inn í höfuð Dagsritstjórans,
er ekki gott að vita. Ef til vill hefir
hann það á tilfinningunni, að flokk-
ur hans hafi öðrum flokkum fremur
lokkað fólk inn í bæinn (til að vinna
móti „flóttanum" úr sveitunum!),
en hitt er víst, að í stefnuyfirlýs-
ingu Sj álfstæðismanna felst hvorki
það að „béra út fólk", sem flutt er
í bæinn fyrir mörgum árum, né held-
ur að beita húsaleigulögunum við
sérstakan stjórnmálaflokk. Hið póli-
tíska ofsóknaræði hefir Sjálfstæðis-
flokkurinn enga löngun til að apa
eftir Framsókn, og má Dagur vera
rólegur þess vegna.
gerir á Verzluninni Eyjafjörður h.f.
og KEA. Hö.fundurinn gætir þess
þó vandlega að segja þar aðeins
hálfa söguna, en því aðeins verður
samánburðurinn réttur, að sagan sé
öll sogð, og skal það því nú gert. |
Höfundurinn telur fyrst saman
öll þau gjöld frá KEA og fyrirtækj-
um þess, sem renni í bæjarsjóð og
nefnir þar til tölur, sem samtals
nema 271.500 krónum, og segir síð-
an, að það séu samtals nærri
300.000 krónur. — Ekki er það nú
vel nákvæmt hjá honum blessuðum
fremur en margt annað í greininni.
— Síðan tekur hann útsvar það, sem
Verzlunin Eyjafjörður greiddi s. 1.
ár kr. 13.350,00, deilir því á þá
heildarupphæð, sem hann telur að
KEA og fyrirtæki þess öll greiði til
bæjarins, og kemst þannig að þeirri
niðurstöðu, að KEA & Co. greiði
rúmlega 20 sinnum meira til bæjar-
ins, heldur en Verzlunin Eyjafjörð-
ur. Svo kemur rúsinan, er hann seg-
ir: „Vœri KEA skipt niður í 20
jajnstór jyrirtœki, er a. m. k. aug-
Ijóst, að þau myndu ekki greiða
neinn stríðsgróðaskatt en 45% af
honum falla til bœjarins. Samvinnu-
skatturinn myndi þá enginn verða.
Bærinn mundi þá a. m. k. skaðast
um þau 130 þús. kr., sem þessir
skattar nema." — Rétt áður var
hann búinn að segja, að hlutur bæj-
arins af stríðsgróðaskatti KEA væri
90 þús. kr. og samvinnuskatturinn
væri 30 þús. kr. eða samtals 120 þús.
kr. Þarna skeikar honum aðeins um
10 þús. kr. Varla mátti það vera
minna.
I þessari tilvitnuðu klausu virð-
ist greinarhöfundur helzt vilja gefa
í skyn, að væri KEA og fylgifyrir-
tækjum þess skipt niður í 20 jafn-
stór fyrirtæki, þá myndi bærinn við
það tapa þessum 130 þús. kr., sem
hann svo nefnir. Varla myndu þó
þessi 20 fyrirtæki hvert um sig bera
minna útsvar, en Verzlunin Eyja-
fjörður, a. m. k. ef þau nytu ekki
skattfríðinda, og væri þá fengin
svipuð upphæð og sú, sem KEA
greiðir nú að öllu til tíndu. ;
En það sem höfundur vill einnig
gefa í skyn með þessum útreikningi
sínum, að KEA með öllum fylgi-
fyrirtækjum sínum sé aðeins 20
sinnum stærra, en Verzlunin Eyja-
fjörður, er stórkostlegasta og ósvífn-
asta blekkingin í allri greininni. Til
þess að gera sér grein fyrir stærð
verzlunarfyrirtækja er eðlilegast að
líta á heildarvörusölu þeirra. Vöru-
salan hjá Verzl. Eyjafjörður hefir
árin 1946—47—48 numið um 1,5
millj. króna árlega. Samkvæmt árs-
skýrslu KEA árið 1948 hefir vöru-
sala félagsins það ár numið nær 60
millj. króna, og árið áður er hún
talin hafa verið um 1 millj. króna
minni. Ég hefi ekki í höndunum
skýrslu félagsins frá 1946, en þar
sem verzlun öll var þá stórum blóm-
legri en nú, hefir vörusala KEA vart
verið undir 60 millj. króna það ár.
Það er því ljóst, að ef skip'a ætti
KEA niður í fyrirtæki, sem öll voru
jafn stór og Verzl. Eyjafjörður, þá
yrðu þau fyrirtæki ekki aðeins 20
heldur 40 talsins.
Þar með er þó ekki öll sagan
sögð. Hér hefir aðeins verið tekin
vörusalan hjá KEA sjálfu og þeim
fyrirtækjum, sem þar heyra beint
undir. Eru þá enn ótalin önnur fylgi-
fyrirtæki KEA, en þau eru sam-
kvæmt upptalningu Dags: „Alaska
h.f., Kaffibrennsla Akureyrar h.f.,
Mjöll, þvottahús s. f., Oddi, vél-
smiðja h.f., Sameinuðu verkstæðin
Marz h.f. og U:gerðarfélag KEA
h.f." Ég hefi engar skýrslur um vöru
sölu þessara fyrirtækja, en sam-
kvæmt útreikningi Dags greiða þessi
fyrirtæki nú samtals rúmlega 50 þús.
kr. í útsvar á móti rúml. 100 þús.
króna útsvari KEA og 13.350,00 kr.
útsvari Verzl. Eyjafjörður. Gefa
þær tölur nokkra hugmynd um, að
úr þessum fyrirtækjum myndi a. m.
k. fást rífleg uppbót á áður umrædda
skiptingu á KEA, þannig að þót'. hún
væri ekki fyllilega nákvæm, þá ætti
þó úr öllu saman að fást aldrei færri
en 40 fyrirtæki eins stór og Verzl.
Eyjafjörður.
Gerum nú ráð fyrir, að þessi 40
fyrirtæki hefðu s. I. ár greitt hvert
mn sig eins hátt útsvar til bæjar-
sjóðs og Verzlunin Eyjafjörður eða
kr. 13.350,00, þá hefði sú upphæð
samíals numið 534 þús. krónum í
stað 271,5 þús. króna, sem Dagur
segir að KEA hafi með öllu og öllu
greitt til bæjarsjóðs s. 1. ár. Geta
menn sjálfir reiknað út muninn.
Enn eru þó ekki öll kurl komin
til grafar. Ég hefi í útreikningi mín-
um á vörusölunni miðað við
þriggja ára tímabil, og er rétt að
gera það einnig varðandi útsvörin.
Verzl. Eyjafjörður greiddi útsvar
sem hér segir á þessu tímabili:
Árið 1946...... kr. 30.890.00
— 1947 ...... — 16.880.00
— 1948 ...... — 13.350.00
Meðalútsvar á ári er þannig kr.
20.370.00.
KEA greiddi á þessu tímabili út-
svör sem hér segir:
Árið 1946 ...... kr. 148.620.00
— 1947 ...... — 78.650.00
— 1948 ...... — 101.540.00
Meðalútsvar á ári 109,6 þúsund
krónur.
Ef KEA hefði þessi þrjú ár verið
skipt niður í 40 fyrirtæki jafn stór
og Verzl. Eyjafjörður, þá hefðu
þessi fyrirtæki samtals greitt í út-
svar kr. 814,800,00 árlega, sé tekið
meðaltal þessara þriggja ára. Hefðu
þau þannig þessi ár borið full 15%
heildarútsvaranna í bænum í stað
þess að þennan tíma hefir KEA &
Co. aðeins greitt um 3% útsvar-
anna. Skyldu ekki margir hafa fund-
ið muninn?
Dagupr reynir að gera mikið úr
því, að KEA veiti mörgum mönnum
atvinnu og þeir greiði sin gjöld til
bæjarsjóðs. í því sambandi nægir
aðeins að benda á það, að verzlun-
arsvæði Akureyrarkaupstaðar myndi
ekkert minnka við það, þótt öll
verzlunin yrði rekin af einstakling-
um og myndl því þurfa marga starfs-
menn við hana eftir sem áður, og
þeir myndu eðlilega greiða hér sín
útsvör jafnt, þótt þeir væru í þjón-
ustu annarra en KEA.
Dagur kvartar yfir því, að and-
stæðingar hans sýni skattalögunum
frá 1942 ekki tilhlýðilega virðingu,
og segir það þeim lögum að kenna,
að KEA geti með engu móti greitt
nema rúmlega 100 þús. kr. í útsvar.
Vissulega hefta þessi lög verulega
réttinn til útsvarsálagningar, en
hvernig vill Dagur þá skýra það, að
árið 1946 auðnaðist KEA að fá að
greiða 148,6 þús. kr. í útsvar? Var
það kannske bara hreint lagabrot,
framið fyrir þrábeiðni KEA? Það
hefir líklega verið löngunin til þess
að sniðganga þessi vondu skattalög,
sem hefir gefið ritstjóra Dags hug-
myndina um að skipta KEA niður
í 20 jafnstór fyrirtæki.
Dagur segir ennfremur í skrifum
sinum um þessi skaltalög: „A sínum
tíma hafði t. d. Kveldúljur h.f.
fleiri milljónir í skattskyldar tekjur,
I en bar útsvar, sem nam rúmum 100
' þús. kr." Hverjar voru þá skatt-
skyldar tekjur KEA árið 1946 er það
greiddi 148 þús. kr. í útsvar?
E.J.
SJÁLFSTÆÐISKVENNA-
FÉLAGIÐ VÖRN
beinir þeim eindregnu tilmœlum til
félaga sinna og annarra Sjálfstœðis-
kvenna í bænum að vinna ötullega
og eftir beztu getu að GLÆSILEG-
UM KOSNINGASIGRI D-LISTANS
Á SUNNUDAGINN KEMUR.
Með félagskveðju.
FulUrúaráðið.
BRÉF
Hr. ritstjóri!
í tilefni af fyrirspurn í blaðinu
Dagur þann 21. þ.m. vildi ég biðja
yður að birta eftirfarandi:
Þegar ráðið var að ég flyttist með
fjölskyldu mína hingað og tæki að
mér stjórn þess fyrirtækis, er ég veiti
forstöðu, skrifaði ég húsaleigunefnd
og bað um leyfi hennar til að taka á
leigu húsnæði í bænum.
Svar háttvirtrar húsaleigunefndar
hefir enn ekki borizt mér, en með
því að máltækið segir „Þögn er sama
og samþykki", þá þykist ég ekki vera
hér í óleyfi nefndarinnar.
Með þökk fyrir birtinguna.
Einar Kristjánsson.