Íslendingur


Íslendingur - 25.01.1950, Blaðsíða 3

Íslendingur - 25.01.1950, Blaðsíða 3
Miðvikudaginn 25. janúar 1950 ISLENDINGUR 5 Akureyri hefir mðguieika til að verda liiömiegur úigerðarbær TOGARAÚTGERÐ. I Fyrirrösklega tveimur og hálíu 1 ári var hafin togaraútgerð frá Ak- ureyri, fyrst með einum togara og síðan heflr þeim fjölgað upp í þrjá, ^ og standa vonir manna til að hing- að til bæjarins muni koma til við- bótar einn af tíu togurum þeim, er ríkisstjórnin hefir nú í smíðum í Bretlandi. Þessi vöxtur togaraút- gerðarinnar bendir ótvírætt til þess, að nú sé hrundið þeim gamla og leiða orðrómi, sem á hefir legið, að ógerlegt væri að reka togaraútgerð frá Akureyri. Því til stuðnings má benda á það, að hinir ágætustu skipstjórar, sem hingað hafa valist, hafa látið það í Ijósi, að þeir teldu sig síður en svo hafa haft af því halla hvað afla snertir, að skip þeirra væru gerð út frá Akureyri. Að vísu skal það viðurkennt, að ýmislegt vantar á að umræddri útgerð hafi ennþá verið skapaður nægilega tryggur starfsgrundvöllur hér í landi, ef markaðshorfur breytast á ísvörðum fiski til hins lakara frá því sem nú er og nauðsyn verður á að snúa sér að saltfiskframleiðslu í stórum stíl. En til þess að hægt verði að veita móttöku sal.fiski af togurunum hér á Akureyri á við- unandi hátt, þarf að uppfylla eftir- farandi atriði: 1. Byggja þarf stór fiskhús til geymslu á saltfiski, salti og fisk- umbúðum. 2. Byggja þarf nýtízku fiskþurrk- unarhús, helzt sambyggð við fiskhúsin, svo hægt verði að nota bandaflutning á milli hús- anna. 3. Byggja þarf uppskipunarbryggj u sem allra næst fiskhúsunum, og á henni yrði haft flutningsband, sem flytti fiskinn frá skipshlið upp á stóra steinsteypta fleti við bryggjuna, sem fiskinum væri stakkað á, áður en hann væri umsaltaður inn í húsin. Þyrfti slík bryggja að vera reist utan við Oddeyrartanga, þar sem nægilegt landrými væri uppaf fyrir áðurnefnd fiskhús, og jafnframt væri með slíkri bryggju fengin trygging fyrir því, að hægt væri að afgreiða togarana, þó Pollurinn væri ísilagður á vetrum. Ennfremur væri með bryggju þessari sköpuð aðstaða fyrir losun á kolum, salti, sementi og öðrum byggingarvörum, sem óneitanlega er æskilegt að þurfa ekki að keyra í gegnum bæinn. VÉLBÁTAÚTGERÐ. Skömmu fyrir síðustu heims- s'yrjöld og á fyrstu árum hennar var svo komið með vélbátaútgerðina á Akureyri, að flestir hinna eldri út- gerðarmanna lögðu niður útgerð og seldu skip sín burt úr bænum, en þegar fram á styrjaldarárin kom og afurðaverð hækkaði, fór að færast nýtt líf í útgerðina, og margir hinna yngri manna eignuðust skip og hófu útgerð á allbreiðari grundvelli en áður hafði tíðkast frá Akureyri, t.d. voru skip þessi látin sigla með ís- varðan bátafisk á erlendan markað. Ennfremur voru mörg þeirra gerð út með botnvörpu auk þess sem þau stunduðu síldvelðar á sumrum. Eins og nú standa sakir, eiga bát- ar þessir mjög erfitt uppdráttar sök- um undangenginna fimm síldarleys- isáia , stöðvun siglinga með ísvár- inn bátafisk og erfiðleika á að um- se ja nýja fiskinn. Þar sem svo er ástatt, að enn er ekki séð fyrir end- ann á síldarleysistímabilinu og ógjörlegt þykir að flytja isvarinn bátafisk á erlendan markað, þá má telja, að starfsgrundvöllur fyrir báta þessa sé mjög slæmur, en hins veg- ar mætti álíta, að ef bátarnir hefðu möguleika á að setja sal fisk hér í land og fyrir hendi væru nægilega stóV fiskhús og bryggjupláss, þá væri möguleikar fyrir þá að stunda héðan þorskveiðar með botnvörpu á t mabilinu frá byrjun marz fram í júnímánuð. En hvað hina minni vél- báta snertir, þá má gera ráð fyrir að það færist í aukana, að þeir stundi línuvelðar á vetrum við Faxaflóa. Hvað viðvíkur aðstöðu fyrir báta þessa hér í höfninni, þá ber nauð- syn til að lagfæra dokkuplássið svo, að tryggt megi teljast, að þeim sé ekki hætta búin vegna sjógangs inn úr dokkumynninu. Ennfremur er brýn nauðsyn að lagfæra svo niður við hina nýju dráttarbraut, að bát- arnir geti legið þar við bryggju á meðan þeir eru í aðgerð. En til að skapa slíka aðstöðu vildi ég álíta að yrði bæði ódýrast og hagkvæmast að grafa lítið eilt lengra inn í landið sunnan og austan við hina fyrirhug- uðu minni dráttarbraut og ramma þar niður kant fyrir bátana að liggja við. Með þessari ráðstöfun væri um leið sköpuð aðstaða fyrir hina litlu fiskibáta, „trillurnar“, til að notfæra sér, þegar ís er á Pollinum og óger- legt fyrir þá að komast inn að Torfu- nefsbryggju. Eins og nú háttar til með atvinnu- líf í þessum bæ, þá er full þörf á því að lögð verði hin mesta alúð við það að skapa allri útgerð héðan sem ör- uggust og bezt starfsskilyrði og hver einstaklingur og útgerðarfélög kapp- kosti að reka sinn útveg á sem allra hagkvæmas'.an og ódýrastan hátt. En með því er skapað öryggi fvrir áframhaldandi rekstri og þá um leið hinum atvinnuþiggjandi mönnum tryggð atvinna í framtíðinni, en síðast en ekki sízt bæjarfélaginu forðað frá áhættusamri og óæski- legri bæjarútgerð. Guðmundur Jörundsson. ENN UM HÚSALEIGULÖGIN. Dagur 21. þ.m. heldur því fram, að húsaleigunefnd beri ekki að am- ast við innflutningi fólks í bæina, heldur sé það borgaranna að kæra til bæjarfógeta, ef þeir télja húsa- leigulögin brotin. Niðurlag 3. gr. húsaleigulaganna hljóða svo: „Húsaleigunefnd getur látið fram- kvœma útburð á þeim utanhéraðs- mönnum, sem ólöglega hafa tekið húsnœði á leigu eða flutt í það sam- kvœmt framansögðu, og skál þessu húsnœði ráðstafað handa húsnæðis- lausum innanhéraðsmönnum.“ Og í 5. gr. segir: „Húsaleigunefnd er heimilt að taka til umráða auðar íbúðir og ráðstafa þeim til handa húsnœðis- lausu innanhéraðsfólki.“ Og loks segir í 10. grein: „Húsaleigunefnd bér að fella úr- skurð um ágreining út af uppsögn á leigusamningi um húsnæði samkv. 1. gr. laga þessara. Skjóta má þeim úrskurði nefndarinnar til dómstól- anna, en hlíta skal honum, unz dóm- ur fellur.“ Af þessum lagaákvæðum má sjá, að húsaleigunefndirnar eru ekki jafn valdalausar og Dagur lætur í veðri vaka. Og um leið hlýtur það að vekja furðu, að formaður húsa- leigunefndar Akureyrar skuli grobba af því á fundi, hve Akureyri hafi vaxið tiltölulega meira en aðrir bæ- ir, síðan húsaleigulögin gengu í gildi. KEA-LISTINN. Það hefir vakið nokkra óánægju í Framsóknarflokknum, að KEA skuli hafa jafn rík ítök í Framsókn- arlistanum og raun er á. í 1. sæti er sjálfur framkvæmdastjórinn, í 3. sæti fyrrv. starfsmaður félagsins og traustur fylgismaður skattfríðind- anna og í 4. sæti framkvæmdastjóri risavaxinna iðnfyrirtækja KEA og SÍS. — Öllum er ljóst, að þessir menn muni ætíð, af eðlilegum ástæð- um, fylgja málstað og hagsmunum KEA, ef til ágreinings kæmi um hagsmuni félagsins annars vegar og Akureyrar hins vegar. Þess vegna eru fles'ir á einu máli um það að láta ekki nema einn fulltrúa frá KEA ná sæti í bæjarstjórn að þessu sinni, þ.e. lofa dr. Kristni og Guðmundi að vera aðeins varafulltrúar næsta kjörtímabil. KOMMARNIR SAMIR VIÐ SIG. Kommúnistar hafa borið fram breytingartillögur við fj árhagsáætl- un Akureyrarkaupstaðar fyrir árið 1950. Þeir vilja láta lækka framlög til löggæzlu um 60 þús. kr., lil heil- brigðismála um 9800 kr. og til sunnudagaskóla kirkjunnar um 3000 krónur. Hækkunartillögur nema 350 þús. kr., og á að hækka útsvörin eft- ir tillögum þeirra um % úr milljón. Engum, sem þekkja feril komm- únista mun koma á óvart, þótt þeir vilji minnka löggæzluna í bænum og framlög til kristilegs uppeldis barn- anna. Þeir eru fyllilega sjálfum sér samkvæmir í tillögum sínum. GLÁMSKYGGNI. Einhver aðstandenda Dags, sendir blaðinu nýlega fyrirspurn um það, hvort „listamaðurinn“ Svanberg Einarsson afgreiðslumaður hafi leyfi húsaleigunefndar fyrir búsetu í bæn- um. Ekki er vitað, hvað fyrirspyrj- andi á þarna við með listamanns- nafnbótinni, en e.t.v. getur Dagur upplýst það. Virðist liggja beinna við að spyrja um búseturétt „listamannsins", sem stjórnar félagi ungra Framsóknar- manna hér í bænum. STRÍÐSGRÓÐASKATTUR KEA OG ÚTSVAR ÞESS. í rökþrotum sínum heldur Dagur því fram, þegar rætt er um skattfríð- indi samvinnufélaganna, að lögin um stríðsgróðaskatt frá árinu 1942 séu því valdandi, að KEA greiði ekki meira útsvar til Akureyrarbæj- ar. Því ber ekki að neita, að ríkissjóð- ur seilist lengra en góðu hófi gegnir í þá tekjustofna, sem bæja- og sveita- félögum eru nauðsynlegir. En þar sem bæj arfélögin fá hluta af stríðs- gróðaskattinum, hefir Akureyrarbær náð meiri tekjum af hinni risavöxnu starfsemi KEA, síðan skatturinn var lögfestur en áður var. Útsvar Árið 1941 bar KEA 70400 kr. - 1942 84500 - - 1943 96000 - - 1944 85000 - ,Sézt af þessum tölum, að stríðs- gróðaskatturinn, sem nemur árlega hundruðum þúsunda hjá KEA, hefir engin veruleg áhrif haft á útsvars- greiðslur þess. Þar hafa engar veru- legar sveiflur orðið frá því árið áð- ur en lögin gengu í gildi þar til 2 ár- um eftir það. Enda þarf ekki annað en bera saman stríðsgróðaskatt og útsvör einkafyrirtækja annars vegar og KEA hins vegar til að sjá, að þar er ólíku saman að jafna. Hafa áður verið tekin dæmi um þetta hér í blaðinu, sem tala sínu máli. STÚLKA Ungur maður óskar eftir að kynn- i ast stúlku með hjónaband fyrir aug- um, ef um semst. Má vera 30—40 ára. Þær, sem vilja sinna þessu leggi tilboð inn á afgreiðslu íslendings i fyrir n.k. mánaðamót. Merkt: A.G.Þ. ikrifsiofa Sjaifstæðisflokksins er opin daglega kl 10-12, 1-7 og8-10. Hverfis- stjórar og aðrir Sjálfstæðismenn eru hvattir til að koma á skrifstofuna og gefa upplýsingar um fjarverandi kjósendur og annað er varðar bæi- arstjórnarkosningarnar 29. þ.m. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins, sem eru á förum úr bænum og ekki verða heima á kjör- degi eru minntir á að kjósa hjá bæjarfógeta áður en þeir fara. LISTI FLOKKSINS ER D-listi. Skrifstofa Sjálfstaðisflokksins. Hafnarstræti 101 (Ryels-húsinu). Símar 578 og 401. Sigur D-listans er sigur Akureyrar

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.