Íslendingur


Íslendingur - 25.01.1950, Blaðsíða 5

Íslendingur - 25.01.1950, Blaðsíða 5
Auglýsingar é% borga sig bezt vleimmam x D-listinn í Islendingi. Miðvikudaginn 25. janúar 1950 Hafnarmannvirkin oá tofiararnir Dagur, sem út kom 11. þ. m. birt- ir grein með 3ja dálka stórletraðri f yrirsögn: „Togaraútgerðin á Akureyri þarfn- ast stórbœttrar aðstöðu á Oddeyrar- tanga“. Nokkrum dögum seinna hélt Stúdentafélag Akureyrar fund og bauð þangað einum fulltrúa af hverj um lista. Á fundi þessum kom ég ör- lítið inn á þetta nýja viðhorf Fram- sóknarflokksins til hafnarmálanna hér og lýsti viðhorfi mínu til þeirra. í Degi, sem út kom svo 18. þ. m. er málið tekið upp aftur: Dagur byrjar þannig: „Sjálfslœðisflokkurinn hefir meiri áhuga fyrir milljóna-bóLverkinu við Strandgötu en bættri aðstöðu togar- anna. Efsti maður Sjálfstæðislistans mælir gegn tillögu Framsókn- armanna um togarabryggj u á Oddeyri. Á umræðufundi um bæjarmál, sem Stúdentafélag Akureyrar hafði í sl. viku, og boðaði efstu menn framboðslistanna til bæjarstjórnar- kosninganna á, gerðist það m. a., að efsti maður Sjálfstæðislistans, Helgi Pálsson, lýsti andstöðu við þá tillögu Framsóknarmanna, að nota afgangs- efni frá Tofunefsbryggju til þess að koma upp bættri aðstöðu fyrir tog- araútgerðina með bryggjugerð við Glerárósa." Hvern ætlar Dagur að fá til að trúa því, að ég sé á móti bættri að- stöðu fyrir togarana hér við höfn- ina? Eg held það verði fáir af þeim, sem þekkja eitthvað til. Nei, þvert á móti, ég vil vinna að því og fram- kvæma svo fljótt sem auðið er, að aðstaða öll við togarana hér við höfnina verði stórbætt (allir flokk- arnir munu um þetta sammála), bæði hvað snertir viðlegupláss og húsakynni og þá ekki 6Íst húsakynni þau, sem þá vantar tilfinnanlegast, en það er hús til að geta tekið á móti saltfiski og verkað hann. Það er rétt hjá Degi, að höfnin á hér bryggjuefni fyrir ca. 3/4 milljón kr. til nýrra hafnarframkvæmda. Ég vil að þetta efni verði sem fyrst not- að til framkvæmda innan hafnarinn- ar, eins og búið var að samþykkja af hafnarnefnd samhljóða. Enda lokið á s. 1. sumri mælingum í sam- bandi við það og styrkleiki botnsins mældur. Hafnarmannvirkjumnn var valinn staður sunnan Strandgötu. Verður kanturinn ca. 120 m. frá landi og ca. 140 m. langur. Grafið skyldi síðan upp fyrir framan járn- * þilið og uppfyllingin fengin þannig, að uppmokstrinum yrði pumpað innfyrir. Samanber eftirfarandi fundargerð hafnarnefndar frá 23. ágúst s.l. Ár 1949, þriðjudaginn 23. ágúst kom hafnarnefnd saman til fundar á skrifstofu bæjarstjóra. Undirritaðir nefndarmenn voru mættir, ennfrem- ur vitamálastjóri, Axel Sveinsson, og fulltrúi vitamálastjóra, hr. Magnús Konráðsson. Fyrir tekið: 1. Rætt um byggingu Torfunefs- bryggj unnar. — Vitamálastjóri legg- ur til, að hætt verði við að breikka Torfunefsbryggjuna, en járnþil verði sett suðaustan á hana. Verður þá mikið bryggjuefni afgangs, og legg- ur vitamálastjóri til, að það verði no'.að til þess að gera nýtt bólverk sunnan Strandgötu vestan til. Á bak- við bólverkið verði fyllt upp með því efni, sem grafa þyrfti upp fram- an við það. Ástæður fyrir breytingartillögu þessari eru einkum þær, að á þennan hátt fæst aukið viðlegupláss fyrir skip, auk þess telja verkfræðingar vitamálanna sjávarbotninn sunnan við Torfunefsbryggjuna svo lélegan, að vafasamt sé, að bryggjan verði algjörlega trygg, ef hún er breikkuð eins og ráðgert hefir verið. Eftir mjög ítrekaðar umræður og athuganir samþykkti nefndin sam- hljóða tillögur vitamálastj óra. Nefndin fer fram á við vitamála- stjóra, að áætlun um legu og gerð hins fyrirhugaða hafnarbakka sunn- an Strandgötu, verði hraðað sem unnt er, svo að hægt verði að byrja á þeim framkvæmdum í næsta mán- uði; ennfremur að hann leiti sam- þykkis skipulagsnefndar fyrir þessu skipulagi hafnarinnar. Ennfremur fer hafnarnefnd þess á leit við vitamálastjóra, að hann leiti eftir leigu á uppmokstursskipi með sanddælu. Fundi slitið. Steinn Steinsen (sign.). Albert Sölva- son (sign.). Helgi Pálsson (sign.). Tryggvi HeLgason (sign.). Marteinn Sigurðsson (sign.). Axel Sveinsson (sign.). Magnús Konráðsson (sigiu). Eftir að þe'.ta mikla bólverk er fengið til viðbótar þeim bryggjum, sem fyrir eru, er fengin góð aðstaða til stóraukinnar skipaafgreiðslu hér við höfnina, sem nægja mundi um alllanga framtíð. Við þetta bólverk yrði mjög hent- ugt, að fram færi öll afgreiðela fyrir togarana, og ekki þykir mér ólíklegt, að einmitt þarna yrði sótt eftir að fá að byggja síðar meir stórt hafnar- hús fyrir togaraútgerðina, hús, sem rúmað gæti alla þeirra þörf í landi, ef til vill að undanteknu fiskþurrk- unarhúsi — og færi þá öll landstarf- semin fram undir sama þaki (bæði skrifstofur og annað) og yrðu það stórþægindi fyrir alla afgreiðslu. Að byggja nýja stóra bryggju út við Glerárósa tel ég að ekki komi til mála. Það er algjörlega gripið úr lausu lofti hjá „Degi“, að ódýrara yrði að byggja bryggjuna norðan á Oddeyr- inni. Þar þarf mjög langa bryggju nema með miklum uppmokstri. Norðan kvika er þarna oft það mik- il, að full vont gæti orðið að liggja við bryggjuna, nema þá að auka skjólgarðinn fyrir norðan mjög mik- ið. — Nei, þessi fleygur ykkar er aðeins til að draga framkvæmdirnar á lang- inn, svo að ekkert verði aðhafst um ófyrirsjáanlegan tíma. Þegar járnþilið hefir verið rekið H|iður, verður mikið afgangsefni. Því að verkpallar verða rifnir og staurar dregnir upp aftur, Úr þessu efni vil ég að byggð verði bryggja við dráttarbrautina, þannig að sunn- an grjótgarðsins og austur með hon- imi verði staurarnir rammaðir nið- ur og bryggja byggð. Grjótgarður- inn hækkaður eins og nú er byrjað á og hann síðan steyptur. Yrði hann þá annar helmingur bryggjunnar, en meðfram honum timburbryggja. — Þannig fengist góð og tiltölulega ódýr bryggja, sem mjög hentugt yrði að grípa til þegar pollurinn er ísi lagður, enda nauðsynlegt vegna nýju dráttarbrautarinnar, að þessi bryggja komi. Þarna er nægilegt dýpi, það var grafið í sumar sem leið. 1 dokkinni, sem dráttarbrautirnar eru í, hafa þegar tekið sér bólfestu allmargir fiskibátar, og tel ég sjálf- sagt og óhjákvæmilegt, að þeim verði sköpuð þarna þægileg aðstaða til sinna athafna. Að endingu skal það tekið fram, að vitamálaskrifstofan hefir fyrir löngu síðan (15. okt. s.l.) sent tvo tillöguuppdrætti ásamt áætlun um heildarkostnað við hafnarmannvirk- in sunnan Strandgötu. Það er því aðeins hlutverk hinnar nýju bæjar- stjórnar að ákveða, hvor tillagan verður tekin og hefja framkvæmdir. Eg vona, að Framsóknarflokkur- inn fái ekki aðstöðu til með kosning unum á sunnudaginn kemur, að DTSVÖRIN OG KEA Niðurl. Eða hvaðan ætti bærinn að taka fé til Laxárvirkjunar, áframhaldandi hafnarmannvirkja og annarra fjár- frekra framkvæmda, ef ekki er hægt með harðfylgi og dugnaði að hnekkja einhverju af þeirri löggjöf, sem nú rís eins og járntjald fyrir réttlátri þátttöku KEA í ú:svarsbyrði bæjarfélagsins. Enda má það mik- ið vera, ef beztu mönnum KEA er ekki að verða ljóst, að hverju stefn- ir í þessum efnum, því að lítið mundi hróður þess fyrirtækis aukast við það, ef bæjarbúar gætu ekki lengur risið undir útsvarsbyrðum sínum og yrðu fyrir það annað hvort að flýja bæinn eða verða getulausir til þess að greiða honum það fé, er hann þarf, til þess að verða hér eftir sem hingað til einn fegursti og byggilegasti bær landsins. Árið 1916 var stofnaður hér á landi stjórnmálaflokkur, sem kallar sig Framsóknarflokk. Má vera að hann hafi á sínum tíma borið þetta nafn með réttu og verið þá all framsæk- inn og víst er um það að hann hefir jafnan sótt fast fram í því að gera kaupfélögin pólitísk, og er nú svo komið, eftir 30 ára baráttu, að fá kaupfélög munu nú vera á landi hér, sem ekki eru neydd til þess, á einn eða annan hátt, að þjóna Framsókn- arflokknum, þó að þau frá upphafi vega ættu að vera ópólit.’sk neytenda sarntök og ennþá skipi raðir þeirra fjöldi manna með öðrum pólitískum viðhorfum, sem ekki enn í dag haf fyllilega skilið, að kaupfélagsskap- urinn hverfi ekki aftur til síns fyrri uppruna oghafa því ekki viljað yfir- gefa félagsskapinn. En það hefir ver- ið farið líkt með hann, af Framsókn- armönnum eins og kommúnistar og jafnaðarmenn hafa farið með jafn- aðarstefnuna. Því að í stað þess að Framsóknarflokkurinn ætti að sækja fram í þjóðmálunum, virðist nú svo, að hann ætli að enda æfidaga sína sem mesti íhaldsflokkur þessa lands. Meðal annars með því að berjast nu sem hatramlegast móti þeirri sjálf- sögðu kröfu að endurskoðuð séu samvinnulögin, sem — eins og sýnt hefir verið fram á, hér að framan — eru nú að verða óbærileg einstökum byggðarlögum, þó að ég hins vegar efist ekki um, að þau hafa átt fullan rétt á sér, þegar þau voru sett. Hér á Akureyri hefir þessi flokk- byrja flutning hafnarinnar út að Glerárósum. Um þetta meðal annars segið þið til með atkvæði ykkar á sunnudag- inn kemur. Helgi Pálsson. ur barist hart um yfirráð í bænum og bæjarmálum hin síðari ár, og þó að hann hafi ekki hingað til borið fullan sigur úr býtum, hefir hann — í skjóli hins risastóra fyrirtækis — KEA, og með aðstöðu þess og baráttutækni, safnað allstórum hóp til fylgis við málstað sinn, að sumu leyti fyrir það, að menn hafa glúpn- að fyrir hinu mikla auðvaldi, og einnig vegna þess, að forystumenn þessa flokks hér á Akureyri hafa um margt verið nýtir menn og vel látn- ir, þó þeir hafi jafnan orðið að lúta hinu flokkslega valdi og beygja sig fyrir því. Á sunnudaginn 29. þ. m. eiga borgarar Akureyrar einu sinni enn að ganga til orustu við þetta vald, og sýna með atkvæði sínu, hvort þeir vilja heldur Framsóknarmenn í bæj- arstjórn, og bera áfram skattabyrð- arnar fyrir KEA, eins og þeir hafa gert hin síðari árin, eða hvort þeir vilja styðja þann flokk, sem líkleg- astur er, þeirra flokka, sem nú eru í landinu til að leiðrétta það rang- læti, sem þessi grein og aðrar slíkar hafa sýnt fram á að nú eru ríkjandi í lögum okkar, en það er Sjálfstæð- isflokkurinn. Gleymið því ekki, útsvarsgreið- endur á Akureyri, að áður en Fram- sóknarflokkurinn varð til, og meðan kaupfélögin voru enn á gelgjuskeiði, bar verzlunin 40—55% af útsvars- byrði Akureyrarbæjar. En nú, þegar Framsóknarflokkur- inn er 30 ára og KEA með öllum sínum deildum er orðið eitt af stærstu miljónafyrirtækjum landsins, ber verzlunin hér í bæ aðeins 8% af útsvrsbyrðinni, en þið sjálfir 92%. Og látið enga manndýrkun eða ótta við gullkálfa bægja ykkur frá að greiða Sjálfstæðisflokknum atkvæði ykkar. Hann er og verður sá flokk- ur í þessu landi, sem jafnan er reiðubúinn til að berjast fyrir góðu málefni, því hann er flokkur allra stétta. Karl Friðriksson. SR. ÞORSTEINN BJÖRNS- SON KJÖRINN PRESTUR FRÍKIRKJUSAFNAÐARINS S. 1. sunnudag fór fram prestkosn- ing fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík, í stað Árna heit. Sigurðssonar. Umsækjendur voru fjórir og féllu alkvæði þannig: Sr. Þorsteinn Björnsson 1570 atkv. Emil Björnsson, cand. theol. 1132 — Sr. Ragnar Benediktsson 62 — Sr. Árelius Níelsson 1362 —

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.