Íslendingur


Íslendingur - 25.01.1950, Blaðsíða 6

Íslendingur - 25.01.1950, Blaðsíða 6
6 ÍSLENDINGUR Miðvikudaginn 25. janúar 1950 $0$0000$00«0000000000< AOalfundur verður haldinn í „VERÐI" — félagi ungra Sjólfstæðismanna miðvikudaginn 25. janúar í skrifstofu Sjólf- stæðisflokksins Hafnarstræti 101. Dagskró: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Stjórnarkosning og önnur aðal- fundarstörf. 3. Bæjarstjórnarkosningarnar. Fjölmennið! S t j ó r n i n . Auglýsið í l\lendingi >o»ooooooooooooooo»»oo&oos»o«oooo»oo oeoooooooooooot Til fastra viðskiptamanna Verzl. Eyjafjörður h.f. Eftirtalda daga seljum við vefnaðarvöru til viðskiptamanna okkar, er hafa vörujöfnunarseðil frá verzluninni, gegn reitum nr. 14 og 15. Mánudaginn 30. þ.m. til viðskiptamanna búsettra utan Akureyrar. Þriðjudaginn 31. þ.m. til viðskiptamanna búsettra á Akureyri. Til að létta fyrir afgreiðslu verður aðeins selt gegn staðgreiðslu. Vörujöfnunarseðilinn ber að sýna við inngöngu. Verzlunin Eyjaf jörður h. f. - NYJA BIÓ - Mynd vikunnar: LÆSTAR DYR (Secret beyond the door) Spennandi amerísk sakamála- mynd. Aðalhlutverkin leika: JOAN BENNETT MICHAEL REDGRAVE Bönnuð börnum innan 16 ára. Skjaldborgor-bíó Hamingjusamt fólk (This happy breed) Ensk stórmynd í eðlilegum lit- im, samin og gerð af Noel Co- ward. Aðalhlutverk: Robert Newton Celia Johnson John Mills Kay Walsh. Bændur Uppboð Opinbert uppboð fer fram sam- kvæmt beiðni Jóns Sveinssonar hdl. í afgreiðslu Eimskipafélags íslands h.f., Akureyri, föstudaginn 3. febr. n.k. kl. 13.30 og verða þar seldir vél- arhlutar úr m.s. Gunnvör, cylindrar, stimpilstengur, legur, boltar, skipti- búkki, olíudælur og milliás. Askilinn er réttur til að hafna boðum. — Greiðsla við hamarshögg. Bæjarfógetinn á Akureyri 20. jan. 1950. Friðjón Skarphéðinsson. x D-listinn Getum útvegað með stuttum fyrirvara Mjaltavélar með 220 volta íafnstraumsmótor Mialtavélar með benzínmótor. Talið við okkur sem fyrst. Verzl. Eyjafjörður h.f. TILKYNNING Viðskiptanefndin hefir ákveðið eftirfarandi hámarksverð á fiski: Nýr þorskur, slægður með haus......................... kr. 1,20 pr. kg. hausaður ......................... — 1,55----- og þverskorinn í stykki........... — 1,65----- Ný ýsa, slægð með haus......................... kr. 1,25 pr. kg. hausuð ........................... — 1,65----- og þverskorin í stykki ........... — 1,75----- Nýr fiskur (þorskur, ýsa) flakaður með roði og þunnildum ....................... kr. 2,40 pr. kg. án þunnilda ...................... — 3,20----- roðflettur án þunnilda ........... — 3,85----- Nýr koli (rauðspretta) .............. kr. 3,00 pr. kg. Ofangreint verð er miðað við það, að kaupandinn sæki fisk- inn til fisksalans. Fyrir heimsendingu má fisksalinn reikna kr. 0,50 og kr. 0,10 pr. kg. aukalega fyrir þann fisk, sem er fram yfir 5 kg. Fisk, sem er frystur sem varaforði, má reikna kr. 0,40 pr. kg. dýr- ara en að ofan greinir. Ekki má selja fisk hærra verði þótt hann sé uggaskorinn, þunnildaskorinn eða því um líkt. Reykjavík, 17. janúar 1950. Verðlagsstjórinn. GREIPAR GLEYMSKUNNAR ekki að neita réttmæti lýsingar minnar. Ég beið meðan hann var að jafna sig. Hann var ná- fölur og stóð stundum á öndinni. Sem snöggvast óttað- ist ég, að hann væri að deyja. Ég hellti víni í glas og hann greip það með skjálfandi höndum og svalg í botn. „Segðu mér hvað hann hét,“ sagði ég nú enn. „Hvert var samband hans við Pauline?“ 'Loksins mátti hann mæla. „Hvers vegna komstu hingað til að spyrja mig að þessu? Pauline hefði get- að sagt þér það. Henni hlýtur að vera batnað, annars gætir þú ekki hafa fengið að vita þetta.“ „Hún hefir ekkert sagt mér.“ „Það er rangt. Hún hlýtur að háfa sagt þér það. Enginn annar sá glæpinn, — morðið, því að morð var það.“ „Það var einn enn viðstaddur, fyrir utan þau, sem ég nú hefi nefnt.“ Ceneri brá og hann leit hvasst á mig. „Já, af tilviljun var einn enn viðstaddur. Maður, sem gat heyrt, en ekki séð. Maður, sem ég bað lífs, eins og það væri ég sjálfur.“ „Ég þakka þér fyrir að hafa bjargað því.“ „Þakkarðu mér. Hvers vegna skyldir þú þakka * 066 merr „Ef þú hefir bjargað nokkru lífi, þá var það mitt líf. Ég var maðurinn.“ „Varst þú maðurinn?“ Hann horfði á mig með at- hygli. „Jú, nú kannast ég við andlitsdrættina. Ég man, að ég var alltaf svo hissa á því, hvað þú komst mér kunnuglega fyrir sjónir. Nú skil ég þetta allt, vegna þess að ég er læknir. Augu þín hafa verið skorin upp-“ „Já, með ágætum árangri.“ „Þú sérð vel núna — en þá. Mér gat ekki skjátlast, þú varst þá alveg blindur.“ „Já, ég sá ekkert, en ég heyrði allt saman.“ „Og nú hefir Pauline sagt þér hvað gerðist.“ „Pauline hefir ekkert sagt.“ Ceneri spratt á fætur í ákafri geðshræringu og gekk fram og aftur um herbergið. Það glamraði í hlekkj- unum við hverja hreyfingu. „Ég vissi það, „muldraði hann á ítölsku. „Ég vissi það, að slíkur glæpur yrði ekki dulinn.“ Síðan sneri hann sér að mér. „Segðu mér, hvernig þú hefir komizt að þessu? Teresa hefði fyrr dáið, en hún hefði sagt frá þessu. Petroff er dauður, hann dó vitskertur og óður, eins og ég sagði þér.“ Af síðustu orðum hans ályktaði ég, að Petroff væri þriðji maðurinn, sem ég hafði séð, og að hann væri einnig sá, sem hafði verið í næsta klefa við Ceneri og skýrt honum frá svikum Macari. „Var það Macari, sá svívirðilegi svikari? Nei, hann var morðinginn, og uppljóstrun um glæpinn, hefði orð- ið til þess að eyðileggja allt fyrir honum. Segðu mér, hvernig þú komst að þessu?“ „Ég skyldi segja þér það, ef ég væri ekki hræddur um, að þú tryðir mér ekki.“ „Tryði þér ekki,“ æpti hann. „Ég gæti trúað hverju sem væri varðandi þá nótt. Hún hefir aldrei liðið mér úr minni, og mér hefir orðið það ljóst í fangavist minni, að ég hefi ekki verið dæmdur til þessara hörm- unga vegna pólitískra glæpa. Dómur minn er hegning Guðs fyrir glæp þann, sem þú varst vottur að.“ Það var ljóst, að Ceneri var engan veginn eins for- hertur glæpamaður og Macari. Hann hafði þó að minnsta kosti samvizku. Þar sem hann virtist einnig trúa á yfirnáttúrulega viðburði, þá hugsaði ég, að vera mætti, að hann tryði því, hvernig ég fékk vitn- eskju mína um þennan glæp. „Ég skal segja þér það,“ sagði ég, „en þó með því skilyrði, að þú segir mér á eftir öll tildrög þessa glæps og svarir spurningum mínum til hlítar og sannleikan- um samkvæmt.“ Hann brosti biturt. „Ég lofa því.“ Ég sagði honum því, í eins fáum orðum og ég gat, frá öllu því, sem ég hafði séð. Það fór hrollur um hann, er ég lýsti hinni hræðilegu sýn. „Hlífðu mér við þessu,“ sagði hann. „Ég man þetta allt saman. Mörg þúsund sinnum hefi ég séð þetta fyr- ir mér, eða þá að mig hefir dreymt það, og það mun alltaf standa mér fyrir hugskotssjónum. En hvers vegna komstu til mín? Þú segir, að Pauline hafi náð sér aftur, hún hefði getað Sagt þér allt saman.“ „Ég vildi ekki spyrja hana, fyrr en ég væri búinn að hitta þig. Hún er komin til sjálfrar sín aftur, en hún þekkir mig ekki, og ef svar þitt verður ekki eins og ég vona að það verði, þá munum við Pauline ekki hittast aftur.“ „Ef ég get gert eitthvað til þess að bæta fyrir .. . .“ byrjaði hann ákafur. „Þú getur aðeins sagt mér sannleikann. Sjáðu nú til. Ég bar morðið á sjálfan morðingjann, félaga þinn, og hann gat ekki borið á móti því fremur en þú, en hann réttlætti það.“ „Nú, hvernig þá?“ sagði Ceneri ákafur. Ég hikaði andartak. Ég starði á hann til þess að geta

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.