Íslendingur - 28.01.1950, Blaðsíða 1
XXXVI. árg.
Laugardaginn 28. janúar 1950
6. tbl.
mmam
Dapr ber tramkvæmdastjðra K.E.A.
ösannintii á brýn.
Enn æsist geð Dagsritstjórans
stórlega. í Degi, sem út kom í gær
flæddu vanstillingarskrif hans yfir
alla barma. Helzta orsökin til þess
er samanburður sá, sem ég gerði í
síðasta blaði fslendings á Verzlun
Eyjafjörður og K.E.A. Er ritstjór-
anum nú svo mikið niðri fyrir að
hann heldur því blákalt fram, að
með tilvitnun minni í ársskýrslu K.
E. A. hafi ég farið með þreföld
ósannindi. Eg fór þó eingöngu efár
þeim upplýsingum, sem er að finna
i skýrslu framkvæmdastjórans, og
hafi ég í nokkru farið rangt með, þá
er það vegna þess, að framkvæmda-
stjórinn hefir ekki skýrt rétt frá. —
Mér varð það þó á að trúa honum
betur en ritstjóra Dags og svo mun
fleirum fara, annars geta þeir gert
það upp persónulega sín á milli,
hvor sé sannsögulli.
Eg skal nú rekja þau atriði ur
skýrslu framkvæmdastjórans, sem ég
byggi þau ummæli mín á, að vöru-
sala K.E.A. hafi árið 1948 numið
nær 60 millj. króna.
Framkvæmdastjórinn s e g i r :
„Vörusala félagsins í aðfluttum vör-
urn hefir minnkað um ca. 2.5 millj.
kr. eða um rúml-. 10%." Nú er 2.5
millj. 10% af 25 milljónum og sam-
kvæmt því virðist vörusala félagsins
í aðfluttum vörum árið 1947 hafa
numið um 25 millj. kr. en árið 1948
ca. 22.5 millj. kr. Síðar í skýrslu
framkvæmdastjórans segir svo: „Af-
urðasala til útlanda hefir minnkað
frá árinu áður um rúml. eina milljón
króna og nam heildarútflutningur-
inn alls tœpum 6 mUljónum.
Sala verksmiðja og afurða innan-
lands jókst aftur á móti talsvert eða
um tœpar 4 milljónir og nam á ár-
inu aUs um 22.5 mUljón króna.
Sala frá ýmsum öðrum deUdum
og fyrirtœkjum, svo sem umboðs-
sala hótelsins, gróðurhúsa, verk-
stœða og skipasmíðastöðvar, kassa-
gerðar o. fl., nam á árinu 7% millj.
króna "
Leggi menn þessar tölur saman fá
þeir út um 58% millj. kr., en ekki
21.780.590.98 eins og ritstjóri Dags
segir vörusöluna vera samkvæmt
þessari sömu skýrslu. Geta menn nú
velt því fyrir sér, hvor muni fara
með réltara mál, Jakob Frímann6-
son eða ritstjóri Dags.
Eg befi ekki í hðndum neinar
skýrslur um vðrusölu hlutafélaga
þeirra, sem K.E.A. á, en sé henni
bætt við, þá hljóta allir að geta séð,
að það muni varlega áætlað að
telja heildarvörusölu K.E.A. 40
sinnum meiri en hjá Verzl. Eyja-
fjöiður. Kannske annars að ritstjóri
Dags vildi gera svo vel að birta svo
sem eins og rúmlega þriðja partinn
að heildarvörusölu þessara hlutafé-
laga, svona til þess að vera sjálfum
sér samkvæmur. Hann hlýtur að
hafa aðgang að skýrslum um hana.
Ritstjórinn reynir að búa sér til
hálmstrá til þess að fljóta á með
þessa fjarstæðu s'na. Hann segir að
ég hafi talið að útsvars- og skatt-
skyld vörusala K.E.A. nemi um 60
millj. króna á ári. Það er þó alrangt
og ber grein mín það greinilega með
sér, að ég á alls staðar við heildar-
vörusöluna, og þá einnig hjá VerzL
Eyjafjörður. Er það sannarlega hart
fyrir rits'jóra Dags, að hann skuli
þurfa að ljúga upp á mig ummæl-
um, sem ég hefi aldrei viðhaft, til
þess síðan að geta sagt mig ljúga.
Þá segir ritstjórinn, að ég tali
annars vegar um útsvar, sem lagt sé
á aðalverzlun K.E.A., en hins vegar
um vörusölu K.E.A. og allra fyrir-
tækja þess, hlutafélaga og annarra.
Einnig þetta er alrangt hjá honum.
Eg segi K.E.A. & Co. greiða nú um
3% ú'.svaranna í bænum. Sjálfur
hefir ritstjórinn sagt að K.E.A. og
öll fyrirtæki þes6 og hlutafélög hafi
s.l. ár greitt samtals rúml. 150 þús.
kr. í útsvör. Jafnað var niður alls
nær 5.6 millj. kr. og geta menn af
því séð að prósentuupphæð sú, sem
ég nefndi er fremur of há en hitt.
Þá vil ég benda ritstjóranum á,
að væri K.E.A. skipt niður í 40
einkafyrirtæki, sem greiddu skatta
og útsvör eftir almennum reglum,
þá myndi einnig verða skattlagður
hjá þeim sá arður, sem þau hefðu af
verzlun með innlendar afurðir. Hitt
er annað mál, að ég hefi ekki lagt
til að skip:a K.E.A. þannig niður,
það var ritstjóri Dags, sem braut
upp á þessum skiptingarumræðum.
Því fer fjarri, að ég vilji láta leggja
samvinnufélögin niður, ég vil að-
eins svipta þau sérréttindum sínum
og gefa þeim kost á að sýna ágæti
sitt í frjálsri samkeppni á jafnrétt-
isgrundvelli.
Eg vil svo biðja riístjóra Dags að
sýna fram á það, hvernig hann getur
fundið það út úr ársskýrslu K.E.A.
1948, að vörusala félagsins það ár
hafi aðeins verið kr. 21.790.590.98,
eins og hann segir skýrsluna bera
með sér. Eg hefi lesið skýrsluna all-
rækilega og get hvergi fundið þar
þessa tölu eða nægar upplýsingar til
þess að reikna hana út. Annars er
ársskýrsla K.E.A. harla undarlegt
plagg. I henni er að vísu að finna
efnahagsyfirlit, en þar er enginn
rekstursreikningur, hvað þá að þar
sé birtur sundurbðaður rekstur ein-
stakra deilda og fyrirtækja. Félags-
menn eiga þó fullan rétt á því að fá
að vjka eitthvað meira um rekstur
félagsins, en að þeim sé aðeins 6agt,
að vörusala hafi aukizt eða minnk-
að um ca. þetta eða hitt frá árinu
áður. K.E.A. á ekki að vera neitt
leynifélag, það á öllum að vera heim-
ilt að ganga í það og félagsmenn
eiga rétt á að kynnast rekstri þess.
Hví birtir það þá ekki reikninga
slna?
E.J.
Afturhaldsstetna
Framsóknar
Framsókn fjandskapast við fyrrverandi fjár-
málaráðherra fyrir að tryggja að sumir nýju
togararnir kæmust á veiðar, þar á meðal Sval-
bakur og Jörundur. Framsókn vildi heldur
binda þá við bryggju.
Flestum tnun enn i fersku
minni, hversu mjög Framsókn-
armenn fjandsköpuðust gegn
kaupum á nýsköpunartogurun-
um. Þeii* sögðu togarana vera
allt að helmingi dýrari, en þeir
þyrftu að vera, sem var hreinn
þvættingur, enda þorðu þeir ekki
annað, eftir að þeir komust sjálf-
ir í ríkisstjórn, en að samþykkja
kaup á tíu togurum til viðbótar,
þótt þeir togarar yrðu miklu dýr
ari en hinir fyrri. Þá sögðú Fram
sóknarm. að togararnir myndu
orðnir úreltir áður en þeir kæmu
til landsins, og Skúli Guðmunds-
son spáði því jafnvel, »að þeir
kærnust aldrei í ganginn.«
Nú orðið þekkja allir lands-
menn, hvflík happakaup voru
gerð, er nýsköpunartogararnir
voru keyptir, enda hafa þeir þeg-
ar flutt gifurleg verðmæti inn í
landið. Eftir að þetta varð öllum
landslýð ljóst, þorðu Framsókn-
armenn ekki annað en að reyna
að breiða yfir sitt rétta hugarfar
til þessara mála og hafa jafnvel
reynt að bera þá höfuðlýgi á
borð fyrir almenning, að þeir
hafi jafnan verið togarakaupun-
um fylgjandi.
Nú fyrir skömmu kom það þó
berlega í ljós, að Framsóknar-
menn hafa ekkert lært og engu
gleymt í þessum efnum, og að
hugur þeirra til togarakaupanna
er enn hinn sami og þegar þeir
þuldu lygarnar og hrakspárnar
ákafast í tíð nýsköpunarstjórn-
arinnar. Hafa þeir nú með engu
móti treyzt ser til þess að hylja
lengur úlfinn í sauðargærunni,
þótt brýn hafi þörfin verið, enda
er gæran þeirra harla snjáð og
slitin.
Svo bar til fyrir um hálfum
mánuði síöan, að Framsóknar-
menn hófu á Alþingi ákafar árás-
ir á fyrrverandi fjármálaráð-
herra, Jóhann Þ Jósefsson, fyrir
það að hann greiddi fyrir því, að
kaupendur nokkurra togara gætu
komið þeim á veiðar. Gerði hann
það með þeim hætti að veita
kaupendum gjaldfrest á hluta
andvirðis þeirra, þar sem fé
stofnlánasjóðs reyndist ekki
nægilegt til þess að lána út á alla
togarana. Héldu Framsóknar-
menn því fram, að ráðherrann
hefði gert þetta í heimildarleysi,
e.n það er alrangt hjá þeim, eins
og svo margt fleira.
Þessi ráðstöfun fjármálaráð-
herra gerði kaupendum togar-
anna það kleift að koma þeim á
veiðar, en ella hefði orðið að
leggja þeim við hafnarbakka, og
geta allir gert sér í hugarlund,
hver kosturinn hefði orðið þjóð-
inni hagkvæmari. Framsóknar-
menn hafa gert mikið veður út
af því, að ríkissjóður verði að
greiða hærri vexti af því fé, sem
hann tók að láni, til þess að lána
þannig togarakaupendum aftur,
heldur en hann hann fær aftur
greidda vexti frá kaupendum tog
aranna. Það er að vísu rétt að
svo er, en þá ber hins þess að
gæta, hvílikan hag ríkissjóður
hefir af því að togararnir séu
gerðir út, en liggi ekki bundnir
við hafnarbakka, og gerir það
áreiðanlega stórum betur en að
vega upp á móti því vaxtatapi,
sem ríkissjóður verður fyrir,
vegna ráðstafana fyrrverandi
fjármálaráðherra til þess að
koma togurunum á veiðar. Er
þannig ljóst, að f jármálaráðherr
ann hefir með umræddri ráðstöf-
un sinni tekið þann kostinn, sem
hagkvæmastur var ríkissjóði og
þjóðinni í heild.
Svo sem vænta mátti, tók Tím-
inn þegar undir árásir þing-
manna Framsóknar út af þessum
málum og sparaði þá ekki stór-
yrðin fremur en venjulega. Hins-
vegar hefir Dagur séð þann sinn
kost vænstan að þegja um þetta
fram yfir kosningar og þarf ekki
Iangt að leita að orsökinni til
þess. Hún er sú, að >í hópi þeirra
togara, sem urðu aðnjótandi um-
ræddrar aðstoðar fyrrverandi
fjármálaráðherra, eru tveir Ak-
ureyrartogaranna, Svalbakur og
Jörundur. Þessir tveir togarar,
auk 5 annarra, væru enn ekki
komnir á veiðar, ef farið hefði
verið að vilja Framsóknarmanna.
Geta nú Akureyringar borið
saman annars vegar það, sem
fyrrverandi fjármálaráðh., Jóh.
Þ. Þósefsson gerði fyrir þá, og
hins vegar það, sem Framsókn-
armenn vildu láta gera fyrir þá.
Munu flestir glöggt finna þann
mun, og ættu þeir að sjá sóma
sinn i því að Iauna hann að
verðleikum.
Meðan Tíminn og Framsókn-
armenn syðra kyrja í sðfellu
fjandskaparsöng sinn gegn fyrr-
verandi fjármálaráðherra fyrir
að tryggja það, að togararnir
kæmust allir á veiðar, er Dagur
hér með væmin fleðulæti við tog-
araútgerðina og lætur sem Fram-
sóknarmenn séu hinir einu sönnu
vinlr hennar, sem vilji með öll-
um ráðum greiða fyrir henni.
Þeir' hafa sannarlega tungur
Framh. á 4. síðu.