Íslendingur


Íslendingur - 28.01.1950, Blaðsíða 2

Íslendingur - 28.01.1950, Blaðsíða 2
2 íSLENDINGUR Laugardaginn 28. janúar 1950 Útgefandi: Útgáfufékg íslendings. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jakob Ó. Pétursson. Auglýsingar og afgreiðsla: Svanberg Einarsson. Skrifstofa Gránufélagsgata 4. Sími 354. Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. Á KEA að tæma sveitirnar ? Allir, sem fylgst hafa með blaða- mennsku Framsóknarflokksins und- anfarinn fjórðung aldar, muna, hve oft Framsóknarblöðin hafa lýst yfir áhyggjum sínum varðandi flutning fólksins úr sveitinni til sjávarins. Hefir látið einna hæst í blöðum flokksins fyrir Alþingiskosningar um þessa þjóðflutninga, hve hættu- legir þeir væru, þar sem framleiðsl- an, er öll afkoma þjóðarinnar bygg- ist á, tapaði vinnuafli, er kæmi að minni notum eða engum í þéttbýl- inu. Þetta aðstreymi fólksins til höf- uðstaðarins og annarra kaupstaða hefir Framsókn kennt andstöðu- flokkum sínum, — þeir vilji nota sameiginlegt fé þjóðarinnar til auk- inna þæginda fyrir fóUdð í þéttbýl- inu, en Framsókn berjist fyrir því að veita fjármagninu upp í sveitirn- ar og gera þær með því svo 1-fvæn- legar, að engan fýsi að leita þaðan til bæjanna. Svo langt var gengið fyrir 12—15 árum, að raddir voru uppi um það meðal ráðandi manna í Framsóknar- flokknum að koma á löggjöf, er fyr- irbyggði innstreymi í bæina, þ. e. að setja eins konar átthagafjötra á landslýðinn, en úr því varð ekki annað en ráðagerðir. Svo gerðist það á árinu 1943, að Alþingi samþykkir hina svonefndu húsaleigulöggjöf, þar sem svo er fyrir mælt, að innanbæjarmenn skuli hvarvetna ganga fyrir um laust hús- næði. Eru síðan kjörnar húsaleigu- nefndir í kaupstöðum til að sjá um framkvæmd laganna. Löggjöf þessi var líka til að „tempra“ vöxt bæjanna og fólks- flóttann frá landbúnaðarframleiðsl- unni, ef henni hefði verið framfylgt. En mikið vantar á, að svo hafi ver- ið, enda hefir vöxtur stærstu kaup- staðanna ekki verið örari en þau árin, sem síðan eru liðin. Framsóknarflokkurinn hefir vilj- að halda dauðahaldi í húsaleigulög- in, en að því er Dagur upplýsir, vill hann ekki láta framfylgja þeim, því að slíkt myndi geta „kyrkt vöxt og þróun bæjarfélagsins“, og þeir sem vilji fylgja þeim séu 50 árum á eftir tímanum. Inntakið í kenningum Dags er því þetta: Við eigum að halda í húsa- leigulögin og hafa húsaleigunefnd, ekki til að sjá um framkvæmd þeirra, Dagur fær móðursýkikast Gönuhlaup í geðofsa. Ritstjóra Ðags er margt vel gefið, en hann kann ekki að stjórna geði s'nu. Kemur það m. a. glöggt fram í grein í síðasta blaði Dags. Það sem einkum virðist hafa raskað hug arró hans, er grein, sem ég reit í íslending hinn 18. þ. m. um skatt- fríðindi samvinnufélaganna. Er iafnan eins og klipið sé hjarta Dags- ritstjórans, er minnst er á þessi fríð- indi í blöðum andstæðinganna, og svo brá enn við nú. Umrædd grein mín var rituð af hógværð og sann- girni, og hefir það orðið til þess að æsa er.n meir geð ritstiórans, vegna þess hve þá var erfitt fyrir hann að andmæla henni með rökum. Er og öll svargrein hans þrungin rang- færslum, skætingi og útmsnúning- um, jafnhliða því, að hann löðrung- ar sjálfan sig til þess að gera frum- hlaupið sem fullkomnast. Fræðsla í lögyísi. Dagsritstjórinn hyggst taka mig á kné sér og kenna mér lög. Vel má vera, að hann hafi lesið eða lært einhverja þá lagagrein, sem ég hefi ekki kynnt mér, en ré'.t er þó„ að hann fái að vita, að lögfræð.'nám er ekki fyrst og fremst í því fólgið, að læra utanbókar langa lagabálka, heldur miklu fremur hinu að læra að skilja og túlka lögin rétt til þess að geta heimfært hin einstöku til- vik, sem koma fyrir í almennu lífi, réttilega undir hinar almennu regl- ur laganna. Ritstjóranum tekst heldur ekki betur kennslan en það, að í stað þess að reka mig á gat, eins og hann hugðist gera, opinberar hann s'na eigin fávizku. Tillaga mín um það að svipta samvinnufélögin ska.tfrí- indum sínum og veita í þess stað meðlimum þeirra skattfrj álsan út- hlutaðan arð frá þeim, hefir ber- sýnilega hlaupið mjög óþægilega í skapið á honum, en hann segir, þar sem hann er að ræða hana: „Flestir vita, að úthlutaður arður af vöru• Icaupum er hvorki skatt- né útsvars- heldur til þess að þeim sé elcki fram- fylgt. Annars myndu lögin hefta hin- ar miklu iðnaðarframkvæmdir KEA og SÍS, sem „kalla á mikið vinnu- afl“ utan af landsbyggðinni. Þessar framkvæmdir samvinnufélaganna eru gerðar fyrir okkar heittelskaða bæ, Akureyri, svo að hann geti vax- ið og blómgast. Og svo vill íhaldið, að félögin greiði hærra útsvar. Hví- líkt vanþakklæti. Já, nú á að kjósa til bæjarstjórn- ar á Akureyri en ekki Alþingis. Þá vill Dagur tæma sveitirnar að fólki til vinnu í verksmiðjum KEA og SÍS og gera Akureyri með því að myndarlegum og blómlegum bæ! skyldur, ekki fremur en afsláttur, er kaupmaður gefur sínum við- skiptamönnum.“ Svo mörg eru þau orð. Fyrst nú flestir vita þetta, þá vil ég benda þeim hinum sömu á að í lögum um tekjuskatt og eignaskatt nr. 6 frá 9. janúar 1935 segir svo í 8. gr. 3. mgr.: „Kaupfélög, pönt- unarfélög og önnur samvinnufélög mega draga frá tekjum sínum það, sem þau greiða félagsmönnum í árs- lok eða færa þeim til séreignar í slofnsjóði, og telst það eigi til skattskyldra tekna hjá félaginu. A sama hátt mega slík félög, sem að- eins vinna úr eða selja afurðir fé- lagsmanna, draga frá það, sem þau þannig úthluta félagsmönnum sín- um í hlutfalli við framlög þeirra af afurðum. Upphœðir þœr, sem þannig er úthlutað, teljast fram til skatls sem tekjur hinna einstöku félags- manna . .. . “ Þessi lagagrein segir þannig allt annað en það, sem gervi- lögfræðingurinn í Degi segir að „flestir“ viti. Ég held að blessaður stúfurinn ætti að setjast heim og læra betur, áður en hann ætlar sér næst að kenna öðrum, hvað séu rétt lög. í eigin snöru. En setjum nú svo, að rits'.jóri Dags hefði haft rétt fyrir sér í um- ræddri lögskýringu sinni. Setjum svo, að hann hafi á réttu að standa þar sem hann segir: „Arður, sem úthlutaður er félagsmönnum, getur því aldrei orðið tekjuskatts- eða útsvarsskyldur.“ Það er rétt að taka vel eftir því, hver aðstaða ritstjór- ans verður við þessa yfirlýsingu. Hann hefir nú um nokkurra ára skeið ritað margar greinar og lang- ar af miklum fjálgleik til þess að halda uppi vörn fyrir skattfríðindi samvinnufélaganna. Helzta og eina haldreipi hans eins og annarra í þeirri vörn hefir verið sú röksemd, að þar sem meðlimir samvinnufélag- anna væru látnir greiða skatta og útsvör af arði þeim, sem samvinnu- félögin úthluta þeim, þá væri rang- lá:t að láta einnig samvinnufélögin sjálf greiða skatta og útsvör af arði þeim, sem þau hefðu af viðskiptum félagsmanna — það væri tvöfaldur skattur á sömu tekjurnar. Nú segir ritstj órinn, að ekki sé hægt að leggja skatta eða útsvör á arð þann, sem félagsmenn hafa fengið úthlutaðan. Eftir þessu er þessi arður nú alveg skattfrjáls og þótt 6amvinnufélögun- um væri gert að greiða að fullu skatta og útsvör af viðskiptum fé- lagsmanna, þá væri samkvæmt hinni nýju kenningu ritstjóra Dags þar aljs ekki um tvöfaldan skatt að ræða, heldur aðeins einfaldan. Það er því samkvæmt þessari nýju kenningu ritstjórans ekkert ranglátt við það að afnema skattfríðindi samvinnufélag- anna, jafnvel þótt ekkert komi í stað- inn. Er bersýnilegt, að ritstjóranum hefir verið mikið kappsmál að reyna að telja einhverjum trú um fávísi mína og vankunnáttu í lög- um. Er hann nú orðinn svo rækilega flæktur í eigin snöru, að erfitt mun reynast fyrir hann að losna þaðan aftur, en væntanlega minnist hann ekki á tvöfalda skat.inn framar. Samvinna og sósíalismi. Ritstjóri Dags telur það hina mestu firru hjá mér að segja að sam vinnueinokun sé sama og sósíalismi. Hann telur samvinnu og sósíalisma íullkomnar andstæður. Svo ein- kennilegt, sem það kann að virðast, þá getum vlð báðir haft á réttu að standa um þe'ta, en ég skal nú færa rök að máli m'nu. Sósíalismi er ekkert annað en það, að meðlimir eins og sama þjóðfélags eru með lögum skyldaðir til allsherjar sam- vinnu. Sósíalismi er þannig þvinguð samvinna, og þegar samvinnueinok- un er komin á, þá er ekki lengur um að ræða frjálsa samvinnu. Ég get hins vegar falllzt á, að frjáls samvinna sé allt annað en sósíalismi og tel þannig ritstjórann hafa rétt fyrir sér að því leyti. Hins vegar getur frjáls samvinna orðið þvinguð, ef hún nær einokunaraðstöðu. Það er alveg hliðstæit við annað fyrir- brigði, sem allir þekkja. Frjáls sam- keppni og einokun eru skiljanlega fullkomnar andstæður, en beri hins vegar einn aðili algeran s.'gur úr býtum í hinni frjálsu samkeppni, þá leiðir það til einokunar. Alveg hið sama getur gerzt þegar um sam- vinnu er að ræða og ættu bæði fylgj- endur frjálsrar samkeppni og sam- vinnumenn að geta verið sammála um það, að hvorttveggja sé mjög óheillavænlegt, og það svo mjög, að ef það verður ekki fyrirbyggt með öðrum ráðum, þá verður löggjafar- valdið að grípa í taumana. Rits:jóri Dags þykist undrandi yf- ir því, að ég nefni ekki S. í. F. sér- staklega í grein minni og telur að ég vilji sérstaklega hlífa því, vegna þess að Sjálfstæðismenn standi að því. Ég vil í því sambandi benda á, að grein mín öll fjallaði um sam- vinnufélög almennt og ég nefndi hvergi í henni neitt einstakt og þá ekki fremur S. f. F. en hvert ann- að, enda sé ég ekki ástæðu til ann- ars en að láta samvinnufélögin sitja við sama borð án tillits til þess, hverjir að þeim standa. Hitt tel ég einnig fráleitt, þegar samvinnufélög, sem meðlimir allra flokka standa að, eru notuð í þágu eins stjórnmála- flokks, eins og við þekkjum ofur vel að gert er hérlendis í ríkum mæli. Illkvittnin í forsæti. Rits jóri Dags treystir sér ekki til þess að andmæla því með rökum, sem ég sýndi fram á, að verulegt fjármagn rynni héðan burtu úr bænum sem arður til utanbæjar- manna af verzlun þeirra við KEA, án þess að bærinn fengi greidd af því útsvör, svo sem að réttu lagi ætti að vera. Hann reynir að dreifa athygli manna frá þessu þýðingar- mikla atriði með því að snúa út úr orðum mínum, telja að ég vilji ekki láta aðkomumenn koma til bæjar- ins, lalar um sveitamenn á kúskinns skóm og þar fram eftir götunum. Allur sá þvættingur breytir þó engu um þá staðreynd, sem ég sýndi fram á, enda var það, sem ég benti á, fullkomið sanngirnisatriði, en hvorki fjandskapur við utanbæjar- menn né annað af því tagi. Að ég nefndi hafnir sem dæmi upp á hina góðu verzlunaraðstöðu, sem bæjarfélögln veita kaupfélögun- um þó:ti ritstjóranum gott tækifæri til þess að telja lesendum sínum trú um fáfræði mína. Mér er vel kunn- ugt um það, að hafnar- og vörugjöld standa undir reksturskostnaði hafn- ^ arinnar hér, en hvað skyldi það taka langan tíma að láta þau auk þess greiða allan þann stofnkostnað, sem bænum ber að greiða? Auk þess ( er sú góða aðstaða, sem Akureyrar- bær veitir KEA til verzlunar, meira virði en það, sem KEA greiðir í hafnar- og vörugjöldum, enda tók ég aðeins höfnina sem dæmi. Ritstjóri Dags hefir hins vegar hugsað meira um það að snúa út úr orðum mín- um og rangfæra þau, en að andmæla þeim með réttum rökum og hefir ekki veigrað sér við að taka illkvittn- ina fram yfir sanngirnina. Verði honum það að góðu. E. J. Eg byrja nýtt námsskeið í bókfærslu um næstu mánaðamót, og stendur það væntanlega yfir um 3 mánuði. Þeir, sem óska eftir þátttöku í námsskeiðinu eða nánari upplýsingum varðandi það, tali við mig sem fyrst. Sigurður M. Helgason, lögfrœðingur, Strandgötu 29, sími 543. — Auglý5»ið í íslendingi — oc>coooooooooooooooooo -rrnnnnooooooooooqqqt

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.