Íslendingur - 28.01.1950, Blaðsíða 3
Laugardaginn 28. janúar 1950
ISLENDINGUR
Spurningar og svðr
Skrifstofustjóri verkalýðsfélag-
anna hér í bæ, Höskuldur Eg^lsson,
sendir mér tóninn i „Verkamannin-
um" 24. jan. og segist gera það m.a.
í tilefni af því, er ég hefi haldið
fram, að skrifstofa verkalýðsfélag-
anna annist upplýsinga- og út-
breiðslustarf fyrir Sósíalistaflokk-
inn. Virðis" svo, að þetta hafi kom-
ið illa við kaunin, enda neitar hann
þessu og biðst sannana, er hann skal
fá að svo miklu leyti, sem þörf er
á að sanna slíkt, þó að þetta sé að
v'su það, sem allur bærinn veit.
Allt fram að síðasta þingi Alþýðu-
sambandsins hafði skrlfstofa verka-
lýðsfélaganna hér í bæ á hendi út-
breiðslu tímarits A.S.Í., „Vinnan".
En á s'ðasta þingi urðu stj órnarskipti
í A. S. í. og sósialistar m^sstu þar
yfirráð. Gripu þeir á braut með sér
úr stjórninni nafn timaritsins „Vinn-
an", sem slnn eigin helgidóm.
A. S. í. gaf út samnefnt rit eftir
sem áður. Sósialistar einnig, og eru
því tvö tímarit gefin út með þessu
nafni. En nú brá svo við, að þegar
sljórn A. S. í. var ekki lengur í
höndum kommúnista, neitaði skrif-
stofa verkalýðsfélaganna á Akureyri
að annast afgrelðslu „Vinnunnar"
fyrir A. S. í. Þrátt fyrir það þó að
skrifstofan eigi að vera sambands-
tæki, fyrst og fremst, milli A. S. I.
og félaga þeirra, er að skrifstofunni
standa og öll eru í A. S. I. Aftur á
móti annast skrifs'ofan útbreiðslu
samnefnds rits fyrir Sósialistaflokk-
inn og má H. E. neita því, ef hann
geíur, að í þessu fellst Ielðbein-
ingar og útbreiðslustarf fyrir sóslal-
ista, fyrir utan það að með þessum
heimskulegu aðgerðum sýndi skrif-
stofan A. S. I. beinan fjandskap.
Þes6Í atburður minnir á söguna
af skapleiðri kerlingu, sem líkaði illa
vistin, þar sem hún var, og „hafði
allt á hornum sér." Kölski kom þá
eitt sinn í heimsókn til kerlingar og
bauð henni vist með sér. Lagði hún
á braut með honum, og grelp kopp-
inn sínn með sér! Það var hennar
helgidómur. En hún átti líka koppinn
sjálf!
En fyrst við H. E. erum að spjalla
um skrifstofuna, ætla ég nú að
spyrja hann nokkurra spurninga við
komandi rekstri hennar. H. E. segir
mér í grein sinni, að ég sé fákunn-
andi í félagsmálum, og er þá skylda
hans fyrst ég spyr, að bæta mér þesea
fávísi, þar sem ég er þó — þrátt fyr-
ir allt — einn þeirra verkamanna,
er greiði 75,00 kr. árgjald af þeim
ca. 500 meðlimum Verkamannafél.
Akureyrakaupstaðar.
I. Það er vitað, að skrifs^ofa
verkalýðsfélaganna hefir því aðal-
hlutverki að gegna, að hafa náið
samband við A. S. í. og gefa því
skýrslur um starfsemi og ályktanir
félaganna á Akureyri.
Hversu mörg bréf hefir skrifstofan
skrifað A. S. I. sl. ár, og hve mörg
erindi hefir A.S.Í. sent skrifstofunni
til fyrirgreiðslu?
II. Björn Jónsson upplýsti á aðal-
fundi Verkam.fél. í fyrravetur, að
einn liður í starfseminni væri að
skrifa bréf fyrir hina ýmsu meðlimi
verkalýðsfélaganna og útfylla skýrsl-
ur.
Hve mörg bréf hefir hann skrif-
að fyrir meðlimi félaganna, vegna
embættis síns á skrifstofunni?
Hve margar skýrslur ú.fyllt?
III. Mundi ekki nægja ein klukku
stund á dag sem viðtalstími við-trún
aðarmenn á vinnustöðvum í bænum,
og aðra þá félaga, er samband þurfa
að hafa við skrifstofuna, og 2 stund-
ir á dag til að skrifa og svara bréf-
um og erlndum vegna skrifstofunn-
Þar sem ég veit nú svona lítið, en
H. E. alla skapaða hluti, sem hann
vill vita, viðkomandi þessú, vil ég
nú biðja hann að svara þessu, og
einni gþví, hvort kvöldin væru ekki
heppilegust til vinnu og afgreiðslu-
starfa, eftir venjulegan vinnutíma,
og mundu tveir menn vel geta, að
m.'nu áliti leyst þetta starf vel af
hendi — til skiptis — á ca. 600 klst.
á ári.
Þó ég ef ist ekki um, að störf þau, er
H. E. hefir á hendi fyrir skrifstof-
una, séu í bezta lagi.og að hann muni
gefa greið svör, vil ég taka fram,
að ég ætlast alls ekki til, að hann
gefi skýrslu um það í blaði sínu,
þó að hann kynni að ræða um póli-
tík við þá sósíaLsta, sem í yfirgnæf-
andi meiri hluta eiga þangað erindi,
miðað við þá, er aðhyllast stjórn-
málastefnu lýðræðisflokkanna í
bænum. En ég tel mig hafa rétt á
að fá að vita, hvernig starfsháttum
er varið, er skrifstofan hefir með
höndum, sem mér sýnist — að ó-
reyndu -— vera of dýr í rekstri.
Þá upplýsir H. E. að flokkurinn
hafi skrifstofu í Brekkugötu 7, og
var það ekki meira en það, er ég
vissi áður, enda byrjuðu sósíalistar
fyrir löngu að undirbúa Alþingis-
kosningar. Eg efast ekkert um að
þeir hafi hana þar áfram, með því
að horfur eru á að þjóðin æ'.li sér
nú að leggja aðallega fyrir sig kosn-
ingar. Fyrir mínum augum er ekki
Ijóst, hver skrifstofan er frekar
flokksskrifstofa. Á meðan sósiaLstar
hafa verkalýðsfélögin í bænum á
valdi sínu, verður engin skrifstofa,
er þeir ganga um, ósnortin af þeirra
sefjum.
Eiríkur Einarsson.
- NYJA BIÓ -
Sunnudag kl. 3 og 5:
UPPNÁM
í ÓPERUNNI
(A Night at the Opera)
Aðalhlutverk leika:
MARX-
brœðurnir.
LÆSTAR DYR
(Secret beyond the door)
Spennandi amerísk sakamála-
mynd.
Aðalhlutverkin Ieika:
JOAN BENNETT
MICHAEL REDGRAVE
Bönnuð börnum innan 16 ára.
Skjaldborgar-bíó
Hamingjusamt fólk
(This happy breed)
Ensk stórmynd í eðlilegum lit-
im, samin og gerð af Noel Co-
ward.
Aðalhlutverk:
Robert Newton
Celia Johnson
John Mills
Kay Walsh.
gjggi
Skrifstota
Sjáltstæöisflokksins
verður á kjördegi í skrifstofu Jakobs Karlssonar
(Eimskip).
Bílasimar: 88 og 131.
Upplýsingasímar: 578 og401.
Sjálfstæðisfólk! munið að kjósa tímanlega.
Gefið skrifstofunni upplýsingar um allt sem
að gagni má verða varðandi kosningarnar.
x-D x-D
S tú1ka
vön skrifstofustörfum getur fengið atvinnu nú
þegar, eða í næsta mánuði. - Nokkur málakunn-
átta er æskileg.
Karlmaður til sömu starfa gæti einnig komið
til mála.
Upplýsingar hjá verksmiðjustjóranum, þó
ekki í síma.
Klœðaverksmiðjan GEFJUN.
TIL SÖLU
Tvær Hansagardínur (Persian
Blinds) með tækifæris verði. —
Upplýsingar í síma 46 eða 246.
Litun
Viðskiptavinir okkar eru vin-
samlegast beðnir að sækja
sem fyrst fatnað sinn, sem
við höfum litað.
Efnalaugin SKÍRNIR.
Máljundaklúbbur Æskulýðsfélag6 Ak-
ureyrarkirkju heldur fund þriðjudaginn
31. þ.m. kl. 8.30 e.h. í íundarsal Í.B.A. í
íþróttahúsinu. Jón Bjarman flytur fram-
söguræðu. Þeir Æskulýðsfélagar, sem hafa
hugsað sér að starfa í klúbbnum, mæti.
Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað trú-
lofun sína ungfrú Jakobína Jónsdóttir,
Norðurgötu 38, Akureyri, og Nils Hansen
frá Danmörku. Einnig Jóna Alfreðsdóttir,
verzlunarmær, Akureyri, og Þór Árnason,
bifreiðarstjóri.
Geysir heldur almennan dansleik í Lóni
laugardaginn 28. þ.m. kl. 10 e.h. og sunnu-
daginn 29. þ.m. kl. 9 e.h. Hljómsveit leik-
ur. Ekki samkvæmisklæðnaður. Aðgöngu-
miðar seldir á staðnum frá kl. 8.30 báða
dagana.
Sjálfstæfliskjósendur!
Gerið kosningasigur D-listans á morgun sem glæsilegastan. Mætið snemma á kjörstað. —-
Munið, aS auk þess sem Sjálfstæðisflokkurinn vinnur sæti af kommúnistum hefir hann
möguleika ó aS vinna annað, ef allir Sjálfstæðismenn leggja sig fram. Svarið Rússaliðinu,
ásókn KEA valdsins og litla embættismannaflokknum með atkvæði yðar.
X
- i i s t i n n