Íslendingur - 28.01.1950, Blaðsíða 4
ÍSLENDINGUR
Laugardaginn 28. janúar 1950
Sýnishorn at kjörseöli
til bæjarstjórnarkosninga á Akureyri, sem fram eiga að fara 29. þ. m.
p
Kjósandinn setur blýantskross framan við bókstaf þess llsta er hann kýa. Þegar kjósandi hefir kosið D-listann, lítur kjorseðillinn þannig út.
i^ooooooooeooo^ftcooœoooooo'
4-listi
Steindór Steindórsson
Bragi Sigurjónsson
o. s. frv.
B
-listi
Jakob Frímannsson
Þorsteinn M. Jónsson
o. s. frv.
Athugið, að önnur merki á kjðrseðlinum geta auðveldlega gert hann ógildan.
C
•listi
Elíabet Eiriksdóttir
Tryggvi Helgason
o. s. frv.
x D
listi
Jón G. Sólnes
Helgi Pálsson
Guðmundur Jörundsson
Sverrir Ragnars
Eiríkur Einarsson
immmm
{////////////r////Æ////////^/m
túlkunargAfa hauks.
Dagur getur átt það til að vera
skemmtilegur. Sérstaklega kemur
það vel fram í síðasta blaði.
í stefnuskrá Sjálfstæðismanna í
bæjarmálum er þess getið, að flokk-
urinn vilji láta framkvæma 3. gr.
húsaleigulaganna.
Túlkun Hauks: Sjálfstæðismenn
ætla að bera út allt fólk, cem flutt
hefir í bæinn síðustu 6—7 árin.
í „ísl." hefir nokkuð verið rætt
um skattfríðindi KEA, sem mjög eru
umtöluð í bænum innan alha flokka,
og munu allir nema helztu forvígis-
menn félagsins á einu máli um það,
að þörf sé breytinga á samvinnulög-
gjöfinni frá 1921.
Túlkun Hauks: Sjálfstæðismenn
vilja eyðileggja samvinnufélögin. Ef
þeir réðu hér á Akureyri, mundi út-
svar KEA vera á aðra milljón króna.
ísl. gerði athugasemd við það, að
Framsókn kallar það eyðslufé, sem
fer til kaupa á framleiðslutækjum
og benti á, að frekar væri að nefna
það eyðslufé, sem fer til stórbygg-
inga yfir fámenna skóla víðs vegar
á landinu.
Túlkun Hauks: Sjálfstæðismenn
hafa lýst stefnu sinni í skólamálum.
Þeir eru á móti menntun æskunnar.
Heildarútkoma á stefnuyfirlýsingu
Sjálfstæðismanna og skrifum þeirra
sýnir, að þeir eru 50 árum á eftir
tímanum!
AFTURHALDSSTEFNÁ
FRAMSÓKNAR.
Framhald af 1. 6Íðu.
tvær Framsóknarmennirnir, og
þeir nota þær óspart báðar. En
þetta er nú fyrir kosningar. Bíði
menn nú við og taki eftir, hvort
ekki kemur annað hljóð í strokk-
inn eftir kosningar. Ætli Dagur
verði þá seinn á sér að taka und-
ir við Tímann og ráðast á fyrr-
verandi fjármálaráðherra með
óbótaskömmum fyrir það, að
hann tryggði það, að tveir Akur-
eyrartogaranna komust á veiðar.
E.J.
DAGUR GLEYPIR BLEKKINGAR
TlMANS HRÁAR.
Tíminn reyndi nýlega að færa
sönnur á, að útsvörin í Reykjavík
væru þau hæstu á landinu. Fór hann
þannig að, að reikna út, hvað út-
svarsupphæðin næmi miklu á hvert
mannsbarn í bænum.
Þetta þó:ti Degi góð latína, og
birti tölurnar eftir Tímanum og það
með, að 6 bæir byggju við þyngri
útsvarsbyrðar en Akureyri. Því er
alveg sleppt, að meðaltekjur manna
og fyrirtækja í Reykjavík og Hafn-
arfirði eru langtura hærri en hér á
Akureyri.
Hver maður með heilbrigðri
skynsemi, veit, að útsvarsstiginn
segir til um þunga útsvaranna, en
hann mun vera lægstur í Reykjavík
en hæstur, eða með þeim hæstu hér
á Akureyri. S.l. vor var gerður sam-
anburður á útsvörmn í Reykjavík og
á Akureyri hér í blaðinu af sömu
tekjum, og sýndi hann, að verka-
maður, sem hefir 1300 Jcr. útsvar í
Reykjavík hefir hér á Akureyri af
sömu tekjum fullar 1800 krónur.
Blekkingar Tímans um utsvörin
ganga ekki í kjósendur á Akureyri,
þótt þær séu prentaðar upp í Degi.
KEA-MAÐUR GERIR GREIN
FYRIR ATKVÆÐI SÍNV.
í síðasta Degi svarar einn KEA-
maður spurningu, sera hann leggur
fyrir sjálfan sig: „Hvers vegna kýs
ég hsta Framsóknarflokksins?"
Hann kveðst ekki geta kosið Sjálf-
stæðisflokkinn, af því að stefna hans
sé að „viðhalda sérréttindaklíku"(!).
Þess vegna vilji hann kjósa lietann,
sem framkvæmdastjóri KEA sé efst-
ur á, því að þannig hyggur hann
bezt unnið gegn sérréttindunum hér
í bæ.
Og maður epyr mann þessa dag-
ana: „Hví birtir Dagur avona „fmt
grín" um KEA-listann?
TEK
að mér hreingerningar.
RÖGNVALDUR RÖGNVALDSSON
Norðurgötu 47.
Aðalfundur „Varðar"
Nær uál'ít hundrao nýir félagar.
Miðvikudaginn 25. þ. m. var hald-
inn aðalfundur í félági ungra Sjálf-
stæðismanna hér í bæ „Verði". I
fundarbyrjun voru samþykktar 46
innlökubeiðnir frá nýjum félögum,
og er þesai aukning enn cinn vottur
um traust æskumanna á Sjálfstæðis-
flokknum, og áhuga manna á því að
þau stefnumál, sem flokkurinn berst
fyrir nái fram að ganga. Síðan gaf
fráfarandi formaður, Eggert Jóns-
son, skýrslu um starfsemi félagsins
á árinu. Hið margþætta félagslíf var
mcð svipuðum hætti og veturinn áð-
ur, fundir haldnir, spilakvöld, dans-
leikir og hinar vinsælu kvöldvökur,
sem flestum munu vera kunnar.
Félagið sendi auk þessa tug fuiltrúa
á Sambandsþing ungra Sjálfstæðis-
manna, sem haldið var í Reykjavík
síðara hluta júnímánaðar sl. Einnig
lögðu félagsmenn fram mikið og
gott starf í sambandi við hinn glæsi-
lega kosningasigur Jónasar G. Rafn-
ar á sl. hausti. Þá fór fram stjómar-
kosning, og baðst form. félagsins,
Eggert Jónsson, lögfr. eindregið und
an endurkosningu sökum margvís-
legra og umfangsmikilla starfa. I
hans stað var Gunnar G. Schram
kjörinn formaður. Aðrir í hinni
nýju stjórn eru: Magnús óskarsson,
varaform., Sigurður Steindórsson,
ritari, Snorri Kristjánsson gjaldkeri,
Sigurður Ringsted, Hugi Ásgríms-
son og Gylfi Pálsson. Varastjórn
skipa Vignir Guðmundsson, Magnús
Björnsson og Olafur Einarsaon. —
Spilanefnd: Sigurpáll Helgason, Við-
ar Samúclsson og Hreinn Svavara-
son. — Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélag-
anna: Eggert Jónsson, Sig. Ring-
sted og Haraldur Jakobsson. Á fund-
inum fór einnig fram breyting á
lögum félagsins, þannig að í stað
HERBERGI
til leigu. — Upplýsingar í
Norðurgötu 31 (1. hæð).
þess að aðalfundur hefir verið hald-
inn í janúar ár hvert, fer hann nú
fram í október.
Þá flutti Guðmundur Jörundsson
snjallt erindi um bæjarstjórnarkosn-
ingarnar og einstök mál i sambandi
við þær, og spunnust af því nokkrar
umræður. Guðmundur gaf m. a. ýt-
arlegt yfirlit yfir Krossanesverk-
smiðjuna, framlelðslugetu hennar og
framtíðarmöguleika.
„Vörður" er nú fjölmennasta
stjórnmálafélagið hér í bæ og mun
meðlimatalan vera hátt á þriðja
hundrað. Með þessu hefir æska Ak-
ureyrar sýnt í verki að hún metur
meira, og telur heillavænlegri, h:na
heilbrigðu umbóta- og frelsisstefnu
Sjálfstæðisflokksins, en haf'astefnur
og ríkisáþján rauðu flokkanna
beggja, og brauðpólitík Framsóknar
undir merki kaupfélaganna.
Sjálfstæðisflokkurinn hefir átt því
Iáni að fagna að hafa notið fylgis
æskunnar, hvar sem er á landinu, í
ríkari mæli, en nokkur hinna flokk-
anna. Ávextir þessa hafa þegar kom-
ið í Ijós, en eiga þó eftir að verða
enn augsýnilegri.
„Vörður" er ekki ómerkur þáttur
í þeirri baráttu, sem nú er háð undir
fána Sjálfstæðisflokksins fyrir á-
framhaldandi velmegun og hagsæld
allra þeirra, sem land þetta byggja,
og með áhugasömu s.'arfi og sam-
stilltum kröftum mun hann leysa
hlutverk sitt af hendi.
Á engan hátt annan getur ungt
fólk hér í bæ stutt betur að því að
hér megi framvegis ríkja viðsýni,
framfaravilji og athafnafrelsi á 5U-
um sviðum þjóðlifsins, en með þvi
að skipa sér í fylkingu undir merki
Varðar, og gera baráttu SjáJfstœðis-
flokksins fyrir heitt alþjóðar að
sinni baráttu.
X D-listi
Essssæ^fts&fefeSíftfrgeocægCiacic ! >ooooQOoooaoo»»9< a n n a o mtm
Helgi Pálsson.
Jón G. Sólnes.
Guðmundur Jörundsson.
Sverrir Ragnars.
Eirikur Einarsson.