Íslendingur


Íslendingur - 28.01.1950, Page 5

Íslendingur - 28.01.1950, Page 5
Helstetna súsíalista. Það er sagt, að reynslan geri menn hyggna. Sú reynsla, sem fengizt hefir af stjórn kommúnista á verkalýðsmál- um sannar, að þeir hafa fyrir löngu fyrirgert sínum rétti tll að fara með umboð fyrir launastéttir landsins, þar sem þeir stefna markvisst að því að koma öllum einkarekstri á kald- an klaka og gera eins'aklingana að þrælum ríkisins. Skemmdarstarfsemi þeirra hefir ekki notið sín í utanríkismálum vor- um vegna einbeittni beztu manna þjóðarinnar. Þess vegna erum við ekki orðnir handbendi Rússa. En í innanlandsmálum hefir þeim tekizt að vinna margs konar ógagn. Þegar sósíalistar hófu þátttöku í nýsköpunarstj órninni 1946 mátti sjá þess ljósan vott, að þeir vildu kaupa þá þegar nýsköpunartæki fyrir hvern einasta eyri af sparifé þjóðar- innar. Orsökin var auðsæ. Allt átti að fara á ringulreið og svo átti ríkið að hirða tækin og taka við rekstri þjóðarbúsins. En er þeir sáu að gæfa Sjálfstæðisflokksins ætlaði að verða sterkari en ógæfa þeirra sósí- alista, hvörfluðu þeir á braut úr rík- issijórninni og hafa síðan setið utan- gátta við tæknilega uppbyggingu at- vinnuveganna og ofsótt þá er staðið hafa að hinum vandasömu samning- uin utanrlkismála vorra, þeir hafa og úthverfzt því meir, sem þau mál hafa verið betur af hendi leyst. í dýrtíðarkapphlaupinu, sem frarn hefir farið með launastétlum og at- vinnuvegum landsins, hafa kommún- istar verið kappsamir og duglegir. Þeim fer líkt og púkanum á fjósbit- anum, er fitnaði af blótsyrðum. •— Hvert misstigið spor í dýrtíðarmál- um hefir gefið þeim byr til að rægja saman stéttir og kynda ófriðarelda á vettvangi þjóðmálanna, enda hafa þeir ávallt fiskað bezt í gruggugu vatni verðbólgunnar að undanförnu. Þegar Keflavíkursamningurinn var gerður, hrópuðu þessir Moskva- þjónar: Hlutleysi! Þegar Atlantshafssamningurinn var gerður: Hlutleysi! Þegar Bretar lækkuðu pundið og íslenzka þjóðin átti þann einn úr- kost að lækka krónuna til samræmis, hrópuðu þeir: Heimskulegar ráð- stafanir! Auðvaldsríkin eru að kúga ykkur! en bentu ekki á neina aðra leið fyrir ísland, enda mun hún ekki hafa verið til. Samkvæmt tillögum kommúnista átti Island að standa eitt og ein- angrað, útilokað frá öllurn stjórn- mála- og verzlunarmálaviðskiptum við lýðræðisþjóðir Vestur-Evrópu. Allir heilskyggnir menn hljóta að sjá, að með þessu eru sósíalistar að búa íslandi Lokaráð. Hlutleysi smáþjóðar er — því miður — nú orðið aðelns úreU glam- uryrði. Þessi æsti stjórnmálaflokkur hefir rlfið niður en ekkert byggt upp í staðinn, enda mun það sann- ast, að þeir munu leggja hart á móti, hvaða leið sem farin verður til úr- bóta á verðbólgunni í landlnu. Þetta er flokkurinn, sem býður ykkur, góðir bæjarbúar, fulltrúa til að ráða bæjarmálum á Akureyri næstu 4 ár. Fiokkurinn, sem berst látlausri baráttu fyrir því að koma öllum at- vinnugreinum einstaklinga undir rekstur bæjarins. Flokkurinn, sem segir við ykkur í ræðum og riti: Þið þurfið ekkert að hugsa. Verið þið bara kalda, dauða vélin. Þið þurfið ekki að hafa smurninguna. Eg er smurningin. Eg er ykkar sál! Sósíalistastefnan — þessi kalda, dimma helstefna er orðin svo úr- kynjuð, að ef Karl Marx mætti hana nú líta, mundi hann bylta sér í gröf sinni með hryllingi og viðbjóði á hinu úrkynjaða afkvæmi sínu! Kjósendur! Munið á sunnudaginn kemur, að listi Sósíalis'.a er listi hel- stefnunnar. Munið, að listi Sjálf- stæðisflokksins er listi frelsis og framtaks! Kjósið D-listann! Kjósandi. SJÁLFSTÆÐISMENN! Gleymið ekki, að það gefur oltið á einu atkvæði, hve marga fulltrúa þér fóið í bæjarstjórn. Kjósið snemma. Það greiðir fyr- ir kosningunni og léttir störfin ó skrifstofunni. Athugasemd. Sökum ummæla í blaðinu Degi, er ég var að sj á rétt í þessu, um geymslu nokkurra utankjörstaðaatkvæða, þykir mér rétt að biðja blaðið ís- lending fyrir eftirfarandi varðandi hið sama. Herra ritstjóri Bragi Sigurjónsson! Út af gagnrýni, er þú hefir hreyft við mig sem formann kjörstjórnar, varðandi meðferð mína á nokkrum utankjörstaðaatkvæðum, póstsendum frá Reykjavík til yfirkjörstjórnar Akureyrar, vil ég taka fram: Atkvæði þau, er hér um ræðir eru 10 að lölu. Öll með löglegum frá- gangi, svo sem innsiglum og utaná- skriftum. Hvert þessara bréfa fyrir sig er bókfært, með sínu áfesta póst- númeri, í afgreiðslubók pósthússins hér. Afgreiðslubókin sýnir að ég hefi kvittað fyrir þessi 10 ókveðnu póstbréf (atkvæði). Ber mér því að sjálfsögðu, að standa óaðfinnanleg skil á þeim á kjördegi. Þessi bréf geymi ég á þeim stað, sem ég hefi áður alveg launungarlaust tjáð þér, í sérs'.akri aflæstri geymslu, sem ég einn hefi lykil að og læt eigi af hendi fyrir kjördag. Bréfin hafa verið skrátekin, í tví- riti, jafnóðum og þau hafa verið móttekin á pósthúsinu. Er annað samritið geymt hjá mér, en hitt á skrifstofu Sj álfstæðisflokksins í Ryelshúsinu til hægðarauka fyrir þá, er kynnu að vilja fylgjast með því hverra atkvæði væru komin aðsend. Til hægðarauka fyrir þig sem gagnrýnanda hér að lútandi, skal þess getið, að póstdagsetningar um- ræddra bréfa sem innkominna hér munu vera: 13. jan. 3 bréf, 18. jan. 3 bréf og 21. jan. 4 bréf, eða alls 10 bréf. Akureyri 26. janúar 1950. Virðingarfyllst. Sveinn Bjarnason. ATHS. Áður en téð Dagsblað var prentað var ritstjóra þess, sem og ritstjórum Alþýðumannsins og Verkamannsins, kunnugt um, að geymslustaður umræddra bréfa var þegar orðinn annar og öruggari, að áliti hinna vantrúuðu á ráðvendni samborgara sinna. í öryggislegu til- liti var þetta skrif Dags því óþarft, svo að ekki sé meira sagt. Sveinn Bjarnason. Varðarfélagar. Mætið kl. 10 f.h. á morgun til vinnu við kosningarnar á skrifstofunni í Eimskip. Útvarpsumræðurnar um bæjannál Akureyrar í gær- kvöldi fóru sæmilega fram. Þó furð- aði marga á því, hversu miklum tíma allir ræðumenn Framsóknar eyddu í það að svara íslendingi, vegna þess, að hann hefir að undan- förnu ymprað á því, að full ástæða væri til endurskoðunar á samvinnu- löggjöfinni. Mátti jafnvel skilja Jakob Frímannsson svo, að slík skrif gætu leitt það af sér, að KEA og SÍS yrðu tilneydd að flytja starf- semi sína burt úr bænum! Af mestri æsingu og með óhefluð- ustu orðbragði talaði dr. Kristinn Guðmundsson og þótti mörgum það illa sæma jafn geðprúðum manni. Kvaddi liann þó hlustendur kurteis- lega: „Eg þakka fyrir þá, sem hafa hlustað á mig í kvöld.“ HAFIÐ ÞIÐ VEITT ÞVÍ EFTIRTEKT . . . AÐ Dagur telur velgengni Ak- ureyrar undir því komna, að samvinnulöggj öf inni sé ekki hróflað, AÐ greitt sé fyrir innflutningi fólks í bæinn til að vinna í verksmiðjum SÍS og KEA. AÐ áhöfn eins nýsköpur.ar- togara greiðir hærra útsvar til bæjarsjóðs en KEA og SÍS iil samans, auk þess sem útgerð- arfélag togarans greiðir veru- legt útsvar, AD KEA leggur ofurkapp á að koma ráðamönnum sínum í bæjarstjórn. G e r i s t félagar í „Verði“. Með því efl- ið þið bezt frelsi, sjálfstæði og fram- tak einstaklingsins. Innritun daglega á skrifstofu Sjálfstæð- isflokksins, Hafnar- stræti 101. Ruglingur Dags og doktorsins Dagur eyðir alllöngu máli í það í morgun að leggja út af klausu, er hann segir birzt hafa í ísl. nú á dög- unum, og sé klausan sótt í Sögu Ak- ureyrar. Tilfærð klausa hefir aldrei birzt í Isl., og er því ritstjóri Dags farinn að berjast við vindmyllur í sinni máttvana lieift íil íslendings. I sama blaði er dr. Kr. Guðmunds- son að svara yfirlýsingu, er Einar Kristjánsson fékk birta í Degi og ísl. að gefnu tilefni í Degi. Kallar hann hið hógværa svar Einars „með- al til að níða pólitískan andstæðing.“ Yfirlýsing þessi birtist fyrr í Degi en íslendingi, en doktorinn þykist aðeins liafa séð hana í „rógsmiðju“ íslendings, eins og hann kemst svo hógværlega að orði. Virðist því doktorinn ekki lesa Dag, og skal hon- um af þehn ástæðum virt til vor- kunnar, þótt hann viti ekki, hvaða blað átti upptökin að skrifum um húsnæðismálin, sem farið hafa fram að undanförnu. Hægra að kenna heilræðin... Dagur í gær segir, að bæjarstjórn- arkosningarnar snúizt um fram- kvæmdamál bæjarins en ekki útsvör samvinnufélaga. Ekki verð^- það séð á Degi sjálf- um. Hann birtir 4 langhunda, alla hvern öðrum líkan, urn skattamál samvinnufélaga, á 1., 2., 4. og 8. síðu blaðsins, alls um IOV2 dálk, og kemur hann því næstum engu að um framkvæmdamál bæjarins. Það er oft hægra að kenna heil- ræðin en halda þau. Sjálfstæðiskjósendur! Þeir, sem þurfa bíl á kjörstað á morgun, hringi í síma 88 eða 131. — Upplýsingasímar 401 og 578. Karlakórinn „Geysir44 hefir kaffisölu í húsi sínu „Lóni“ á kosningadaginn frá kl. 2 e. h. og fram á kvöld. Utvarpað verður mús- ík og kosningafréttum allan daginn. — Bœjarbúum gefst þarna kostur á að skoða Lón og fá sér hressandi kosninga-kaffi. Sigur D-listans er sigur Akureyrar

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.