Íslendingur


Íslendingur - 28.01.1950, Blaðsíða 6

Íslendingur - 28.01.1950, Blaðsíða 6
. ER EKKIÞÖRF NÝRRAR BRYGGJU? í útvarpsumræðunum í gærkvöldi sagði fulltrúaefni Framsóknarflokks- ins, Jakob Frímannsson, að Torfu- nefsbryggjan væri nú aS fá þá aS- gerS, aS ekki væri þörf nýrrar haf- skipabryggju hér á Akureyri fyrst um sinn. Hvers vegna segir J. F. þetta? Hann veit jafnvel og allir aSrir, sem kæra sig um að vita þaS, eða þurfa eitthvað á sæmilegum hafnarmann- virkjum aS halda, aS sú endurbót, sem nú er aS fara fram á Torfunefs- bryggjunni, bætir á engan hátt úr þeim hafskipabryggjuskorti, sem hér er, vegna þess að dýpið viS hana er hiS sama, og veriS hefir og komast því ekkert stærri skip aS henni en áSur. Endurbótin er aSeins sú, aS hún er styrkt og breikkar um 1.5 metra. Fyrir örfáum árum kom skip hing- aS á höfnina meS 3600 smálestir af sementi. Rúmlega helminginn af farminum varS aS losa meS selflutn- ingi á smáskipum, áSur en skipiS flaut við bryggjuna. Þetta hefSi J. F. átt að muna, því að KEA átti um helming af farmi skipsins. „TrÖlla- foss" flýtur ekki að bryggjunni full- hlaðinn o.s.frv. Á seinni árum hefir sú breyting orðið á, yfirleitt, að stærri og stærri skip eru notuS til flutninga, þar eð það er hlutfallslega ódýrara, en aS nota smærri skipin. Akureyrarhöfn var alveg óviSbúin aS mæta þessari þróun siglinganna og er þaS enn og verður, þangaS til ný hafskipa- bryggja verSur byggS og viS hana svo mikiS dýpi, aS 5—^iOOO smál. skip a.m.k. geti lagst viS hana full- fermd. Þá fyrst er hægt aS íala um Akureyri sem umskipunarhöfn fyrir NorSurland, Hitt er rétt. aS bæSi „Arnarfell" og „Hvassafell" geta lagst fullfermd aS Torfunefsbryggjunni eins og dýp- iS viS hana er, og er e.t.v. í því aS leita skýringarinnar á því, að J. F. telur aS ekki sé þörf nýrrar hafskipa- bryggju hér á Akureyri. Áheyrandi. Hjúskapur. Ungfrú Hulda Haraldsdóttir og Sigurður Ringsted bankamaður. Ung- frú Jakobína Stefánsdóttir Siglufirði og Haraldur Ringsted. ÍSLENDINGUR Kappræðnfunduriim Laugardaginn 28. janúar 1950 Æskulýðsfylkingin segir unga Sjálfstæðis- menn hættulegasta andstæðinga sína Bauð Verði þó ekki á kappræðufundinn S.l. mánudag var háSur kapp- ræSufundur aS tilhlutan ÆskulýSs- fylkingarinnar í Samkomuhúsi bæj- arins. ÞaS vakti undrun hér í bæn- um að kommúnistar skyldu hvorki bjóða F.U.F. né F.U.S. Verði, fjöl- mennas'a stjórnmálafélagi bæjarins, heldur aðeins ungum jafnaSarmönn- im. Má af þessu marka, að komm- únistar hafa' taliS aS þeim mundi re;tast auSvelt aS ráSa viS kratana, sn reyndin varS allt önnur. Þótt mál- flutningur kratanna væri ekki nema í meSalIagi, nægSí þaS þó til þess aS Vommúnistarnir fóru hinar mestu hrakfarir. Af þessu er augljóst hvernig fariS hefði, ef t.d. Vörður hefSi einníg tekið þátt í fundinum. \ðalframsöguræðuna flutti Þor- •jteinn Jónatansson, og ber mönnum saman um aS hún hafi veriS einhver hin Iélegasta sem hér hefir heyrzt á opinberum fundi. Aðalefni hennar var sundurlausar svívirSingar um einstaka menn hér í bæ, auk hinnar margendurteknu tuggu um blessun þess og farsæld aS handhafar Moskvuvaldsins fari meS völdin hér í bæ. Einnig skýrSi hann frá því, sem raunar flestir vissu, aS ungir SjálfstæSismenn væru skeleggas'ir andstæSingar hinnar austrænu ein- ræðisstefnu, kommúnismans, en gaf þó enga fullnægjandi skýringu á hvers vegna þeim hefði eigi verið leyfð þátttaka í fundinum. Þórir Daníelsson talaSi einnig fyrir Kommúnista, en lítiS gat hann bætt úr hinni lélegu frammistöSu Þor- steins. Menn broslu almennt þegar kommúnístar sögSust tala bara víS krata af því að þeir væru að deyja út, en deildu samt harðlega á þá fvrir að vilja ekki ganga i sam- fylkingu við sig og ná meirihluta í bæiarstjórn með því móti(!). Mönnum ber saman um aS komm- únistar hafi hlotiS hina verstu út- reiS á fundi þessum, og aS þeim hafi veriS nær aS fara hvergi, enda munu þeir hafa hlotiS ávítur sinna eigin flokksmanna fyrir frumhlaup- iS. — Akureyrarbœr Laxárvirhun Tiikynning Þann 26. janúar 1950 framkvæmdi notarius publicus í Akur- eyrarkaupstað hinn árlega útdrátt á skuldabréfum bæjarsjóðs Akureyrar fyrir 6% láni til raforkuveitu frá Laxárvirkjun, teknu 1939. Þessi bréf voru dregin út: LITRA A. Nr. 32, 59, 61, 75, 83, 102, 137, 142. LITRA B. Nr. 50, 75, 77, 101, 118, 131, 137, 153. LITRA C. Nr. 45. 105, 116, 141, 152, 165, 193, 199, 207, 229, 250, 271, 448, 458, 482, 484, 500, 507, 510, 521, 528, 537, 548, 567, 578, 618, 619, 638, 661, 693. Skuldabréf þessi verSa greidd á 6krifstofu bæjargjaldkerans á Akureyri þann 1. júlí 1950 ásamt hálfum vöxtum fyrir yfírstand- andi ár. Bæjarstjórinn á Akureyri, 27. janúar 1950. Steinn Steinsen, Kjúsið snemma! JAKOB FRÍMANNSSON MÖTMÆLIR SKJALFESTUM HEIMILDUM I útvarpsumræSunum í gærkvöldi lýsti Jakob Frímannsson Jón Sólnes ósannindamann aS því, aS Fram- sóknarmenn hefSu gengið inn á bæj- arrekstur togara í málefnasamningi milli Framsóknar, Alþýðuflokksins og Kommúnista eftir bæjarstjórnar- kosningarnar 1946. Jón Sólnes sannaði þá mál sitt með því að lesa upp 1. grein samn- ingsins, er þessir 3 flokkar buðu Sjálfstæðisflokknum aðlld að, en hún er svohljóðandi: „Að komið verði á bœjarútgerð með einum togára (lbr. hér), auk þátttöku bæjarins í ú'gerð eins tog- ara í Utgerðarfélagi Akureyringa, og unnið verði að því, að þeir verði reknir báðir undir sameiginlegri f ramkvæmdastj órn." Svo fór um sjóferð þá. KJÓSANDI ! Á morgun getur þú með atkvæði þínu hafr rík áhrif á það, hvort sósíalisminn með bæjarrekstri og hefr- ingu á einkaframtaki verði innleiddur hér á Akureyri, eða að hér verði persónu- frelsi og framtak virt og stutt. Sértu andvígur bæjor- rekstri óttu aðeins um cinn lista að velja — D-listann. Strandarkirkja. Áheit frá S. G. kr. 10. Frá G. n. kr. 10. Móttekið á afgreiðslu ís- lendings. Sent áleiðis. LÉREFTSTUSKUR kaupum við hæsta verði. Prentsmiðja Björns Jónssonar h f Listi Sjálístæðisfl. er M - listinn Alþýðuflokkurinn býður ykkur fulltrúa til að ráSa fram úr vanda- málum þeim, sem óumflýjanlega eru framundan á næstu 4 árum. Flokk- urinn, sem átti forsætisráSherrann, er hljóp á burt af landinu í fyrra- vetur, þegar vísilalan hafði þotið upp og þjóðin horfði spyrjandi aug- um til hans, og gerði með þessu flóttaför sína að einu spurningar- merki. Flokkurinn, sem átti forsætisráð- herrann, er bauð collegum sínum frá Norðurlöndum til" Arnarhóls og menn stóðu með sjónauka i höndum á tröppum húsa sinna í Reykjavík og horfðu á, vegna þess að ekki mátti sjá hofmennsku og rausn AI- þýðuflokksins og ráðherrans með berum augum. Flokkurinn, sem ætíð verður að einu stóru spurningarmerki í hvert sinn, er vanda ber að höndum með þjóðinni. Þessi flokkur býður okkur full- trúa, bæjarbúum, í kosningunum á sunnudaginn. Flokkurinn, sem reikar eins og visið laufblað fyrir haust- svala. Bæjarbúar! Munið, að Sjálfstæðisflokkurinn mun horfa móti vandanum, án þess að líta undan. ¦ Kjósið D-listann! x. EIGA ÞEIR SÉR ILLS VON? Dagur biSur kjósendur í morgun að varast „blekkingafregnir", sem „dreift er út á siðustu stundu fyrir kosningar", eins og blaðið kemst að orði. Það hefir að vísu áður kveðið við sama tón hjá blaðinu, og er eins og það eigi sér jafnan ills von „á síðustu s'.undu". Annars er bæja- slúður i sambandi við kosningar öllu viðsjárverðara en prentuð plögg, en Dagur varar ekki við því.......... Eitt var það, sem Dagur geymdi sér fram á „síðustu stundu", en það var að sýna kjósendum ásjónur frambj óðenda Framsóknarflokksins.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.