Íslendingur


Íslendingur - 08.02.1950, Blaðsíða 1

Íslendingur - 08.02.1950, Blaðsíða 1
XXXVI. árg. MiSvikudaginn 8. febrúar 1950 8. tbl. Reisa þarf hið fyrsta 5 kw. endur varpsstöð á Akureyri. r~ A það hefir verið bent á opinber- loftneti útvarpsnotenda, og um vettvangi, síðast í vikublaðinu „Degi“ að reisa þyrfti endurvarps- stöð í nágrenni Akureyrar til þess að draga úr truflunum og bæta hlust unarskilyrðin. MeðaL útvarpshlust- enda á Akureyri hefir gætt vaxandi óánægju, þar sem oft og tiðum hefir verið næstum ógerlegt að heyra til Reykjavíkurstöðvarinnar. Til við- gerðarstofu Ríkisútvarpsins á Akur- eyri munu hvað eftir annað hafa borizt kvartanir, en forstöðumenn hennar af eðlilegum ástæðum ekki getað ráðið bót á ástandinu, þrátt fyrir góðan vilja. Til þess að fá frekari upplýsingar um málið og vitneskju um það, hvaða ráðstafanir Ríkisútvarpið hefði á prjónunum til úrbóta hefi ég leilað álits forstjóra og yfirverk- fræðings Rikisútvarpsins. Sem svar við málaleitan minni hefir mér borizt eftirfarandi greinar- gerð frá yfirverkfræðingnum: „Samkvæmt beiðni yðar leyfi ég mér að skýra yöur frá helztu ástæð- unum fyrir því, að nauðsynlegt hef- ir veriö talið að reisa 5 kilowatta endurvarpsstöð í grennd við Akur- eyri. 1. Styrkur útvarpsins á Akureyri er langt fyrir neðan það lágmark, er nýtur alþjóðarverndar gegn truflun- urn frá erlendum stöðvum. 2. Styrkurinn er þar langt fyrir neðan það gildi, sem erlendis er tal- ið lágmark í iðnaðarbæjum vegna óhjákvæmilegra truflana frá rafvél- um, örðugleika á að korna fyrir góð- um útiloftnetjum o. fl. 3. Styrkurinn fra útvarpsstöðinni í Reykjavík er sérstaklega lágur á Akureyri og yfirleitt í Eyjafirði sunnanverðum vegna landslags, sem bylgjurnar fara yfir á þeirri leið. Þannig þyrfti útvarpsslöðin í Reykjavík að vera hér um bil sex sinnum afhneiri lil þesa að gefa saiya styrk á Akureyri og hann er nú á Siglufirði. Þessi atriði skulu nú skýrð nokkru nánar. Á síðustu ráðstefnu um öldulengd- ir fyrir útvarp, sem haldin var í Kaupmannahöfn 1948 var svo ákveð- ið, að eðlilegt langdrægi stöðvar skyldi miðað við vissan lágmarks- styrk útvarpsbylgnanna hjá viðtöku- skyldu þær fá viðunandi vernd gegn trufl- unum frá öðrum s öðvum á sömu eða nálægri öldulengd aðeins innan þeirrar fjarlægðar frá stöðinni, sem svarar til nefnds lágmarks. Útvarps- stöðin í Reykjavík liefir (með 100 Kw. orku) slíkt lágmark í Skagafirði vestanverðum og í Mýrdal vestan- verðum. Eðlilegt langdrægi hennar telst ekki lengra, í áöurnefndum skilningi, og mega því erlendar stöðvar valda truflunum þar fyrir norðan og austan. Samkvæmt sömu ályktun áður- nefndrar ráðs'efnu ætti ekki að reikna með, að núverandi Eiðastöð dragi truflanalaust lengra en tæplega til SiglufjarÖar. Stór hluti landsins er þannig utan fullrar verndar gegn erlendum stöðv- um á lögmæltum öldulengdum og með orku, sem þeim er leyfð, og mætti því gera ráð fyrir að sum svæði yrðu stundum alveg ofurseld truflunum frá erle'ndum stöðvum, þegar þær hafa aukið orku sína svo, sem þær eru nú að undirbúa. Til þess að vinna á móT þessari þróun, hefir Ríkisútvarpið áformað að auka styrkinn hjá hlustendum með því: 1) að reisa mun aflmeiri (5 kw.) endurvarpsstöð á Eiðum, 2) að flytja núverandi stöð (1 kw.) frá Eiöum til Hornafjaröar, og 3) að reisa nýja 5 kw. endurvarpsstöð í grennd við Akureyri. Á síðasta ári fékkst leyfi til kaupa á nýrri stöð fyrir Eiöa og verður hún sett upp á næsta sumri, en enn- þá hefir ekki fengizt leyfi fyrir Ak- ureyrarstöðinni. Afhendingarfrestur svona stöðvar er 1Y2 ár. Ríkisútvarpið gerir sér vonir um að geta náð svipuðum samningum við Marconifélagið í London um kaup á þessari stöð og fengust um Eiðastöðina, þ.e. 5 ára gjaldfrest á % hlutum kaupverðsins með 3% vöxtum. Gjaldeyrisþörfin fyrir Ak- ureyrarstöðina hefir verið áætluð kr. 460.000.00, með senditækjum, mastri, lofmeti, jarðneli, viðtækj- um, símastrengjum og rafstrengjum. Virðingarfyllst, G Briem sign. yfirverkfræðingur.“ Af þessari greinargerð yfirverk- fræðingsins er Ijóst, að bót veröur ekki ráðin á ástandinu nema með byggingu endurvarpsstöðvar. Þar sem afhendingarfrestur á tækjum til slíkrar stöðvar er eitt og hálft ár er nauðsyn að hraða framkvæmdum sem mest. Þess ber og sérstaklega að gæta, að hlustunarskilyrði munu versna á Akureyri eftir því sem raf- magns- og vélanotkun eykst í bæn- FJARHAGSHLIÐIN. Samkvæmt lögum og reglugerð um útvarpsrekstur rikisins mun það vera á valdi útvarpsstjóra og þess ráöherra, sem með útvarpsmálefni fer, hvort fé fæst til slíkra fram- kvæmda, sem hér er um að ræða. Samkvæmt 65. gr. reglugeröar um úlvarpsrekstur ríkisins er útvarps- stjóra heimilt, að fengnu samþykki menntamálaráðherra að leggja í sérstakan sjóð tekjuafgang, sem verða kann á rekstri Ríkisútvarpsins og starfsdeilda þess. Úr þeim sjóði, sem nefnist Framkvæmdasjóður Rík- isútvarpsins, skal veita fé til þess að standa straum af verklegum fram- kvæmdum stofnunarinnar. Að und- anförnu hefir verið mikill tekjuaf- gangur af rekstri Ríkisútvarpsins svo ekki ætti að þurfa að standa á fé til þeirra framkvæmda, sem forráða- menn Ríkisútvarpsins telja nauðsyn- legar til þess að stofnunin geti gegnt því hlutverki, sem henni er ætlað. LEITAÐ TIL FJÁRHAGSRÁÐS. Jónas Þorbergsson, útvarpsstjóri, hefir nú sótt um heimild Fjárhags- ráðs til þess að mega festa kaup á vélum til endurvarpsstöðvar á Akur- eyri. Er gert ráð fyrir því í umsókn- inni, að samkomulag náist við Mar- conifélagið um að greiða við pönt- un Yg kaupverðsins eða kr. 130.- 000.00 en eftirstöðvarnar verði greiddar á næstu fimm árum. Þess er að vænta að Fjárhagsráð bregð- ist vel við svo unnt verði að hefja framkvæmdir á næsta ári. Það ber að þakka útvarpsstjóra þann skilning, sem liann hefir sýnt hagsmunum útvarpshlustenda á Noröurlandi með framkomu sinni í máli þessu. Jónas G. Rafnar. r \ Kosnin bæjarstjórn. STEINN STEINSEN kjörinn bæjarstjóri. Þorsteinn M. Xónsson forseti bæjarstjórnar. Hin nýja bæjarstjórn hélt fyrsta fund sinn í gær. Fór þar fram kosn- ing bæjarstjórá, forseta og fastra nefnda bæjarstjórnar. Allir aðalfull- trúar bæjarstjórnar mættu, og áheyr- endabekkir voru þéltskipaðir. Steinn Steinsen bæjarstjóri setti fundinn og kvaddi til fundarstjórnar aldursforseta bæjarstjórnar, Þorst. M. Jónsson, þar til forseti bæjar- stjórnar hefði verið kjörinn, en sú kosning var fyrsta mál fundarins. Samkv. tillögu frá Helga Pálssyni voru nú kjörnir tveir varaforsetar. Forseti var kjörinn Þorsteinn M. Jónsson með 9 alkvæðum, 1. vara- forseti Sverrir Ragnars og 2. vara- forseti Steindór Steindórsson, báðir með 9 atkvæðum. 2 seðlar voru auðir. Ritarar voru þá kjörnir Guð- mundur Jörundsson og Bragi Sigur- jónsson. Þá lá fyrir að kjósa bæjarstjóra, og las forseli upp umsóknir þeirra 5 manna, er um Stöðuna höfðu sótt, og sagt var frá í síðasta blaði. Helgi Pálsson bar þá fram tillögu undir- ritaða af fulltrúum Sjálfstæðis- manna, um að bæjarstjórn fres'.aði að ráða bæjarstjóra, ef enginn um- sækjenda fengi stuðning meirihluta bæjarstjórnar. Var sú tillaga sam- þykkl með 7:3 atkvæðum. Fór þá frant kosning bœjarstjóra. Hlaut Steinn Steinsen 4 atkvæði, Stórhríðarmótið MAGNÚS BRYNJÓLFSSON SIGRAÐI í SVIGI Stórhriðarmótið hófst s.l. -sunnu- dag í Vaðlaheiði. Átti að keppa í svigi í öllum flokkum, en vegna þess hve færi var óhagstætt, harða hjarn, var frestaö keppni í kvennaflokki. Þátttaka var allgóð og veður hið bezta. Alltof fáir áhorfendur sóttu þessa keppni, sem var hin ánægju- legas’a þrátt fyrir óheppilegt færi. Úrslit urðu þessi: A-FLOKKUR: 1. Magnús Brynj- ólfsson KA 106.5 sek. 2. Birgir Sig- urðsson Þór 109.2 sek. B-FLOKKUR: 1. Hermann Ingi- marsson Þór 109.6 sek. 2. Bergur Eiríksson KA 118.7 sek. 3. Flosi Ólafsson MA 142.8 sek. C-FLOKKUR: 1. Sigtryggur Sig- tryggsson KA 64.2 sek. 2. Freyr Gestsson KA 76.7 sek. 3. Guðm. Guð- mundsson KA 79.8 sek. 4. Þráinn Þórhallsson KA 82.3 sek. 5. Björn Ólsen KA 82.6 sek. Beztan brautartíma höfðu: A-fl.: Magnús 47.0 sek. B-fl.: Hermann 53.6 sek. Þessir flokkar kepptu í sömu braut. í C-fl. fékk Sigtryggur beztan brautartímann 32.0 sek. Vonandi sýna bæjarmenn meiri ■ áhuga fyrir skíðaíþrótlinni með því að fjölmenna á næstu keppni Skíða- ráðsins. Guðm. Guðlaugsson 3, Stefán Ág. Kristjánsson 1 og Jón Þorsteinsson 1, en 2 seðlar voru auðir. , Var þá kosiö á ný, og fengu Stein- sen og Guðmundur sömu atkvæÖa- tölu og áður. Síðan var gefið fund- arhlé og að því loknu kosið í þriðja sinn. Hlaut þá Steinn Steinsen 7 at- kvæði, en 4 seðlar voru auðir. Þá fór fram kosning í bæjarráð. Voru kjörnir í það 5 menn, samkv. heimild í reglugerö um bæjarráð á Akureyri. Kosningu hlutu: Helgi Pálsson, Jón Sólnes, Jakob Frímanns- son, Steindór Steindórsson, Tryggvi Ilelgason. Til vara: Guðm. Jörunds- son, Sverrir llagnars, Kristinn Guð- mundsson, Bragi Sigurjónsson, Elísa- bet Eiríksdóttir. AÐRAR FASTAR NEFNDIR: B-ygginganejnd: Karl Friðriksson, Þors’.einn M. Jónsson, Bragi Sigur- jónsson, Óskar Gíslason. Hajnarnejnd: Magnús Bjarnason, Kristinn Guðmundsson, Albert Sölvason, Tryggvi Helgason. Brunamálanefnd: Jón Sólnes, Framh. á 2. síðu.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.