Íslendingur


Íslendingur - 15.02.1950, Blaðsíða 1

Íslendingur - 15.02.1950, Blaðsíða 1
XXXVI. árg. Miðvikudaginn 15. febrúar 1950 9. tbl. ¦PHKáAðWI íþróttasamband íslands heiðrar atrcksmenn og methata sl. árs. Á 38 ára afmæli íþróttasam- bands Islands, hinn 28. janúar s.l. bauð framkvæmdastjórn í S í ýmsum íþróttaleiðtogum, afreks- mönnum, methöfum og Norður- landameisturum 1949 í leikvangs iþróttum og sundi, til kvöldhófs í Kaffihúsinu Höllinni. Hófið sátu um 30 manns. Forseti ISí Ben G. Waage, bauð gestina velkomna og flutti aðalræðuna. Hann þakkaði af- reksmönnum fyrir unnin íþrótta- afrek, utan lands og innan. Vakti athygli á hinu mikilsverða land- kynningar-starfi, sem íþrótta menn vorir hefðu unnið og væru að vinna að. Þár væru það verk- in sem töluðu. Hinar mörgu og glæsilegu utanfarir t.d. bæru þeim fagurt vitni. Það mætti með sanni segja, að alls staðar þar sem íþróttamenn vorir hefðu komið, hefði vegur ISLANDS vaxið. Hin háttprúða, hrausta og drengilega íþróttaæska hefði vak ið óskipta athygli og eftirtekt er- lendis fyrir íþróttaafrek sín. Fá- ir myndu hafa trúað því, ef ein- hver hefði sagt fyrir þrjátíu ár- um síðan, að ísland myndi eiga marga Norðurlanda-meistara í leikvangs íþróttum og sundi 1949 En sú varð raunin, og svo er með fleira á íþróttasviðinu, sem yrði of langt mál að rekja hér. Þá gat forsetinn þess, að það hefði ver- ið stjórn ÍSÍ, sem fyrir um 30 ár- u.m sl.'ðan hefði skrifað alþingi fslendinga um nauðsyn þess, að fimleikar, glíma og sund, yrðu skyldunámsgreinar í skólum landsins, og ítrekað það oft siðan. Að ÍSf hefði komið á læknisskoð- un iþróttamanna; barizt fyrir sundlaugarbyggingum og Sund- höllinni í Reykjavík, svo og bent á nauðsynina á að byggja leik- velli, leikskála og margt fleira. Þá rakti hann hið mikilsverða verkefni ÍSÍ og sérsambandanna bæði innanlands og utan. Nú væri þegar ágætt samstarf við nágrannaþjóðirnar á íþróttasvið- inu, jafnt um kappraunir og mót, sem um ýmiskonar íþróttaráð- stefnur. En öl! þessi milliríkja- máiefni yrði að rækja sem bezt, ef vegur vor ætti að vaxa, og íþróttakynningin að aukast. Það væri gleðilegt hvað nágranna- þjóðirnar sækjast nú eftir því að fá iþróttagarpa vora tii þátttöku í mótum þeirra. Ef til vill eru það beztu meðmælin. Því þau bæru beztan vott um hinar stórstígu framfarir afreksmanna vorra síð ari árin. — Loks hvatti hann afreksmenn- ina til að æfa sig reglulega og svikalaust, og minntist þá á nnllirikjamótin, sem fram undah væru og loks á ólympíuleikana 1952. Framhald. Fra Brirjdeféiagi Akurejrar Starfsemi Bridgefélags Akur- eyrar hefir verið nijög víðtæk. í vetur. Hiin hófst með undirbún- ingskeppni undir landsmót, og kepptu þar sex sveitir. Sigur úr býtum bar sveit Svavar Zophoní- assonar og keppti hún á lands- mótinu,er háð var hér á Akureyri s.l.haust. Næst var háð tvímenn- ingskeppni, kepptu þar 20 pör og urðu þeir hlutskarpastir Björn Einarsson og Jónas Stef- ánsson. Þá er nýlokið 1. flokks keppni. Þar urðu þrjár sveitir jafnar og keppa þær til úrslita sL'ðar, en það eru sveitir Friðriks Hjaltalín, Haildórs Helgasonar og Karls Friðrikssonar. Þessar þrjár sveitir flytjast upp í meist- araflokk og rnuriu keppa þar á- samt þeim þrem sveitum, sem þar eru fyrir, en það er sveit Svavars Zophoníassonar sem nú eru Akureyrarmeistarar, sveit Indriða Pálmasonar og sveit Þórðar Sveinssonar. Sú keppni hefst n. k. sunnudag eins og auglýst er annars staðar í blað- inu. Firmakeppni er fyrirhuguð síðar n' vetur með sama fyrirkomu lagi og í Reykjavík, Siglufirði og víðar. Hafa slíkar keppnir náð miklum vinsældum, og hefir Karl Friðriksson formaður félagsins gefið til þeirrar keppni mjög fagran silfurbikar. Spilafundir fyrir félaga, eru á hverju þriðju- dagskveldi á Gildaskála KEA, fá þeir ókeypis aðgang að öllum keppnum félagsins. Öllum öðrum er heimill aðgangur að keppnum gegn vægu gjaldi, meðan húsrúm leyfir. Sunnudagaskóli Akureyrarkirkju getur ekki starfað n. k. sunnudag vegna þess, að það er verið að mála kirkj- una að innan. Æskulýðsfélag Akur- eyrarkirkju. Fundur í 2. deild n.k. sunnu- dag kl. 8.30 í kapei'- unni. (Myndataka.) í'uadur í 3. deild n;k. mánudagskvöld kl. 8.30 á sama stað. Á deildarfundi 1. deildar s.l. sunnudag flutti Hreiðar Jónsson þáttinn: Úr bæjarlífinu. Var rætt um billiard-stofuna, og það harmað, að hún skyldi enn hafa verið sett á stofn, því að frá henni myndi stafa óheill fyrir æsku bæjarins, ef ekkert yrði að gert. Var óskað ^ftir því, að enginn Æsku- lýðsfélagi vendi komur sínar þangað. Æskulýðskórinn. Munið söngæfingarnar á sunnudögum kl. 5.30 e. h. og miðviku- dögum kl. 7.30 e. h. í kapellunni. Blaða- mannaklúbburinn er beð'inn að mæta í kapellunni kl. 8.30 e.h. á föstudaginn. D Rún:. 59502157 2 I. O. O. F. = 1312178>/2 Messað í kapellu Akureyrarkirkju kl. 2 e. h. næstk. sunnudag. — P. S. Dánardœgur. Nýlátin eru hér í bænum ckkjan Sigríður Sigurðardóttir Oddeyrar- götu 30, Sigursteinn Steinþórsson afgr.m. Geislagötu 37 og Steinþór Sigurðsson verkamaður Oddagötu 1. Hjúskapur. Ungfrú Kristín Jónsdóttir Rvík og Sigurður Kristjánsson skrifstofu- maður hjá K.V.A. „Jörundur" seldi afla sinn í Aberdeen í byrjun þessa mánaðar, 2400 kit, fyrir 7687 sterlingspund. Munið aðalfund Náttúrulækningafélags Akureyrar n. k. sunnudag kl. 3.30 í Tún- götu 2. Höjnin. Skipakomur: 1. febr. Annik, 3 febr. Esja, 7. Jörundur (af veiðum), Kald- bakur og Hekla, 14. febr. Esja. Saumanámskeið Heimilisiðnaðarfélags Norðurlands hefst á föstudaginn og bók- bandsnámskeið sama kvöld. Strandarkirkja. Áheit frá N. N. kr. 50. Áheit frá K. S. kr. 175. Móttekið á afgr. Islendings og sent áleiðis. Kvenfélag Akureyrarkirkju heldur aðal- fund í kirkjukapellunni föstudaginn 17. febrúar kl. 5 e. h. Venjuleg aðalíundar- störf. Konur fjölmennið. Aheit á Akureyrarkirkju kr. 100 frá N. N. Afhent af séra Pétri Sigurgeirssyni kr. 100 frá konu. ~ Þakkir. Á. R. Jónas G. Raínar endurkos- ion íormaður Sjálístæðistél. Akureyrar. Aðaifundar félapins fjðlsáttir Jrátt fjrlr versta veðir. Sjálfstæðisfélag Akureyrar hélt aðalfund sinn í Samkomuhúsinu í fyrrakvöld, og var hann vel sóttur. Varaformaður félagsins, Valgarður Stefánsson setti fundinn og stjórnaði honum. Er inntöku nýrra félaga var lokið, gaf hann glöggt yfirlit yfir starfsemi félagsins á liðnu ári, en hún var þá með mesta móti. Þá lagði gjaldkeri fram endurskoð aða reikninga félagsins, og formað- ur Naustaborgaráðs gerði grein fyr- ir sumarstarfsemi ráðsins. Urðu nokkrar umræður á eftir. Þá var gengið til kosninga. Var Jónas G. Rafnar endurkjörinn for- maður félagsins, en varaformaður Axel Schiöth áttræður I gær átti Axel Schiöth bakara meistari áttræðisafmæli. Fæddur er hann hér á Akureyri og hefir unnið hér allt lífsstarf sitt, sem orðið er langt og mikið. Hafði hann lengi á hendi forstöðu brauðgerðarhúss Höepfnersverzlunar, er hann tók við af föður sínum, Hendrik P. 'F. Schiöth. Keypti hann brauðgerðina síðar og rak hana árum saman af miklum myndarskap, en samhliða bæði verzlun og búskap. Var Axel þrekmaður mikill, sístarfandi og starfsglaður. Hann kvæntist ungur ágætri konu, Margrethe Friis, sem auk húsmóðurstarfanna hefir unnið mikið og óeigingjarnt starf viðblóm- rækt og trjárækt. Garðinum um- hvérfis Schiöths-heimilið hefir löng- um verið viðbrugðið fyrir fegurð, og enginn einstaklingur átti jafn drjúgan þátt í vexti og framförum Lystigarðsins og frú Schiöth. Axel Schiöth hefir hin síðustu ár átt við vanheilsu að stríða og legið lengi í sjúkrahúsi. Þrátt fyrir það hefir ellin átt fullt í fangi með að lama hið meðfædda lífsfjör hans, og ekki mun það að skapi afmælis- barnsins að láta hlut sinn fyrir henni fyrr en í fulla hnefana. Blaðið óskar Axel Schiöth allra heilla á þessum tímamótum æfi hans. var kosinn Helgi Pátsson, Sveinn Bjarnason, sem verið hefir gjaldkeri félagsins um 10 ára skeið, baðst nú eindregið undan endurkjöri. I stað hans var kjörinn Gunnar H. Krist- jánsson. Ritari var kjörinn Jakob O. Pétursson, en í varastjórn (auk Helga Pálssonar) Jón H. Sigur- björnsson og Árni Sigurðsson. End- urskoðendur Einar Sigurðsson og Páll Einarsson. Þá fór fram kosning í fulltrúaráð félagsins og hlutu þessir kosningu: Valgarður Stefánsson, Páll Sigurgeirsson, Jón G. Sólnes, Karl Friðriksson, Helgi Pálsson og Einar Kristjánsson. Og til vara: Guðm. Jörundssonj >. Þorvaldur Stefánsson og Sverrir Ragnars. I Naustaborgaráð voru kosnir: Anton Ásgrímsson, Guðm. Jónasson, Haraldur Karlsson, Jens Eyjólfsson og Magnús Bjarnason. Að kosningum loknum þakkaði Helgi Pálsson fráfarandi stjórn og fulltrúaráði gott starf á hinu liðna ári og þá fyrst og fremst formanni fulltrúaráðsins, Valgarði Stefáns- syni, sem jafnframt annaðist for- mannsstörf í félaginu í fjarveru Jónasar G. Rafnar. Viðskiptanefndin lögð niður Um s.l. mánaðamót hætti Við- skiptanefnd störfum samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Störf hennar annast nú gjaldeyris- og inn- flutningsdeild Fjárhagsráðs, en þar starfa þeir dr. Oddur Guðjónsson og Sigtryggur Klemenzson. Mun Fjár- hagsráð skera úr, ef þá greinir á um úthlutun leyfa. Verðlags- og skömmtunarmál munu þeir einnig atmast. ' I

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.