Íslendingur


Íslendingur - 15.02.1950, Side 2

Íslendingur - 15.02.1950, Side 2
2 ÍSLENDINGUR Miðvikudaginn 8. febrúar 1950 GjOreyðing votir yfir iiskistotninmn. Útgefandi: Útgáfufélag íslendings. Ritstjóri og óbyrgðarmaður;' Jakob Ó. Pétursson. Auglýsingar og afgreiðsla: Svanberg Einarsson. Skrifstofa Gránufélagsgata 4. Sími 354. Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. Bjargráðanrta beðið. Undanfarna daga er ekki rætt um annað rneira en bjargráðatillögur ríkisstjórnarinnar, sem vitað er, að fram eiga að koma á Alþingi ein- hvern næstu daga, ef þær eru ekki þegar frani komnar, er blað þetta berst lesendum í hendur. Þjóðinni allri, hverri stétt hennar og einstaklingi, er fullkunnugt, að vér íslendingar erum komnir í ógöngur á fjármálasviðinu. Upp- gangsárin eru liðin hjá, — „silfur- fiskurinn“, sem afkoma vor er svo háð, hefir brugðist í 5 sumur sam- fleytt, og jafnvel hin nýju og full- komnu framleiðslutæki sjávarút- vegsins -— nýsköpunartogararnir — gera ekki betur en að bera sig, þótt fiskafli sé í góðu meðallagi. Þegar svo er komið, að atvinnu- vegirnir bera sig ekki, er vá fyrir dyrum. Undirstaða allrar velmegun- ar er framleiðslan, og sé henni stefnt í voða, þá fer og afkoma hvers þjóð- félagsþegns jafnframt versnandi. Sú þjóð, sem.árum saman lifir um efni fram, hlýtur að súpa af því seyðið, og enginn getur neitað því, að hið óeðlilega peningaflóð stríðsáranna svipti ekki aðeins margan manninn eðlilegri varfærni, heldur og alþing- ismenn vora, er þeir voru að ráð- stafa sameiginlegum sjóði allrar þjóðarinnar. Kapphlaupið mikla, milli afurða- verðs og kaupgjalds, sem mjög var varað við hér í blaðinu óðar og það hófst, hefir nú komið fjárhag ríkis- sjóðs í hinar verstu ógöngur, þótt síldarhvarfið eigi þar einnig rikan þátt í. Innstæður þjóðarinnar er- lendis eru til þurrðar gengnar, en sú er þó bót í máli, að meginhluti þeirra hefir farið til kaupa á atvinnutækj- um, svo sem fiskiskipum og flutn- ingaskipum, fiskiðjuverum og öðr- um verksmiðjum og stórvirkum vinnuvélum til samgöngubóta og landbúnaðarframleiðslu. í því efni höfum vér búið betur í haginn fyrir þá kynslóð, sem nú er að vaxa úr grasi, en nokkurntíma hefir áður verið gert í sögu þjóðarinnar. Við vitum ekki, hverjar bjarg- ráðatillögur ríkisstjórnarinnar eru. Heyrst hefir, að lækka eigi gengi krónunnar að verulegu leyti, en í móti eigi að koma afnám tolla af nauðsynjavörum og aðrar ráðstaf- anir til að draga úr áhrifum gengis- lækkunarinnar á lífskjör almenn- ings. A sl. sumri birtist hér í blað- inu athyglisverð grein ejlir Matthías Þórðarson um land- helgismál íslendinga og rán- yrkjuna á jiskimiðunum við ísland. Nýlega hefir M. Þ. sent Isl. úrlclippu úr blaðinu „Köbenhavn“, jmr sem Gert Holm gerir rányrkjunni skil, og fer grein hans, sem í blað- inu nefnist; „Fiskebestanden trues med Udslettelse“, hér á eftir í lauslegri þýðingu: Með vaxandi botnvörpuveiðum hefir það komið í ljós, að fiskistofn- inn þverr mjög verulega. Þetta er ekki einungis staðreynd um einstök veiðisvæði og fiskimið, heldur alls staðar, þar sem togveiðar eru stundaðar að staðaldri. Á stríðsárunum 1914—18 og einnig í síðustu heimsstyrjöld, kom í ljós, að fiskistofninn fór vaxandi að mun, er var að þakka samdrætti fiskiveiðanna árum saman. Enskir fiskifræðingar hafa fyrir löngu komizt að þeirri niðurstöðu, að með hverjum 100 miljónum fiska, — einkum flatfisktegunda — sem togarar veiða og landa í Eng- landi, eru fjórum sinnum fleiri fisk- ar drepnir og kaslað útbyrðis sem óhæfri fæðu vegna smæðar. Íslenzkir fiskifræðingar hafa gizkað á, að 2000 miljónum fiska sé árlega varpað útbyrðis sem óhæfum til manneldis af sömu ástæðu á öll- um þeim togarafjölda, er veiða á ís- lenzkum fiskimiðum. En þetta er aðeins önnur hlið málsins. Hin mikla þróun, er drag- nótaveiðin hefir tekið hin síðari ár, hefir gert hættuna á eyðingu fiski- stofnsins mjög alvarlega og þá jafn- framt úrræði til að afstýra hættunni mjög mikilvæg. Við höfum reynslu fyrir, að fisk- seiðin farast unnvörpum við tog- veiðarnar, en það er einnig önnur hætta fólgin í togveiðum á hinum stóru fiskimiðum um gottímann, þegar fiskurinn leitar þangað í lok vetrarvertíðar til að hrygna. Það er ekki nóg með það, að togveiðitækin trufli stórlega hrygninguna og eyði- leggi frjóvgun hrognanna í stórum íslenzka þjóðin hefir lifað „hátt“ á undanförnum áratug, ef miðað er við aðrar þjóðir. Flestar stéttir þjóð- félagsins lifa nú við betri skilyrði og betri lífskjör en nokkru sinni áður, — belri en flestar aðrar þjóðir. Þeg- ar svo er komið, að við höfum ekki lengur efni á að lifa eins og við höfum gert, verðurn við að taka því möglunarlaust, að lífskjör okkar þrengist. En við verðum jafnframt að ganga út frá því, að allar ráðstaf- anir, sem gerðar verða íil að rétta við hag þjóðarinnar gangi sem jafn- ast yfir allar stéttir þjóðfélagsins. slíl, heldur sýnir það sig, að fiskur- inn hættir smám saman að leita á þessar stöðvar um hrygningartím- ann. Samkvæmt skýringum fiskifræð- inga er fiskistofn Norðursjávar í hættu, og með hverju ári sem líður, verður erfiðara að bjarga honum frá eyðileggingu. Einnig er það stað- reynd, að fiskistofninn á íslands- miðum minnkar óðum. Höfundur hinnar kunnu.bókar: „Havets Rigdomme og deres Ud- nyttelse“, fyrrv. fiskiræktarráðu- nautur, Matthías Þórðarson, ieggur áherzlu á það i langri greinargerð um „sjávarútveginn og franrtíð hans“, að fiskistofninn við ísland fari stöðugt þverrandi og segir m.a.: „Hinn auðugi stofn af skarkola og j öðrunr flatfisktegundunr, sem virtust óþrjótandi við íslandsstrendur í upphafi þessarar aldar, eru nú upp- urnar, svo að lítt sér eftir. Þorsk- tegundirnar rýrna unr 3% árlega, sem samsvarar því, að sú fisktegund minnki sem næst unr 30% á 10 ár- unr, en það þýðir, að eftir einn mannsaldur nrun tæplega svara kostnaði að stunda fiskveiðar sem atvinnu á sarna hátt og nú. Ástæðan til þessa stór hættulega ástands er einfaldlega sú rányrkja, sem rekin er. Það eru bolnsköfurnar, þessi há- tæknilegu en skaðlegu, vélknúnu veiðitæki, sem hundruð sólarhringa, ár eftir ár, þrælplægja hafsbotninn og gjöreyða stofninum að lokum. Rányrkjau ber, eins og áður seg- ir, ábyrgð á því, að seiðin eyðileggj- ast og hrygningin truflast og mis- tekst. Gotstöðvarnar ætti að friða með alþjóðasamþykktuin fyrir botn- vörpuveiðum þann tíma ársins, er hrygningin fer fram. Þetta er aðeins rökrétt uppástunga og sanngjörn krafa. Rætt hefir verið um að setja ákveðnar reglur til varnar rányrkj- unni, t. d. að leyfa aðeins tiltekna inöskvastærð, friða viss fiskimið ákveðinn tíma, leyfa veiðar ákveðna daga í hverri viku o. s. frv. En þetta nægir ekki. Eyðing stofnsins er svo langt á veg komin, að meira þarf til. Áðurnefndur fyrrv. fiskiræktar- ráðunautur, M. Þ., sem er fyrrv. rit- stjóri Nordisk Havfiskeritidskrift, hefir nýlega í fyrirlestri í íslenzka Ríkisútvarpið og eftirtektarverðum greinaflokki í íslenzku blöðunum tekið til meðferðar efnið: „Viðhald útvegsins og fiskistofnsins“. Meðal annars skrifar hann: „Þeg- ar það er athugað, að eftirsóttustu fisktegundunum fækkar smátt og smátt, er það lýðum Ijóst, að eitt- hvað verður að gera til að vinna á móti því. Hvað ísland snertir, verð- ur í fyrsta lagi að koma á fót öflugu fiskiveiðaeftirliti og færa út land- Framh. á 3. síðu Furðuleg nwlurheimsókn.— Omerki- leg málsmeðferð. -— Óiíkur dreng- skapur. Aukið öryggi gegn ökuníð- ingum. — Fyrirspurn. FYRIR skömmu síðan kðm það fyr- ir í höfuðstaðnum, að fimm laganna verðir óðu að næturlagi inn í her- bergi sr. Péturs Mágnússonar í Valla- nesi, er var gestkomandi þar í bæ, vökiu hann af svefni og höfðu á brott ineð sér til yfirheyrslu í skrif- stofum sakadómara. Fyrirljði þess- arar einstæðu næturheimsóknar lét í veðri vaka, að presturinn hefði verið staðinn að innbroti og þjófn- aði auk annarra brota á almennu velsæmi. Að yfirheyrslu lokinni var prestinum sleppl, en daginn eftir sendi hann kæru til dómsmálaráðu- neylisins yfir hinni frumtalegu að- för, og er mál þetta í rannsókn. Alþýðublaðið varð fyrst til að segja frá þessum alburði, og birti viðtal við sr. Pétur, en síðar hafa a. m. k. tvö önnur blöð birt fregnir af aðförinni. í Þjóðviljanum hefir málið verið tekið til meðferðar á nokkuð sérstæðan hátt. Þar er ekki sögð saga aðfararinnar-, heldur eru ósmekklegar hugleiðingar um at- burðinn birtar í sorpkassa blaðsins, sem nefndur er ,,Bæjarpóslurinn“. Hefjast skrif blaðsins á því að kynna sr. Pé.tur, sem fyrir aðförinni varð, með þessum orðum: „Það er ekki nema tæpt ár síðan Pétur stóð í fullum messuskrúða agiterandi fyrir því á grundvelli biblíuskýringa, að íslendingar færu í stríð við fjórðapart mannkynsins“. Og síðar telur greinarhöf. líklegt, að það sé „sérhvers góðs manns einlæg ósk, að Pétri takist að hreinsa sig af þeim sökum, sem á hann eru bornar, enda myndi það ekki heppilegt til afspurnar um mannasiði þessarar þjóðar, ef einn af virðulegustu kennimönnum hennar yrði uppvís að því að hafa kikkað á gluggann hjá ungum stúlkum, eins og hann gerði sér vonir um að komast þá leiðina inn til þeirra, eftir míð- nætti“. (En það var eitt ákæruatriði foringja aðfarárinnar.) ALLUR er tónn þessarar ritsmíðar þannig, að gera þann, sem fyrir árás- inni varð, sem tortryggilegaslan. Og skýringuna á því er að finna í fyrstu kíausunni, er hér er birt orðrélt að framan. Sr. Pétur Magnússon vann sér það til óhelgi gagnvarl kommún- istum í fyrra vetur að flytja erindi í Reykjavík, þar sem hann hvatti eindregið til þátttöku Jslands í AJllantshafsbandalaginu. Svo stóra synd eru kommúnistar ógleymnir á, og þess vegna var sjálfsagt að nota tækifærið nú, þegar hann er borinn órökstuddum sökum, að kynda und- ir eldi tortryggninnar í hans garð í hugum lesendanna. Gefur þetta nokkra vitund um, hvers konar réltarfar mundi verða ráðandi, ef ríki kommúnista tæki hér við. Næturheimsóknir til stjórn- málaandstæðinga, yfirheyrslur og sakaráburður um ein eða önnur af- brot, o'. s. frv., myndi verða dagleg- ur viðburður. BERI menn svo þessa framkomu Þjóðviljans saman við afstöðu lýð- ræðisblaðanna hér, er ritstjórar Þjóðviljans voru handteknir og flutt- ir til Bretlands á hernámsárunum. Þau mótmœltu öll. Þau hirtu ekki um, hvort flokksbræður eða and- s'æðingar í skoðunum áttu hlut að máli, heldur neituðu eindregið rétii útlendinga til slíkrar íhlutúnar, þar eð það braut í bág við réttarfars- hugmyndir þeirra og mannhelgi- hugsjón. RÍKISÚTVARPIÐ skýrði nýlega frá því, að 8 ára gantall drengur í Reykjavík hefði orðið fyrir bíl og lærbrotnað á báðum fótum, en bif- reiðin hafi haldið áfram. Jafnframt skýrði það frá því, að 2 sjómenn hefðu orðið fyrir bifreið í Vestur- bænum, annar þeirra meiðst, en sú bifreið einnig haldið áfram, án þess að skeyta um mennina. Það er að verða ískyggilega oft, sem bifreiðar aka á menn í höfuð- staðnum og slasa þá. en hirða ekki um þá, heldur „spýta í“. Rannsókn- arlögreglan sendir þeim stundum til- mæli um það í blöðunum að gefa sig fram, en l'klega ber það ekki mikinn árangur. Þessi ,ökuníðingaalda“ er þegar risin svo hátt, að alhugandi -er, hyort ekki er full ástæða til að lög- bjóða sjálflýsandi töluskilti aftan á hverri bifreið. OG SVO er það loks fyrirspurn, sem mér hefir verið send, og ég læt halda áfram til þeirra, er svarað geta: „Þarf ekki samþykki bæjaryfir- valda eða lögreglustjóra til að reka knatlborðstofu (billiard), og ef svo er, hefir það leyfi verið gefið fyrir knaltborðstofunni í miðbænum, sem nýlega hefir verið opnuð og 20—30 unglingar hanga á frá morgni til kvölds?“ Verðhækkun á mat- vörum 1949 I nýútkomnum Hagtíðindum er skýrsla yfir smásöluverð á matvor- um og hreinlætisvörum i Reykjavík, alla mánuði síðas'a árs. Margar teg- undir eru með óbreyttu verði frá ársbyrjun til ársloka, en margar hafa hækkað. Meðal tegunda, sem hækkað liafa í verði eru: nýtt kinda- kjöt, hangikjöt, hrossakjöt, slátur, flesk, fiskbollur, mjólkurvörur all- ar, tólg, mör, hrísgrjón, saft, sykur, kaffi o. fl. La:kkað hafa í verði: smjörlíki, rúgmjöl, hveiti, frans- brauð, te og krystalsápa.

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.